Siglfirðingur


Siglfirðingur - 11.03.1955, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 11.03.1955, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 o® OLOF EiNARSDOTTIR frá Hraunum — Minningarorð Hún lézt að elliheimilinu Grund í Rvík fimmtudaginn 17. febr. s.l. Foreldrar hennar voru merkis- hjónin Kristín Pálsdóttir og Enar Baldvin Guðmundsson Dbr.m. og hreppstjóri að Hraunum í Fljót- um og síðar forstjóri Gránufélags- verzlunar í Haganesvík. Móðir Ólafar Kristín var dóttir séra Páls Jónssonar prests í Við- vík, alsystir iSnorra Péturssonar alþingsmanns og verzlunarstjóra á Siglufirð og Einars föður Matt- híasar læknis Einarssonar í Rvík. iFleiri voru þau systkin, þó ei sé þeirra getið hér. Einar faðir Ól- afar var sonur Guðmundar Ein- arssonar bónda að Hraunum, — bróður Baldvins Einarssonar, hins ágæta manns, sem allir Islending- ar kannast við. Ólöf var því af góðu bergi brotin í báðar ættir. Það myndi vekja dálitla athygli þeirra, sem við ættfræði fást og mannfræði, hvernig móðurætt Ólafar og Briems-ættin svonefnda eiga samleið, og má bregða upp mynd af því. Meðál barna séra Jóns Lofts- sonar að Staðarstað var séra Árni prestur að Saurbæ og Guðrún, sem giftist Jakob Eiríkssyni á Búðum. Frá séra Árna kemur móðurætt- Ólafar: Loftur sonur hans, Guðlaug dóttir Lofts, Solveig dóttir Guð- laugar, Páll sonur Solveigar, Krist ín dóttir Páls, Hraunasystkin, 12 að tölu. Frá Guðrúnu kemur svo aftur kona inn í Briems-ættina: Kristín dóttir Guðrúnar, Val- gerður dóttir Kristínar, giftist Gunnlaugi Briem sýslumanni á Grund, Eggert sonur þeirra sýslu- maður á Reynistað, Reynistaða- systkin, svipuð tala og á Hraun- um. Þessir tveir ættleggir frá þess- um börnum séra Jóns hafa orðið harla kynsælir. Og síðustu hóp- arnrir sinn hvoru megin var ákaflega glæsilegt fólk, sem telja má, að hafi verið, hvert á sínu sviði, með nýtustu sonum og dætr um íslenzku þjóðarinnar. Ólöf tengdist enn nánar Briems- ættinni, þegar hún giftist Guð- mundi Davíðssyni frá Hofi í Hörg árdal, en móðir Guðmundar var iSigríður dóttir Ólafs Briems timburmeistara á Grund í Eyja- firði. Á uppvaxtarárum Ólafar var .mikið um að vera á Hraunum. Einar faðir hennar var umsvifa- mikill búhöldur, bæði til lands og sjávar og auk þess hafði hann mikil afskipti af málum sveitar sinnar og þjóðar. Kristín kona hans var með afbrigðum hyggin búkona. Á Hraunaheimilinu á þeim tíma var margt starfsfólk og þess utan barnahópurinn, en börnin munu hafa verið 12 talsins. Var þessi fríði barnahópur í mklu áliti hjá heimilsfólkinu. — Var hann sérlega geðþekkur, skýr og skemmtilegur og af kunn ugum talinn sérstakt mannval. Hraunaheimilið var á undan sinni samtíð og var fyrir öðrum sveitaheimilum að menningu, myndarskap og rausn. Á þessu ágæta heimili ólst Ólöf upp, dvaldi þar mestan hluta ævi sinnar og hélt uppi menningu og rausn þessa yndæla æskuheimilis meðan hún gegndi þar húsmóður- störfum. Ung að árum var hún sett til mennta í Kvennaskólanum á Laugalandi. Og þó hún fljótlega eftir skólavist þar giftist og tæki að sér húsmóðurstörf, bætti hún við menntun sína með lestri góðra bóka. Hún las alla tíð mikið — jafnt skemmtibækur sem fræði bækur, og naut þess vel, því hún var vel greind og athugul. Hún átti kost góðra bóka á heimilinu, því maður hennar, sem var skemmtilega gáfaður og fræði- maður mikill aflaði sér margra góðra bóka, bæði íslenzkra og erlendra og átti orðið all myndar- legt bókasafn. Á heimili þeirra hjóna var alla tíð mikill menn- ingarbragur. Ólöf var tæplega meðal maður á vöxt, en snoturlega vaxin, létt á fæti og skjót í snúningum. Ánd- litið frítt, augu -dökk, dálítið hvöss, en yfir var svipurinn heið- ur og hreinn. Hárið dökkt að lit og féll fagurlega um herðar. Hún bauð af sér kvenlegan yndis- þokka. Hún var fremur örgeðja, en stillti þó vel sitt skap. Hún var hreinlynd og sagði sína skoð- un á hlutunum, hverjum sem í hlut átti, en þó alltaf góðlátlega. Hún var kát og glaðvær, skemmti leg og sérlega söngvin. Hún var ákaflega trygglynd og mikill vin- ur vina sinna, en þeir voru marg- ir. Hún var ein þeirra ágætu kvenna, sem eiga þjónustulund- ina í ríkulegum mæh. Hvort sem það var hjá sveitungum hennar eða gestir og gangandi komu á heimilið, var aðstoð og hjálp í té látin með ljúfu geði. Hrauh er næsti bær við Siglu- f jarðarskarð, sem oft reyndist illt og hættulegt yfirferðar á vetrum. iVar það siður ferðamanna að koma við á Hraunum og þiggja hressingu áður en lagt var á fjallið. Var því oft gestkvæmt á þessu heimili og annasamt fyrir húsmóðurina. En í rauninni var þess ekki vart, allt virtist leika í höndum hennar og áður en varir er sezt að snyrtilegu kaffi- eða matarborði. Þar er húsfreyjan ræðin og skemmtileg og þá rætt um bókmenntir og listir jafnt og veðrið þessa stundina, því víða voru húsráðendur heima. Stundum vildi til, þegar veður var vont eða ískyggilegt að leggja upp á fjallveginn, að húsfreyjan breytti ferðaáætluninni. „Nú farið þið ekki lengra í dag, góðu dreng- ir. Það er ekki fært yfir Siglu- fjarðarskarð“. Hún tók alveg af skarið. Þó menn væru stundurn ekki ánægðir með að stöðva ferða- lagið, viðurkenndu þeir síðar, að rétt hefði verið ráðið, og margir eru það, sem hafa minnzt hús- freyjunnar að Hraunum fyrir hennar góðu og hollu ráð. Þau Ólöf og Guðmundur, sem látinn er fyrir nokkrum árum, eignuðust tvo syni, Davíð og Einar. Davíð andaðist í bernsku, en Einar tók við jörðinni og bjó þar í nokkur ár. Er nú skrifstofu- maður í Reykjavík. Nokkur fóstur börn tóku þau hjón og reyndist Ólöf þeim bezta móðir. Með Ólöfu er af sjónarsviðinú horfin gagnmerk kona og sómi íslenzku húsfreyjustéttarinnar. Fjölda margir minnast hennar með hlýhug og virðingu. Blessuð sé minning þessarar látnu sómakonu. P. E. LÍTT NOTUÐ VERÐMÆTI (Framhald af 1. síðu) fyrirf ramsölu , ,eiginábyrgðar ‘ síldarinnar. Meðan Norðurlandssíldin hagar sér eins og hún hefur gjört und- anfarin 10 ár, virðist hyggilegra að flokka hana til söltunar. Um það má sjálfsagt deila, hvernig þeirri flokkun skyldi hagað, t.d. hve marga flokka skyldi hafa og eins hitt, hvaða fitu- og stærðar- mörk skyldu sett í hverjum flokki. En t.d. mætti hugsa sér tvo flokka: 1. flokkur, síld, sem innihéldí 18—20% fitu. 2. flokkur, síld, sem innihéldí 16—18% fitu. Með þessu móti væri saltend- um gefnar frjálsari hendur — og þó innan vissra takmarka. — Þannig væri einnig stuðlað að því, að söltunin yrði meiri en ef ein- göngu væri leyfð söltun 18—20% feitrar síldar. Og með þessu móti væru iíkur fyrir því, að Norður- landssíldin nýttist betur, á meðan göngurnar haga sér líkt og undan- farin 10 ár. Auðvitað yrði að tak- marka söltun þessarar 2. flokks síldar, samkvæmt því, sem fyrir- framsöluhorfur bentu til, á hverju ári. En með þessu fyrirkomulagi mætti e.t.v. tryggja árlega söltun á nokkrum tugum þúsunda tunna, af góðri (16—18% feitri) sfld, — fram yfir það, sem ella hefði verið saltað. Og þá væri tilganginum náð, því þessi viðbótarsöltun gæti haft mikla þýðingu, bæði fyrir saltendurna, verkafólkið og þjóð- arbúskapinn í heild. SALA SÍLDARINNAR Fyrirframsala síldar hlýtur alltaf að vera vandasamt verk og eigi sízt, meðan Norðurlandssíldin hagar sér líkt og hún hefur gert undanfarin ár. Þó ætti hér um- rædd breyting á matinu, eigi að gera söluna vandasamari, þvert á móti. Þar til síldin tekur aftur upp sínar fyrri göngur, verður bæði hæpið og áhættusamt að selja fyrirfram mikið magn af 18—20% feitri síld, því enginn veit hvort hún veiðist. En eftir hér umrædda breytingu á matinu, mætti bjóða vandlátustu kaupend- unum uppbætur með 16—18% feitri síld, ef 18—20% síld sú, sem þeir vildu kaupa — veiddist eigi. Kaupendurnir ættu vegna matsins, að geta treyst því að þeir fengju góða vöru, og flestir eru þannig gjörðir, að fái þeir eigi það bezta, þá taka þeir því næst bezta, — enda hafa síldarkaup- endurnir oft sýnt það. EFTIRMÁLI Það, sem hér hefur verið sagt um síldarsöltun, ber að skoða sem leikmannaþankar og tilraun til að vekja umræður um vandasamt mál, en mjög þýðingarmikið fsrrir okkur Siglfirðinga. Og þareð nú líður óðum að þeim tíma, er selja skal síld þá, er við Islend- ingar vonum að geta veitt og selt á komandi sumri, þá væri ósk- andi, að þeir, sem sjá og vita bet- ur, létu til sín heyra sem fyrst, — ef verða mætti til þess, að betur nýttist síld sú, sem vonandi kem- ur á Norðurlandsmiðin í sumár. GÆTI HÉR VERIÐ UM TUG- MILUÓNA VERÐMÆTI AÐ RÆÐA. H. Kristinsson Aðalfundur Barnaverndarfélgs Siglufjarðar Verður haldinn þriðjudaginn 15. marz næstk. og hefst kl. 8,30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf. STJÓRNIN

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.