Siglfirðingur


Siglfirðingur - 11.03.1955, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 11.03.1955, Blaðsíða 4
t SIGLFIRÐINGUR Útsvarsskuldir i. Það dylzt sjálfsagt engum, sem um bæjarmál hugsa, að það er vandasamt og vanþakklátt verk að jafna niður útsvörum í Siglu- fjarðarkaupstað. Síðasta tölublað Mjölnis gerir útsvarsgreiðslur mínar til bæjar- ins að umtalsefni, og er mér sér- lega ljúft að rökræða þessi mál, svo og skuldaskil liðsodda Mjölnis manna við bæinn í sambandi við styrk- og lánveitingar og ábyrgðir Ýegna útgerðar o.fl. Eg hefi hlotið þann vafasama heiður, að háttvirt niðurjöfnunar- nefnd hefir alloft á undanförnum árum talið mig tekjuhæsta íbúa þessa byggðarlags, enda hefir nefndinni þóknast að leggja á mig 3svar sinnum hærri útsvarsveltu- skatt, en samskonar skattur er á 'Akureyri og í Reykjavík og 6 sinnum hærri en á Húsavík. Eins og nú árar, hafa hinir vísu forráðamenn bæjarins stöðugt verið að glíma við þann vanda, að afla bæjarfélaginu nýrra tekjustofna, en barátta þessi er :ekki ný af nálinni. Má í því sam- bandi minna á, að fyrir tilstilli bæjarstjórnar framkvæmdu tveir mætir menn hér í bæ árið 1935 nákvæma rannsókn á því, að hve miklu léyti framleiðsla og velta væri útsvarsskyld og að hve miklu leyti útsvarsfrjáls. Niðurstaða þessarar rannsóknar var sú, að eigi fengizt greitt útsvar nema af :% framleiðslunnar og þótti það afleitt. Hvernig skyldi þetta ástand vera í dag? Það svari hver fyrir sig. Eg tel hinsvegar sennilegt, að 9/10 allrar framleiðslu og veltu ,hér í bæ sé undanþegin útsvars- greiðslu. II. Eg hefi áður bent á það í þessu blaði, að hér sé stefnt inn á þá braut, að fyrr eða síðar verði .gengið á eignir bæjarbúa. Hér eru • engin stórfyrirtæki, sem bera há útsvör eins og víða annars staðar og á því niðurjöfnunarnefnd ekki annars úrkostar en að leggja út- . svör á tekjur einstaklinganna hvar í stétt sem þeir standa. Það yrði of langt mál að telja upp þau fyrirtæki, sem eigi greiða útsvör hér í bæ eða þau fyrirtæki , sem lögum samkvæmt njóta sér- stakra hlunninda á þessu sviði, en eitt af þessum fyrirtækjum er Afengisverzlun ríkisins. Undirdeild þessa fyrirtækis, Lyf javerzlun ríkisins, hóf fyrir all mörgum árum síðan sölu á lyf jum til sjúkrahúsa á innkaupsverði. Gefur auga leið um það, að erfitt er fyrir skattskyld fyrirtæki að standast slíka samkeppni, enda hafði þetta þær afleiðingar í för með sér, að sala lyfjabúða til sjúkrahúsa hefir að mestu lagst niður. Mikinn hluta af því útsvari, sem Áfengisverzlun ríkisins greiðir hér í bæ, hefir verið greitt með lyfj- um til sjúkrahússins (ca. 20 þús. kr. árlega). Hefi ég sótzt eftir því við rétta aðilja að fá að sitja við sama borð, eða m.ö.o. fá að greiða part af útsvari mínu með lyfjum til sjúkrahússins og hefir nokkuð áunnizt í því efni. Hins vegar er bæjarstjóra vel kunn- ugt um, að útsvar mitt væri þegar greitt að fullu, ef þessi leiðrétt- ing hefði fengizt fyrr. HI. Því ber að fagna, að „Mjölnir" vill fara gætilega í fjármálum; vill ekki að bæjarstjórn „bíti á agnið“ þegar fasteignir, lönd og lóðir eru falar. Eflaust hafa þessi sjónarmið ráðið þegar eyðibýlið Skúta var keypt um árið, eftir að þessi jörð hafði verið rúin flest- um verðmætum, heita vatnsrétt- indum, allri strandlengju og 100 m. spyldu meðfram ánni að aust- an verðu. Og eflaust hafa þessi sjónarmið verið ríkjandi þegar einn liðsoddi Mjölnismanna flutti tillögu um það í stjórn Bæjarút- Fréttatilkynning frá Blaðaumsögnum Fyrirækið Blaðaumsagnir tók til starfa 1. febrúar 1952 og hefur því starfað í þrjú ár. Tilgangur og starf þess er að safna úrklippum úm ýmis efni úr dagblöðum landsins. hessu er þannig fyrirkomið, að menn gerast áskrifendur að einhverju vissu efni og fá þá allt sent, sem um það efni er ritað í blöðin. Dagblöðin eru spegill þjóðarinnar, er sýnir öll þau mál í ljósi samtíðar- innar, sem efst eru á baugi hverju sinni. Er óþarft að taka það fram, hve verðmæt heimildarrit slíkar blaðagreinar verða, er tímar líða. Fyrirtæki, félög og einstaklingar safna úrklippum úr dagblöðum. — Einkafyrirtæki og opinberar stofn- anir safna öllu dagblaðaefni, sem fjallar um viðkomandi stofnanir, störf þeirra og rekstur. Einstaklingar safna öllu dagblaðaefni um hugðar- efni sín, en þau eru eins mörg og íbúar þessa lands. Blaðaumsagnir vinna úr um þrjátíu blöðum, sein gefin eru út víðsvegar um landið. Á hverja grein, sem klippt er úr blaði, er viðskiptavinur fær, er límdur blaðhaus, sem ber með sér, úr livaða blaði greinin er og livenær hún birtist. Fram til þessa hefur aðeins verið hægt að útvega úrklippur úr íslenzk- um blöðum, en nú getur fyrirtækið einnig boðið viðskiptamönnum sín- um úrklippur úr erlendum blöðum. Nú þegar er hægt að útvega úrklippur Úr dönskum, enskum, norskum og gerðarinnar að kaupa gamlan fúa- hjall undir Bökkum á kr. 800 þús. — og mætti svo lengi telja. Að lokum skal þetta tekið fram: 1) Skuld mín við bæinn er ekki 40 þús. heldur innan við 25 þús. kr. 2) Eg hefi stundum átt hærri upphæð hjá bænum, og hefi ekki fundið neina ástæðu til að gera slíkt að blaðamáli. 3) Hvað svo sem snjóflóða- hættu viðkemur, er það vitað, að gert er ráð fyrir byggingum á Goos-túni, samkv. skipulagsupp- drætti, enda hefir þegar verið byggt þar eitt hús. 4) Eg hefi það eftir bæjar- stjóra, að mjög æskilegt væri, að Goos-túnið væri tekið undir ræktun til viðbótar Skólagarðinum, og byggist tilboð mitt m.a. á þessum forsendum. Siglufirði, 10. marz 1955. A. SCHIÖTH OPIÐ BRÉF (Framhald af 1. síðu) sem mér skilzt á þér, að þú hafir sama sem átt að eiga inni á bankabók í Rvík. En málið var víst ekki svona auðvelt eins og og þú gerir þér í hugarlund, þar sem að ekkert annað gerist í mál- inu þér til handa, en að Atvinnu- málanefnd hafði mælt með við ríkisstjórnina, að þér yrði lánuð þessi upphæð, að sínu leyti eins og hún hafði mælt með Fr. Guð- jónssyni og fleirum, eða samtals hafði hún mælt með kr. 450 þús. til Siglufjarðar. Á sama tíma sem þetta gerizt liggja báðir togar- arnir hér bundnir við bryggju og komast ekki út á veiðar vegna fjárskorts og til þess að leysa þennan hnút þurfti bæjarútgerðin fjórar og hálfa milljón króna að láni, og engin leið, að það fengizt annarsstaðar frá en með að- stoð ríkisins og ríkisábyrgð, væri fyrir lánunum. Þetta tókst eins og öllum Siglfirðingum er í ferzku minrii, en partur af þessu láni var einmítt atvinnubótaféið, sem að ríkisstjórnin hækkaði úr kr. 450 þús., eins og Atvinnumálanefnd hafði lagt til,. að það yrði og upp 1 kr. 750 þús., og veitti því til bæjarútgerðarinnar, án þess hvorki að spyrja mig eða bæjar- stjóra um leyfi til þess, enda hef- ur ríkisstjórnin ekki haft þann hátt á að minnsta kosti ekki hvað mig snertir. En hafir þú einhverju verið rændur, Vigfús, þá get ég ekki skilið að um alla lánsupphæð- ina hefði verið að ræða, heldur bara gróðann af sölu hjallanna til Síldarverksmiðja ríkisins, því þar hefðu þeir eflaust lent eins og þeir hjallar, sem þú áttir fyrir. Lúalegasti kafli bréfs þíns er um fyrirhuguð togarakaup og vél- bátakaup þeirra tveggja báta, sem gefin voru á frjálsu leyfi. Byrjun kaflans er á þessa leið: „Heyrzt hefur, að mikill ráðamaður í Reykjavík“ o.s.frv. Aframhaldið Tilbcð óskast í húseignina Steinaflatir. — Til- boðum sé skilað á skrifstofu Þróttar fyrir 20. þ.m. Allar nán- ari upplýsingar einnig gefnar þar. getur þú séð í „Mjölni“, hafir þú tapað afiriti af bréfi þínu, enda mundi ég ráðleggja þér að nota það, þar sem að það er lagfært þér heldur í vil. Kaflinn er allur skrifaður í þeim tilgangi að vekja. upp úlfúð og leiðindi í kring um þessi væntanlegu togarakaup, og væri þér nær að koma heiðarlega fram í því máli og skrifa þig fyrir ákveðnum hlut eins og aðrir gera, en ekki vísa til bréfs, sem er fullt af skilyrðum fyrir þátttöku þinni, t.d. eins og því, að þú ákveðir sjálfur hvað hlutaféið verði mik- ið, og að þú eigir helminginn af hlutafénu eða með öðrum orðum, að þú farir með meirihlutavald í félaginu. CNei, Vigfús, þetta er ekki leiðin til þess að koma góðu máli í heila höfn, heldur þver öfugt. Og það minnsta, sem hægt er að ætlast til af þér er að upp- lýsa, hver þessi ráðamaður í Rvík sé, sem á að hafa öll ráð okkar Siglfirðinga í höndum sér. Mér vitanlega er ennþá lýðræði á Is- landi, en enginn einræðisherra, sem sagt getur fyrir verkum. En ef þú villt halda áfram upptekn- um hætti í skrifum þínum, þá verðurðu að reikna með meiri þroska hjá fólki nú heldur en var, þegar kjaftakindur gengu bæ frá bæ og sáðu úlfúð og lygaþvætt- ingi milli manna, sem oft varð þeim sjálfum að aldurtila. Við lestur bréfs þíns hefi ég fundið sérstakan veikleika hjá þér, sem lýsir sér í því, að þú heldur, að menn séu að ofsækja þig og vilji þér eitthvað illt. — Þetta er óalgangur sjúkleiki en ákaflega alvarlegur, og ekki sízt þegar þetta brýzt út í ungum mönnum. Reyndu að venja þig af þessu, því að ef þú temur þér þetta, mun þetta verða þér óbæri- legt, þegar þú ferð að eldast og getur ekki leitt til annars, en að á gamals aldri verði þú nöldursegg- ur og leiðindaskjóða. Að lokum held ég, að happa- drýgst yrði fyrir þig að biðja af- sökunar á þessum skrifum þínum, og skal ég þá verða fyrsti maður til þess að leiða þetta mál hjá mér, jafnvel þótt ég eigi opna leið að snúast öðruvísi við. Vinsamlegast, Ólafur Ragnars Leiðrétting. I minningargrein um Ólöfu Einarsdóttur á 3. síðu blaðsins í dag er Snorri verzlunar- stjóri talinn Pétursson en á að vera Pálsson. Er beðizt velvirð- ingar á þessu.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.