Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.03.1955, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 25.03.1955, Blaðsíða 2
SIGLFIRÐINGUR Siglfirðingur MALGAGN SIGLFIRZKRA SlALFSTÆÐISMANNA Ritstjórn: Blaoneindin Aby*g8armaður: Ólaiur Ragnars Auglýsingar: Franz lónatansson- Hvor er nú betri brúnn eða i auður ? Frámsóknarmönnum, og þá sér- staklega aðalmálgagni þeirra, Tímanum, hefur stundum orðið tíðrætt um, hversu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og þá eink- um Bjarni Benediktsson, dóms- og menntamálaráðherra misnot- uðu embættisvald sitt í pólitísk- um tilgangi við stöðuveitingar, sem undir þá hafa heyrt- Sigl- firðingur er ósmeykur við að bera saman embætta- og stöðuveitingar ráðherra Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna, bæði fyrr og síðar og telur ekki úr vegi ein- mitt nú að spyrja, hvorum hafi orðið hálla á sínu pólitíska svelli undanfarin ár t.d. Bjarna Bene- diktssyni eða Eysteini Jónssyni. Meðan Bjarni Benediktsson var utanríkisráðherra skipaði hann nokkra sendiherra, sem vitað var, að ekki voru Sjálfstæðismenn og höfðu aldrei verið það. Dregur þó enginn í efa, að fundizt hefðu hæfir menn úr Sjálfstæðisflokkn- um í þessi virðulegu embætti, ef ráðherrann hefði viljað einskorða veitingarnar við pólitískar skoð- anir manná. Enginn efast heldur um, að þeir menn, sem Bjarni Benediktsson skipaði í þessi emb- ætti eru hinir hæf ustu og mætustu menn. En nú er spurt: Hvenær hefir Eysteinn Jónsson skipað mann eða menn í sambærileg störf, sem hann hefir haft ráð á, aðra en gallharða flokksbræður sína ? | Tökum önnur dæmi. Á sínum tíma og nú ekki alls fyrir löngu skipaði Bjarni Benediktsson sem menntamálaráðherra sr. Kristján Róbertsson formann skólanefnd- ar barnaskólans hér í bænum. — Ekki hefur heldur í ráðherratíð hans verið skipt um formann í skólanefnd gagnfræðaskólans hér. Báðar eru þessar manneskjur hin- ar hæfustu og mætustu og höfðu gegnt formannsstörfum í þessum nefndum með prýði um árabil og þess lét ráðherrann þau njóta, þótt hvorugt fylgdi Sjálfstæðis- flokknum að málum. En bíðnum nú við. Nú alveg nýlega rann út skipunartímabil eins yfirskatta- nefndarmanns og varamanns hans hér á staðnum. Munu allir sam- mála um, að bæði aðalmaðurinn og varamaðurinn séu hinir hæf- ustu menn, sem hér er völ á til að Mjölnir flýr af hólmi Fyrir tveim vikum síðan hóf þetta málgagn kommúnista árás á mig í sambandi við skuldaskil mín og Sigluf jarðarkaupstaðar. í svargrein minni bauðst ég til að rökræða við blaðið ýms skulda- skil annarra fyrirtækja hér í bæ, en blaðið hliðrar sér hjá að ræða þessi mál. Það þorir heldur ekki að rökræða ástæður fyrir því, að útsvör eru nú orðin sex.sinnum hærri en í nálægum kaupstöðum, og því er svo komið, að jafnvel er seilzt of langt niður í vasa verkamanna hér í bæ. I stað þess að ræða þessi mál, gefur blaðið í skyn, að ég selji sjúkrahúsinu hér lyf „við ekki beztu fáanlegu kjörum", eins og það kemst að orði. Þetta er alrangt. Sjúkrahúsið hér kaupir lyf af mér í heildsölu fyrir útsöluverð Lyfjaverzlunar ríkisins. Annað mál er svo það, — en það mun verða rætt á öðrum vett- vangi, — að frá þjóðarhagslegu sjónarmiði séð, er það vissulega ekkert annað en fjárhagsleg af- glapamennska, að ríkinu skuli haldast uppi að nota skatta þá, sem á þjóðina eru lagðir til þess að reka ríkisfyrirtæki með tap- rekstri, sem settur er til höfuðs skattþegnunum sjálfum og at- atvinnurekstri þeirra. Eða hvað mundu kaupmenn og kaupfélög gegna þessum störfum, enda hafa þeir gegnt þeim um árabil. Sá Ijóður mun þó hafa verið á ráði beggja þessara manna frá sjónar- miði Eysteins Jónssonar, sem þessi störf heyrðu undir, að þeir voru Sjálfstæðismenn. Hvorugur þeirra var skipaður í starfið að nýju; þeir viku fyrir tveim Fram- sóknarmönnum, sem f jármálaráð- herra skipaði í stað þeirra. Báðir eru hinir nýskipuðu yfirskatta- nefndarmenn, aðalmaður og vara- maður, hinir mætustu menn að vísu, en fullyrt er, að hvorgur þeirra jafnist á við þá, sem látnir voru víkja fyrir þeim, að hæfni til að gegna starfinu og reynslu í því. Þessvegna spyrja menn nú: Hvorum virðist hætta fremur til að láta glepjast af pólitískum skoðunum manna við skipanir í störf, Eysteini Jónssyni eða Bjarna Benediktssyni ? Einnig virðist kominn tími til þess að gera hinni bitlingasjúku Framsóknarhjörð ljóst, að verði haldið áfram ofsóknum hennar í garð manna, sem aðeins hafa það til saka unnið að vera ekki Fram- sóknarmenn, getur svo farið, að aðrir grípi til gagnráðstafana gegn þeim sjálfum, þar sem því verður við komið og tilefni gefst. segja við því, að ríkið héldi uppi slíkri samkeppni við þessa aðilja? En hér liggur annað á bak við: Hér á landi er stór hópur manna, sem vinnur að þjóðnýtingu á öll- um sviðum, og laumukommúnistar úr hópi þessara manna hafa á undanförnum árum mátt sín all- mikið um skipan lyfjasölumála á íslandi. Eg skal svo ekki hrella Mjölni með því að fara of nákvæmlega út í rekstur þeirra útgerðarfyrir- tækja, sem ég átti við í síðasta blaði Siglfirðings. Hér eru aðeins nokkrir „punktar". Af 50 þús. kr. skuld h.f. Siglunes við Sigluf jarðarkaupstað hefir lögfræðingur bæjarins í Rvík lagt til, að þegnar væru þær 1000 krónur úr skuldaskilasjóði, sem til boða standa, — afgangurinn mundi tapaður. Sorglegt en satt. Nokkrar broslegar hliðar eru á skuldaskilum h.f. Milly við bæinn, og skal lauslega minnzt á þær: Einnig gagnvart þessu útgerðar félagi leggur lögfræðingurinn til, að þegnar séu 1000 krónur, — afgangurinn 49 þús. muni tapað- ur. En nú kemur stjórn þessa út- gerðarfyrirtækis til bæjarins og segir: „Blessaðir verið þið ekki að tala um, að bærinn tapi þessum 49 þús. kr. þótt svona illa tækist til, að Milly varð að fara í skulda- skilasjóð. Lánið okkur litlar 150 þús. krónur úr bæjarsjóði, ábekkið smávíxil hjá bæjarfyrir- tækinu Rauðku og af þessari f jár- upphæð greiðum við svo 50 þús. út í hönd". Hvort skildi verða „ginið" við þessu „agni", Mjölnir sæll? Að endingu get ég svo glatt Mjölni með því, að auk þess að hafna kauptilboði mínu á um- ræddum lóðum til jöfnunar á skuld minni við bæinn, hefir bæjarráð einnig fellt að gera mér gagntilboð. Nú hefði verið.gaman að eiga eyðibýlið Skútu og seija það bænum fyrir 90 eða 140 þús. kr. — (Mér hefir eigi tekizt að fá uppgefið rétt kaupverð). Eg get ennfremur glatt Mjölni með því, að lögtak fer nú fram á eignum mínum til greiðslu á um- ræddri útsvarsskuld, — „1 dag ég, á morgun þú", skattgreiðandi góður. Vona ég, að þetta sem og önnur lögtök, sem nú fara fram á eign- um skattgjaldenda hér í bæ, verði til þess að skapa það míkið flóð í fjárhirzlur bæjarins, að hin kát- broslegu skuldaskil Milly nái fram að ganga. Siglufirði, 22. marz 1955. A. Schiöth Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafélags Siglu- fjarðar verður haldinn í Sjálf- stæðishúsinu þriðjudaginn 29. marz kl. 9. STJÓRNIN Ibúð óskast Tvö hérbergi og eldhús óskast til leigu nú þegar eða frá 14. maí næstkomandi. — Upplýsingar í síma 253. Fiéttii '¦k Minnzt 100 ára afmælis frjálsr- ar verzlunar á íslandi. — Þann 1. apríl næstk. verður þessa merka afmælis minnzt hér á Siglufirði. Gert er ráð fyrir, að verzlanir verði lokaðar allan daginn, og gluggar verzlananna verði fagur- lega skreyttir. Samkoma verður í Nýja bíó. Þar verða erindi flutt og á milli erindaflutningsins syngur Karla- kórinn Vísir. Á þessari samkomu mæta menn fyrir kaupmannastétt- ina, kaupfélagið og verzlunar- menn- Um kvöldið verður svo hóf á Hótel Hvanneyri. Að þessum há- tíðahöldum standa kaupmenn, kaupfélagið og verzlunarfólk. * Togveiðar. Um síðustu helgi komu hingað inn togbátarnir Ingvar Guðjónsson og Sigurður og lögðu upp um 20 smál. fiskjar hvor eftir 3 sólarhringa útivist, Er þetta góður afli á svo stutt- um tíma. Töldu skipstjórar miklar líkur á, að mikill fiskur væri fyrir Norðurlandi og vonir stæðu til um góða veiði, ef gæftir héldust. T*r Versta stórhríð. S.l. sunnudag var hér norðan gjóstur með hríðar éljum. Á mánudag var norðan- stormur og blindhríð. Sást varla í milli húsa. Sögðu menn, að þeir myndu ekki eftir annarri eins stórhríð síðastl. 20 ár. Frost var hér innf jarðar 14 stig á C. Að- faranótt þriðjudags birti upp. — Síðan hefur verið bjart og gott veður. * Starfsemi Vísis. Síðan frá ára- mótum hefur varið haldið uppi reglulegum æfingum í karlakórn- um- Og nú er hingað kominn óperusöngvarinn Þorsteinn Hann- esson til þess að leiðbeina og þjálfa kórmenn. Ætlunin er að fara í söngför næstk. vor og halda líklega til ýmsra staða á Suður- landi. Á vegum kórsins hefur, eins og undanfarna vetur, starfað tón- listarskóli. I vetur hafa sótt skól- ann um 30 nemendur. Er mikill áhugi ríkjandi fyrír því að efla skplaná.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.