Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.03.1955, Qupperneq 4

Siglfirðingur - 25.03.1955, Qupperneq 4
4 SIGLFIRÐINGUR Opið svarbréf til hr. Vigfúsar Friðjánssonar Það fór sem mig grunaði, Vig- fús, að það varð lítið úr rök- semdafærslunni hjá þér í seinasta bréfi, sem þú birtir í ,,Mjölni“, og tel ég litla ástæðu til þess að fara að svara vaðli þínum þar, enda ert þú nú fallinn frá öllum stóru orðunum, sem að þú skrifar í bréfinu til bæjarstjórnarinnar. Þó langar mig aðeins til þess að leiðrétta hjá þér tvennt, sem kemur fram, og sem þú segir, að ég fari rangt með. f fyrra tilfell- inu er það um umsókn þína um atvinnubótafé, sem að þú segist hafa sótt um löngu fyrr en ég tilgreini. Samt er það nú svona, að umsókn þín fyrir meðmælum með atvinnubótafé fyrir þeim bát, sem þú ert búinn að fá leyfi til að kaupa frá útlöndum, kom ekki fyrr en 10 dögum eftir að bæjar- ráð hafði samþykkt samhljóða að mæla ekki með frekari umsóknum en komnar voru. Þetta getur þú fengið að sjá í bókum bæjarins, og því verður ekki haggað. Hitt er svo annað mál, að þú hefir verið sí mjálmandi um atvinnu- bótafé og meðmæli til þeirra, út á allskonar hluti, en ég man ekki hvenær þú hófst þau viðskipti. Þá er hitt atriðið, sem þú telur mig fara rangt með, og er um skilyrðabréf þitt til bæjarstjórnar- innar og hlutaf járframlag þitt í væntanlegum togarakaupum. Þar sagði ég, að eitt skilyrðið væri, að þú ákveðir sjálfur hvað hlutaféð verði mikið í væntanlegu hlutafé- lagi. Þú ert svo tillitssamur við mig að prenta upp skilyrðabréfið, og segir ■ þar í 2. grein orðrétt: ,,Að hlutafjárupphæð væntanlegs tógarafélags verði ekki hærri en hlutafélag þess, sem kaupir b.v. Vilborgu Herjólfsdóttur". Þessa grein telur þú nauðsynlegt að hafa til þess að ég og bæjarstjóri gæt- um ekki haft það sem afsökun síðar, að hlutaféð væri alltof lágt, og því ekki hægt að fá togara keyptan, og notað þannig þetta nauðsynjamál í blekkingaskyni. Hver skilur svona málflutning, og í hvaða tilgangi er hann framsett- ur. Það verður að minnsta kosti að ætlast til þess af þér, að þú skrifir þannig, að úr setningum fáist heil hugsun, en ekki mót- sagnakenndur vaðall. En mér. er nær að halda, að tilgátan í bréfi mínu um daginn sé rétt, að þú hafir strax verið kominn á stað með að tryggja þér meirihlutavald í fyrirhuguðu hlutafélagi. Þar sem við erum farnir að skrifast á, þá langar mig til að forvitnast ósköp lítið um hjá þér, Vigfús minn, og gætir þá fyrst þess ótsöðuglyndis sem ég verð var við hjá þér, eða að þú ert alltaf á eilífum hlaupum úr einu í annað. Einu sinni byrjaðir þú t.d. að kaupa saltfisk og verkaðir hann hér á staðnum í þurrkhúsi þínu, en ekki leið á löngu þar til að þú gafst upp á þeim atvinnu- vegi. Þá fórstu að kaupa hjalla og herða fisk í stórum stíl, en það fór á sömu leið, og hjallana seldir þú. Eitt sinn varstu kom- inn í fiskkaupafélag með kunningj um þínum, virtist það blómgast og dafna vel, en einn góðan veður- dag heyrði maður, að það væri lagt niður. Vel á minnst, keyptir þú ekki einu sinni bát, Vigfús, sem að þú svo stofnaðir um hluta- félag með félögum þínum ein- hverjum. Báti þessum var lítið róið, en þegar hann hafði legið bundinn sem fastast við bryggju í lengri tíma, þá sást þú þér þann hag vænstan að láta auglýsa hann í Lögbirtingablaðinu til uppboðs fyrir einhverjum lítilsháttar kröf- um, sem þú áttir hjá þínu eigin félagi. Bátur þessi var seldur á uppboði, og nú heyri ég sagt, að hann sé kominn í hendur dugn- aðarmanna, sem róa honum til fiskjar af mikilli hörku og fyrir- hyggju. Eg vona, að hinir nýju eigendur séu ánægðir með kaupin í 3. tölubl. Mjölnis reynir ein- hver Skuggasveinn, bersýnilega fremur af vilja en mætti, að snúa út úr ummælum, sem ég lét falla á sameiginlegum fundi iSjálfstæðis félaganna í janúar s.l. í sambandi við rekstur togara bæjarútgerðar- innar hér. Á fundi þessum stað- hæfði ég og staðhæfi enn, að eins og nú standa sakir sé ekki önnur leið til, til áframhaldandi rekst- ur bæjartogaranna en að fela hann S.R. svo sem verið hefur síðan vorið 1953. Það þarf áreið- anlega ekki að lýsa því enn einu sinni fyrir Siglfirðingum, hvers- vegna rekstur skipanna var falinn S.R. á sínum tíma og hversvegna svo er enn. En ef ,,Skuggi“ er óvenjulega illa að sér um þessi efni, svo sem hann virðist vera, eftir skrifum hans að dæma, þá get ég sagt honum, að fjárhagur Bæjarútgerðar Siglufjarðar var árið 1953 orðinn svo þröngur, að leita varð á náðir ríkisstjórnar- innar um aðstoð til þess að ekki yrði þá þegar í stað gengið að skipum útgerðarinnar og þau seld úr bænum. og óska þeim alls hins bezta með vaxandi útgerð sína, og að þeir megi verða máttarstólpar í út- gerðarmálum Siglfirðinga í fram- tíðinni. Ekki get ég heldur skilið, að maður eins og þú sért snap- andi eftir atvinnubótafé á öllum tímum, maður, sem vilt leggja upp undir hálfa milljón í togara- félag, rekur hér stóra síldarsölt- un, ert í heildsölufyrirtæki og vilt kaupa til landsins að minnsta kosti 2 fiskibáta, sem kosta að líkindum um 1 milljón króna hvor, og átt þar að auki stærsta bóka- safn, minnsta kosti hvað snertir lengd eða metratal, sem er í eins manns eigu hér á Siglufirði. Er það satt, Vigfús, að þú eigir líka í stórfyrirtækjum úti í Belgíu? Hvenær koma stórframkvæmd- irnar á Siglufirði? Eða er þetta allt ein leiksýning hjá þér og sýndarmennska til að telja fólki trú um, að þú sért stórauðugur. Mér finnst þú vera dálítið mið- ur þín í seinasti bréfi, eða ertu bara svona reiður Vigfús? Þú ert þar með fáránleg orð og orða- sambönd. En það getur oft verið varhugavert, og ekki sízt af því að maður getur fengið leiðinda viðurnefni af sínum eigin orðtækj- um. Hvað heldur þú nú um það, ef að þessi bréf okkar lægju ein- hversstaðar á glámbekk og ein- hver óviðkomandi kæmist í þau, og upp frá því yrðirðu kallaður Vigfús tittiingaskítur. Með vinsemd, Hin umbeðna aðstoð var veitt þá og aftur nú alveg nýlega í mjög stórum stíl, en með því skil- yrði, að S.R. og framkvæmda- stjóri verksmiðjanna Sigurður Jónsson hefðu reksturinn með höndum fyrir bæinn. Setti ríkis- stjórnin þessi skilyrði, eftir að hæfir menn, sem hún fól að at- huga mál bæjarútgerðarinnar, — höfðu skýrt henni frá, að þeir teldu S.R. með Sigurð Jónsson sem framkvæmdastjóra hafa bezt skilyrði til að reka skipin af þeim aðilum, sem völ var á á staðnum. Iþessu horfi eru mál bæjarút- gerðarinnar og rekstur skipa hennar enn í dag og hygg ég, að það sé fyrst nú, sem bæjarbúar sjá og verða þess varir, allt frá því að bæjarútgerðin var stofnuð, hvers togararnir eru megnugir, ef þeir eru reknir af fullum krafti og leggja upp afla sinn í heima- höfn. „Skuggi“ veit það ósköp vel, að tilvitnuð ummæli mín um rekstur bæjartogaranna áttu aðeins við þá og engin önnur skip, enda getur hann þess fyrst í grein Fyrirspum Jpnis“ um kaup á húsi Jóns Kjartans- sonar fyrir elliheimili. 1 síðasta blaði „Mjölnis“ er spurt um hvað líði kaupum á ofannefndu liúsi. Segist hlaðið hafa áður beint þessari fyrirspurn til „Siglfirðings“ um hvað meirihluti bæjarstjórnar ætli sér fyrir í þessu efni. „Siglfirðingur" veit ekki til þess, að þessi húsakaup liafi komið fyrir bæjarráð eða bæjar- stjórn, og heldur ekki um það fjallað í meirihluta bæjarstjórnar. „Mjölni“ er sjálfsagt kunnugt um það, að í Elliheimilismálinu var kos- in nefnd. 1 lienni er meðal annars einn vandamanna „Mjölnis". Ættu því að vera hæg heimatökin hjá blað- inu að forvitnast um það lijá honum. Ý Andlát. I gærmorgun lézt að heimili sínu, Túngötu 18, frú Pá- lína Jónsdóttir, eftir langa van- heilsu. Pálína var sjötug að aldri. sinni, að ég hafi rætt um bæjar- útgerðina og sagt það, sem hann vitnar í, í sambandi við skip hennar. Fari svo, sem vonandi verður sem fyrst, að Siglfirðingar beri gæfu til að eignast og reka þriðja togarann, er sannarlega vonandi, að rekstur hans komizt aldrei í þau vandræði, sem bæjarútgerðin var komin í 1953 og urðu til þess að S.R. var falin rekstur skipa hennar. Þegar þess er gætt, að þau ummæli, sem „Skuggi“ hefir eftir mér eiga einungis við skip bæjarútgerðarinnar, sem S. R. var á sínum tíma falið að reka vegna yfirvofandi stöðvunar skipanna, verða tilburðir þessa manns til að reyna að túlka orð mín á þá leið, að undir engum kringumstæðum sé öðrum treystandi til þess að reka togara en S.R. — fáránlegir útúrsnúningar. Getsökum skuggamannsins um, að full heilindi liggi ekki á bak við áhuga Sjálfstæðismanna hér fyrir að fá þriðja togarann í bæ- inn, hygg ég, að óþarft sé að svara. Þó vil ég benda „Skugga“ á, að aðrir en Sjálfstæðismenn, og þeir sem sennilega standa honum nær, hafa til þessa fremur verið bendlaðir við sýndarmennsku og sýndartillögur en Sjálfstæðis- menn. Dettur mér þó ekki í hug að halda því fram, að flokksbræður þessa greinarhöfundar vinni ekki af heilindum að lausn þessa nauð- synjamáls. I máli sem þessu, er áríðandi, að allir bæjarbúar sam- einist í starfinu um lausn þess, ef baráttan fyrir málefninu á nokkurn árangur að bera. Er það því í meira lagi óeðlilegt og óheppilegt, að þeir, sem saman eiga og þurfa að starfa, taki upp á því, mitt í starfinu að bregða hverjum öðrum um óheilindi og fláttskap. Einar Ingimundarson, Ölafur Ragnars Sfuft svar tiE „Skugga"

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.