Siglfirðingur


Siglfirðingur - 13.05.1955, Síða 1

Siglfirðingur - 13.05.1955, Síða 1
fqffíp ÍflöfUP 9. tölublað. IM' Föstudagurinn 13. maí 1955. 28. árg. 1. maí hugleiðingar: Verkfallið mikla Svo sem sagt hefur verið frá, lauk verkfallinu mikla aðfaranótt 29. apríl, og hafði þá staðið i fullar sex vikur. Er það lengsta verkfall, sem verið hefur hér á landi. Forvígismönnum Verka- mannafélagsins „Dagsbrún“ hefur fundizt ákaflega þýðingarmikið og jafnvel lífsnauðsyn að koma á verkfalli. Og forseta Alþýðusam- bandsins hefur þótt tilhlýðilegt að vera með. Það vakti talsverða undrun meðal almennings, hve þessir að- ilar voru ákafir í að koma á verk- falli. Og enn óx undrunin, þegar þessir verkfallsaðilar höfnuðu boði ríkisstjórnarinnar um að út- nefna mann í nefnd, sem ætlað var að taka til athugunar verð- lags- og kaupgjaldsmálin og leita að einhverjum raunhæfum grund- velli til að byggja á verðlag og kaupgjald, sem gæti svo orðið til þess að skapa heilbrigt sannvirði og samræmi í þessum málum, stöðva verðbólguna og sífelldar kaupkröfur. Þessari nefndarskipan höfnuðu forráðamenn verkfallsins. Þessir „vitru menn“ hafa sjálfsagt þótzt vita betur og líklega búizt við því happi af völdum verkfallsins, sem þeir mættu ómögulega úr hendi sleppa. Hvað ávannst í þessu langa verkfalli? Það verður sjálfsagt enginn verkamaður, utan Reykjavíkur, steinilostinn þó sagt sé klárt og hreint, að ekkert hafi áunnizt, heldur hafi verkalýðurinn goldið mikið afhroð vegna ráðsmennsku þessara „vitru forráðamanna", sem auðsjáanlega kunna ekki með hagsmunamál verkalýðsins að fara. Þessir „vitru menn“ hrópa út um landsbyggðina um glæsi- legan sigur, að brotin hafi verið á bak aftur illkvittni, skilnings- leysi og þrælmennska vinnuveit- enda gagnvart verkalýðnum, og þeir gersamlega sigraðir. En hvað vannst svo: 10% kaupgjalds- hækkun, orlof lengt um 3 daga og stofnun atvinnutryggingasjóðs. Þetta eru aðaltaugarnar. Hvað siglir svo í kjölfar kauphækkun- arinnar. Líklega er öllum heilvita mönnum það ljóst, að á eftir sigl- ir hækkandi verð á innlendum varningi. Framleiðsluverð hækkar vegna hækkandi kaupgjalds og þar af leiðandi hækkar verð varn- ingsins. Þá má segja, að þessi 10% hækkun étist upp og krón- an verði verkamanninum ekkert meira virði en áður. Ef reynt væri að halda framleiðslukostnaði niðri með allskonar meðgjöfum úr ríkissjóði, þá eru þær innheimtar í allskonar sköttum hjá verka- manninum. Það ber því að sama brunni: máttur krónunnar vex ekkert, og fyrir hana verður ekki keypt meira en áður. Hvað hefur svo gerzt? íteynslan hefur kennt verka- mönnum, að verkföllum fylgir tap, vinnutap, sem vinnst ekki upp nema með löngum tíma, og í raun og veru, oftar en hitt, aldrei. Tapið hefur orðið meira og til- finnanlegra eftir því sem verkfall- ið hefur staðið lengur. Og í ný- afstöðnu verkfalli, sem telzt vera það lengsta hér á landi, hefur í síðustu viku bar fyrir augu Siglfirðinga sjaldséðan gest, sem lítið hefur sinnt málefnum þeirra, í fyrsta sinn á yfirstandandi ári. Er hér átt við blaðið Neista, mál- gagn Alþýðuflokksins. Tilefni þess, að blað þetta bregð ur blundi er, að kommúnistar og kratar hafa mannað sig upp í, ekki vonum fyrr, að sjóða saman ályktun í atvinnumálum. Ekki skal að því fundið, betra er seint en aldrei, og senn líður á kjör- tímabilið! En hitt hefði verið heppilegra að höggva ekki að þeim, sem á verðinum hafa vakað, þótt margt hafi að vísu betur mátt fara. Til að veita hinum sjaldséða gesti innsýn í það, sem gerzt hefur á undanförnum erfiðleika- árum í atvinnusögu Siglufjarðar, og fyrir hverra tilverknað það hefur gerzt, skal í stuttu máli drepið á örfá atriði. Á s.l. þremur árum hefur fyrir tilverknað þingmanns okkar, bæj- arstjóra og bæjarstjórnarmeiri- hluta, fengizt af atvinnubótafé ríkissjóðs, sem hér segir til Siglu- fjarðar. vinnutapið orðið gífurlegt. Fátæki verkamaðurinn, sem hafði gert áætlun um afkomu heimilis síns, og tryggt sér vinnu, er sviftur í einu vetfangi frelsi til sjálfbjarg- ar, allar ráðstafanir til að bjarga barnahópnum frá sveltu eru ónýtt ar og að engu hafðar. Honum er bannað að vinna, bannað að afla sér og sínum daglegs brauðs. Til þess svo að friða sveltandi barna- hópinn fleygja þessir „vitru menn“ í hann nokkrum molum, sem þeir hafa sankað saman meðal góðgjarns almennings. — Þetta langa vinnutap vinnst aldrei upp, að minnsta kosti ekki hjá einyrkjanum. Niðurstaðan verður svo sú í öllum tilfellum, og hvernig sem reiknað er, að þessi kaupgjaldshækkun er ekki nægileg til að bæta verkamann- inum upp tapið, vinnutapið, sem hann hefur orðið fyrir í þessu verkfalli. Tap og ósigur. Svo hrópa „hinir vitru“: Mikill sigur unninn! Þegar litið er svo á þjóðarbúið, blasir við manni eymd o g tortíming. Framleiðslutækin, togararnir, eru bundnir við land- festar með áhöfnum á fullu kaupi, með dýrmæta gjaldeyrisvöru liggj- andi í sér, sem liggur undir skemmdum. Kaupskipaflotinn er bundinn við bryggju, hlaðinn dýr- um og nauðsynlegum erlendum varningi, sem meira og minna eyðileggst eða skemmist. Afleiðing in er milljónatap fyrir þjóðarbúið. Hvar lendir svo þetta tap nema á þjóðfélagsþegnunum, jafnt verka- mönnum sem öðrum. Á þessu (Framhald á 2. síðu) Árið 1953 kr. 750.000,00 — 1954 — 250.000,00 — 1955 — 1.600.000,00 Samtals kr. 2.600.000,00 Á árinu 1952 var hér fyrir for- göngu sömu aðila byggt hrað- frystihús á vegum iS.R., sem verið hefur atvinnulífinu hér mikil Iyftistöng. í það mikla atvinnu- fyrirtæki mun hafa farið ca. 1,5 millj. kr. Þá fékkst togarinn Haf- liði keyptur fyrir 5% milljón kr„ og í framhaldi af þeim kaupum 4y2 milljón krónur til togara- rekstursins eða um 10 milljónir til hans eins. Þá má þess geta, að milli 3 og 4 milljónir fengust til uppsetningar nýrra vélasam- stæðu við Skeiðsfoss, sem fram- tíðariðnaður hér mun grundvall- ast á. Þá er ótalið fjármagn, sem farið hefur í Innri-Höfnina, byrj- unarframkvæmdir við viðbótar- vatnsvirkjun, flóðvarnargarðs o.fl. Mun láta nærri, að á tæp- um 5 árum hafi fengizt um 20 milljónir í ýmiskonar atvinnu- framkvæmdir hér sem lán og styrkir fyrir forgöngu hægri afl- ajina í þjóðfélaginu. 20 milljónir og sjaldséður gestur Fermingarböm við fermingu í Siglufjarðarkirkju sunnudaginn 22. maí n.k. STÚLKUR: Aðalheiður Kristjánsdóttir, Eyrarg. 2G Anna M. Björnsdóttir, Túngötu 31 Álfhildur Stefánsdóttir, Hv.braul 60 Ásdís B. Ásgeirsdóttir, Suðurgötu 41. Birna H. Jóhannesdóttir, Hverfisg. 19 Elva R. Guðbrandsdóttir, Túng. 38 Guðbjörng Ólafsdóttir, Laugarv. 44 Guðrún Guðmundsdóttir, Suðurg. 12 Gunnfríður V. Ægisdóttir, Aðalg. 25 Gunnhildur Sigurðardóttir, Suðurg. 51 Hafdís Rögnvaldsdóttir, Suðurg. 51 Helga I. Þorvaldsdóttir, Grundarg. 22 Hildur Guðbrandsdóttir, Hlíðarv. 3c Hugrún Einarsdóttir, Valiarg. 7 Jólianna G. Viggósdóttir, Lindarg. 22 Jóhanna S. Þorsteinsdóttir, Laug.v. 9 Kristín Þorgeirsdóttir, Eyrarg. 15 Pála H. Jónsdóttir, Eyrarg. 1G Rut Sigurðardóttir, Eyrarg. 8 Sigríður Stefánsdóttir, Vallarg. 1 Stefanía Jóhannsdóttir, Hverfisg. 4 Þóra S. Gísladóttir, Laugarveg 23. DRENGIR: Birgir Guðlaugsson, Hv.br. 29 Björn Ingólfsson, Hólaveg 7 Eiríkur Þóroddsson, Laugaveg 7 Erlingur Ólafsson, Túngötu 9 Eysteinn Aðalsteinsson, Hlíðarv. 39 Friðfinnur Friðfinnsson, Laugav. 12 Frímann Ingimundarson, Túngötu 3G Guðbrandur Sigþórsson, Hólaveg 19 Guðjón Jónsson, Laugaveg 10 Haukur Óskarsson, Suðurgötu G8 Hákon Ólafsson, Hólaveg 4 Helgi Hafliðason, Lindargötu 1G Hermann Lúthersson, Snorragötu 5 Hjálmar Jóelsson, Báveg 1 Hreinn Júlíusson, Háveg 11 Jóhann G. Landmark, Hafnarg. 10 Jón S. Sigurjónsson, Suðurgötu 1G Ivarl Á. Ragnars, Tjarnargötu 7 Kjartan Guðmundsson, Norðurgötu 17 Kristinn J. Þorkelsson, Suðurg. 24 Kristinn Vilbergsson, Háveg 15 Páll Helgason, Lindargötu 2 Sigfús Sveinsson, Hlíðarvegi 8 Símon Æ. Gunnarsson, Hv.br. 5G Steingrímur Lilliendahl, Aðalg. 14 Svavar Ármannsson, Aðalg. 34 Valur Johansen, Suðurgötu 47 Viðir Þorgrímsson, Túngötu 1 Þorbjörn Á. Friðriksson, Háveg 12B. Þórhallur Daníelsson, Suðurgötu 55 Enda þótt að ýmsu megi finna, og margt hefði getað farið á ákjósanlegri hátt, má þó fullyrða, að orðavaðall vinstri flokkanna, sem aldrei verður í reynd að neinu áþreifanlegu, þolir lítt sam- anburð við það, sem þó hefur verið hér gert við hinar erfið- ustu aðstæður. Áfram verður að halda og verð- ur haldið í jákvæðu, uppbyggj- andi starfi, sem smátt og smátt eykur velmegun bæjarbúa. Sjálf- stæðisflokkurinn, þingmaður hans og bæjarfullrúar munu ekki liggja þar á liði sínu. Næsta stóra skref- ið er nýr vegur til Siglufjarðar, sem innan fárra ára mun fær verða. Þá er og með aðstoð at- vinnubótafjár, verið að kaupa þrjá nýja báta frá útlöndum til bæjarins, sem sennil. munu bæt- ast í flotann á þessu ári. Að öðru leyti mun þessum málum gerð fyllri skil í næstu blöðum „Sigl- firðings“, , j.

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.