Siglfirðingur


Siglfirðingur - 13.05.1955, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 13.05.1955, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR i-----------------------— Siglfirðingur mAlgagn siglfirzkra sialfstæðismanna Ritstjórn: Blaðnefndin Abyrgðarmaður: Ólafur Ragnars Auglýsingar: Franz lónatansson ■> Otvarpsumræðurnar Síðastliðið mánudags- og þriðjudagskvöld var útvarpað umræðum frá Alþingi. Umræður þessar fjölluðu ekki um neitt sér- stakt, heldur máttu frekar kallast rabb um daginn og veg- inn, Þó gengu ræður ráðherranna, sem töluðu fyrra kvöldið mest út á þjóðarbúskapinn, en rabb and- stöðuflokksþingmannanna voru ádeilur á stjórnarflokkana. Það sem vakti sérstaka athygli, var rabb Hermanns Jónassonar um vinstriflokka stjórn. Það situr alltaf óþægilega í honum, að hon- um var vikið úr ráðherrastóli við síðustu samninga núverandi stjórnarflokka, og þá allra helzt að hafa ekki komizt í forsætið. Með myndun vinstri stjórnar hugsar hann sér að ná í forsætis- ráðherrasætið, og þá er valdafýkn hans og hégómagirnd fullnægt. — Hann talaði hlýlega til Alþ.fl. og þeirra kommúnista, sem með hangandi hendi fylgja kommún- istum að málum, en eru ekki flokksbundnir. Einnig var hann að leitast við að „kókitera“ við Þjóðvarnarmenn, en var eitthvað feiminn við þá út af lýsingu þeirra af varnarliðinu. Hermann ræddi mikið um sam- vinnu, samvinnuútgerð og sam- vinnubúskap. Allt annað væri óal- andi og óferjandi. iRæddi hann mikið um millilið- ina. Taldi þá fjárfreka og þurftar- mikla. Talar hann þar af reynslu. Oft hefur verið fengizt um milli- liðastarfsemi samvinnufélagsskap arins hér á landi. T.d. hefur dreif- ing mjólkur verið tíðum þyrnir í augum bænda. Einnig hefur SlS lagt drjúgan skerf til að halda góðu lífi í milliliðunum, þ.e. heild- sölunum. Svo finnur Hermann með sjálfum sér vel þurftarfrekju hans sjálfs og Framsóknarflokks- ins. En eins og allir vita, spilar Framsóknarflokkurinn sig sem milliflokk, millilið milli hægri og vinstri. Öllum er kunnugt, að þar vill hann, eins og aðrir milliliðir, fá eit'thvað fyrir sinn snúð. Það var auðheyrt, að Hermann er ákaflega kunnugur öllu þessu milliliðabraski, enda talaði hann óvenjulega létt og lipurlega — en Ijót var röddin. Endaði hann svo ræðu sína með því að biðla til þjóðarinnar um styrk til að mynda vinstriflokka stjórn. Haraldur Guðmundsson ræddi ginnig mikið um vinstri flokka* stjórn og minntist á þátttöku Al- þýðuflokksins í ríkisstjórn á ár- unum 1934—’38. Eins og nú er komið fyrir Alþ.fl. er engin undur þó gamli maðurinn raupi af því að fífill hans hafi fegri verið. Har- aldi er það ekki láandi, þótt hann, sem nú er kominn á raupsaldur- inn, hafi við þessar útvarpsum- ræður, verið að gleðja sína hrelldu sál og annarra Al.þ.fl.manna á saklausu karlaraupi. Á þeim ár- um, sem Framsóknarflokkurinn fann upp „þingrof“ og nýjar kosn ingar með einhverja kosninga- bombu milli handa, eingöngu til að afla sér fylgis, horfðu Alþ.fl.- menn hugfangnir á þessar sniðugu aðfarir og drógust að Framsókn- arfl. til að læra, ef ske kynni, að þeir gætu haft í frammi sama leikinn. En þó þeir gætu lært, fengu þeir aldrei hug eða ein- beittni til að setja þann leik á svið. Þess vegna var Alþýðuflokk- urinn aldrei nema „litli bróðir“, notaður til ýmislegs og látinn svo fara úr stjórninni við lítinn orðs- tír. Allir muna sjálfsagt stjórnar- tíð Stefáns Jóhanns, ráðleysið og vandræðin. Þá lenti Alþ.fl. milli Sjálfstæðisfl. og Framsóknarfl., sem að vísu átti ekki mann í ríkisstjórninni, ráðvilltur og úr- ræðalaus. Enduðu þau ósköp á þann veg, að Alþ.fl.menn fengu Framsóknarmaddömuna upp í stjórnarsængina til sín og gat þá hallað sér á báðar hliðar eftir vild. Það er alveg ástæðulaust fyrir Alþ.fl. að raupa af því að hafa átt sæti í rlkisstjórninni. Réttara að tala sem minnzt um það. Dálítið einkennilegt, að Harald- ur þvertók fyrir, að Alþýðusam- band Islands ynni að myndun vinstri flokkastjórnar. Taldi hann Alþýðusambandið vera stéttarsam tök ,og væru þau ekki bundin ( Framhald á 3. síðu) VERKFALLIÐ MIKLA (Framhald af 1. síðu) sést, að lítið verður eftir af þess- ari 10% hækkun. Hér blasir við hið sama: tap og ósigur. Að vísu má segja, að orlofs- uppbótin bæti dálítið upp tap verkamanna. Hann hefur þá, sem því svarar, svolítið meira fé úr að moða. Langflestir verkamenn eyða ekki sínum orlofspeningum í skemmtiferðir, eða sér til hvíldar. Þeir eru notaðir til ýmislegs annars, og þá í þessu tilfelli að hjálpa þessum 10% að dekka tapið. Þá er þriðja taugin: Stofnun atvinnutryggingasjóðs. Þetta er svo sem ekki neitt nýmæli. Á al- þingi 1953 var lagt fram frum- varp um stofnun sjóðs, sem átti að vera til þess að bæta verka- mönnum upp vinnutap. Átti sá sjóður a ðvera undir stjórn ríkis- stjórnar. Lítið var gjört með þessa sjóðstofnun af forráða- mönnum verkalýðsins, líklega af því, að þessi hugmynd kom ekki frá þeim sjálfum. Vandræðin, sem sköpuðust við þetta langa verk- fall, hefur knúð hina „vitru menn‘ til þess að koma þessari sjóð- stofnun á framfæri, með því skil- yrði, að Alþýðusamband íslands hefði alla stjórn á honum. Þeir sáu „hinir vitru“ sér leik á borði; þeir koma þá til með að ráða því að öllu leyti, til hvers hann væri notaður. Alþýðusamband Islands á að vera virðuleg stofnun. Það blandast sjálfsagt engum hugur um — ef hugsað er með alvöru um verðlags- og kaup- gjaldsmálin — að þau eru byggð á skökkum forsendum. Óvissa er ríkjandi um, hvað sé rétt eða ekki rétt. Þessir „vitru menn“ höfnuðu boði ríkisstjórnar um að láta rannsaka það. Fyrirhyggju- laust kapphlaup heldur áfram milli verðlags og kaupgjalds. — Öryggisleysi og öngþveiti ríkir í hagsmunamálum verkalýðsins. — Alþýðusamband Islands er heild- arsamtök verkalýðsins í landinu, æðsti dómur hans, ef maður mætti svo að orði kveða. Því ber skylda til að byggja mál verka- lýðsins upp á traustum grund- velli og vinna að málum hans í fullu samræmi við hagsmunamál alþjóðar. Alþýðusamband Islands á að vera virðuleg stofnun, sem nýtur álits og trausts fólksins í landinu. En því er ver, að Alþýðu- samband Islands er hvorki virðu- leg stofnun og nýtur hvorki trausts né álits. Það hefur svikist undan merkjum og gegnir ekki sínum skyldustörfum. Það er pólitískur vígvöllur, — flokkshagsmuna hreiðurtildur, er Alþ.fl.menn og kommúnistar þrátta um, hvorir eigi yfir að ráða. Með þessari valdastreytu troða þeir sjálfir hagsmunamál verkalýðsins ofan í svaðið. Ef Alþýðusamb. Islands hefði, í nýafstöðnu verkfalli, skilið sitt hlutverk og gengið með alvöru, fullkomnum skilningi og alhliða yfirsýn yfir ástandið í hagsmuna- málum verkalýðsins að samninga- borðinu, með því að taka boði ríkisstjórnarinnar um þessa nefnd arskipun, myndi verkalýðurinn hafa gengið með sigur af hólmi. Kaupkröfur og kaupgjaldshækk anir framkvæmdar með ofbeldi, er margra ára gömul kommúnist- isk stefna, sem reynslan hefur sannað, að skapar ósamræmi, öngþveiti og öryggisleysi í lífs- baráttu verkalýðsins. Alþýðusambandið hefur að þessu haldið fast við þessa stefnu, og unnið að áframhaldandi tog- streitu og erjum milli stétta þjóð- félagsins. Þessi stefna er að verða úrelt og verður bannsunginn. Sá tími vonandi kemur, og verður að koma, að Alþýðusamband Islands, Vísnadáikur Margir Siglfirðingar munu máske hafa gaman af að sjá á prenti vísur, sem botnaðar hafa verið í spurningaþætti Sveins Ás- geirssonar. Hér fara á eftir nokkrar stökur, sem voru botnaðar í spurnniga- þætti á Akureyri 5. marz s.l. Eru fangamörk þeirra í svigum aftan- við, sem botnana gerðu. Sólin hlý um borg og bý brosir skýin gegnum. Við sína píu Syngman Rhee söng á kvíaveggnum (G.S.) Að Malenkov sé fallinn frá furðað marga getur. Beljan hefur borið hjá Búlganín í vetur (G.S.) Helgi vísur botnar bezt, bragarsnilli gæddur. Það er sem mér þykir verst, þegar ég er hæddur (H.S.) Undarlegri aldrei sézt andi holdi klæddur (G.S.) Heims er valtur hugur minn hrissingskalt er geðið. N úer svalt í Köldukinn, klakað allt og freðið (K.í.) Láttu hljóða lagið góða létt, svo bjóða megi hrund. Ástarljóð og atlot fljóða örva blóðið marga stund. (G.S.) Nú er í móði að yrkja óð öðrum bjóða stöku. Þiggi fljóðin, þýð og góð, þessa ljóðavöku (K.Í.) Botna skaltu, maður minn, með svo ekki leki. Passar upp á pelann sinn Pétur erindreki (G.S.) Styttist óðum leið til lands, lít ég strendur blána. Haustar að í hjarta manns, hárin taka að grána (K.í.) Mér er sem ég hafið heyri hræra í sínum rosapott. Pollurinn við Akureyri ísnum hefur skolað brott (H.S.) Eg er bundinn auðargná, öllum sundum lokað. Innan stundar er ég frá og yfir hundinn mokað (K.I.) Dýra bragi botna þeir, búnir andans skarti. Þó er meira en meðalleir í mörgum fyrriparti (G.S.) sem virðuleg stofnun, með glögga yfirsýn og fullkomnu tilliti til allra stétta þjóðfélagsins, verði friðsamur og veigamikill þátttak- andi í að vinna að bættum lífs- kjörum almennings í landinu.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.