Siglfirðingur


Siglfirðingur - 13.05.1955, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 13.05.1955, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR Tííkynning um bótagreiðslur almannatrygginganna árið 1955. Yfirstandandi bótatímabil almannatrygginganna hófst 1. janúar s.í. og stendur yfir til ársloka. Lífeyrisupphæðir þær, sem greiddar eru á fyrra helmingi ársins 1955 eru ákveðnar til bráðabirgða með hliðsjón af bótum síðasta árs og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjur að ræða, sem áhrif geta haft til skerðingar á lífeyri, verður skerðingin miðuð við tekjur ársins 1954 og endanlegur úrskurður um upphæð lífeyrisins 1955 felldur, þegar skattframtöl liggja fyrir. Þeir, sem nú njóta lögboðins ellilífeyris, örorkulífeyris, barnalíf- eyris, mæðralauna eða fjölskyldubóta, þurfa ekki að þessu sinni að sækja um framlengingu þessara bóta. Hins vegar ber öllum þeim, sem nú njóta bóta samkvæmt heimildarákvæðum almannatryggingalag- anna að sækja á ný um bætur þessar, vilji þeir áfram njóta þeirra. Hér er um að ræða örorkustyrki, ekkjulífeyri, makabætur, bætur til ekkna vegna barna, svo og lífeyrishækkanir. Umsóknir um endurnýjun bóta þessara, skulu ritaðar á viðeigandi eyðublöð Tryggingarstofnunarinnar, útfyllt rétt og greinilega eftir því, sem eyðublöðin segja fyrir um, og afhent umboðsmanni ekki síðar en fyrir 25. maí næstkomandi. Áríðandi er, að örorkustyrkþegar, sem misst hafa 50—75% starfs- orku, sæki á tilsettum tíma, þar sem ella er með öllu óvíst að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess að fjárhæð sú, er verja má í þessu skyni, er takmörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð, skulu fylgja umsókn- um, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjald- skyldir eru til tryggingarsjóðs, skulu sanna með tryggingarskírteini sínu eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Van- skil varða skerðingu eða missi bótaréttar. Umsóknir um aðrar tegundir bóta, svo sem fæðingarstyrki, sjúkra- dagpeninga og ekknabætur, svo og allar nýjar umsóknir um lífeyri, fjölskyldubætur eða mæðralaun verða afgreiddar af umboðsmönnum á venjulegan hátt, enda hafi umsækjandi skilvísiega greitt iðgjöld sín til tryggingasjóðs. Islenzkar konur, sem gifzt hafa erlendum mönnum, eiga nú rétt til barnalífeyris frá Tryggingastofnuninni, þótt þær hafi misst. ísl. ríkisboragarétt, ef eiginmenn þeirra hafa fallið frá, yfirgefið þær eða skilið við þær, enda dvelji þær með börnin hér á landi og njóti ekki líf- eyris eða meðlags annars staðar frá. Norðurlandaþegnar, sem búsettir eru hér á landi eiga samkvæmt gagnkvæmum milliríkjasamningum bótarétt til jafns við íslendinga, ef dvalartími þeirra og önnur skilyrði, sem samningarnir tilgreina, eru uppfyllt. Frá þessu eru þó þær undantekningar, sem hér skal greina: 1. ÍRéttur til mæðralauna, ekknabóta, ekklabóta og endurkræfs barnalífeyris er ekki fyrir hendi. 2. Danskir ríkisborgarar, aðrir en þeir, sem njóta jafnréttis við ís- lendinga vegna búsetu hér á landi, eiga ekki rétt á fjölskyldubótum. 3. Þeir einir njóta fullra sjúkratrygginga, sem eru í sjúkrasam- iögum og greiða þar viðbótariðgjald fyrir sjúkradagpeningarétt. Samn- ingurinn um sjúkratryggingar tekur þó ekki til Finna. I ár verður eins og þegar hefur verið auglýst í reglugerð nr. 44 11. marz 1955, almannatryggingaiðgjald lagt á Norðurlandaþegna bú- setta hér á landi. Hefur iðgjaldið verðið ákveðið hlutfallsléga miðað við hverra tegunda bóta þessir erlendu ríkisborgarar geta notið. — Greiðsla þessa iðgjalds á réttum gjalddögum er og skilyrði fyrir bóta- réttindum. íslendingar, sem búsettir eru í einhverju Norðurlandanna eiga gagnkvæman rétt til greiðslu bóta í dvalarlandinu. Athygli er vakin á, að bætur úrskurðast frá 1. degi þess mánaðar, sem umsókn berst umboðsmanni, enda hafi réttur til bótanna þá verið fyrir hendi. Þeir, sem telja sig eiga bótarétt, dragi ekki að senda um- sóknir sínar, þar sem bótaréttur getur fyrnst að öðrum kosti. Reykjavík, 30. apríl 1955. i | TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦y Aðalfundur Kaupfélags Siglfirðinga Aðalfundur 1. og 2. deildar K.F.S., verður haldinn að Hótel Hvann- eyri, sunnudaginn 15. maí, og hefst klukkan 5 e.h. Aðalfundur 3. og 4. deildar verður á sama stað sunnudaginn 16. maí og liefst klukkan 8,30 e.h. Venjuleg aðalfundarstörf. KAUPFÉLAG SIGLFIRÐINGA Aðalfundur deilda K. F. S. verður haldinn í Alþýðuhúsinu, fimmtudaginn 19. maí (Uppstign- ingardag) og hefst kl. 2 e.h. Venjuleg aðalfundarstörf. KAUPFÉLAG SIGLFIRÐINGA AUGLYS'. NG Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar er hér með óskað eftir leigu- tilboðum frá húseigendum hér, sem kynnu að vilja leigja hús sín fyrir væntanlega starfrækslu elliheimilis í Siglufirði. Þar sem bæjar- stjórn hefir ályktað, að nauðsyn beri til að byggja sem fyrst hús fyrir ellilieimili á sjúkrahúslóðinni, er hér um bráðabirgðahúsnæði að ræða. Leigutilboð skulu send undirrituðum eigi síðar en kl. 18 24. maí n.k. Siglufirði, 11. maí 1955. BÆJARSTJÓRI Síldarsöltunarstöð til leigu . .Svokölluð Jakobssensstöð við Gránugötu er til leigu frá og méð 1. júlí n.k. Leigutilboðum skal skila fyrir 1. júní n.k. til undirritaðs, sem gefur allar nánari upplýsingar. Siglufirði, 11. maí 1955. BÆJARSTJÓRI Fermingarúrin eru komin. Ura- og skartgripaverzlun Kristins Björnssonar Kartöflur (gullauga) LITLABÚÐIN Síldarsöltunarstöð til leigu. Leigutilboð óskast í söltunarstöð vora, svokallaða Tangastöð, nú í sumar. — Tilboðum sé skilað fyrir 1. júní næstk. SÍLDARVERKSMIÐJAN RAUÐKA Utvarpsumræðurnar (Frh. af 2. s.) neinni ákveðinni stjórnmálaskoð- un. Þess vegna gæti slíkt ekki komið til mála, að Alþ.sambandið færi að skipta sér af myndun póli- tískrar ríkisstjórnar. En svo kom rödd utan af eyði- mörkinni, sem taldi sjálfsagt, að Alþýðusambandið ynni að mynd- un vinstri stjórnar og myndi áreið anlega gera það. Það var rödd eins kommúnista, sem hrópaði, en sú rödd var bergmál af hrópi Hannibals. Hann náði sér þarna á strik, þó hann fengi ekki að tala fyrir Alþýðuflokkinn. Annars eru þessar útvarpsum- ræður frá Alþingi leiðinlegar. — Þjóðin orðin margþreytt á þessu látlausa stagli í blessuðum þing- mönnunum. Undarlegur hugsunar háttur hjá sumum þingmönnum, ef þeir eru þeirrar trúar, að allt megi bjóða íslenzku þjóðinni og allt megi fram bera, að öllu trúi hún, þessa vesalings þjóð.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.