Siglfirðingur


Siglfirðingur - 13.05.1955, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 13.05.1955, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGUE Fréttir frá bœjarstjórn Tilkynnið fintning. Öllum þeim, sem kunna að skipta um húsnæði á þessum fardög- um hér í Siglufirði, ber að útfylla aðseturstilkynningu þar um á bæjar- skrifstofunum, samkv. lögum nr. 73/1952, að viðlögðum sektum, ef út af er brugðið. Þeir, sem hafa fyrr á árinu skipt um húsnæði, án þess að tilkynna það formlega, geri það nú þegar. Siglufirði, 5. maí 1955. BÆJARSTJÓRI NÝR VEGUR TIL SIGLUFJAROAR Samgöngumálanefnd neðri deildar Alþingis leggur fram frum- varp um breytingar á vegalögum. Launamál bæjarstarfsmanna. Bæjarstjórn hefir samþykkt að hækka grunnlaun bæjarstarfs- manna yfirleitt um kr. 275,00 á mánuði, nema laun bæjarstjóra, sem fær kr. 590,00 í grunnlauna- hækkun, og mun launahækkun hans vera þessu hærri sökum þess, að 1950 voru hækkuð laun allra bæjarstarfsmanna nema laun bæjarstjóra og rafveitu- stjóra. Þeir hafa hingað til haft sömu launakjör, og má því telja víst, að rafveitustjóri fái sömu launahækkun og bæjarstjóri, þó hins vegar að ekki sé frá því gengið enn. Launahækkanir þess- ar gilda allar frá 1. október 1954 að telja. Togarakaup. Bæjarstjórn barst fyrir nokkru sölutilboð á b.v. „Keflvíking" fyrir 6 milljónir. Samþykkt var að spyrjast fyrir um, hvort togar- inn fengizt fyrir 4,5 milljónir. — Þessu svöruðu Keflvíkingar með þvi að lækka verðið um 1 milljón — úr 6 milljónum í 5. En þar sem almennt mun talið, að skipið sé í mjög slæmu ásigkomulagi og þurfi mikillar klössunar við, mun bæjarstjórn hafa fullan hug á að rasa ekki um ráð fram, heldur leita umsagna þar til hæfra manna um ástand skipsins og væntahlegan viðgerðarkostnað, — áður en meira verður að gert. Raforkuverð til liitunar. Að frumkvæði bæjarfulltrúa Ólafs Ragnars hefir bæjarstjórn óskað eftir því við rafveitunefnd, að tekið verði til athugunar að lækka umframnotkun á heimilis- taxta frá 1. maí til 1. nóvember úr 22 au. í 12 í stað 18 sem nú er. Þetta yrði til mikils hagræðis, því margir mundu þá nota lausa ofna til upphitunar yfir þetta tímabil. Með þessu virðist þrennt geta unnist: I fyrsta lagi lægri kyndingar- kostnaður, í öðru lagi auknar tekj ur rafveitunnar vegna aukinnar sölu á umframnotkun og í þriðja lagi, sparaður gjaldeyrir vegna minni olíu og kolaeyðslu. Hins vegar mun rafveitan þurfa heim- ild frá æðri stöðum til þess að lækkað verði meira en í 18 aura. Tæplega gæti þó staðið á heimild, sem líkleg væri til þess að auka tekjur rafveitunnar, en jafnframt lækka gjöld heimilanna. Að minnsta kosti væri vel þess vert, að gera tilraun með þessa tilhög- un un í sumar. Hólsdalsveitan. Bæjarstjórn hefur falið alþingis manni Einari Ingimundarsyni að ganga frá lántöku hjá Brunabóta- félagi íslands, og er ákveðið að hef ja hið fyrsta framkvæmdir við Hólsdalsveituna og leggja allt kapp á að ljúka henni á þessu sumri. Hafnarbryggjan. Á fundi bæjarstjórnar hinn 10. þ.m. lá fyrir staðfesting frá Brunabótafélagi íslands á því, að félagið mundi á árinu 1957 lána til endurbyggingar hafnarbryggj- unnar 500 til 750 þúsund krónur. Eimskipafélag Islands hefir lofað 200 þúsund króna láni og á fjár- lögum ríkisins er ákveðið 250 þús und króna framlag úr hafnarbóta- sjóði. Hafnarnefnd hefir borizt teikn- ing frá vitamálaskrifstofunni yfir endurbygginguna, þar sem gert er ráð fyrir að norðurkantur bryggj unnar lengist um 12 metra til austurs, úr því horni skal svo ramma niður þil í núverandi suð- urhorn. Þessar framkvæmdir eru áætlaðar að kosta sem næst tveim milljónum króna. Þar af járnþil rúmlega 800 þús. kr. Hins vegar hefir hafnarnefnd óskað eftir því við vitamálaskrif- stofuna, að gerð verði kostnaðar- áætlun um að ramma í kring um gömlu bryggjuna eins og hún nú er, lengja hana ekki til austurs, heldur til suðurs, allt að svokall- aðri lýsisbryggju. Verði þessi leið valin, sem þeir munu vera aðal- hvatamenn að, þeir Þórarinn Dúa- son hafnarvörður og Georg Páls- son bæjarfulltrúi, — mun hug- myndin vera að hefja endurbygg- inguna sunnan frá og fullgera þann hluta, og verði hann svo not aður til afgreiðslu skipa meðan endurbygging gömlu bryggjunnar stendur yfir. Því ekki verður séð, að komist verði af með, að af- greiða öll skip við Öldubrjótinn, sem þó virðist eina leiðin, ef hafnarbryggjan verður endur- byggð að mestu. Hafnarnefnd og bæjarstjórn munu í samráði við vitamála- stjórn taka endanlega ákvörðun þegar fyrir liggur umsögn og kostnaðaráætlun vitamálaskrif- stofunnar, en að þeirri áætlun er nú verið að vinna. Aðstaða Siglfiriðnga við lands- höfnina á Rifi. Bæjarstjórn hefir falið alþingis- mönnunum Einari Ingimundar- syni og Gunnari Jóhannssyni að kanna möguleika fyrir því, að tryggja allt að 8 siglfirzkum bát- um aðstöðu til útróðra frá Rifi. Frá þessari höfn mun einna skemmst að sækja á einhver hin auðugustu fiskimið sunnan og vestanlands. Það má því búast við, að mikil aðsókn verði um aðstöðu til útgerðar þaðan. Af þessum or- sökum mun bæjarstjórn vilja gera sitt til þess, að tryggja í tíma, að siglfirzkir útgerðarmenn verði 866 kílómetrar. Samgöngumálanefnd neðri deild ar Alþingis hefur lagt fram all merkilegt frumvarp um breyting- ar á vegalögum. Samkvæmt því lengjast þjóðvegir landsins um 866 km. Samtals mun lengd allra vega landsins nú vera hálft tólfta þúsund kílómetrar. Til samanburð ar má geta þess, að árið 1927 voru vegirnir 1300 km. og árið 1937 3307 km. Siglufjarðarvegur. Samkvæmt frumvarpi þessu er lögð megináherzla á þrjá aðalvegi, sem koma mundu fjölmennum byggðarlögum í nokkuð öruggt vegasamband við þjóðvegakerfi landsins. Er þar fyrst að telja Siglu- f jarðarveg, sem lagt er til að lagður verði frá Siglufirði fyrir Stráka, um Úlfsdali og Almenninga á þjóðveginn fyrir neðan Hraun í Fljótum. Hitt eru vegir fyrir Ólafsfjarð- armúla til Eyjafjarðar, og vegur úr Arnarfirði á Barðaströnd, sem tengja mun vesturhluta Vest- fjarða við þjóðvegakerfið. Gamall draumur. Nýr vegur til Siglufjarðar, sem opinn yrði mestan hluta árs, hef- ekki afskiptir, ef þeir vilja gera báta sína út frá Rifi yfir þann tíma, sem fiskilítið eða fiskilaust er á miðunum hér fyrir norðan, en hins vegar nægur afli á hinum fengsælu miðum undir „Jökli“. Fjárhagsáætlun 1955. Fjárhagsáætlanir 1955 fyrir Bæjarsjóð, Hafnarsjóð, Rafveitu og Vatnsveitu voru til fyrri um- ræðu á síðasta fundi bæjarstjórn- ar: Niðurstöðutölur eru þessar: Bæjarsjóður kr. 4.450.000,00 Hafnarsjóður —• 1.641.000,00 Rafveitan kr. 2.378.000.00 Vatnsveitan — 1.020.000,00 Rafveitan — 2.378.000,00 Fjárhagsáætlananna verður nán ar getið í blaðinu síðar. ur í langan aldur verið óska- draumur Siglfirðinga, enda hefur Skarðsvegurinn aðeins verið ör- uggur yfir blásumarið og byggð þessi því einangruð mestan hluta árs til hins mesta baga fyrir Sigl- firðinga og atvinnulíf þeirra, svo og íbúa Austur-Skagafjarðar. Með tilkomu ötuls þingmanns, sem nýtur trausts ráðandi afla i þjóðfélaginu uxu líkurnar fyrir því, að þessi og aðrir óskadraum- ar byggðarlagsins yrðu á áþreif- anlegum veruleika, sem létta myndi íbúum staðarins baráttuna fyrir sómasamlegri tilveru. Senn hvað líður mun því sjást fyrir endann á þessu mikla hagsmuna- máli. Lágmarksútsvar S. R. ákveðið 100 þús. kr. Neðri deild Alþingis samþykkti 25. apríl s.l. frumvarp Einars Ingimundarsonar, þigmanns Sigl- firðinga, um lágmarksútsvar Síldarverksmiðja ríkisins. Sam- kvæmt frumvarpinu er lámarks- útsvar þessa fyrirtækis ákveðið 100 þús. kr. árlega. Eins og lesendum blaðsins mun kunnugt, greiðir þetta fyrirtæki ekki útsvar í bæjarsjóð, eftir sömu reglum og önnur slík, held- ur var með sérstökum lögum ákveðin umsetningargjöld S.R., sem með minnkandi umsetningu þeirra voru orðin sáralág. Frumvarp þetta, sem mun einn liður í þeirri viðleitni að auka tekjur bæjarsjóðs, er fram borið til að tryggja bæjarsjóði a.ni.k. 100 þús. kr. umsetningargjald eða útsvar frá þessu stærsta fyrir- tæki bæjarins. Veggfóður glæsilegt veggfóður nýkomið. — Gefum 25% afslátt af gömlu veggfóðri. .......EINCO ■

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.