Siglfirðingur


Siglfirðingur - 27.05.1955, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 27.05.1955, Blaðsíða 1
28. árg. Óskiljanlegt rugl um út- hlutun atvinnubótafjár í. 8. tölubl. öndvegisblaðsins Mjölnis birtist grein, sem ber fyrirsögnina „Ríkisstjórnin sýnir hug sinn til iSiglfirðinga". — Er þar rætt um hlut þann, sem Siglu- f jörður bar úr býtum á þessu ári, við úthlutun atvinnubótafjár á svo villandi og ruglingslegan hátt, að helzt verður lesið út úr þessu einstæða greinarkorni, að staðnum hafi ekki verið úthlutað nema 100 þús. krónum af fénu þetta ár, og er vitanlega ríkisstjórninni og mér kennt um þetta hneyksli, sem væri raunverulegt hneyksli, ef satt væri. Sem betur fer er þó farið með staðleysur og furðuleg- ustu blekkingar í grein þessari, svo sem áður hefir verið sýnt fram á í Siglfirðingi. Sannleikurinn í máli þessu er, að Siglufirði var úthlutað á þessu ári 1.600.000,00 — einni milljón og sex hundruð þúsund krónum — eða tæplega ý$ hluta atvinnubóta- f járupphæðarinnar, sem á síðustu f járlögum var ætluð öllu landinu. Af þessum 1.600.000,00 krónum voru Bæjarútgerðinni upphaflega ætlaðar 1.500.000 krónur til áfram haldandi reksturs togaranna, en þeirri áætlun var síðan breytt, þannig að útgerðin fékk 1.250.000 krónur, en til annarra þarfa fóru 350 þús. kr. af upphæðinni. Misskilningur Mjölnisskriffinns- ins á þessum atriðum — en lík- lega er þó um villandi misskiln- ing að ræða — virðist stafa af því, að hann telur ekki þær 1.500.000 krónur, sem Bæjarút- gerðin var upphaflega talin þurfa til þess að geta haldið áfram rekstri togaranna með í útreikn- ingi sínum. Segja mætti mér þó, að af því fé, sem varið er til að halda tog- urunum tveimur úti yrðu drýgstar atvinnubætur á staðnum, þegar allt kemur til alls, eins og síðasti vetur mun bezt hafa sannað með sleitulausu úthaldi skipanna og vinnslu afla þeirra hér á staðnum. Nú með vorinu lýsir síðan Mjölnir yfir því, að því fé, sem varið er af hálfu þess opinbera til að halda bæjartogurunum úti — upp- haflega áætlað ein og hálf milljón krónur — sé ekki varið í þágu Siglfirðinga, eða eins og Mjölnir segir orðrétt: „Þegar bæjarstjóri kom til Reykjavíkur, var honum eagt, að til Siglfirðinga yrði í hæsta lagi úthlutað 100 þúsund krónum og þá með skilyrðum". Þessvegna spyr ég: Til hvers var þá fénu, s'em Bæjarútgerðin fékk til að halda áfram rekstri togar- anna varið? Ekki til Siglfirðinga segir Mjölnir, en til hverra þá, spyr ég. I margnefndu greinarkorni er vikið að því, að ég hafi skrifað bæjarstjórn bréf, og skýrt frá því, að ég myndi beita mér fyrir því, að í hlut Siglfirðinga félli við út- hlutun atvinnubótafjár í ár hærri upphæð en fallið hefði í hlut nokkurs annars bæjarfélags áður. Þótt ég hefði vissulega kosið, að af atvinnubótafé þessa árs yrði Siglufirði úthlutað hærri upphæð, vildi ég samt spyrja: Veit Mjölnir um eitthvert bæjarfélag, sem út- hlutað hefur verið hærri upphæð af atvinnubótafé en 1.600.00 — og ef svo er, hvaða bæjarfélag er það? Þá getur Mjölnir þess einnig í fyrrnefndri grein, að ég hafi i bréfi því til bæjarstjórnar, sem áður er nefnt lýst yfir því, að ég myndi reyna að koma því til leiðar við ríkisstjórnina, að framlagið til Bæjarútgerðarinnar kæmi ekki til greina við úthlutun atvinnubóta- fjár. Skal ég hreinskilnislega viðurkenna, að þetta mistókst mér og öðrum þeim, sem að því unnu, þótt nokkrar horfur væru jafnvel á því um tíma, að það mætti takast. Aðeins til að taka enn eitt dæmi um, hversu lítið höfundur þessar- ar sérstæðu Mjölnisgreina'r veit um hvað hann er að tala, skal ég tilfæra þessa setningu: „Bæjar- stjóri hafði átt von á, að til Siglu- f jarðar yrði úthlutað allt að einni milljón króna, varð alveg dolfall- inn" o.s.frv. — Dolfallinn yfir hver ju ? Þegar þess er gætt, að bæjar- stjóra var vel kunnugt um það, áður en hann fór í síðustu Reykja víkurferð sína fyrir bæinn, að iSiglufjörður myndi fá meira en eina milljón af atvinnubótafé þessa árs, er ekki sennilegt, að hann hafi orðið furðu lostinn, er hann komst að raun um, að ætl- (Framhald á 4. síou) ATVINNUMAL SIGLUFDARÐAR Samþykkt kommúnista og krata Síldveiðin bregst. — Tekjumissir. Síldveiðin var mikiJl atvinnu- tekjugjafi. Þegar hún fór að bregðast hér fyrir Norðurlandi sumar eftir sumar, hélt atvinnu- leysið innreið sína í bæinn. Hér var ekkert, sem gat veitt svipaða atvinnu og síldveiðin eða var á skömmum tíma jafn örlátur tekju- gjafi og hún. Það fyrsta, sem til bragðs var tekið til að bæta upp þennan tekjumissi, var að verka- menn leituðu til annarra staða í atvinnuleit, svo sem suður á Keflavíkurflugvöll. Þetta var fyrir suma mörgum óþægindum og erfiðleikum bundið, að fara frá heimilum sínum til atvinnu í lengri tíma í f jarlæga staði. En í þetta var ráðist meðan ekkert var hér heima fyrir, sem skapaði atvinnu, Var nú farið að ræða og rita um uppbyggingu raunhæfs og trausts atvinnulífs hér í bæ. Menn lögðu höfuð sín í bleyti, þenkjuðu og ályktuðu, og voru á lof ti margs konar tillögur, sem mönnum í fljótu bragði virtist vera til úr- bóta. Sumum fannst ákaflega auðvelt að leysa þetta vandamál. Það væri ekki mikið annað en að snúa lykh og opnuðust þá allir vegir til úrlausnar. En því er ver og miður, að það hefur reynzt erfið- ara að leysa atvinnuvandamálið. Tunnuverksmiðjan. Eina iðjan hér í bæ, sem veitt hafði nokkrum hóp manna vetrar- atvinnu var tunnusmíði. Var reynt að afla verksmiðjunni meiri efni- viðar í því skyni að lengja vinnu- tímann. Það reyndist ekki fram- kvæmanlegt að bæta miklu við efniviðinn frá því, sem hann áður hafði verið. Eftir miklar bolla- leggingar, var horfið að því ráði að láta vinna í verksmiðjunni á tveimur vöktum, en við það veitti hún helmingi fleiri mönnum at- vinnu. Var það dálítið til bóta, og má segja virðingarverð tilraun til að leysa vandamálið, þó í litlum mæli væri. Fiskútgerð. 1 öllum þeim miklu umræðum og skrifum um atvinnumálin voru menn yfirleitt sammála um það, að sjávarútgerðin væri einna lík- legust til að leysa allan vandann, og nauðsyn bæri því til að auka sókn í auðævi Ægis kommgs, — Mundi það verða til að f jörga at- vinnulífið til sjós og lands. öKommúnistar fluttu þá tillögu í bæjarstjórn, að bærinn keypti 10—15 báta að stærð 35—55 tonn, gæfi einstaklingum kost á að ganga í kaupin, að öðrum kosti gerði bærinn þá út sjálfur. Þessi tillaga þeirra fékk lítinn byr. — Menn bentu á báta af svipaðri stærð og umræddir bátar, er lægju við bryggju mestan hluta ársins og væri ekki hægt að halda út, vegna þess, að ekki fengjust áhafnir á þá. Það var því ekki glæsilegt fyrir bæinn að leggja í. slíka útgerð. B.v. Elliði keyptur. Tjt af þessum umræðum um út- gerð, var farið að hugsa hærra, og stofnað til bæjarútgerðar um togarann Elliða, en hann var einn af þessum svonefndu nýsköpunar- togurum og féll í hlut Siglu- fjarðarbæjar. Þó mönnum væri ekki ljúft að stofna til bæjar- reksturs á togaranum, var það af- ráðið. Togarinn var í fyrstu með siglfirzka áhöfn nema yfirmenn, og atvinna skapaðist um hráefnið, sem hann færði í land. Hann afl- aði í ís á erlendan markað og einnig í salt og setti hér á land. H.f. Þurrkur Mönnum fannst skjótt, að vinnsla þess hráefnis væri fremur fábreytt. Ekki var hægt að taka hér fisk í flökun og frystingu nema lítið eitt, því þá var aðeins eitt hraðfrystihús starfandi. Ekki var heldur hægt að þurrka fisk. Engin áhöld og útbúnaður var til þess. Nokkrir áhugasamir menn gengust þá fyrir stofnun hlutafé- lags, sem tók að sér þurrkun á saltfiski. Félagið tók á leigu húsin, sem tilheyrðu síldarverksmiðjunni Gránu, og setti þar upp fiskþurrk- un. Þetta fyrirtæki veitti fólki talsverða vinnu á tímabili, við fiskþvott og fiskþurrkun. B.v. Hafliði keyptur. Segja má, að útgerðin á b.v. Elliða gengi sæmilega vel. — Sú reynsla, sem fengizt hafði á rekstri eins togara, gaf tilefni til að athugað væri, hvort eigi væri heppilegt að ná eignarhaldi á öðrum togara, þegar líka kom i ljós, að eitt skip fullnægði ekki atvinnuþörf fólksins. Var því í það ráðist, að ná hingað öðrum togara og var þá b.v. Hafliði keyptur. S.B. koma upp nýtízku hraðfrystihúsi. Þegar togararnir voru orðnir tveir, mátti búast við, að þeir færðu til lands meira fiskmagn, og var þá reynt að leggja áherzlu á, að úrvinnsla þess hráefnis, sem þeir komu með væri f jölbreyttari en áður og veitti um leið sem mesta atvinnu í landi, en þá vant- aði það sem við þurfti til þeirra (Framhald á % síðu) ,

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.