Siglfirðingur


Siglfirðingur - 27.05.1955, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 27.05.1955, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGUR Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 1955. Tekjur: 1. Útsvör: a. Aðalniðurjöfnun útsvara.................... kr. 2.850.000,00 b. Umsetningargjald Síldarverksmiðja ríkisins .... — 135.000,00 c. Umsetningargjald Á. V. R.................... — 215.000,00 2. Fasteignaskattur og lóðagjöld ................. — 413.000,00 3. Ýmsir skattar a. Skemmtanaskattur ........................... — 22.000,00 b. Samvinnuskattur ............................ — 6.000,00 c. Aðrir skattar ............................. 4.000,00 4. Leigutekjur fasteigna ......................... — 75.000,00 5. Ýmsar tekjur: a. Frá Jöfnunarsjóði .......................... — 165.000,00 b. Leigutekjur af áhöldum, vörusölu, sandtöku .... — 15.000,00 6. Vextir af útistandandi skuldum og afb.......... — 100.000,00 7. Reksturshalli eða nýir tekjustofnar ........... — 580.000,00 Samtals kr. 4.580.000,00 Gjöld: 1. Stjórn kaupstaðarins (Laun starfsfólks, húsal. ljós, hiti o.s.frv.)............................ kr. 280.000,00 2. Framfærslumál ................................... — 510.000,00 3. Almannatryggingar .............................. — 650.000,00 4. önnur lýðhjálp .................................. — 90.000,00 5. Menntamál: a. Barnaskólinn, árlegur rekstur ................ — 258.000,00 b. Til byggingar ................................ — 300,000,00 c. Gagnfræðaskólinn, árlegur rekstur ...... — 80.000,00 d. Til byggingar ................................ — 100.000,00 e. Styrkur til Tónlistarskólans ................. — 15.000,00 f. Styrkur til Iðnskóla ......................... — 8.000,00 g. Rekstur sundlaugar ........................... — 85.000,00 h. Styrkur til Iþróttabandlagsins ............... — 5.000,00 e. Til bókasafns ................................ — 70.000,00 6. Styrkur til ýmissa félaga........................ — 20.000,00 7. Löggæzla ........................................ — 290.000,00 8. Heilbrigðismál................................... — 86.000,00 9. Vegamál ......................................... — 400.000,00 10. Til landbúnaðar ................................. — 5.000.00 11. Brunamála ....................................... — 200.000,00 12. Þriínaður ....................................... — 100.000,00 13. Viðhald fasteigna ............................... — 70.000,00 14. Vextir v. fasteigna ............................. — 120.000,00 15. Afborganir skulda ............................... — 120.000,00 16. Ýmislegt, svo sem framlag til bæjarútgerðar, til væntanlegra togarakaupa, unglinga, og barnaleik- valla, elliheimilis, dagheimilis barna o.s.frv.. — 677.000,00 Samtals kr. 5.580.000,00 (Hundruðum króna er sleppt í þessari upptalningu) Ofanskráð fjárhagsáætlun var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 24. maí s.l. Er hún að mestu óbreytt eins og hún var lögð fram við fyrstu umræðu. Líklega hefur nú til f jölda ára ekki orðið eins stuttar umræður um fjárhagsáætlun bæjarins eins og nú. Það virðist nú vera svo komið, að engu er hægt um að þoka, úr litlu fé að moða til ráðstöfunar, og gefur ekki mikið tilefni til 1% til 2 stunda ræðu, þegar aðeins er gerð tilraun til að hagræða fjárhagnum það til ,að hægt verði að inna af hendi sjálfsögð skyldugjöld. — Það sem eftirtektarverðast er við þessa fjárhagsáætlun er það, að á henni sézt berlega, hvernig fjár- hagsástand bæjarins er. Það kemur ljóst fram, að bæinn vantar all- ríflega upphæð til þess að greiða, að segja má, daglegan rekstur sinn, og úr því verður ekki bætt, nema að annaðhvort komi til nýir tekju- stofnar og máske mætti tala um sparnað á útgjöldum, en það er nú einmitt það ,sem þarf að leggja áherzlu á. Þakkarávarp Eg hefi íyrir nokkru síðan veitt móttöku rausnarlegri peningagjöf, kr. 1000,00 til Sjúkrahúss Siglu- fjarðar. Gefandinn er Jóhanna Magnús- dóttir, Grundargötu 10, og gjöfin er gefin til minningar um þau hjónin Margréti Meyvantsdóttur og Gunnlaug Sigurðsson. Eg færi liinum örláta gefanda innilegustu þakkir. Ölafur Þ. Þorsteinsson Kvennadeildin Vörn hefur hinn árlega bazar á annan í Hvítasunnu. Konur eru beðnar að skila munum sínum sem allra fyrst. Munið hlutaveltu Sjálfstæðiskvennafélagsins í Alþýðuhúsinu í dag. Margir ágætir munir. — Komið og freistið gæfunnar. Launamál bæjar- starfsmanna. FYRIRSPURN SVARAÐ fílaSiö Siylfiröingur! Aðal umtalsefni almennings í bæn- Uftií 'iiú til dags er kauphækluin hjá starfsfólki hæjarins. Kennir margra þeim umræðum. Skiptist á fj^^tfeð.ukennt fleipur og ýmsar skoð- anír, Menn eru þó yfirleitt sammála uiú'íjitt, en það er, að útgjöld gjald- þég'naHiia þyngjast. Efnna skrafdrjúgast er almenningi um launahækkun bæjarstjórans. Ekki svo nð skilja, að ósanngjarnt sé, að hann fái launahækkun eins og aðrir, heldur það, að grunnlaun lians eru hækkuð án nokkurs samræmis við launahækkanir annarra starfsmanna, að manni virðist. Fávís en forvitinn ahnenningur tönnlast á þessu og spyr, en fær loðin svör eða ósannar fréttir, og til er að sumir, sem ætlu að vita bezt, hálfgert fyrirverða sig fyrir að segja rétt frá. Ætti þetta þó ekki að vera neitt launungarmál. Eg er einn af þeim, -sem hef spurzt fyrir um þetta hjá nokkrum mönnum, sem ættu að vita hið rétta, en fengið mis- munandi svör. Hverju svarinu ég hef át-t að trúa, er ég elcki enn klár á. Eg leyfi mér því að snúa mér til þín, Siglfirðingur góður, og hið þig hér með að útvega mér sanna skilgrein- ingu á þessi launahækkun bæjar- stjóra og hirta íiana í hlaðinu sem allra fyrst. Bæjarbúi Bæjarbúi góður! „Siglfirðingur“ liefur leitað upp- lýsinga um þetta, og voru engin vand- ræði í sambandi við þá leit. 1 stuttu máli verður svarið þannig: Jón Kjartansson bæjarstjóri fór fram á 700 kr. grunnkaupshækkun á mánuði lrá 1. ok-t. 1954 að telja. Ólafur Ragnars flutti tillögu á Bæjarráðsfundi um * 575 kr. grunn- kaupshækkun á raánuði á grunnlaun hæjarstjóra, og hyggði þessa upphæð á því, að grunnlaun annarra starfs- manna bæjarins hafa tvívegis verið hækkuð, í fyrra sinn 1950 um 300 kr. og svo aftur nú nýverið um 275 kr. Taldi Ólafur sanngjarnt, að l>æjar- stjóri fengi háðar þessar hækkanir á sín grunnlaun. önnur tillaga kom fram hjá hæjarráðsinanni Þóroddi Guðmundssyni -um, að grunnkaup hæjarstjóri yrði kr. 4000,00 á mánuði, eða hæ-kkað um 700 kr. og sú hækk- un greidd allt árið 1954, en samkv. nýgerðum kaupsamningum fá aðrir starfsinenn kauphækkun sína greidda aðeins frá 1. okt. 1954. Þessi tillaga Þórodds var samþykkt í Bæjarráði a-f lionum sjál-fum og Ragnari Jóliannessyni, en tillaga Ólafs felld. Fyrir bæjarstjórnarfund kom til- laga Ólafs Ragnars aftur til u-inræðu. Endalokin urðu þau, að gengið var inn á að hækka grunnlaun hæjar- stjóra um kr. 590,00 á mánuði, eða tillaga Ólafs hækkuð um kr. 15,00. — Þannig var sú tillaga sa-mþykkt með 5 atkvæðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna, en ful-ltrúar komma og krata sátu hjá. Ibúð til sölu Vegna langvarandi veikinda konu minnar, hef ég undirritaður ákveðið að selja íbúð mína Lindar götu 24 —neðri hæð) á Siglufirði. Þeir sem kynnu að vilja kaupa téða íbúð, skulu tala við mig fyrir 2. júní n.k. Siglufirði, 26. maí 1955. KRISTJÁN SVEINSSON ÓSKILJANLEGT RUGL (Framhald af 1. síðu) aðar voru til staðarins ein milljón og sex hundruð þúsund krónur. Sé þessi tilvitnaða setning hins- vegar skilin þannig, að bæjarstjóri hafi furðað sig á, að Siglufjörður fengi ek'iíi allt að einni milljón króna af atvinnubótafé fram yfir þær einu og hálfu milljón krónur, sem búið var að lofa Bæjarút- gerðinni — þá efast ég um, að það sé rétt. Eg veit ekki betur, en að Jón Kjartansson, bæjarstjóri, hafi fylgzt með úthlutun atvinnubóta- fjárins hingað tl Siglufjarðar nú í ár alveg eins vel og ég, og verið kunnugt um að hverju dró í sam- bandi við þá úthlutun, áður en að hann fór í síðustu ferð sína til Reykjavíkur í erindum bæjarins. Ut af því sem höfundur um- ræddrar Mjölnisgreinar lætur liggja að í lok greinarinnar, að það hafi kannske fyrst og fremst verið vegna áhrifa Þórodds Guð- mundssonar í stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins, að það fékkst framgengt, að 250 þúsund krónur af atvinnubótafé, sem búið var að ráðstafa til verksmiðjanna vegna togaranna fengust til ann- arra þarfa — vil ég taka fram, að þessu trúi ég vel og kemur ekki til hugar að rengja, þótt ég viti, að aðrir og fleiri áttu þar hlut að máli. Gleður það mig vissulega að fá staðfestingu á því, sem ég vissi raunar fyrir, að Þóroddur er í hópi áhrifamanna. Er þessi vissa þeim mun meira fagnaðar- efni, þar sem vitað er, að það er álit Mjölnismanna, að hópur áhrifa manna sé ærið þunnskipaður hér á staðnum. Einar Ingimundarson 0 Barnaskólanum verður sagt upp í dag. 0 1 Gagnfræðaskólanum er próf- um lokið í yngri deildum, en yfir stendur enn landspróf. Mun því verða lokið um næstu helgi. 0 Munið hlutaveltu Sjálfstæðis- kvennafélagsins í dag. , *

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.