Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.06.1955, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 10.06.1955, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGUE Frá bœjarstjórn Fyrir síðasta bæjarstjórnar- fundi 8. þ.m. lá tillaga um að leigja Norðurgötu 4 fyrir elliheim ili. Miklar umræður urðu um til- löguna og aðalmeðmælandi og málsvari hennar var Þóroddur Guðmundsson bæjarfulltrúi. Til- # lagan var að lokum felld með 5 atkvæðum Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokksmanna, en tillögunni greiddu atkvæði Framsóknarmenn og kommúnistar. Samþykkt var samhljóða tillaga um að hefja athugun á viðbygg- ingu við sjúkrahúsið eða sérstakri byggingu á sjúkrahúslóðinni fyrir elliheimili, og var Einar Ingi- mundarsyni alþ.m., Jóni Kjartans- syni bæjarstjóra, Kristjáni Sig- urðssyni bæjarfulltrúa og Þór- oddi Guðmundssyni bæjarfulltrúa falið að hreyfa þessari hugmynd við ríkisstjórn, landlækni og skipulagsstjóra ríkisins nú á næst unni. Vill svo vel til, að allir þess- ir fulltrúar bæjarins, ásamt al- þingismanninum, verða í eigin er- indum staddir í, Reykjavík eftir miðjan þennan mánuð HAFNARBRYGGJAN Lengi undanfarið hafa verið miklar umræður um gömlu hafn- arbryggjuna. Er hún talin, eftir miklar athuganir kafara og ann- arra mjög léleg og geti jafnvel svo farið, að hún verði ónothæf hvaða dag sem er. Er orsökin talin sú, að járnþil bryggjunnar hafi tærzt á óvenju skömmum tíma, eða skemmri en almennt er talið, að svona járnþil eigi að endast. I ráði er að byggja Hafnar- bryggjuna upp svo fljótt sem verða má. Nú. hefur þegar verið fengið lán að talsverðu leyti til byggingarinnar, og tilboð frá Frétt frá happdrætti Karlakórsins Vísis Þann 31. maí s.I. var dregið í happdrætti Karlakórsins Vísis á skrifstofu bæjarfógeta. Eftirtalin númer hlutu vinning: Nr. 1807 ísskápur; nr. 5289 þvottavél; nr. 3198 eldavél; nr. 2857 ryksuga; nr. 4135 ljósa- króna; 870 standlampi; nr. 5710 ljósakróna; nr. 3379 strokjárn; 4518 hraðsuðuketill; 4374 vöflu- járn; 1979 vöflujárn; 2930 brauð- rist; 5491 < skrifborðslampi; — 2921 skrifborðslampi; 632 skrif- borðslampi. Eigendur ofanskráðra númera eru vinsamlega beðnir að vitja vinninganna til Öla Geirs Þor- geirssonar, Hv.braut 56, Siglufirði. Þýzkalandi hafa borizt í allt járn, sem til þarf. Uppi eru hygmyndir um að stækka bryggjuna mikið til suðurs og vesturs, þannig, að svo nefndar Rauðkubryggjur falli inn í hana, og stækkar þá bryggjan allt að um helming. Verður þetta mikið mannvirki og kostnaðar- samt. En hvað skal segja. Ekki getur Siglufjörður staðið uppi bryggjulaus, en líklegt er, að svo verði, ef ekki verður hafizt handa á þessu eða næsta ári. Vonandi er að núverandi bæjar- stjórn heppnist að koma þessu nauðsynlega mannvirki farsællega upp, þó að ekki hafi verið gert ráð fyrir þessu óhappi á yfirstand andi kjörtímabili að þurfa að ráð- ast í jafn fjárfrekar framkvæmd- ir. Fréttir í stuttu máli 0 TtÐARFAR hefur verið hér síðan um 20. maí eindæma gott. Síðastl. hálfan mánuð hefur verið hiti og sólskin upp á hvern dag, og stafalogn að heita má hvern dag. Gróðri hefur farið mjög vel fram, en upp á síðkastið er orðin þörf á vætu. Þokusúld var hér einn sólarhring og smáskúrir, er bættu mjög úr. Vinnuveður hefur verið gott, þó helzt til heitt að vinna erfiðis- vinnu Fólk hefur að undanförnu notað góða veðrið og unnið í garð- löndum sínum. Eru flestir þegar búnir að setja niður kartöflur. • SUNDLAUGIN var opnuð í gær. Hefði það gjarnan mátt fyrr vera tíðarfarsins vegna. — Mörg börn og unglingar, sem ætlað hafa í sumardvöl í sveit, hafa beðið með óþreyju eftir opnun sundlaugarinnar. Er það hvim- leitt og óeðlilegt að gagnfræð- ingar skuli ekki hafa lokið sund- prófi áður en þeir taka gagn- fræðapróf. Þegar Gagnfræðaskól- anum var sagt upp síðastl. vor, fengu nokkrir nemendur ekki sín prófskírteini vegna þess, að þá vantaði sundpróf. Eðlilegast væri að sundprófi væri lokið árið áður, því samkv. siglfirzkri vorveðráttu, geti komið fyrir, að drægist fram á sumar að taka þetta tilskylda próf. • HÓLSDALSVEITAN. Vinna við Hólsdalsveituna er hafin. — Fjöldi manns vinnur að henni nú daglega. Vonandi miðar fram- kvæmdum svo áfram, að næsta haust verði þeim lokið. • ÞJÖÐHÁTlÐIN. Senn líður að afmælisdegi hins íslenzka lýðveld- is. Hann er, eins og allir vita, 17. júní, sem er um leið afmælis- dagur þjóðhetjunnar Jóns Sigurðs sonar. Víðast hvar á landinu er 17. juní harnafiögp eru komin. LITLABUÐIN Sana-kaffi er bezt og líka ódýrast. Nýbrennt og malað kaffi kemur til okkar á hverjum þriðjudegi. LITLABÚÐIN Aðalgötu 20 — Suðurgötu 22. ►»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Nýkomið Litlar plast tregtir Eldhúshnífar og síldarhnífar Góð stofuhandföng Staplalamir, galv. Skífumál Hilluhné, margar stærðir Ýmsar fleiri smávörur EINCO hafinn undirbúningur að þessum hátíðisdegi. Hér í bæ starfar undirbúnings- nefnd, svonefnd Þjóðhátíðarnefnd. Hún starfar nú með dugnaði að því að gera þennan afmælisdag sem hátíðlegastan. Mælist nefnd- in eindregið til þess, að bæjar- búar taki þátt í störfunum, m.a. með því að hreinsa vel til á lóðum sínum, lagfæra girðingar og fegra húsin utan. Vonandi verða bæjarbúar vel við þeim tilmælum. • KARLAKÓRINN VÍSIR er ný kominn heim úr söngförinni. Eins og heyrzt hefur í útvarpsfregn- um, hefur kórinn farið víða, eða sungið á Akureyri, Sauðárkróki, Akranesi, Reykjavík og Selfossi, og hvarvetna fengið ágætis við- tökur, bæði hjá einstaklingum, kórum og opinberum stofnunum. Söng kórsins var allstaðar mjög vel tekið og fékk ágæta dóma. Siglfirðingur býður kórinn vel- kominn heim og þabkar honum, söngstjóra og stjórn hans frammi- stöðuna. Hefur kórinn aukið hróð- ur siglfirzkrar söngmenningar og verið bæjarfélaginu til mikils sóma. 85 ára er í dag fröken Margrét Jóns- dóttir. Siglfirðingur óskar af- mælisbarninu hjartanlega til ham- ingju. Hátíðleg fermsngar- athöfn í SigBufjarðar- kirkju Þann 22. maí síðastl, fór fram ferming ungmenna í Siglufjarðar- kirkju. Voru fermingarbörnin í þetta sinn 53 að tölu. Tekinn var nú upp sá siður, sem nýlega hefur verið upptekinn bæði á Akranesi og á Akureyri, að klæða öll börnin hvítum kyrtl- um við þessa athöfn. Hafði Kvenfélagið Von gefið andvirði 20 kyrtla, og Sjálfstæðis- kvennafélag Siglufjarðar andvirði 10 kyrtla, og svo hefur sóknar- nefnd séð um andvirði hinna fyrir hönd safnaðarins. Andvirði eins kyrtils gaf eldri kona, sem ekki vill láta nafns síns getið. Fermingarbörnin voru klædd í kyrtlana uppi í húsakynnum Gagnfræðaskóla Siglufjarðar á kirkjuloftinu, og gengu þaðan tvö og tvö saman niður í kirkj- una undir leiðsögn meðhjálparans Andrésar Hafliðasonar, er leið- beindi þeim um sæti. Sátu dreng- irnir í hálfhring norðanverðu í kór, en stúlkur að sunnanverðu og auður gangur í miðju. Leit það snoturlega út. Að aflokinni messugjörð gekk sóknarprestur frá altari í fullum skrúða fram kirkju og fermingar- börnin á eftir og staðnæmdist á kirkjutröppunum, þar sem tekin var kvikmynd af hópnum. Fjöldi mynda var tekin af ferm ingarathöfninni inni í kirkjunni. Kirkjan var þéttskipuð kirkjugest um, bæði uppi og niðri. Fermingarathöfn þessi þótti fara sérstaklega virðulega fram og til mikils sóma fyrir sóknar- prest og alla aðra, sem unnu að undirbúningi hennar. NOTIÐ GÖÐA VEÐRIÐ og fegrið hús yðar að utan fyrir 17. júní með Hörpumálningu E I N C O Sildarsöltunarstöð til leigu Leigutilboð óskast í söltunarstöð vora, svokallaða Tangastöð, nú í sumar. — Tilboðum sé skilað fyrir 20. júní næstk. SÍLDARVERKSMIÐJAN RAUDKA ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.