Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.06.1955, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 25.06.1955, Blaðsíða 1
'mlfipéin ,ur* 12. tölublað. \SJf) Laugardaginn 25. júní 1955. v&J 28. árg. HC Einar Ingimundarson, alþingismaður : Um afgreiðslu nokkurra þingmála Niðurlag. ÝMIS MÁL Þá voru samþykkt á Alþingi lög um almenningsbókasöfn, en frumvarp um þetta efni hafði Bjarni Benediktsson, menntamála- ráðherra flutt 'f.h. ríkisstjórnar- innar. Byggðist frumvarpið á til- lögum, sem nefnd skipuð af sama ráðherra hafði gert um málið. — Samkvæmt þessum lögum skal landinu skipt í 30 bókasafns- hverfi og skal í hverju hverfi vera eitt bæjar- eða sveitarbókasafn. Gera lögin ráð fyrir, að hvert safn fái úr bæjar- eða sveitar- sjóði kr .15,00 á hvern íbúa, en á móti þessu framlagi greiði ríkis- sjóður kr. 7,50 á hvern íbúa. Þó skal þessi upphæð vera lægri í stærstu bæjunum. Menntamálaráðherra beitti sér einnig fyrir því, að á síðasta þingi voru sett lög um greiðslu kostn- aðar við skóla, sem reknir eru sameiginlega af ríki og sveitarfé- lögum. Báðir eru lagabálkar þessir hinir merkustu, og eru ákvæðin um almenningsbókasöfn, t.d. al- gjör nýmæli í íslenzkum lögum. Samþykkt var breyting á hegn- ingarlögunum frá 1940 og felur breyting þessi í sér ný ákvæði um skilorðsbundna frestun ákæru og skilorðsbundna dóma. Breyting þessi á lögunum byggist á tillög- um nefndar, sem dómsmálaráð- herra skipaði árið 1952 í því skyni að endurskoða hegningarlögin. Á síðasta þingi voru sett lög um iðnskóla, en með lögum þess- um er komið fastri skipán á rekst- ur iðnskólanna, sem skort hefir til þessa, og hefir iðnfræðslan fram að þessu staðið utan við skólakerfið og búið við lakari kost, en aðrir sambærilegir skól- ar af hálfu hins opinbera. Þá má loks nefna lög um breyt- ingu á lögum um leigubifreiðar í kaupstöðum, þar sem segir, að sámgöngumálaráðuneytinu sé heimilt að fengnum tillögum hlut- aðeigandi stéttarfélags og með- mælum bæjarstjórnar, að tak- marka f jölda leigubifreiða í Reykjavík, í Hafnarfirði, á Akur- eyri, á Siglufirði, í Keflavík og í iVestmannaeyjum, hvort heldur er fólks- eða vörubifreiðar, annað hvort eða hvort tveggja. Greiðsluafgangi ríkissjóðs árið 1954 var með lögum ráðstafað þannig: 1. Til Ræktunarsjóðs .......:.................................................... 8 millj. kr. 2. Til Fiskveiðasjóðs............................................................. 8 — — 3. Lána veðdeild Búnaðarbanka íslands ............................ 4 — — 4. Til greiðslu á framlagi ríkissjóðs fyrir árið 1955 til útrýmingar heilsuspillandi íbúða ................................... 3 — — 5. Til greiðslu uppbóta á sparifé ........................................ 1,5 — — 6. Til Brúarsjóðs til endurbygginga gamalla stórbrúa 1,5 — — 7. Greiða upp í hluta ríkissjóðs af stofnkostnaði við skóla, sem þegar hafa verið byggðir eða eru í bygg- ingu ...................................................................................... 2 — — 8. Greiða upp í hluta ríkissjóðs af kostnaði við hafnar- gerðir, sem þegar hafa verið framkvæmdar................ 1 — — 9. Að leggja til hliðar upp í framlag ríkisins til at- vinnuleysistrygginga ................................... 6 — — Þingsályktun um sameiningu- tollgæzlu og löggæzlu. Af þingsályktunartillögum, sem samþykktar voru á síðasta þingi má nefna þessar: Þingsályktun um ráðstafanir til atvinnuaukningar. Þingsályktun um skipun sam- vinnunefndar atvinnurekenda og verkalýðssamtaka til þess að finna grundvöll í kaupgjáldsmál- um. Þingsályktun um samvinnu í atvinnumálum milli ríkisstjórnar, atvinnurekenda og kaupþegasam- taka. Þingsályktun um aukið öryggi í heilbrigðismálum. Þingsályktun um niðursuðu sjávarafurða til útflutnings. Þingsályktun um skipulega leit að fiskimiðum fyrir Norðurlandi og Austf jörðum. Þingsályktun um skipun rann- Eins dags skemmtiferð um Skagafjörð Hólar í Hjaltadal — Varmahlíð — Glaumbær Sauðárkrókur. Félag Sjálfstæðismanna, Félag ungra sjálfstæðismanna og Sjálf- stæðiskvennafélag Siglufjarðar efna til eins dags skemmtiferðar um Skagafjörð, sem fyrirhugað er að fara 10. júlí n.k. að öllu for- fallalausu. — Öllum velunnurum Sjálfstæðisflokksins, ásamt gest- um, er heimil þátttaka í för þess- ari. Skemmtiferð þessi er í aðalat- riðum hugsuð sem hér segir: Farið verður héðan árla sunnudags og haldið heim að Ilóium í Hjaltadal, dómkirkj- an og nágrennið skoðað og að líkindum snæddur hádegis- verður. Þaðan verður haldið í Varmahlíð og stanzað þar um stund, en í Varmahiíð er ágæt sundlaug og gróðúrhús, sem bjóða upp á blómamergð. Næsti áfangastaður er Glaum bær, en þar er byggðasafn Skagfirðinga og viðhaldið fornum, höfðniglegum torfbæ, en hvorttveggja þetta gefur eftirminnilega innsýn í tíma horfinna kynslóða og þá lifn- aðarhætti, sem áður tíðkuð- ust. Þar næst verður haldið til Sauðárkróks og kvöld- verðar neytt umkl. 6---7 síð- degis. Um kvöldið verður svo skemmtun og dansleikur í í hinu nýja og glæsilega sam- komustað þeirra Sauðkrækl- inga. Með í förinni um Skaga- f jörð verður kunnugur maður, er kann á öllu skil, er fyrir augu ber. Heim verður haldið upp úr miðnætti. Fyrirkomulag ferðarinnar getur breytzt frá því, sem hér er lýst, ef nefnd sú, sem um ferðina sér, telur annað heppilegra. För þessi,- sem aðeins er eins dags ferð, er þannig hugsuð, að allir, ungir og gamlir, ættu að geta í hana farið og notið hver nokkurs við sitt hæfi. Þátttökulistar verða bornir til félaga, en auk þess liggur þátt- tökulisti frammi í Aðalbúðinni, en eins og fyrr segir er öllum vel- unnurum flokksins heimil þátt- taka. Samtaka nú um ánægju- lega skemmtiferð! Sjúkráús, ellilieimili og heilsuvermlarstöð undir einu þaki. Svo sem bæjarbúum er kunnugt, ræddi bæjarstjórn nýlega stofnun elliheimilishér á Siglufirði. — Við umræðurnar mun hafa komið í Ijós, að allir bæjarfulltrúarnir voru hlynntir sjálfu málefninu, en töldu hinsvegar eigi hyggilegt, að stofna til elliheimilis á grundvelli þeirrar tillögu, sem fyrir lá. -— Svipað mun vera að segja um bæjarbúa yfirleitt; þeir munu flestir vera þeirrar skoðunar, að þörf sé á stofnun elliheimilis, en engan veginn sama hvernig til þess sé stofnað. Má því segja, að sóknarnefndar samkv. 39. gr. stjórnarskrárinnar til rannsóknar á okri. Hér að framan hefir þá verið gerð lausleg grein fyrir afgreiðslu nokkurra mála á síðasta Alþingi. Er mér þó vel ljóst, að stiklað hefir verið á stóru og mörgu sleppt, sem e.t.v. hefði mátt minn- ast á. Hinsvegar er ógerningur að geta allra þeirra mála, sem þingið hafði til meðferðar og hefi ég því valið þann kost, eftir því sem tíminn hefir leyft, að drepa aðeins á þau mál, sem ég hefi talið mestu máli skipta fyrir Siglufjörð og allan almenning. Einar Ingimundarson málinu hafi verið frestað, en eigi fellt. MALIÐ þarfnast nánari ATHUGUNAR Þegar til umræðu eru mál eins og elliheimilið, ber þess að gæta, að slík mál hafa tvær hliðar. — Aðra, sem Veit að þeim, sem eiga að njóta — gamla fólkinu. Hina, sem veit að þeim, sem eiga að bera slíka stofiiun uppi — gjald- endum bæjarins. Báðar þessar hliðar þarf að íhuga vandlega og hrapa að engu, áður en sporið er stigið. Skal nú leitast við að at- huga báðar hliðar þessa máls og þó í sem fæstum orðum. ÞARFIR GAMLA FÓLKSINS Svo sem flestum mun vera ljóst, verður gamalt fólk þreytt og slitið, bæði andlega og líkam- lega. Gamla fólkið þráir umfram allt að njóta hvíldar og næðis og kýs því að vera á rólegum og af- viknum stað ,til þess að komast hjá ys og þys hversdagslífins. — Allur hávaði og læti „fara í taug- arnar" á gamla fólkinu, ef svo má að orði komast. Hinsvegar vill gamla fólkið gjarnan koma undir bert loft, ef heilsa og veður leyfir, (Framhald á %. síðu)

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.