Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.06.1955, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 25.06.1955, Blaðsíða 4
4 SIGLFIEÐINGUR „Mjölnir i. I síðasta tölublaði Mjölnis er mikið rætt um verkalýðsmálin, og sérstaklega er huganum beint til „verkfallsins langa“ síðastl. vetur. Er slegið föstu, að þessi „miklu átök“, sem Mjölnismenn nefna svo, eigi rót sína að reka til þess samkomulags, sem varð á síðasta þingi Alþýðusambands fslands milli kommúnista annarsvegar og Hannibals Valdemarssonar og nokkurra fylgifiska hans hins- vegar. Er í Mjölni hlakkað yfir þeim samningum, sem kommún- istar náðu við Hannibal, sem setti auðvitað upp, að hann fengi for- setaembættið, ef samningar ættu að takast. Sínar áætlanir sömdu svo þessir fáu menn bak við tjöld- in á laun við verkalýðinn. Kom það strax berlega í ljós, að þegar til verkfallsins kom, utan stóru kaupstaðanna, voru ýmsar skoð- anir á lofti um mikilvægi og nauð- syn þessa mikla verkfalls, sem Hannibal og hans samningamenn stofnuðu til. Þegar í byrjun kom það í ljós, að þessi samstarfsklíka beindi ekki huga sínum í þá átt að leiða kaupgjaldsmálin inn á þá braut, sem til alhliða hagsbóta.væri fyrir verkalýðinn í landinu og kaupþega yfirleitt. Þeim kom heldur ekki til hugar, að í sambandi við kaupkröfu þessa mætti takast að vinna bug á dýrtíðinni og skapa eðlilegt sam- ræmi milli kaupgjalds og verð- lags. Stefnan var eingöngu sú, að krefjast kauphækkunar, hvort sem það væri kaupþegum til hags- bóta eða ekki. — Stefnan berlega sú að herða á vaxandi verðbólgu, og halda við kapphlaupinu milli kaupgjalds og verðlags og reyna með því móti að komast að settu marki, sem sé því, að allt falli í auðn og öngþveiti og f járþurrð. Kommúnistar náðu þarna valdi á Hannibal. Hann var í ósátt við sinn flokk. Kommúnistar gripu tækifærið og buðu honum for- setaembættið. Það hreyf. — Ekki fékk Hannibal að vera í samninga nefndinni í þessu verkfalli. Þar höfðu kommúnistar sinn mann. Nú átti svo sem að gera mikið. H. Þegar þessu óhappa verkfalli lauk ,birtu verkalýðsblöðin með feitu letri „stór sigur unninn“ í blaði Hannibals „Landsýn" er birt á forsíðu með rosa stóru letri: „Sigur að lokum. — Tilraunum auðmagns og afturhalds til að svelta verkamenn og sundra röð- um þeirra, hrundið“. Það er svo sém ekkert smáræði, sem hefur þarna gerzt. En hvað kemur nú á daginn, " reiður þegar þessir nýju kaupsamningar koma til framkvæmda. Ekkert annað en það, að fyrir atbeina kommúnista og Hannibalsklíkunn- ar hefur verkalýðurinn beðið ósig- ur. Það er hinn raunverulegi sannleikur. Kauphækkun sú, sem þeir státa mest af, afnám vísitölu- skerðingar og hækkun orlofsfjár og stofnun atvinnuleysistrygg- ingasjóðs leiðir aftur af sér vax- andi dýrtíð í landinu. (Þurfti ekki lengi að bíða eftir verðhækkun á mjólkurafurðum, og sjálfsagt kemur fleira á eftir). Með þessum nýju samningum eru nýjar kvaðir látnar á verka- lýðinn, útgjöld þyngd. Niðurstaðan er og verður raun- verulega sú, að krónan verður ekki meira virði en hún var. — Verkamaðurinn og aðrir kaupþeg- ar, fá ekkert meira fyrir sína krónu, þegar þeir kaupa sínar nauðsynjar en áður. Þetta er hinn ímyndaði, stóri sigur. Tilraunir voru gerðar til þess að fá verkfallsmenn til að athuga mál þetta á þeim vettvangi, að íhuga hvort gæti komið til verð- lækkunar á nauðsynjavarningi, og reynt væri að koma á samræmi milli verðlags og kaupgjalds. Það myndi sjálfsagt öllum hafa verið fyrir beztu, ef slíkt samkomulag hefði náðzt. En því neituðu verk- fallsmenn alfarið. Verkfallsmenn töldu sér haganlegra að verkalýð- urinn biði ósigur. Föstudagurinn 17. júní rann upp. Suðaustan andvari var fyrst um morguninn, þykkt loft og út- lit til þess að það mundi rigna. — Um dagmál létti til í lofti og skein sólin við og við fram undir hádegi. IJr hádegi kyrrði og indælt veður til kvölds, þó ekki væri mikið sól- skin. Um dagmál var útvarpað hljóm- leikum frá samkomustaðnum. — Einnig voru þá fánar dregnir að hún á öllum húsum 1 bænum, og sinn hvoru megin aðalgötu bæjar- ins. Skip, sem lágu hér við bryggj ur voru fánum skreytt. Bærinn var í sínum hátíðabúningi. Hátíðahöldin hófust með því, að fólk safnaðist saman á hafnar- bryggjunni kl. 1 e.h. Þar fór fram kappróður milli togaranna Elliða og Hafliða. Sigraði Hafliði. Að kappróðrinum loknum skip- aði fólk sér í raðir og gekk í skrúðgöngu að aðalsamkomu- staðnum, en hann var á sama stað og undanfarin ár, í krikanum utan húss Kaupfélags Siglfirðinga. Þar hafði verið komið fyrir all- stórum palli, skreyttum fánum, en baktjald var hið glæsilega mál- III. Þó kommúnistar hér í Siglu- firði, sem næst „Mjölni“ standa, láti mikið yfir „stóra sigrinum“, er eitthvað í „dúsunni11 þeirra,. sem þeir eru ekki allskostar ánægðir með. Yfir einhverju eru þeir reiðir. Ónotaskætingur hálf- skitnrar tegundar er í „Mjölni“ til siglfirzkra verkamanna. Bregð- ur „Mjölnir“ þeim um kæruleysi, „afskiptaleysi", „að þátttaka þeirra í fjársöfnun til verkfalls- manna í Reykjavík hafi verið þeim til háborinnar skammar". — Að þeir hafi brugðizt samtökum sínum o.s.frv. Það er þýðingarlaust fyrir okk- ur verkamenn að gerast háværir út af brigslyrðum þessa blaðs. — Hitt er svo annað mál, að við munum muna þau. Ónærgætnis- legt og frekjulegt má teljast, að ætlast til þess, að við, sem höfum búið við mikið atvinnuleysi, og margir okkar hafa þurft að flæm- ast frá heimilum okkar í atvinnu- leit, förum að skera af því litla, sem við innvinnum hér til heim- ilisþarfa til að bæta fyrir glópsku ábyrgðarlausra ævintýramanna í Reykjavík, sem elcki hafa fundio aðra leið heppilegri til úrlausnar vandamálum verkalýðsins, en að taka brauðið frá reykvískum börnum og láta verkamannafjöl- skylduna líða. Þeir gera það á sína ábyrgð. Það sem okkur vant- ar er örugg vinna. Hún fékkst ekki með þessu þýðingarlausa verkfalli. Verkamaður verk þeirra Ragnars Sveinssonar og Ragnars Einarssonar, sem sýnir Þormóð Ramma landnáms- mann leggja hér að landi á vík- ingaskipi sínu. Á pallinum hafði verið komið fyrir gjallarhorni. Þegar mannfjöldinn hafði stað- næmzt fyrir framan pallinn fór fram fánahylling, og kirkjukór Siglufjarðarsöng Ó, guð vors lands“ undir stjórn Páls Erlends- sonar. Þá flutti sóknarpresturinn séra Ragnar F. Lárusson messu, en kirkjukórinn söng sálminn 671. — Beyg kné þín fólk vors föður- lands, á undan, og á eftir sálminn 680 Virztu Guð að vernda og styrkja. Formaður Þjóðhátíðar- nefndar frú Bjarnveig Guðlaugs- dóttir setti þá hátíðina. Fjallkonan, sem í þetta sinn var ungfrú Sonja Guðlaugsdóttir, — flutti ávarp. Kirkjukórinn söng ísland ögrum skorið, undir stjórn Páls Erlendssonar. Þá voru þessi minniflutt: Minni íslands, Pál Er- lendsson, Minni Jóns Sigurðssonar Baldur Eiríksson, forseti bæjar- stjórnar. Minni Siglufjarðar, Jón Kjartansson, bæjarstjóri. *♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ MINNINGARPLÖTUR Á LEIÐI NAI NSKILTI BRÉFALOKUR BÆJA- EÐA GÖTUHEITI Er óskað eftir að séu pantaðar nú þegar vegna sumarleyfa. Sýnis- horn. Gestur Fanndal Nýtt! Flauel, svart, rifflað Nylonsokkar, svartir Prjónasilki, 140 sm. Sumarpeysur, 39,50 Taflmenn í askkössum VÖRUHÚS SIGLUFJARÐAR Á eftir minni íslands söng Kirkjukór Siglufjarðar: Hver á sér fegra föðurland. Milli hinna minnanna söng Þor- steinn Hannesson óperusöngvari: Sjá roðann á hnjúkunum háu. Eftir síðustu ræðuna söng Þor- steinn allmörg lög og skemmti fólki vel. Þegar Þorsteinn hafði lokið söng sínum, ávarpaði form. Þjóðhátíðar nefndar hann og færði honum að gjöf minnispening dagsins. Þá gengu fram á pallinn þær konur, sem flutt höfðu ávörp við þetta tækifæri fyrir hönd Fjall- konunnar, í skautbúningi, en þær eru frú Jóhanna Þórðardóttir, ungfrú Guðrún Vilhjálmsdóttir, frú Anna Magnúsdóttir og ungfrú Sonja Guðlaugsdóttir og afhenti form. Þjóðhátíðarnefndar þeim minnispeninga dagsins. Vantaði í þann hóp ungfrú Jóhönnu Skafta- dóttur. Nú varð hlé á dagskránni um stund. — Kl. 5 hófust hátíðahöld- in aftur með því að Karlakórinn Vísir söng nokkur lög undir stjórn Hauks Guðlaugssonar. Undirleik annaðist frú Guðný Fanndal. Þar á eftir fór fram víðavangshlaup, fyrstur varð Matthías Gestsson. Reiðahjólakappakstur, fyrstur varð Eiríkur Baldursson. Þá fór fram naglaboðhlaup milli neta- gerðarstúlkna og afgreiðslustúlkna í verzlunum. sigruðu þær fyrr- nefndu. Þá fór fram knattspyrna milli áhafna á togurum bæjarins og sigraði Hafliði. Þá var gefið matarhlé. Kl. 8,30 hófst svo dagskráin aftur með því að kvennakór söng nokkur lög undir stjórn Páls Erlendssonar, við hljóðfærið var Haukur Guð- laugsson. Dálítinn skemmtikveðl- ing flutti Júl. Júlíusson. Síðast var svo dans stiginn. . Hátíðahöldin fóru prýðilega vel fram. Veður var yndælt allan daginn. — Þjóðhátíðarnefnd ber þakkir fyrir. Þjóðhátíðardagurinn 17. júní 1955.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.