Siglfirðingur


Siglfirðingur - 06.08.1955, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 06.08.1955, Blaðsíða 1
14. tölublað. \%0/ Laugardagur 6. ágúst 1955 28. árg. Nýir kjarasamningar verzlunarf ólks^ Nýlega náðist samkomúlag milli Y«rzlunarmannafélags Sglufjarðar annarsvegar og Kaupmannafélags Siglufjarð.ar og Kaupfélags Siglfirð- inga hinsvegar um' 23% hækkun I igrunnkaups afgreiðslufólks í öllum greinum og launaflokikum og fulla vísitöluuppbót á grunnlaun — í' stað hinnar skertu vísitölu. Fóru samn- ingarnir vel og drengilega fram og rakti fullur skilniiiigur og vinsemd á báða bóga. — Með þessum samningi reiknast full vísitala á grunnlaun allra laumþega hér í Siglufirði, nema starfsmanna bæjarins. Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði 25 ára f tilefni afmælisins hafði stjórn verksmiðjanna boð inni að Hótél Hvanneyri. Þar flutti núverandi for- maður verksmiðjustjórnar, Sveinn Benediktsson, eftirfarandi yfirlit yfir síldveiðar hér við land og framvindu verksmiðjanna þau 25 ár, sem þær haf a starfað. Erindið er stórfróðlegt, og birtist óstytt. Hinn 19. júlí 1930 hófu Síldar- verksmiðjur ríkisins starfsemi sína. Þann dag fyrir 25 á'rum var tekið á móti fyrstu síldinni í fyrstu verk- smiðju Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði. Þykir rétt að minnast þessa við- burðar með því að rekja nokkra þætti í sildveiðisögu Islendinga, og sögu verksmiðjanna. Litlar sögur fara af síldveiði Is- Iendiraga á fyrri öldum, enda mun síldveiði ekki h'afa verið stunduð hér við land fram á síðari hluta nitjándu aldar, nema litið eitt með ádráttarnetjum á einstaka stað, aðal- lega við Eyjafjörð og í Hafnarfirði. örnefnið „Síldarmannagata" er nefnt í Harðarsögu og er leið úr Hvalfjarðarbotni í Borgarfjarðardali, enn nefnd því nafni. „Síldargarðar" er örnefni í Grafar- vogi, sem hendir á, að þar hafi síld verið veidd með því að girða fyrir hana að nokkru leyti með grjótgörð- um, og girða síldina þannig inni og ná henni svo með útfallinu. Þessi veiði var svo lítil og stopul, að hún hafði litla sem enga þýðingu fyrir afkomu landsmanna. 1 „Lítílli fiskibók" segir Jón Sig- urðsson árið 1859: „Skoðum vér fyrst tegundir fiskj- arins, sem veiddur er, þá er það helzt þorskveiðin, sem menn leggja alúð við, en þó síldin sé í stöppu bæði djúpt og grunnt, þá er henni lítill sem enginn gaumur gefinn." „Síldin er sú fisktegund, sem á öllum öldum hefur verið hin mesta auðsuppspretfa fyrir löndin." Forsetinn hvatti landa sína til að hefjast handa um síldveiði, að dæmi annarra þjóða, en sökum deyfðar, vankunnáttu og vanefna urðu undir- tektir landsmanna í þessu efni engar enn um sinn. Verzlunar- og siglingaokinu, sem hrjáð hafði Islendinga meir en nokk- uð annað, var aflétt 1. apríl 1855 eftir meir en ' hálfrar þriðju aldar þjökun, og fögnuðum vér lslendingar 100 ára afmæli frelsisins með þjóð- hátíð nú í vor. Strax þremur árum eftir að okinu var aflétt, gerðu Norðmenn fyrstu tilraunina til síldveiða hér við lapd. 1 þessum fyrsta leiðangri voru tvö skip, og voru þau útbúin með land- nótum eins og þá tíðkaðist. Leið- angursmenn biðu eftir því, að sildin gengi að landi í Skagafirði, Siglu- firði og Eyjafirði, en bið þeirra varð árangurslaus, því að síldin gekk ekki upp í landsteina þetta ár. Síldin hélt sig úti í fjörðunum, og þar sáu leiðangursmenn margar stórar torfur. Þá kunnu Norðmenn ekki til síldveiða á rúmsjó, og urðu því að hverfa heim við svo búið. Norðmenn héldu áfram síldveiði- tilraunum sínum hér við land öðru hvoru næstu ár. *• Fyrsti Jeiðangur þeirrat seia fékk SVEINN BENEDIKTSSON núv. form. verksmiðjustjórnar verulegan afla var gerður út frá Man- dal sumarið 1868. Leiðangri þessum stjórnaði norsk- ur maður, Ótto Wathne, og öfluðu þeir 2500 tunnur síldar í Seyðisfirði. Næstu ár var aflinn stopull, enda fáir sem stunduðu veiðina. Árið 1879 urðu straumhvörf í síld- veiðinni hér við land. Norðmenn öfluðu vel þá um sumarið í Eyja- firði, en þó einkum um haustið i Seyðisfirði. Mun afli þeírra hafa verið samtals rúmar 11 þúsund tunn- ur. Þá hafði vorsíldarveiði brugðizt í Noregi í nokkur ár, og voru Norð- me'nn því fúsari en ella myndi verið hafa, til þess að senda skip sín til Islands. Uppfra þessu höfðu Norðmenn oftast forustuna í síldveiðum hér við land allt fram til ársins 1915. Árið 1880 gerðu þeir út 75 skip með 578 manna áhöfn til síldveiða hér við land. Á þessa útgerð öfluð- ust 115 þúsund tunnur, mest í Eyja- firði og á Austfjörðum. Árið 1881 náði síldveiði Norðmanna með land- nótum hámarki hér við land. Nam afli þeirra þá 167 þúsund tunnum. Eftir það fór að draga úr veiðinni. Áhugi margra Norðmanna, sem verið höfðu þátttakendur í síldveið- unum beindist nú að hvalveiðum hér við land. Svend Foyn hinn frægi Norðmaður, sem fann upp nýja gerð hvalskutla, mun hafa reist fyrstu hvalveiðistöð í Álftafirði vestra. Hinn 11. september 1884 urðu Norðmenn fyrir stórkostlegum skaða af völdum ofviðris. Rak þá í land í Eyjafirði 30 norsk síldveiðiskip og þrjú islenzk þilskip. Þrettán hinna norsku skipa urðu að algerðu strandi, en hin skemmdust meira og minna. Auk þess varð rnikið tjón é farmi skipanna, tunnum, veið- arfærum og nótabátum. Þó fórust ekki nema 3 mehn, Aflinn þetta sum- ar og árið eftir var tregur og árið 1886 er síldveiðileiðangrum Norð- manna með. landnótura til Islands að mestu lokið. Fram til ársins 1898 komu þó einstaka leiðangrar með margra ára millibili. Árið 1880 hafði Otto Wathne skip- stjóri og útgerðarmaður, sem fyrr getur, setzt að í Seyðisfirði. Rak hann upp frá því síldveiðar í stórum stil um langt árabil, aðallega á Aust- fjörðum. Einnig reisti hann sildar- stöð á Oddeyrartanga við Eyjafjörð. Hann lét bæði salta síldina og sendi hana ísaða til Englands í heilum skipsförmum. Mestur afli á útveg Wathne á einu ári var um 40 þúsund tunntir. . Otto Wathne lézt árið 1898 og hafði verið hinn merkasti brauðryðj- andi og þarfur Islendingum. Fleiri atorkusamir Norðmenn sett- ust að á Austfjörðum og stunduðu \sildveiðar. \ Sjálfir stoínuðu Islendingar þrjú félög til síldveiða árið 1880. Helztu stofnendur voru Snorri Pálsson verzl unarstj. og Tryggvi Gunnarsson, síðar bankastj. Félögum þessum gekk vel í fyrstu, en urðu öll skammlíf og úr sögunni eftir nokkur ár. Landnótaveiði í stórum stíl var að mestu lokið um aldamótin, enda hlaut síldveiði með þessum tækjum að vera mjög stopul, þar sem síldar- gengd er óviss og ekki hægt að ná síldinni, nema þar sem fært var að gera botnköst. Einnig hamlaði það mjög veiði, hve fréttir voru lengl að berast áður en sími og loftskeyti komu til sögunnar og samgöngur bötnuðu. Tveir Islendingar, Isak Jönsson og Jóhannes Norðdal, sem unnið höfðu við íshús í Ameríku, komu aftur hingað til lands vestan um haf árið 1894. Hafði þeim dottið í hug, að ishús væru hentug hér á landi, ra.a. til geymslu á síld til beitu. Fengu þeir Tryggva Gunnarsson til þess að gang ast fyrir stofnun lsfélagsins við Faxaiflöa. Tókst þessi tilraun svo vel, að á skömmum tíma voru byggð ís- hús um allt land. Voru húsin fyrst og fremst ætluð til geymslu á síld til beitu, og til þess að selja ís til skipa, en einnig tóku þau matvæli til geymslu. Vandkvæði voru á því að afla síldarinnar, meðan eingöngu var stuðst við landnótaveiðina. Þvi var það, að Isfélagið gerði út gamlan, enskan hafnsögubát á reknet, árið 1899 í Faxaflóa, sem það leigði til veiðanna. Var háturinn útbúinn skozkum netjum. Fqrmaðurinn, Benedikt Guðbrandsson, hafði áður stundað reknetjaveiðar við Skotland. Tilraunin tókst svo veí,. að Tryggvi Gunnarsson, helzti .ráðamaður Isfé- lagsins, gekkst fyrir stofnun Rek- •netjafélagsins yið Faxaflóa árið 1900. Keypti félagið eigið seglskip til veiðanna. Varð Geir Sigurðsson skip- atjóri á skipi félagsins. Stundaði hann upp frá þyí reknetjaveiöar í fjölda mörg ár við ágætan orðstír. Norðmenn höfðu árið 1887 tekið að veiða síld með reknetum fyrir alvöru við Noregsstrendur. Tóku þeir þessa veiðiaðferð eftir Hollend- ingum og Skotum, sem höfðu notað hana með góðum árangri um langan aldur. Gerðu Norðmenn fyrstu tilraun til sildveiða með reknetum hér við land árið 1899. Við Austurland fékkst engin veiði, en við Norðurland nokkur afli á fáum dögum í sept- ember. Hófst nú reknetjaveiði við Norðurland og var síldin, sem þar veiddist síðari hluta sumars, sér- lega vel fallin til söltunar, og var tekin fram yfir aðra síld á mark- aðnum í Svíþjóð og Þýzkalandi. Árið 1903 er afli Norðmanna í reknet hér við land kominn upp í 43 þúsund tunnur og árið eftir komst aflinn upp í 80 þúsund tunnur. Bræðurnir Sveinn og Jón Einars- synir á Raufarhöfn urðu fyrstir Is- lendinga til þess að hefja rekneta- veiðar fyrir Norðurlandi sumarið 1901. Keyptu þeir smáskútu frá Noregi í þessu skyni. Gerðu þeir hana út á handfæri vor og haust, en á reknet í ágúst og septemtoer. Héldu þeir þessari útgerð áfram .í 16 ár. Eyfirðingar byrjuðu reknetaútgerð sumarið 1903. Jókst reknetjaútgerð Islendinga næstu ár, en landnóta- veiðin hvarf að mestu úr sögunni eins og áður segir. Arið 1904 hefst síldveiði með herpinót við Islandsstrendur, og enn eru það Norðmenn, sem koma með nýungarnar í síldveiðiaðferðum hingað. Hafði norskur útgerðar- maður Hans L. Falk í Stavanger, sent mann til Ameríku, til þess að kynnast veiðiaðferð, sem notuð hafði verið þar um nokkurt skeið. Varð það hin svonefnda herpinót eða snurpinót. Hafði. þessi sendimaður Benedikt Mannæs, sem er frægur i síldveiðisögu Norðmanna og Islend- ingum að góðu kunnur, komið úr Ameríkuferðinni heim til Noregs sumarið 1902, með ameríska herpi- nót, og þetta veiðarfæri þegar sýnt mikla yfirburði yfir eldri aðferðir í Noregi. Sama varð uppi á teningnum hér við land. Með herpinótinni var komið til sögunnar síldveiðarfæri,' sení hægt er að veiða sildina i á rúmsjó, ef hún veður i torfum, ög til hennar sést í. sæmilegu veðri. Einnig nægir oft á tíðum, að litarbreyting á sjón- um sýni, að þar séu síldartorfur á ierð, og er þá sagt, að mori fyrir sildinni og nótinni kastað á/morið. Dæmi eru til þess að i éinu kasti með herpinót ha'fí féngizt i nótina þúsund mál síldar éða meira, þótt algengast sé, að köstin séu miklu smærri. . ' - ¦' Á þeira rúraura firaratiu árum,

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.