Siglfirðingur


Siglfirðingur - 06.08.1955, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 06.08.1955, Blaðsíða 2
 SIGtFIEDINGUR sem liðin eru siðan farið var að nota þetta veiðarfæri hér við land, hafa verið gerðar á því miklar endur bætur, oa einnig á nótabátunum, sem herpinótinni er kastað úr. Þá hefar og hringnótin, sem er afbrigði hrepÍBÓtarinnar, einnig reynst vel, og mjög rutt sér til rúms hin síðari ár, svo að meginn hluti þeirra skipa, sem gerður er út á síldveiðar fyrir ; Norðurlandi er búinn hringnótum. Flest nota hringnótaskipin sérstak- an nótabát til að kasta nótinni úr, nema m.s. Fanney, sem kastar nót- inni af sérstökum pali aftan á skip- inu eins og tíðliast hjá síldveiði- skipum á vesturströnd Ameríku. — Fanney er eign S.R. og Fiskimála- sjóðs, smíðuð 1945 með amerísku lagi síldveiðiskipa undir eftiriti Ingvars Einarssonar, sem var fyrsti . skipstjóri á skipinu og sannaði, að hér mátti veiða með þessari aðferð. , Segja má, að síldveiði Islendinga sjálfra hefjist ekki fyrir alvöru, fyrr en skömmu eftir að Norðmenn fóru að beita herpinótinni við veiðarnar hér við land. Fyrstu tilraunirnar með herpinótaútgerð gerðu Ágúst FJygen- ring og bræðurnir Sveinn og Jón Einarssynir 1906. Tveir fyrstu togararnir fóru á síldveiðar 1908 og voru þeir skip- stjórar Halldór Kr. Þorsteinsson og Hjalti Jónsson, Á næstu árum voru þeir helztu brautryðjendur í síldarútgerð Thor Jensen, Otto Tulinius, Elías Stefáns- sojn,, Asgeir Pélursson, Ole Tynes, ,Helgi Hafiiðason og Ragnar Ólafsson. Síðar, komu til sögunnar Óskar Hall- dórsson og Ingvar Guðjónsson og .margir fleiri. Þegar farið var að nota herpinótina almennt við veiðarnar varð aflinn svo mikill, að ekki var -. hægt að hagnýta hann allan til sölt- unar og frystingar. Til þess þurfti að grípa til sömu ráða hér og annars staðar, þar sem Mkt stóð á, að hag- nýta. mikinn hluta aflans í síldar- bræðslustöðvum og vinna þar úr hon- um lýsi og mjöl. Norðmaðurinn Thormod Bakkevig setti upp fyrstu dúkapressuna til vinnslu bræðslusíldar 1908, og árið 19;10, kom, hann og þýskt-norkst fé- ií;ii9g, sem Anton Brobakke veitti for- stöðu, upp fyrstu síldarbræðslu- ,° .stöðvunum. hér á landi í Sigtufirði. s.i: Þessar ifyr-stu Ijræðslustöðvar voru n „úthúnai? idúkapressum og voru af- iisJsasitaliUar og seinvirkar. Arið 1911 ' >: ;vorU:: einnig-, starfræktar hér tvær hræðslustöðvar í skipum, önnur norsk en hin dönsk. Arið 1910 hafði amerískt félag, sem bjó til síldarbræðsluvélar, sent ,, þýskan verkfræðing, M. J. Schretzen- meyer, til Noregs og stjórnaði hann þar byggingu á fyrstu sildarverk- : smiðjunni, sem byggð var með sjálf- virku áframhaldandi vinnsluaðferð- inni. Þessi inaður stóð síðar fyrir byggingu Krossanesverksmiðjunnar árið 1913, og var það fyrsta síldar- verksmiðjan, sem reist var hér á landi, sem vann með amerísku að- ,. „ferðinni. Siðan var Sohretzenmeyer leiðbein ,; andi við byggingu og endurbætur ,, flestra sildarverksmiðja, sem byggð- „ ar voru hér á landi fram til ársins 1930, þar á meðal fyrstu síldarverk- siniðju rikisins, sem reist var á Siglufirði 1929—'30 undir yfirstjórn Guömundar Hlíðdals verkfræðings. i Fyrstu síldarverksmiðjurnar, sem voru eign innlendrá félaga, Andvara ií á önund,?rfirði: pg Kveldúlfs á Hest- eyri, voru byggðar árin 1925 og 26 i upp úr hvalveiðistöðvum, sem Norð- hienn höfðu byggt á sínum tíma. Wöfuðatvinnuvegir Islendinga urðu fyrir miklum áföllum á fyrstu árun- um eftir fyrri heimsstyrjöldina, sök- um verðhruns, sem fylgdi í kjölfar styrjaldarinnar. Verðfallið kom fyrst fram á salt- síldarframleiðslunni 1919 og urðu Islendingar þá fyrir mjög miklu tjóni af þeim sökum. Á þessum árum var þegar vel aflaðist saltað meira af síld, en hinn takmarkaði mark- Síldarverksm. ríkisins, Siglufirði aður þoidi, m,a. vegna þess, að iítið annað var hægt að gera við aflann, en að salta hann í tunnur, því að magn það, sem íshúsin og hinar fáu síldarbræðsiur gátu hagnýtt var svo 'lítið, sólarhrings afköst þeirra allra tii samans aðeins 3000 mál samtals. tÞar við bættist, að sildarbræðslurnar voru eign útlendinga og sátu þeir oft fyrir viðskiptum. Af þessum sökum urðu bestu afla- árin á síldveiðunum stundum mestu Itapárin hjá íslenzkum síldarútvegs- mönnum. Var talið, að aðstaða sú, sem Norðmenn höfðu hér á landi til þess að nota ísl. hafnir og land- stöðvar, sem bækistöðvar fyrir síldar útgerð sína hér við land, ætti megin þátt í þvi að eyðileggja afkomu Is- lendinga sjálfra á síldveiðunum. Með fiskveiðalöggjöfinni frá 1922 var útlendingum bannað að hafast hér við í landi eða höfnum til þ.ess að reka þaðan fiskveiðar utan land- helgi. Þó nutu danskir ríkisborgarar jafnréttis við landsmenn skv. sam- bandslögunum, og heimilað var að veita ríkisborgurum annarra þjóða undanþágu frá lögunum skv. milli- ríkjasamningum. Til þess að fá lækkun á innflutn- ingstolli á islenzku saltkjöti í Noregi voru slíkar undanþágur veittar til löndunar á takmörkuðu magni bræðslusíldar úr norskum skipum. Vöktu þessar undanþágur mikla óánægju islenzkra útgerðarmanna. — Síldareinkasala var stofnuð skv. lög- um árið 1928 en varð gjaldþrota 1931. Síldarútvegsnefnd hefur starfað síðan 1935 og haft með höndum sölu saltsíldar og hefur salan yfirleitt tekizt vel. Formenn nefndarinnar hafa verið Finnur Jónsson, Sigurður Kristjánsson og Jón L. Þórðarson. Óskar Halldórson hélt því fram í ítarlegri blaðagrein í dagblaðinu „Vísi" vorið 1924, að bezta ráðið til þess að losa síldarútveginn undan yfirráðum útlendinga og efla atvinnu í landinu, væri að ríkið setti á stofn Síldarverksmiðjur og léti starfrækja þær. Taldi Óskar, að einstökum mönnum eða félögum væri ofvaxið að leggja fram svo mikið fé sem þyrfti til byggingar verksmiðjanna. Hinsvegar ætti útgerð einstaklinga að halda áfram að afla síldarinnar fyrir eigin reikning. Bæði útgerðarr menn og sjómenn myndu stórhagn- ast á rekstri verksmiðjanna, ef þær yrðu reistar. Síldin væri mesta verð- mæti, sem Islendingar ættu kost á að hagnýta sér. „Síldarverksmiðjurnar eiga bæði sina góðu og slæmu tíma," sagði Óskar, en þær geta orðið a.ð ómetan- legu gagni fyrir þjóðina. Vann Óskar íiíðan «ö íramgangj málsins á marg- víslegan hátt. Hann fékk marga áhrifamenn il fylgis við málið. Þar á meðal Magnús Kristjánsson, alþ.m., sem bar fram þingsályktunartillögu á Alþingi 1927 „um rannsókn á kostnaði við að byggja fullkomna síldarverksmiðju á hentugum stað á Norðurlandi". Tillagan var samþykkt nær einróma. Þegar til framkvæmda á henni kom, var Jóni Þorlákssyni falin rannsóknin. Leysti hann hana bæði fljótt og vel af hendi. A Alþingi árið 1928 fluttu þeir Erlingur Friðjónsson og Ingvar Pálmason frumvarp um stofnun síldarbræðslustöðvar á Norðurlandi. Frumvarpið náði samþykki og not- aði Tryggvi Þónhailsson, atvinnu- málaráðherra, heimild Alþingis til að láta reisa fyrstu síldarverksmiðj- una á árunum 1929—'30 í Siglufirði. ForstöðinBaður byggingarinnar var Guðmundur Hlíðdal verkfræðingur, og aðalaðstoðarmaður hans Schretz- enmeyer, sem áður getur. Stofnkostnaður verksmiðjunnar nam um kr. 1.460.000,00 auk lóðar, sem Siglufjarðarkaupstaður lagði til. Afköst verksmiðjunnar voru fyrsta sumarið í.ura 1700 mál, en það tókst að auka þau í 2300 mál á sólarliring, þegar hún var komin i fullt lag. Fyrsta stjórn verksmiðjanna var skipuð árið 1930, og var Þormóður EyóIifssonT ræðismaður, fpnnaður hennar, Óscar Ottesen, norskur mað- ur, sem verið hafði framkvæmda- stjóri við verksmiðju Dr. Pauls í Siglufirði, varð fyrsti framkvæmda- stjóri Síldarverksmiðja rikisins. Var það verksmiðjunum mikið lán, að hann valdist í það starf. A fyrsta starfsári verksmiðjanna féll verðið á síldarlýsi um 2/3 hluta. Hélzt þetta lága verð á síldarlýsinu fram til ársins 1935, að verðið fór aftur að hækka á lýsinu. Var verðið á bræðslusíldinni á þessum árum ekiki nema kr. 3,00—4,50 og lengst af aðeins kr. 3,00 málið. Verðfallið á sildarlýsinu 1930 hafði komið svo hart niður á síldarverk- smiðjunum, að erlendur eigandi tveggja þeirra varð gjaldþrota og eigandi hinnar þriðju Dr. Paul hætti starfrækslu og seldi Síldarverksmiðj- um rikisins verksmiðju sína árið 1933. Hafði Bjarni Snæbjörnsson fengið samþykkta heimild um kaup- in á Alþingi og Magnús Guðmunds- son, atvinnumálaráðherra ákveðið- að nota heimildina. Fyrsta Síldarverk- smiðja ríkisins reyndist strax ómiss- andi stoð fyrir síldarútveginn og þrátt fyrir verðfallið á síldarlýsinu bar verksmiðjan sig fjárhagslega. — Varð þetta til þess, að haustið 1933 samþykkti Alþingi með samhljóða atkvæðum lög um heimild fyrir ríkis stjórnina til þess að reisa nýja síldar verksmiðju á vegum ríkisins á Norð- urlandi. Magnús Guðmundsson ákvað að nota heimild Alþingis og fól þeim Guðmundi Hlíðdal og Geir Zoega yfirstjórn byggingar verk- smiðjunnar. Verksmiðja þessi var reist árin 1934—'35 og nefnd S.R.N.- verksmiðjan. Nú hófust inniend félög einnig handa um byggingu nýrra síldar- verksmiðja. Á Dagverðareyri var byggð ný verksmiðja upp úr gamalli Síldarbræðslustöð, sem þar hafði verið. Djúpavík h.f. reisti síldar- verksmiðju við Djúpavík í Reykjar- firði, og Kveldúlfur h.f. síldarverk- smiðju a Hjalteyri vð Eyjafjörð. S.R. keyptu hinar gömlu verk- smiðjur á Sólbakka og Raufarhöfn árið 1935. Það ár var hafn vinnsla á karfa hjá S.R. í allstórum stíl. Var unnið úr karfanum lýsi og mjöl og vítamínltfsi úr lifrinni. Átti pprðvvr Þorbjarnarson, fiskifræðingur, mikinn þátt í þvi, að þessi vinnsla var hafin. Kæliþró til síldargeymslu var byggð í Siglufirði árið 1937, skv. tillögu Gísla Halldórssonar, verkfræðings, þáverandi framkvæmdastjóra verk- smiðjanna, en ekki hafa þær tilraun- ir, sem gerðar hafa verið til geymslu á kæidri síld í þrónni tekizt vel. Bjarni Snæbjörnsson, tiutti 1937 frumvarp á Alþingi um nýja 5000 mála Síldarverksmiðju á Raufarhöfn sem náði samþykkt með þeirri breyt- ingu, að helmingur afkastaaukning- arinnar skyldi koma á Siglufjörð. Afköst S.R.N. verksmiðjunnar voru aukin um 2500 mál fyrir síldarver- tíð 1938 skv. þessari heimild, sem Haraldur Guðmundsson, atvinnu- miálaráðherra ákvað að nota. — Hafði Jón Gunnarsson verkfræðingur, fram kvæmdastjórí verksmiðjanna yfir- stjórn byggingaii'iuinkvæmdanna með höndum, eins og endranær, meðan hann var framkræiiidasljóri verk- smiðjanna. Á Alþingi 1940 var samþykkt frum- varp Ólafs Thors atvinnumálaráð- lierra um heimild til stækkunar Raufarhafnarverksmiðjunnar upp í 5000 máia afköst á sólarhring og stækkun Dr. Paulsverksmiðjunnar um 2500 mál. Aður höfðu míðstjórnir Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins lýst fylgi við þessar framkvæmd- ir. Þrátt fyrir það, að framkvæmda- stjóri og stjórn verksmiðjanna sækti það mjög fast, að notuð yrði heimild Alþingis til þess að reisa hina nýju sildarverksmiðju á Raufarhöfn, varð á því nokkur dráttur vegna þess, að tof varð á því að lán fengist til framlivæmda. Einnig skorti innflutn- ingsleyfi á nauðsynlegum tækjum og byggingarefni. Sumarið 1939 voru framikvæmdir því ekki lengra komnar, en svo, að fest höífðu verið kaup á lóðum, verk- smiðjuhúsið verið reist og komið fyrir í því annarri aðal aflvélinni ásamt rafal, en allar helztu síldar- vinnsluvélar, geymslur, löndunartæki, þrær og fleira vantaði. Hinn 21. ágúst 1939 fóru þeir Ás- geir Asgeirsson bankastjóri og Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri utan skv. ósk ríkisstjórnarinnar, til þess að freista að fá lán til byggingar Raufarhafnarverksmiðjunnar, og jafn- vel til 2500 mála stækikunar á Dr. Pauls ríkisverksmiðjunni á Siglufirði. Ennfremur skyldu þeir, ef lán feng- izt, festa kaup á véium og öðru, sem nauðsynlegt væri til þessara bygg- inga. Ferðin tókst mjög giftusamlega, þrátt fyrir ýmsa örðugleika, sem við var að etja, m.a. sökum þess, að heimsstyrjöldin síðari brauzt út með- an á ferðinni stóð. Lán fékkst með góðum kjörum fyrir verulegum hluta véianna, og fest voru kaup á helztu vélum og efni til þessara fram- kvæmda. Varð þessi för til þess, að takast mátti að' reisa síldarverksmiðjuna á Raufarhöfn fyrir síldarvertíð 1940, en svo skall hurð nærri hælum, að heiztu viinnsluvéiarnar í Raufar- hafnarverksmiðjuna fóru frá Noregi með skipi, sem sigldi þaðan, daginn fyrir innrásina í landið. Vélarnar í Dr, Paulsverksmiðjuna komust ekki frá Noregi vegna styrj- aldarinnar, svo að kaupa varð vél- arnar til stækkunar þeirrar verk- smiðju frá Bandaríkjunum og tafðist stækkunin um eitt ár af þeim sökum. Þessi stækkun á síldarverksmiðjun- um varð til ómetanlegrar hagsbóta fyrir síldarútveginn á næstu árum. Meðan á styrjöidinni stóð byggðist

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.