Siglfirðingur


Siglfirðingur - 06.08.1955, Qupperneq 3

Siglfirðingur - 06.08.1955, Qupperneq 3
SI'OLFIBÐINOUB 3 síldarútvegurinn fyrst og fremst á því, að síldarvenksmiðjurnar veittu aflanum móttöku því að saltsíldar- inarkaðurinn var að mestu lokaður. Stjórn S. R. hefur beitt sér fyrir dýpkun hafnarinnar á Raufarthöfn, og var fyrsta dýpkunin. framkvæmd 1940 og 1941. Á árunum 1927 til 1944 var síldar- aifli góður, að árinu 1935 undan- skyldu. Sum árin á þessu tímabili voru afbragðsaflaár, og fóru þá stór- kostleg verðmæti forgörðuin sökum skorts á nægum síldarverksmiðjum. Sem dæmi um þetta vitna ég í bréf verksmiðjustjórnarinnar til ríkis- stjórnar og Alþingis dags. 11. ágúst 1942, þar segir svo m.a, „Þegar Síldarverksmiðjur ríkisins liófu starfsemi sína 1930, voru af- köst verksmiðjanna í landinu, að meðtalinni fyrstu verksmiðju þeirra, um 9500 mál á sólarhring. Síðan hafa al'köst síldarverksmiðjanna í landinu verið aukin smásamian, svo að þau eru nú rúm 40.000 mál á sólarhring, þar af nema afköst Síldaryerksmiðja ríkisins um 50%. Enda þótt afköst verksmiðjanna hafi vaxið svona mikið, hefur komið greinilega í Ijós, að ennþá vantar mjög mikið á, að nægilegur verk- smiðjukostur sé fvrir hendi til þess að taka við bræðslusíldarafla síld- veiðiflotans í góðum veiðiárum. Samkvæmt útreikningi Jóns Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra Síldar- verksmiðja ríkisins, hefði afli síld- veiðiflotans sumarið 1940 getað orðið ajm.k. 75% meiri, hefði hann ekki tafizt frá veiðum sökum losunarbiða og veiðibanna. Þar sem aflinn það ár nam 1.051.107 málum, hefur veiði- tapið samkvæmt þessu orðið á þeirri sildarvertíð ca. 1.240.000 mál síldar. Til þess að taka á móti þvi síldar- magni, hefði þurft aukin afköst 'SÍldarverksmiðjanna á Norðurlandi um 25 þúsund mál á sólarhring.“ BræðslusíldarafMnn á öllu landinu nam hinn 8. ágúst 1942, um 800 þús- und málum. Þar af liöfðu Síldar- verksmiðjur ríkisins tekið á móti rúmlega 50%. Bið skipanna eftir löndun varð mjög mikil þetta sumar. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins neyddist tvisvar sinnum til þess að setja á fjögurra daga veiðibann í hvort sinn. Hjá öðrum verksmiðjum urðu einnig miklar afgreiðslutafir. Síldaraflinn þétta sumar myndi hafa orðið 000 til 800 þúsund málum meiri, þrátt fyrir litla þátttöku í sild- veiðunum ,ef næg verksmiðjuafköst íhefðu verið fyrir liendi. Lagði verksmiðjustjórnin einróma til að reistar yrðu nýjar verksmiðjur með samtals 30 þús. mála afköstum á sólarhring. 1 meðförum Alþingis var hieimildin hækkuð upp í 39 þús. mál með lögum frá 25. september 1942. Þáverandi atvinnumálaráðherra Magnús Jónsson varð við beiðni stjórnar S.R. um að lieimila lienni að reisa 10 þús. mála verksmiðju í Siglufirði. Var bygging þessi hugsuð sem fyrsti liður í framkvæmd lag- anna um hinar nýju verksmiðjur. I nóvember og desember 1942 var sótt um forgangsleyfi í Ameríku fyrir öllum aðalvélum í þessa verk- smiðju. Eftir langan drátt kom neit- andi svar um allar vélarnar nema dieselmótora, ásamt rafölum og vara- ililutum. Voru þær vélar keyptar sem leyfi fékkst fyrir. Vorið 1944 ákvað verksmiðjustjórnin að fengnu leyfi þáverandi atvinnumálaráðherra, Vil- hjálms Þór, að auka enn afköst verk- smiðjanna á Siglufirði um 3.500 til 4.000 mál. 1 sambandi við þessa stækkun skyldi byggja nýtt ketil- og aflstöðvarbús. Vegna stríðsins drógust þessar framkvæmdir á lang- inn, þótt unnið væri efir föngum að undirbúningi þeirra, og nokkuð mið- aði í áttina. — Á árunum 1941—’43 byggði Ingólfur h.f. 5000 mála verk- smiðju í Ingólfsfirði. Síðari hluta marzmánaðar 1945, ér dró að stríðslokum varð gagngjör breyting í Bandarikjunum á horfum um útvegun véla. Einnig var þá liægt að semja um kaup á rafmagnsmójt- orum og ýmsum tækjum frá Svíiþjóð- Vorið 1945 skipaði Áki Jakobsson, þáverandi atvinnumálaráðherra sér- staka bygginganefnd til þess að standa fyrir byggingu hinna nýju síldarverksmiðja á Siglufirði og Skagaströnd. Var Trausti Ólafsson, efnafræðingur skipaður formaður nefndarinnar. Aðal tæknilegur ráðu- nautur byggingarnefndarinnar' var Þórður Runólfsson vélfræðingúr. Voru nýju verksmiðjurnar á Siglu- firði og Skugaströnd síðan byggðar á árunum 1945—’47. Það var nýlunda við byggingu þessara verksmiðja að mestu hluti vinnsluvélanna var smíðaður innan- lands af Vélsmiðjunni Héðni, og eru sjóðarar, pressur og þurrkarar af stærri gerð, en áður hafði tíðkast. Eftir byggingu þessara nýju verk- smiðja eru heildarafköst Síldarverk- smiðja ríkisins komin í um 35.000 mál á sólarhring, en afköst amnarra síldarverksmiðja á Norður- og Aust- urlandi nema um 40.000 málum á sólarhring. Hinn 27. marz 1947 hrundi ný- reist mjölhús verksmiðjanna, ein stærsta bygging á landinu. Það var síðan endurreist á nýrri grind og með nýju lagi. Eins og allir vita liefur síldveiðin fyrir Norðurlandi brugðizt síðan 1945 eða í samfleytt 10 ár, og hafa hinar nýju síldarverksmiðjur því ekki orðfð að því gagni, sem ætlað var. Þó kom nýja síldarverksmiðjan á Siglufirði að miklum noturn við vinnslu Hvalfjarðarsíldarinnar 1947 til ’48. Á vegum Síldarverksmiðja ríkisins voru flutt norður til vinnslu í verk- smiðjunum nærri ein milljón mála síldar árin 1947 og ’48, og fengust úr þessari síld útflutningsverðmæti, sem námu um 70 milljónum króna. Stjórn S.R. beitti sér fyrir því að koma upp hraðfrystihúsi í Siglufirði á vegum verksmiðjanna til þess að fá verksmiðjunum aukin verkefni, og til að auka atvinnu á staðnum. Veitti Ólaíur Thors, atvinnumálaráðherra, leyfi til framkvæmda. Hóf hraðfrystihúsið vinnslu hinn 27. okt. 1953. Hefur starfsemi þess orðið til þess að auka mjög atvinnu í Siglufirði, og gert kleift að leggja þar á Land að staðaldri afla tveggja togara bæjarins. Hefur stjórn S.R. annast fram- kvæmdastjórn togaranna síðan í marzlok 1953 í umboði bæjarstjórnar Siglufjarðar. llefur Sigurður Jónsson, viðskipta- framkvæmdastjóri S.R., annast fram- kvæmdastjórn togaranna og hrað- frystiihússins, en Villijálmur Guð- mundsson, verkfræðingur, tæknilegur framkvæmdastjóri S.R. haft með höndum tæknilegar framkvæmdir, —- yfirstjórn vinnu í verksmiðjunum og hraðfrystihúsinu. Alls hafa S.R. frá því að þær hófu starfsemi sína árið 1930 tekið á móti um 9 milljónum mála síldar og myndu afurðir úr því magni nema með núverandi verðlagi á lýsi og mjöli um 1150 milljónum króna. Auk þess hafa verksmiðjurnar tekið á móti: í 38.298 tonnum karfa 48.805 mál ufsa 15.000 tonnuin fiskúrgangs, 0.011 tonnum af nýjum fiski og síld til frystingar á 18 mánuðum. Formenn stjórnar S.R. hafa verið: Þormóður Eyólfsson ræðismaður i 11 ár, Jón L. Þórðarson í 1 ár, — Finnur Jónsson, fyrrum ráðherra í 2 ár og Sveinn Benediktsson í 11 ár. Stjórnin er nú skipuð 5 mönnum, kosnum hlutfallskosningum af Al- þingi og eru það: Jón Kjartansson, bæjarstjóri, Karl Kristjánsson, al- þingismaður, Sigurður Ágústsson, al- þingismaður, Sveinn Benediktsson, framkvæmdástjóri og Þóroddur Guð- mundsson bæjarfulltrúi. Framkvæmdastjórar verksmiðjanna hafa verið: Óskar Ottesen í 5 ár, Gísli Halt- dórsson í 2 ár, Jón Gunnarsson í 8 ár, Magnús Blöndal í 1 ár, Hilmar Kristjánsson 1 ár og Sigurður Jóns- son í 8 ár. Þá var Hilmar Kristjáns- son tæknilegur framkv.stjóri verk- smiðjanna í 1 ár, og Vilhjálmur Guð- mundsson, núverandi tæknilegur framkv.stjóri, hefur gegnt því starfi nærri 7 ár. Meðalaíli af bræðslusíld lijá við- skiptaskipum S.R. varð mestur árið 1944 og nam þá 9.844 málum. S.l. ár var meðalaflinn hinsvegar aðeins um 700 mál á skip. Síldarverksmiðjur ríkisins stairf- rækja eigið vélaverkstæði í Siglu- firði og vinna þar 10—15 manns. Forstöðumaður verkstæðisins er Þórður Guðmundsson, vélsmiður. Þegar allar 7 Síldarverksmiðjur ríkisins eru starfandi vinna við þær 500—600 manns, en liin síðari ár hafa ekki verið ráðnir nema um 250 meniii til starfa í verksmiðjunum vegna aflabrestsins. I liraðfrystihúsi S.R. vinna um 100 manns. Á þeim skipum, sem eru í viðskiptum við S.R. um síldartímann starfa um 1500 sjómenn. Auk þess eru um 70 manns á togurum bæjarútgerðar Siglufjarðar, en S.R. hafa útgerð þeirra með hönd- um í umboði bæjarins eins og áður segir.. 1 Frá því 1930 hafa Síldarverksmiðj- ur ríkisins selt frá 1.000 upp í 9.000 tonn af síldar- og fiskimjöli árlega til íslenzkra bænda. Ilafa S.R. lialdið eftir mjöli til innanlandsnota frá því þær hófu stanfsemi sína, enda er svo ákveðið í verksmiðjulögunum. Þarf injölið að vera pantað fyrir septeinberlok ár hvert. Síðustu 10 árin hefur Islendinga ekki vantað sildarverksmiðjur, lield- ur síldina til þess að vinna í verk- smiðjunum. Síldveiðin hefur brugðizt svo hraparlega, að á þessum 10 aflabrests áruin er talið, að vér Islendingar höifum farið á mis við síldarafla sem nemur um 2 þúsund milljónum króna, að útflutningsverðmæti miðað við að fengist hefði meðalafli næstu 10 ára á undan. Islenzku fiskifræðingarnir liafa jafnan gefið síldipni og göngum hennar mikinn gaum. Dr. Bjarni Sæmundsson hvatti á sínum tíma mjög til hagnýtingar á sildinni, Dr. Árni Friðriksson fékkst um langt skeið við rannsóknir á göngu Norð- urlandssíldarinnar og hefur skrifað heila bók um göngur hennar, þar sem settar eru fram nýjar kenningar um ferðir síldarinnar, sem síðan hafa sannast í verulegum atriðum, þótt margt sé á huldu og heildar- mynd enn óskýr. Unnsteinn Stefáns- son hefur haldið þessum rannsókn- um áfram. Dr. Hermann Einarsson hefur einnig rannsakað göngur síld’ Löndunartæki við S.E. arinnar af gaumgæfni og birt um þær mjög fróðlegar ritgjörðir. Síldar- leit úr lofti liefur verið stunduð með góðum árangri samifleytt síðan 1939. Veitit hefur verið mikið fé til veiði- tilrauna á síld með nýjum aðferð- um og margvíslegar tilraunir gerðar. Tilraunirnar liafa borið þann ár- angur, að sýnt er að veiða má síld í hina syonefndu Akranesvörpu. —- Ekki hefur þó enn tekizt að afla svo mikillar síldar með því vejðarfæri, að uim arðvænlega útgerð sé að ræða. Varðskipið „Ægir“ hefur verið búið asdic-tækjum af mjög fulikominni gerð, bátum. og síl.darnót. 1 sumar leitar skipið síldar og gerir tilraunir til síldveiða með þessum tækjun\, en Norðmenn höfðu orðið fyrstir til þess að nota asdicitæki að ráði við síld- veiðar. Nokkur íslenzk síldveiðiskip höfðu asdic-tæki í fyrra og notuðu þau með góðum árangri, og hafa því mörg skip fengið sér þetta tæki til notkunar í sumar. Síldin er í sjónum, en hafstraum- arnir hafa breyzt og síldin gengur ekki að ráði inn í flóa og firði eins og liún gerði áður að jafnaði, um langan aldur. Hún er á yztu vösturn úti í liafdýpinu, og veður sjaldan á yfirborði. Með asdic-tækjunum og bergmáls- dýptaranæhun eru komin tæki til sögunnar, sem gera fært að skygnast um Ægissali hátt og lágt, og til ferða sildarinnar sést hvar sem hún er á ferð í torfum, ef komið er á þær slóðir, með hin nýju tæki. 1 fram- tíðinni verða væntanlega sendar flugvélar búnar radar-tækjum til síldarleitar. Það liðu 46 ár frá því, að Norð- mennirnir, sem fyrstir komu liingað til lands með landnætur til sildveiða, sáu síldartorfurnar vaða á rúmsjó fyrir Norðurlandi og gátu ekkert að- liafst, þar til la.ndar þeirra komu með herpinótina og jusu síldinni upp með henni, hvar sem hún óð í torf- um á yfirborði sjávar. Nú sjá frændur vorir og vpr sjálfir til síldarinnar oft á tíðum undir yfir borði, að jafnaði, en getum ekki náð til liennar, þvi að oss skortir til þess veiðitækni. Á 20. öldinni gerist það á mánuð- um eða vikum, sem gerðist á árum eða áratugum á 19. öld, eða aldrei varð. Spá mín og von er því sú, að áður en langt um líður muni takast að veiða síldina með nýjum aðferðuin, og hún fylli þrær og söltunarpalla, eins og fórðum, hvort sem hún legg- ur leið sína inn í firði og flóa lands- ins eða sækja verður liana á yztu vastir. Jafnan skiptast á skin og skuggar, og þótt síldveiðin hafi brugðizt und- anfarin ár, mun aftur rætast úr og síldveiðin verða Islendingum til ómetanlegra hagsbóta. Ábyrgðarmaður: Ólafur Ragnars SlBlufJ<wísij>r#n!»mltya b, (,

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.