Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.08.1955, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 18.08.1955, Blaðsíða 2
2 SIGLFIKÐINGUR r--------------------------- Slglfirðingur mAlgagn siglfirzkra siAlfstæðismanna Ritstjórn: Blaðnelndin Abyrgðarmaður: ólaiur Ragnars Auglýsingar: Franz jónatansson ---------------—----------—» I vertíðarlok i. Er síldveiðinni lokið? Miklar líkur eru á að svo sé. Sá spádómur hefur þegar ræzt, sem þau spáðu síðastliðið vor rannsóknarskipin þrjú, að útlitið á hafinu væri sama og undanfar- in ár. Síldin kom eins og að .undanförnu upp að Kolbeinsey. Annars staðar á vestursvæðinu sást hún lítt. Fljótt settíst hún svq að um tíma á austursvæðinu og hélt síðan austur fyrir land og er nú aðaUega fyrir Austfjörð- um- ,. . • i ! ■ Ul Þó að síldin hafi að þessu sinni hagað göngu sinni svipað og áð- ur, mun þó mega telja þetta sum- ar bezta síldarsumar, sem komið hefur hér hin síðari ár, hvað snertir Siglufjörð. Það sem aðallega veldur því, er það, hve snemma var byrjað að saíta. Almenn söltun hófst hér á .Siglufirði strax og síldarinnar varð vart við Kolbeinsey, og má heita að meginið af saltsíldinni sé þaðan. Meðan til síldar náðist vestarlega á austursvæðinu, var hún að vísu látin hér upp, en sú síld var ekki eins jöfn og sú, sem veiddist við Kolbeinsey og meira sem fór í úrgang. í lok þessarar síldveiðar, sem stóð yfir í röskan hálfan mánuð, eða tæpar þrjár vikur, eru menn að spyrja og spá. Sumum dettur í hug að hugsast geti að síldar- ganga komi að vestan og setjist að á vestara veiðisvæðinu, því ekki sé enn svo áliðið sumars. Aðrir eru þess fullvissir, að síld- veiði fyrir Norðurlandi sé með öllu lokið í ár, nema ef fengist eitthvert lítilræði í reknet, og telja að þetta sé í fullu samræmi við hvernig síldin hefur hagað göngu sinni í ár. Slá má því alveg föstu, að á þessu sumri hefur ekkert það framkomið, er bent gæti til nokk- urra breytinga á síldveiðum fyrir Norðurlandi næstu ár. Það er því öruggt, að halda verður áfram á þeirri braut að tryggja afkomu almennings í bænum og atvinnu á öðru en síldveiðum. n. Byrjað snemma að salta. Það , leikur vart á tveim tung- um, að í þetta sinn hefur það bjargað saltendum og skapað ó- venjulegar atvinnutekjur (saman- borið við síðarí ár), að söltun byrjaði strax. Líklegt má telja, að flest undanfarin síldarleysisár hefði útkoman orðið svipuð og nú, ef söltun hefði byrjað strax og síldveiðar hófust. Það er næsta einkennilegt, hve ,framleiðsluráð síldarafurða“ hef- ur sýnt mikla tregðu í því að leyfa söltun snemma. Þeir hafa þar að vísu verið bundnir heimtu- frekum kaupendum að einhverju leyti, en vel hefði þó mátt gera tilraun með síldarsöltun fyrr en kaupendur vildu og hafa þá síld í öðrum flokki til sölu. Á þetta hefur áður verið lítillega bent í þessu blaði. Sumarið 1935 er í þessu blaði harðlega vítt sú ráðstöfun að salta ekki síld það sumar fyrr en gert var. Kemur fram í þessari blaða- grein, að þegar loks var leyfð söltun, þá hafi allri síldveiði ver- ið lokið. Atvinna fólksins í landi sama sem engin, útgerðarmenn og síldarsaltendur hafi tapað og landið í heild tapað miklu fé á þessari ráðstöfun. Síðan þessi ráðstöfun var vítt eru liðin 20 ár. Ekki hefur á því borið, að sú ávítun hafi borið árangur. Alltaf hefur þeirri reglu verið fylgt dyggilega, að banna alla síldarsöltun fyrr en ákveð- inn mánaðardag. Og þó að neyðin hafi barið að dyrum síðastliðin 10 ár og fyllsta þörf á að hagnýta sér þetta síld- arslangur, sem komið hefur upp að Norðurlandi, hefur verið hald- ið fast við fornar venjur. Sumarið 1954 hófu sumir síld- arsöltun fyrr en áður hafði tíðk- ast, upp á eigin ábyrgð. Sú síld seldist eins og sú, sem síðar var söltuð, affallalaust. Nú var ekki beðið með söltun. Það var líka það, sem bjargar Siglufirði að nokkru í ár, og gef- ur ótvíræða bendingu um, að framvegis eigi að grípa tækifærið strax og það gefst og hefja síld- arsöltun um leið og síld fer að veiðast. TOBBA A TORGINU: Líðandi stund Síldin hefur áhrif á skapgerð fólksins Eg vatt mér að ráðsettum og rólegum skipstjóra, morguninn 4. júlí, er fregn barst um að hefði orðið síldar vart og eitt skip væri á leiðinni með síld til Qsk- ars Halldórssonar h.f., og spurði hann, hvort síldin væri að koma. „Eg veit ekki,“ sagði skipstjór- inn ofurrólega. „Eg hef ekkert frétt, en ég get hugsað mér, að eitthvað hafi frétzt um síld, mér sýnist fólkið ganga hraðar en vant er.“ Rétt í þessu kemur kona neðan Aðalgötu á ytri gangstétt. Hún vinkar konu, sem er á leið niður Aðalgötu hinum megin og hvell- ar upp: Síld að koma! Eitt skip komið, og von í fleirum með síld. Halló! — Sú sem vinkað var til, hljóp yfir götuna til vinkonu sinnar, og fóru þær að rabba saman. Það er hringt í síma 9999. Halló er það Sæka! Það er kom- in síld til Óskars Halldórssonar eða Óla, þú veizt? Sæl og blessuð ætlaði ég að segja — já, síld til Óla Óskars, og svo er von á síld til h.f. Hafliða og Kristjáns á Kambi, og Daníels eða Reykja- ness — þakka þér annars fyrir síðast. — Já og víðar. Heldurðu að fari nokkurt líf í tuskurnar. Almáttugur kvað við í hinu núm- erinu, ég á eftir að fá mér síldar- pils, stígvél og vettlinga — ég gat ekki verið lengur í pilsræfl- inum — já, sæl og blessuð, og þakka þér fyrir fréttina. 'Ég ætla bara, að brúka gúmmívettlinga, ekki vinnuvettlinga; þeir eru eitt- hvað svolítið dýrari en skítt með það. Úti fyrir dyrum er hrópað: Síld hjá Stjána á Kambi, — komdu strax. Það er lag á fleyt- unni núna, allt ófrágengið. Úti fyrir dyrum hinna er hrópað: Síld til Daníels! Halló! Halló! Það er komin síld til mín. — Bless! Sunnudagsmorguninn 24. júní rann upp bjartur og fagur. Stafa- log. Hiti 23 stig. Um dagmála- leytið bárust fréttir utan af hafi um að skipin væru að fá síld. — Rétt á etfir fóru skipin að til- kynna komu sína, og úr hádegi var farið að búast undir söltun og um kl. 4 var farið að salt á æðimörgum stöðum. Hitinn var óskaplegur. Karl- menn voru berir að ofan við vinnu sína, og kvenfólkið stundi undir þunga síldarpilsins. Á sumum stöðvum var söltun lokið um háttatíma, öðrum um tólfleytið, en á enn öðrum var saltað fram á mánudagsmorgun. Það var glaðværðarsvipur yfir iSiglufjarðarbæ. Allt iðaði af f jöri. Kvenfólkið lét hendur standa fram úr ermum við tunnurnar, og karlmennimir voru ýmist að mæla gefa eða flytja salt, keyra síldar- fullum tunnum eða flytja tómar tunnur að. Úr lofti að sjá myndi það hafa þótt skringilegur iðandi á síldarstöðinni. Aðkomufólk kom í hópum til að sjá alla þessa til- burði, handatiltök og vendingar, og var miður sín af undrun. Það var ánægjulegur blær yfir bæn- um þetta sunnudagskvöld. Eg yfirgaf alla þessa dýrð, slöpp og dösuð etfir dagsins hita, hélt heim og kom mér í bælið. Eg sofnaði strax. Eftir stutta stund hrökk ég upp. Herbergið ljómaði af geislum miðnætursólarinnar. - Ég spratt á fætur og leit út í glugga. — En sú fegurð, en sú himneska dýrð! Fjörðurinn var eitt geislahaf. Eg brá mér í fötin. Mér fannst syndsamlegt að njóta ekki þessarar fegurðar út í sjálfri náttúrunni. Þegar ég kom út, kveinaði allur fjörðurinn við af dynjandi ,,músík“. Eg labbaði á eina síldarstöðina. Þar var verið að salta af miklu fjöri. Svellandi músík. Það var kátt hérna um laugardagskveldið á Gili, Bjössi á mjólkurbílnum o.fl. var sungið. Grammófónn með hátalara var stillt upp í bragga, þegar að var gáð. Karlmennirnir tóku valssporið við að gefa salt eða tunnur. — Kvenfólkið skar og lagði í tunn- una eftir hljómfallinu. Stundum heyrðist tekið hressilega undir. Þegar skipt var um plötur heyrð- ist stunur skipsvélarinnar. Innan um þessa svellandi bljómlist kvein við allt í einu: Vantar salt, vantar tunnu, fljótur strákur! — Vantar síld í kassann, halló, þið þarna, vantar síld! Þvílík siglfirzk miðnæturfegurð. Þvílíkt skapandi líf af völdum síldarinnar. Þvílíkur ánægjusvip- ur á fólkinu, þvílík vinnugleði. — Það er fátækur maður, sem hef- ur ekki orðið þessa dásemda að- njótandi. Nýtt tæki, sem hindr- ar að síldin sprengi næturnar Hefur verið reynt með góðum ár- angri um borð í ,,PoIaris“ Vélsmiður í Þrándheimi, að nafni Ragnar Eiríksson, hefur ný- lega fundið upp tæki, sem talið er að muni verða þýðingarmikið fyrir síldveiðarnar, þar eð það hindri að næturnar springi. Tæk- ið vegur 10—12 kg. og er fyllt með vökva, sem gefur frá sér slæma lykt. Frá þrýstitæki (kom- pressor), sem er um borð í skip- inu, liggur 40 metra löng slanga niður í tækið, sem er útbúið með 3 grennri slöngum og fá þær þrýstiloft frá þrýstitækinu. Tæk- inu er sökkt niður í botn á nót- inni og þegar það tekur til starfa, flýr síldin upp á yfirborðið og má þá háva hana upp í skipið. Síld- inni má beina hvert sem vill í nótinni. Tæki þetta var reynt í vetur um borð í „Polaris“, sem þeir bræðurnir Sverre og Rudolf Aker- öy eiga, og reyndist það vel. Bernt Skarbovik er mjög ánægð- ur með reynslu sína á tækinu og í viðtali við „Adressavisen“ telur hann tækið mjög þýðingarmikið. Tæki þetta hefur einnig veríð notað við loðnuveiðar við Finn- mörk og með jafngóðum árangri. Lauslega þýtt úr „Fiskaren" frá 5. apríl 1955. H. Kristinsson

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.