Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.08.1955, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 18.08.1955, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 8 Fermingarbörn í Siglufjarðarkirkju Þessi mynd var tekin af fermingarbörnum og sóknar- presti sr. Ragnari Fjalar Lárus- syni 22. maí í vor. Myndin er tekin á kirkjutröppunum og ljósmyndari er Kristfinnur Guð jónsson. Alúðarfyllstu kveðjur og þakklæti sendi ég öllum vinum mínum í Siglufirði, fyrir höfðinglegar gjafir og alla aðra vin- semd, auðsýnda á fimmtugsafmæli mínu 6. júlí s.l. Lifið heil. !.-,l s Árni Ásbjarnarson Kaupangi Söluskattur Athygli söluskattskyldra aðila í Siglufirði skal vakin á bví, að gjalddagi á söluskatti yfir tímabilið apríl-júní 1955 var 15. júlí s.l. Verði skatturinn eigi greiddur fyrir 25. þ.m. verður lokunar- ákvæðum beitt án frekari viðvörunar. Skrifstofu Siglufjarðar, 15. ágúst 1955. BÆJARFÓGETINN A T V I N N A Fólk vantar til netahnýtingar nú þegar. Þeir sem vilja sinna þessu snúi sér til JÓNS JÓHÁNNSSONAR Sími 181. SÉRA PÁLMI ÞÓRODDSSON Framhald af 1. síðu uppfræðslu barna og unglinga, og var meðal annars hvatamaður þess, að komið var á fót 3ja mánaða námskeiði til framhalds- náms fyrir unglinga. Námskeið þessi fóru fram í Hofsósi, og sóttu þangað unghngar úr Hofs- og Fellshreppum og víðar að. — Þóttu námskeið þessi gefast vel. Eftir að hann settist að í Hofs- ósi, fékk hann tækifæri til að sinna ýmsum hugðarefnum sín- um, þegar ekki kölluðu önnur störf. Hann kom upp laglegum kartöflugarði, og hafði gaman af að prófa ýmis kartöfluafbrigði. Mun það hafa orðið til að vekja áhuga Hofsósbúa og annarra fyrir kartöflurækt, því mörgum var starsýnt á kartöflugarðinn fyrir framan prestshúsið. Sr. Pálmi lét sér annt um allt, sem til menningar og hagsbóta Jieyrði fyrir byggðarlagið. Hann vann öttullega að því á sínum tíma, að landssíminn yrði lagður frá Sauðárkróki til Siglufjarðar. Hann var að ýmsu á undan sinni samtíð. Hann virtist skilja vel aðstöðu bænda í samgöngu- málum og barðist mjög fyrir því á sýslufundi, að framlag tii viðhalds vega og byggingu nýrra vega væri sem mest. Honum var sérlega annt um að vegir í sinni sveit væru góðir og greiðfærir og þeim vel viðhaldið, eftir því, sem þá stóðu efni til. Frú Anna og séra Pálmi eign- uðust 12 börn, fimm syni og sjö dætur. Ellefu náðu fullorðins- aldri. Einn son, Stefán að nafni, misstu þau í bernsku. Nú eru tvær dætur þeirra látnar, frú Þorbjörg, sem var gift Jóhanni Möller verzlunarstjóra á Sauðár- króki og frú Þóranna, gift Pétri Péturssyni kaupmanni. Á lífi eru: Jón bóndi á Þing- eyrum, kvæntur Huldu Stefáns- dóttur sskólastjóra Húsmæðra- skólans á Blönduósi, Lovísa, gift Guðm. Sveeinbjörnssyni skrif- stofustjóra, Sigrún, gift Jóni Sig- urðssyni alþm. á Reynistað, Ste- fán bústjóri á Korpúlfsstöðum, Jóhanna, gift Jóni ísleifss. verk- fræðingi, Bryndís, gift Steindóri Gunnlaugssyni lögfræðingi, Þórð- ur kaupfélagsstjóri Borgarnesi, giftur Geirlaugu Jónsdóttur frá Bæ, Hallfríður, gift Vilhelm Er- lendssyni póstafgr.manni Blöndu- ósi og Jóhann, verzlunarmaður á Hvammstanga. öll eru þessi börn góð og mannvænleg. Eftir að séra Pálmi lét af prestsstarfi, fluttu þau hjón á heimih dóttur sinnar, Hallfríðar og tengdasonar Vilhelms Erlends sonar símstjóra á Hofsósi og síð- ar á Blönduósi, en frú Anna lézt árið 1946 í Hofsósi. Séra Pálmi var jarðsunginn að Hofi á Höfðaströnd laugardaginn 9. júlí síðastl. að viðstöddu fjöl- menni. Fyrrverandi sóknarbörn hans kvöddu hann hinztu kveðju í gamla kirkjuhúsinu, sem hann hafði um langt skeið kallað þau saman í til helgra tíða. Hvíldar- staðurinn hinzti var gamli kirkju garðurinn, þar sem hans ágæta eiginkona, sem lézt 1946, hvílir og fjölmargt vinafólk. Þar mun hann hafa kunnað. bezt við sig. Helgi Konráðsson prófastur jarðsöng. Sönginn annaðist ágætt söngfólk frá Siglufirði, undir stjórn Páls Erlendssonar, eftir ósk gamalla vina og sóknarbarna. Þar söng Sigurjón Sæmundsson prentsmiðjustjóri frá Siglufirði einsöng „Nú legg ég augun aft- ur“ eftir Björgvin Guðmundsson. Fór athöfnin í kirkjunni vel fram og var hin virðulegasta. Að gömlum íslenzkum sið var öllum boðið til kaffidrykkju í barnaskólanum í Hofsós að af- lokinni jarðarför. Þá er þessum mörgu starfsár- um lokið, eftir langt og mikið starf. Við, gömlu sóknarbörnin, sitjum eftir með ljúfar minning- ar um góðan prest og samferða- mann, og minnumst hans ávallt með virðingu og þakklæti. Guð blessi minningu hans. Gömul sóknarbörn Attræður á morgun Hinn 19. ágúst næstk. á Jósep L. Blöndal, fyrrv. póst- og sím- stjóri á Siglufirði áttræðisafmæli. Jósep hefur verið mætur borg- ari þessa bæjar. Mun hans getið nánar í afmælisgrein í næsta blaði Heildarsöltunin á Norður- og Autsurlandi eins og hún var þriðjudaginn 16. ágúst s.I. tn. Akureyri 777 Bakkafjörður 886 Borgarfjörður, eystri .... 695 Dagverðareyri 340 Dalvík 12.311 Djúpavík 93 Eskifjörður 569 Grímsey 200 Hjalteyri 3.064 Hrísey 3.336 Húsavík 14.509 Norðfjörður 1.487 Ólafsfjörður 6.214 Raufarhöfn 58.809 Seyðisfjörður 4.590 Siglufjörður 55.459 Vopnafjörður 2.153 Þórshöfn 4.592 Hólmavík 79 Samtals tn. 170.163 Söltunin á Siglufirði þriðjudaginn 16. ágúst s.l. Samvinnufél. ísfirðinga .... 43 Söltunarstöðin Síldin .... 2.173 Njörður h.f............... 3.449 Söltunarstöðin Nöf ....... 3.244 Þóroddur Guðm.son......... 974 Sunna h.f................. 3.161 Reykjanes h.f............. 4.431 Dröfn h.f................ 3.820 Ísafold s.f............... 4.305 J. B. Hjaltalín ............ 827 Kaupfélag Siglfirðinga .... 2.524 Kristinn Halldórsson ....... 776 Islenzkur fiskur h.f..... 3.711 Hafliði h.f.............. 4.756 Ól. Ragnars h.f........... 1.347 Sigfús Baldvinsson ....... 2.532 Ólaf Henriksen ........... 3.464 Gunnar Halldórsson ....... 3.155 Hrímnir h.f............... 1.319 Pólstjarnan h.f........... 5.448 Samtals tn. 55.459 Árið 1953 var heildarsöltun á Norður- og Austurlandi 173.285 tn. Þar af 18.650 tn. reknetasíld söltuð um borð. Nú mun samkv. fréttum að austan vanta nokkur hundruð tunnur til þess, að sölt- unin verði jafnmikil nú í ár. Árið 1954 var heildarsöltunin á Norður- og Austurlandi 61.682 tunnur saltaðar í landi og 9.964 tunnur saltaðar ura borð í skip- ura.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.