Siglfirðingur


Siglfirðingur - 13.09.1955, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 13.09.1955, Blaðsíða 1
16. tölublað. ^y^ Miðvikudagur 13. sept. 1955 28. árg. jáifstæðisfólk! Athugið að tryggja ykkur að- göngumiða í tíma að héraðsmót- inu og dansleiknum að Hótel Hvanneyrri. lmrf&£-WA verður haldið að öllu forfallalausu föstudaginn 16. sept. kl. 8,30 í Bíó RÆÐUMENN: Olafur Thors, forsœtisráöherra og Einar Ingimundarson, alþingismaður jDasslt íistamenn koma <fttam: Frú Erla Þorsteinsdóttir, söngkona Daníel Þórhallsson, söngvari Valur Gíslason, leikari Klemenz Jónsson, leikari DANSLEIKUR verður svo um kvöldið að Hótel Hvanneyri. Hljóm- sveit Alþýðuhússins. Einnig mun frú Erla syngja með hljómsveitinni. — Nánar auglýst síðar. «J||_1H|—-!||l Hugleiðingar um togarakaup 1 síðasta tbl. Mjölnis er birt rit- smíð með allrisstórri fyrirsögn eins og tíðkast hjá komniúnistum. Ritsmíð þessi er fremur fátækleg og ber fyrirsögnin hana ofurliði. Fyrirsögnin er þessi: Ihaldsfl. fell ir að keyptur verði togari til bæj- arins í haust. — Sagt er svo frá tillögu, sem kommúnistar og krat- .ar báru fram á bæjarstjórnar- fundi um að keyptur væri nú þegar þriðji togarinn og þar átt við b.v. Keflvíking, — ríkisstjórn- in útvegi fé til kaupanna og við- gerðarkostnaðar, svo að togarinn verði í 1. flokks ástandi, og svo til reksturs. Þá sé og einnig unnið að • því að eignarhald náist q, dieseltogara. Þessa tillögu felldi íhaldsflokkurinn. Um þetta er svo rausað heilmikið, og komizt að þeirri niðurstöðu að síðustu, að íhaldið vilji ekkert gera til þess að tryggja fólkinu atvinnu. II. „Að fortíð skal hyggja". Þetta gamla máltæki má gjarnan hafa í huga, er rætt er um atvinnu- vandamálið og afkomu bæjarins. Ef hugað er að fortíð þessa bæjarfélags, hefur löngum verið lagt til hliðar, það sem nefna má framtíðaröryggi eða trygg afkoma fólksins. Engum, eða að minnsta kosti hverfandi fáum, kom til hugar að koma upp þeirri starf- rækslu hér, sem skapaði stöðuga atvinnu yfir árið. Fyrr á árum heyrðist vart orð, er hnigi í þá átt. Það var látið nægja, sem síidin gaf af sér yfir sumarmánuðina 2—3, ásamt fiskafla haust og vor. Ef svo síldin brást og fisk- afli tregðaðist, mátti hver halda að sér höndum í atvinnuleysi. Þegar svo síldveiðarnar f óru að bregðast með öllu ár.eftir ár, og menn sáu fram á stórkostleg vandræði, er atvinnutekjur þær, sem síldin skóp, hurfu, og afkoma almennings í bænum var í voða, var farið að láta sér detta í hug eitthvað, sem gæti orðið til þess að bæta úr þeirri vá, sem fyrir dyrum lá. Hér var stórt vanda- mál, sem að steðjaði. Til þess að fólkið flýði ekki bæinn til ann- arra verstöðva, þar sem atvinna var nóg, varð með einhverjum ráðum, að bæta því upp þær tekj- ur, sem síldin hafði áður gefið. Ekkert geymdi fortíðin, sem hefði mátt grípa til, styðja og styrkja sem atvinnugjafa. Hér sást ekki örla fyrir undirstöðu á neinu, sem að haldi gæti komið. Á árunum 1946—1950, þegar kommúnistar og kratar mynduðu meirihluta bæjarstjórnar^ og var í sjálfsvald sett að sýna manndóm sinn og hyggindi, var ekert gert til að leysa vandræðin. Tíminn leið í algjörðu aðgerðarleysi þar til 1949, að fjárreiður bæjarfé- lagsins voru komnar í óreiðu og öngþveiti og ekki við neitt ráðið. ni. Aðkoman árið 1950 var alls ekki glæsileg, þegar á það er litið, að nú varð að fara að leita eftir grundvelli — í þessari auðn og aldeyðu — sem hægt væri að byggja á öryggi atvinnulífsins. — Hér var mikill vandi á ferð. Ekki var meiningin sú, að tjalda til einnrar nætur, eða grípa til ein, hvers, sem varðaði stuttan tíma. Hér var ekki um annað að ræða en byggja upp frá grunhi þá starf rækslu, sem tryggði Örúggt og farsælt atvinnulíf um lang^a frahi- tíð. Togarínn Elliðí hafðí verið keyptur laust fyrir 1950. Hanh bætti sáralítið úr atvinnuþörfinni, en var þó lífvænlegra á marga lund. Mönnum kom saman um, að til mikilla úrbóta myndi verða að fá annan togara í bæinn og ný- tízku hraðfrystihús. Það er öllum kunnugt, að togarinn Hafliði var keyptur og hraðfrystihús byggt. Við þessa aukningu hefur reynsl- an sannað, að tveir togarar og hraðfrystihúsið, hafa bætt stór- um afkomu fólksins í bænum, og gefið bendingu um, að ef þriðji togarinn bættist við, og útgerðin gengi að óskum, myndi atvinnu- þörfinni fullnægt að mjög miklu leyti. Því var á síðastl. vetri tals- vert umtal um að reyna að ná umráðarétti og eignarrétti á þriðja togaranum, og jafnvel gengið svo langt að minnast á kaup á togaranum Keflvíking. — Endirinn var í stuttu máli sá, að meirihluti bæjarstjórnar ákvað eftir að hafa kynnt sér ástand skipsins að kaupa hann ekki. Og yfir þessu óskapast nú kommún- istar. IV. „Á fortíð skal framtíð byggja," segir gamalt máltæki. Það hefur gilt og gildir enn. Til þess, sem lengi á að standa, skal vel vanda, var einu sinni sagt. — Það gildir enn. Þegar til kom að reisa þurfti að nýju stoðir undir lífvænjega og fjárhagslega afkomu bæjar- búa, varð á það að líta, að grund- (FramhíUð á % síðu)

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.