Siglfirðingur


Siglfirðingur - 13.09.1955, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 13.09.1955, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 8 Helgi Sveinsson, íþróttakennari: Rekstur sundlaugarinnar og sundprófin 1 15. tölublaði „Siglfirðings” 18. ágúst er grein, er nefnist: „Sundlaug- in“. Eg get ekki látið hjá líða, að gefa greinarhöfundi nokkrar upplýsingar varðandi frágang á sundlauginni uiulir veturinn, og um eftirlit á henni — og það sem mestu varðar í hvaða ástandi sundlaugin er i dag. Það er ekki alveg laust við það, að verið sé að læða því að fólki, að sökina vegna áfremdanástands sund- laugarinnar sé að finna hjá mér, og að vanræksla min skapi jafnvel bæjar félaginu tugþúsunda tjóni, þar sem sagt er orðrétt: „Fjarri skal það liggja, að bera sak- ir á sérstaka inenn fyrir vanrækslu eða vanhugsun í þessum efnum, en nier liggur þó, að sú hugsun skjóti upp koll hjiá þeim, sem álengdar standa sem atkvæðalitlir áhorfendur, og hafa lítið til brunns að bera í þessum efnum. Já, svo mörg eru þau orð. Hér er hálfvegis gefið í skyn, að um mína vanrækslu sé þarna að ræða, þar sem ég hef haft eftirlit með sundlauginni þá mánuði, sem hún er opin að sumrinu til, og eins gengið frá henni undir vetrardvalann. Eg hefði heldur kosið, að „örn“, en svo nefnir greinarhöfundur sig, liefði komið og fengið upplýsingar hjá mér, áður en hann lét ofangreint álit sitt á þrykk út ganga. En úr því farið var að minnast á sundlaugina og ásigkomulag liennar á opiniberum vettvangi, skal ég upp- lýsa „örn“ og allan almenning þá um leið, á hvaða byggingarstigi sund- laugin er. Fyrst er þá að segja frá því, að hún er þaklaus og óvarin fyrir öLlum veðrum, og einnig hefur liún verið óuppliituð 8—9 mánuði á hverju ári, einmitt á þeim tíma, sem þörfin er mest, að hún sé liituð upp. Þegar einhver byggir sér hús, legg- ur hann allt kapp á að koma húsi sínu undir þak, einmitt til þess að verja það fyrir skemmdum. En það er ekki hægt að segja það um Sund- laug Siglufjarðar, að þar hafi verið lagt kapp á að koma þeirri byggingu undir þak, því að hún hefur verið þaklaus í 5—6 ár, og aðeins hituð upp yfir blá sumarið. Þetta verður „örn“ að gera sér ljóst og skilja þessa staðreynd. Og ég held, að ekki sé hægt á ásaka neinn einstakan mann u-m þetta atriði, livorki mig né aðra. Hér er um að kenna okkar fátækt, atvinnuleysi og annarri óáran, er herjað hefur okkar bæjarfélag á undanförnum árum. iHafliða, vegna þess hve hann þurfti mikið fé til sín, til að halda áfram veiðum, skuli vera með- mæltir því að kaupa b.v. Keflvík- ing, sem er í miklu verra standi og krefst mikils penings að gera nothæfan. Það lítur helzt út fyrir, að menn séu ekki farnir að átta sig á því, að hér er verið að leit- ast við að skapa grundvöll undir framtíðaröryggi í atvinnumálum, aukna velmegun fólksins í bæn- um og viðunanlega afkomu bæjar féJagsins í heild. , En það lilýtur hverjum hugsandi manni að Vera ljóst, að á meðan sundlaugin er óyfirbyggð, stendur hún óvarin fyrir ýmsum skemmdum á lnisum, raflögnum, miðstöðvarkerf- um, þ'ví að í sundlauginni má segja, að sé þreföld hitalögn, miðstöðvar, baðvatns- og sundlaugarkerfi, auk þess sem hitakerfin eru nokkur hundruð metra Íöng rncð öllum sín- um krókaleiðum og að mestu óein- angruð. Eg skal upplýsa „örn“ um það, að er sundlaugin var vígð sumarið 1951, var hún stöðvúð af íþróttafulltrúa ríkisins í nokkra daga, vegna þess hversu ófullkomin hún var. Var þá ætlunin að reka sundlaug- ina aðeins þetta sumar (1951) í því ástandi, því hún var ekki talin ifær til lengri reksturs. En nú er þetta 5. sumarið, sem laugin er rekin, og ef þú vildir leggja það á þig, „örn“, að koma út í laug á þeim tíma, sem ég er þar, þá skal ég reyna að leiða þig í allan sannleika um það ástand, sem þar blasir fyrir sjónum, og þá efast ég ekki um að þér verði ljóst, hversvegna skemmdir hafa komið fram á sundlauginni. Ef kemur dropi úr lofti, er sá dropi kominn inn um allt, því það er ein-s með sundlaugarbygginguna, eins og heyhlöðu bóndans, sem var þaklaus, að liún tekur við hverjum dropa. — Þetta ætti „örn“ að hugsa niður í kjölinn, og lofa mér svo að heyra að hváða niðurstöðu hann kemst. Um vetrardválann, sem greinarhöf- undur talar um, og hafi livílt á laug- inni í vor, er því til að svara, að aðalverkið var að gera við hitunar- tækin, og eins að lagfæra eftir þá samþykkt bæjarstjórnarinnar, að flytja olíuhitunarketil af laugankerf- inu upp í gagiiifræðaskóla. Við þetta var það mikið vafstur og umstang, að ekki var hægt að framkvæ'ma þetta á einum eða tveim dögum. — Einnig istóð á rafelementum frá Rafha í Hafnarfirði. Mig langar nú til að spyrja og leggja undir dóm almennings, hvort það sé mín sök, að eftirtaldar skemmdir hafa komið fram á laug- inni, og þeim mannvirkjum, sem henni fylgja, eins og greinarhöfundur vill láta í veðri vaka: að sjálf sundlaugarþróin er farin að leka það mikið, að tommu-leiðsla gerir ekki betur en að hamla á móti íekanum. að allftestar raflagnir eru þegar meira og minna ónýtar eftir að liafa legið í bleytu og raka yfir veturinn? að hitunarkerfi laugarinnar eru lögð þannig, að víða myndast lóðrétt U, þar sem vatn safnast fyrir og frýs þegar frost kemur? að nú þegar lxefur þurft að sjóða í baðvantstanka vegna ryðbruna? að handriðin á svölunum er öll að springa, svo vatnið situr í timb- uruppistöðuim þeirra árið út, og hlýtur að leiða af sér fúa? að gluggar í austurvegg sem eru hálf- steyptir í standa óvarðir fyrir öll- um veðruin? að steypustyrktarjárnin, sein standa allstaðar upp úr, hvar sem litið er á laugina, eru að ryðbrenna, svp að notagildi þeirra fer að styttast úr þessu, og sem gefa lauginni það útlit, að hér sé frekar um tugthús að ræða en sundlaug? að veggir, loft og allt tréverk er iðja- grænt af myglu eftir frostin og rakann, serri hefur dunið á þessu óvarða húsi svo mánuðum skiptir? að 15, 20 jafnvel 30 rúður korna brolnar undan flekunum, þegar þeir eru teknir frá að vorinu, eftir grjólkast unglinga; og spjöll og krot á útihurð, sem ekki eru rithæf? að veggflísar, sem settar voru í böð- in, hrukku af eftir viku eða hálfan rniánuð? að hita skuli þurfa upp vatn í tvo eða þrjá daga í hitunarkerfunum, til þess að fjarlægja burt ryð, svo vatnið geti talizt sæmilega hreint og hoðlegt siðuðum mönnum til notkunar? Og hvað er að segja um þann frágang, pcgar sundlaug- in er tærnd og fyllt, að þá skuli 40—50 fjölskyldur verða vatns- lausar á annan sólarhring? Þannig mætti lengi telja, og það er ekki að ófyrirsynju, að ég álít, að „örn“ hefði mátt afla sér haldbetri upplýsingar um ásigkomulag sund- laugarinnar, áður hann lét tilvitnuð ummælí frá sér fara. Ekki vildi ég ráðleggja honum að hafa hús sitt þaklaust og óupphitað, og efa ég ekki að hann gerði sér vel ljósar afleið- ingar þess; eins er það með sund- laugina. Þó mér hafi fundizt orð , Arnar“ ómakleg i minn garð, fagna ég því að ymprað var á þessu sundlaugar- máli opinberlega. Það ætti að verða til þess að opna augu bæjarbúa fyrir því, í hvaða ófremdarástandi sund- laugin er, og ef til vill gefa einliverj- um tækifæri til að koma með tillögur til raunhæfra úrbóta en ekki getsakir ■í garð einstakra manna. Eg hef marg- oft skýrt þeim aðilum, sem þessi mál heyra undir, í hvaða ástandi sund- laugin væri, og ég skil, að þessu bæj- arfélagi hafi verið erfitt um vik til úrbóta sökum fátæktar. En ég fer að að halda, að þetta bæjarfélag sé rík- ara en ég hef áður haldið það vera ef það hefur öllu lengur ráð á því, að láta byggingu, sem kostað hefur upp undir milljón krónur, bókstaf- lega molna og ryðga sundur, án þess nokkuð sé að gert. „örn“ spyr svo hvernig það megi vera, að 10—17 ára gamlir unglingar skuli ekki hafa lokið sundprófi. Eg skal nú að lokum svara þessu í stuttu máli. /Etlazt er til í lögum um sund- skyldu skólabarna, að sundprófum ljúki það snemma að vorinu til, að t.d. fullnaðarprófsbörn fái sundeink- unn sína í fullnaðarprófsskírteini við skólauppsögn. Eg er ekki svo kunn- ugur hvort þessu ákvæði um sund- skyldu er hlýtt annarsstaðar, en ég veit að hér er það ekki hægt, vegna þess hvað sundlauginn er opnuð seint að sumrinu til. Eru þá margir unglingar farnir úr bænum, aðrir í vinnu og börn í sveit. Þeim, sem af sanngirni hugsa um þessi mál, hlýt- ur að vera ljóst, að erfiðara er við börnin og unglingana að eiga svona seint, þegar þau eru laus undan aga skólanna, og ég get ekki lengur notið aðstoðar kennara og skólastjóra við að halda börnunum að sundnáminu, eins og ætlast er til í lögunum um sundnám. Eg hef margoft talað við þá unglinga, sem ég hef náð til, en ég get ekki tekið þá með valdi. Hér þarf að koma til kasta foreldranna að nokkru leyti, þegar þeir vita, að börn þeirra fá ekki próískírteini. vegna þess að þau hafa ekki lokið til- skyldu sundprófi, Mér er vel kunnugt um marga unglinga, sem geta leyst sundpróf sín af hendi, aðeins ef þeir •legðu það á sig að labba út í laug, en eins og ég hef sagt get ég ekki tekið þá með valdi. Ýmislegt annað kemur svo þarna til greina, en ég mun ekki.ræða það frekar, nema til- efni gefizt til. En það sem á höfuð- orsökina, hvað gengur illa til með sundpróf ,er það hvað sundlaugin er opnuð seint að vorinu til. Væri t.d. sundlaugin opnuð í maí, eins og vel ætti að vera hægt, mundi þetta verða allt öðruvísi viðureignar. Þá eru börnin í skólanum, nýbúinn að ljúka leikfimiprófum, og eru í þann veg- inn að taka prófið í bóklegu fögun- um, svo sundnámið yrði leikur einn fyrir þau, og eins og ég sagði áðan, þá get eg notið aðstoðar kennara og skólastjóra í þessu efni. Eg mun svo láta þetta gott heita að sinni, og vil biðja svo „örn“ að lok- um, að finni hann hjá sér, hvöt til að skrifa meira um þessi mál, komi hann til mín og skal ég þá veita honum þær upplýsingar, sem ég tel réttastar og sannastar. Og vænt þætli mér um það, ef við báðir legðumst á eitt, ásamt fleiri velviljuðum mönn- um, og finndum þá úrlausn, sem væri Siglfirðing’um og þessu bæjar- félagi til sóma í þessum efnutn. Bahco-vörur: Rörhaldarar Rörskerarar Skiptilyklar Rörtengur Mótorlampar, með hraðkveikju. Mótorlampar, án hraðkveikju. Olíukönnur Skrúfjárn Boltaklippur Gasluktir og varahlutir Fiskisaumgarn Bindigarn Fiskpökkunarnálar Merkisverta Merkiburstar Fiskihnífar Stálbrýni Nýkomið VERZLUN SIGURÐAR FANNDAL Nýjar vörur: Þakþéttiefni Atlas-gólfdúkalím, þolir bleytu Klean-Strip, öruggur málningaupp- leysir Veggjadúkur, ýmsir litir. Snowcem, 2 litir Léttblendi í steypu Mótavír Þakpappi Nýkomið. EINCO

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.