Siglfirðingur


Siglfirðingur - 08.10.1955, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 08.10.1955, Blaðsíða 1
17. tölublað Laugardaginn 8. október 1955 28. árg. Frá bœjarstjórnar- fundi Miðvikudaginn 28. sept. síðastl. var fundur haldinn í bæjarstjórn Siglufjarðar. Mörg mál voru á dagskrá. Maðal annars var samþ. að taka aftur meðmæli, sem bæjarstjórn gaf á sínum tíma með því, að Hallgrímur Oddsson fengi að láni af atvinnubótafé því, sem ætlað var Sigluf jarðarkaupstað fyrir ár- ið 1954. Taldi bæjarstjórn, að Hallgrímur hefði ekki fullnægt þeim skilyrðum, sem sett voru fyrir því að hann fengi lánið. Af þessu atvinnubótafé samþ. bæjarstjórn að ríkissjóður ráð- stafaði þannig: 1. Lánað verði til síldarverk- smiðjunnar Rauðku kr. 150.000,00 til fiskhjalla, fisk kaupa og reksturs Dráttar- brautar Siglufjarðar. 2. Lánað verði Daníel Þórhalls- syni kr. 50.000,00 til skipa- kaupa, en áður hafði Daníel fengið kr. 100.000,00. 3. Lánað verði Sig. Kristjáns- syni o.fl. kr. 50.000,00 til viðgerðar á m.s. Dagný. Tilmæli komu frá Sveini Þor- steinssyni um lán að upphæð kr. 70.000,00 til kaupa á línuspili og veiðarfærum handa m.b. Þorsteini En þeim var'synjað. Þá voru samþ. tilmæli frá Starfsmannafélagi Sigluf jarðar um að greidd yrði full vísitala á kaup bæjarstarfsmanna þannig. að greiða fulla vísitölu frá 1. júní síðastl. á grunnlaun upp að kr. 2880,00, en 123 stig á grunnlaun þar fram yfir. Samþ. var að vinna að því, að Vigfús Friðjónsson fengi lán til kaupa á togara. 1 því skyni átti bæjarstjóri og alþingismenn kaup- staðarins, ásamt Vigfúsi, að ná tali af ríkisstjórninni, og leita að- stoðar hennar um útvegun á láni. Ýmiskonar smámál voru tekin til meðferðar og samþykkt. Aðalmálið virtist vera um af- hendingu hálfrar Skeiðsfossvirkj- unar til ríkisins. Voru allmiklar umræður um það. Rafveitustjóri Ásgeir Bjarna- son var á fundinum og óskaði eft- ir að mega taka til máls og var það fúslega veitt. Rakti hann í fáum orðum við- skipti bæjarins og rafveitunnar frá því byrjað var á virkjun Skeiðsfoss. Samkv. vatnalögunum hefði bærinn átt að leggja fram 15 °/o af virkjunarkostnaðinum. Virkjunin hefði farið langt fram úr áætlun, kostað um 12,5 millj. krónur, en áætlunin hefði verið 4,5 millj. kr. Óafturkræft framlag bæjarins hefði átt að vera 15% af 12,5 millj., eða kr. 1.875,000,00 en bann hefði aðeins greitt kr. 228.000,00. Ef reiknaðir voru vextir af vangoldnu tillagi bæjar- ins öll þau ár, sem síðan eru lið- in, myndi útkoman verða tals- verður hluti af lausaskuldum raf- veitunnar við ríkissjóð. Við þetta bættist svo það, sagði rafveitustjóri, að árið 1948 hætti bærinn að greiða rafveitunni sína eigin straumnotkun, að undan- teknum millifærslum, svo sem út- svörum starfsmanna rafveitunnar, húsaleigu, yfirstjórnargjald o. fl. viðskipti. Vanskilum þessum við rafveituná hélt bærinn áfram í mörg ár, en talsvert hefur þetta lagast síðustu ár. Rafveitustjóri benti á, að fjár- hagsáætlun rafveitunnar fyrir yf- irstandandi ár væri mjög frá- brugðin f járhagsáætlunum undan- farinna ára, að því leyti, að nú væri ekki gert ráð fyrir neinni lántöku, heldur væri ætlazt til að rafveitan stæði undir öllum sín- um skuldbindingum. Þetta væri þó ekki hægt nema allar tekjurn- ar innheimtust. Þar mætti bærinn ekki skerast úr leik, hann yrði að greiða sína straumnotkun eins og aðrir. Straumnotkun bæjarins kvað rafveitustjóri vera um 240 þús. kr. á ári. Nú hefði bærinn greitt upp í þessa árs straumnotkun kr. 30 þús. í peningum og kr. 50 þús. með millifærslum. Taldi rafveitu- stjóri, að hann hefði góðar og gildar ástæður til að ætla, að ríkisstjórnin hefðist ekkert að í sameignarmálinu að sinni, en bíða og sjá, hvernig rafveitunni gengi að standa við fjárhagsáætlun sína. Þessvegna lægi mikið við, að rafveitan fengi allar sínar tekj- ur til ráðstöfunar. Það myndu alhr háttv. bæjarfulltrúar skilja. Þá kvað rafveitustjórinn koma að því, sem hefði aðallega orsak- að að hann kveddi sér hljóðs hér, en það væri að skýra fyrir háttv. bæjarfulltrúum hvernig þessi hugs aða sameign um Skeiðsfossvirkj- unina yrði í framkvæmdinni Venjan. væri sú í viðskiptum manna á meðal, að ef einhver keypti fasteign að hálfu leyti, yf- irtæki kaupandinn venjulega helm inginn af áhvílandi skuldum, auk einhverrar vissrar greiðslu í reiðufé. En hér væri um allt ann- að að ræða. Hér yrðu aðilarnir þrír. 1. Sameignin Skeiðsfossvirkj- unin. 2. Rafveita Siglufjarðar. 3. Rafmagnsveitur ríkisins. 3. gr. í samningsuppkastinu hljóðar svo: „Skeiðsfossvirkjunin selur Raf- veitu Siglufjarðar og Raf- magnsveitum ríkisins raforku við kostnaðarverði, að viðbætt- um allt að 10%". • Þessi 10% mun ætlað að renni í varasjóð, sem varla mun þó hægt að byrja að mynda fyrr en eitthvað af lánunum er að fullu greitt og skuldabyrðar léttast. Hagfræðingar raforkumála- stjóra gerðu ráð fyrir, að þegar búið væri að semja við fjármála- ráðuneytið um skuld rafveitunnar við ríkissjóð, mundu vextir og af- borganir alls néma Um 1,6 millj. kr. á ári. Rafveitustjóri tók dæmi með tölum. Nú væru Rafmagnsveitur ríkisins að setja upp spenni við Skeiðsf oss, sem nægja ætti Holts- og Haganeshreppum til að byrja með. Stærð spennisins væri 75 kílów. Toppálag Rafveitu Siglufjarðar mætti áætla 2200 kw. (Hæsta á- lag s.l. vetur var 2140 kw.). Ef reiknað væri með 700 kr. árskw., Þá myndi Rafveita Siglufjarðar þurfa að greiða Skeiðsfossvirkj- uninni kr. 1.540.000,00 á ári, en Rafmagnsveitur ríkisins aðeins 75 • 700 = kr. 52.500,00. Á þessu sæist, að vegna þess að Rafveita Siglufjarðar notaði mestalla orkuna, sem Skeiðsfoss gæti látið í té, þyrfti hún að greiða nær alla upphæðina, sem sameignin þyrfti í vexti og af- borganir. Rafmagnsveitur ríkis- ins myridu með öðrum orðum samkv. ofanrituðu aðeins bera 3^—4% af skuldabyrðinni, en Raf- veita Siglufjarðar 96—97%. Rafveitustjóri útbýtti á fundin- um lista yfir öíi virkjunarlánin og hvenær þau væru að fullu greidd. Lánin eru alls 10 að tölu og auðkennd með bókstöfum, og er listinn birtur hér: 1958 er J-lán að fullu greitt. Afborganir og vextir nú kr. 37.500,00 1961 — H-lán --_ __ ______ 40.000,00 1967 — A-lán -- — —\ ____ 202.000,00 1968 — B, C, D og E4án — . — — _ _ 345.000,00 1969 — F, G og I-lán — _ _ — — 249.000,00 Að lokinni ræðu rafveitustjóra urðu nokkrar umræður. Bæjar- stjóri tók til máls og kvaðst hann hafa látið greiða rafveitunni alls 203 þús. kr. árið 1954 fyrir straumnotkun þess árs, og bygg- ist við að geta gert sömu skil í ár. Hann kvað það satt vera, að á undanförnum árum hefði raf- veitan verið látin sitja á hakan- um með greiðslur, og væri ástœð- an eingöngu sú, að bæjarsjóður hefði ekki næga tekjústofna. Þeg- ar peninga vantaði, væru dóttur- fyrirtæki bæjarsjóðs, eins og raf- veitan, látin sitja á hakanum. ------o------ Siglfirðingur taldi rétt að gefa almenningi dálitla innsýn í raf- veitumálin. 1 sumar var þess stuttlega getið í blaðinu, að bæj- arstjórn hefði borizt samnings- uppkast frá raforkumálaskrifstof unni, þar sem Skeiðsfossvirkjunin væri gerð að sameign ríkisins og Siglufjarðarkaupstaðar. Nú hefur það upplýst verið, að bæjarstjóri afhenti rafveitustjóra uppkastið, sem lagði það fyrir rafveitunefnd til umsagnar. Nefndin hafnaði því. Síðan kom það fyrir bæjar- stjórnarfund og var því einnig bafnað þar með öllum atkvæðum samhljóða. Mótmæli rafveitunefndar og bæjarstjórnar voru send til raf- drkumálastjóra, ásamt greinar- gerð, saminni af rafveitustjóra, sem gilda átti sem rökstuðningur Kr. 873.500,00 fyrir þessari neitun. Síðan mun ekkert hafa heyrzt um þetta mál að sunnan. Það leikur ekki á tveim tung- um, að hér er um mikið hags- munamál að ræða fyrir Siglu- fjarðarkaupstað. Um tvennt ætti að vera að velja, að manni skilzt, eftir þeim upplýsingum, sem rafveitustjóri gaf á bæjarstjórnarfundinum: Annarsvegar er það, að ef Skeiðs- fossvirkjunin verður gerð að sameign ríkis og bæjar, kemur Sigluf jarðarbær til með að greiða 96—97% af skuldum árlega fyrir sína straumnotkun og dálítið meira, en eignast þá hálfa virkj- unina. Hinsvegar verður hann að standa skil á öllum skuldum, en á þá alla virkjuniria. 1 fyrra tilfellinu mun rafveitan eiga að greiða árlega kr. 1.540.000,00 og eignast þá helm-" inginn. 1 seinna tilfellinu þarf rafveitan að greiða árlega kr. 1.600.000,00 í afb. og vexti þar til lánin eru greidd, en það verður eftir 12 til 14 ár, en þá á rafveitan virkjun- ina. Engum mun koma til hugar annað en ef Sigluf jarðajrbær get- ur greitt árlega í straumnotkun til Rafmagnsveitna ríkisins kr. 1.540.000,00, þá mun hann alveg eins geta greitt kr. 1.600.000,00 (Framhald á 2. síðuX

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.