Siglfirðingur


Siglfirðingur - 08.10.1955, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 08.10.1955, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför sonar okkar og bróður, KRISTINS ÁSGRÍMS ÞORVALDSSONAR Ólína Einarsdóttir, Þorvaldur Sigurðsson og systkini. miMLiiMniim——i——— i---------------------------- Siglfirðingur mAlqagn siglfirzkra siAlfstæðismanna Ritstjérrn: Biaðndndin Abyrg6arma6ur: Ólaíur Ragnars Augl^singar: Franz Jónatansson ____________________________j RAFVEITUMÁLIN (Framhald af 1. síðu) og með því eignast að fullu Skeiðsfossvirkjunina. Samkvæmt skýrslu rafveitu- stjóra, skilzt manni það rétt vera, að eftir 3 ár minnki skuldin um kr. 37.500,00. Eftir 6 ár minnki skuldin um kr. 40 þús.; 12 ár minnki hún um 202 þús. kr.; 13 ár minnki skuldin um 375 þús. kr. og eftir 14 ár kr. 249.000,00. Með öðrum orðum eftir 12—14 ár verður öllum kvöðum létt af Skeiðsfossvirkjuninni, og er hún þá eign Siglufjarðarkaupstaðar. Með miklum dugnaði og sleitu- lausri baráttu var unnið að því á sínum tíma að virkja Skeiðs- foss. Frá þeirri virkjun streymir ljós og líf inn í bæinn, einmitt þegar gamla rafstöðin er að verða of lítil til að framleiða þá orku, sem þurfti til að fullnægja orku- þörf bæjarins. Skeiðsfossvirkjunin hefur í þessi 10 ár, sem hún hefur verið starfrækt, gefið góðar vonir um, að hún yrði það fyrirtæki bæjar- ins, sem í náinni framtíð gæti staðið frjálsum fótum og jafnvel orðið bæjarfélaginu traust tekju- lind. . , Þessar vonir verða að rætast. Skeiðsfossvirkjunin verður að vera séreign bæjarfélagsins. Okkur Siglfirðingum þarf að hlaupa kapp í kinn. Það verður að vera okkur mikill metnaður, að þær ákveðnu óskir uppfyllist, að eftir 14 ár verði Skeiðsfoss- virkjunin óskert eign bæjarfé- lagsins. Sundlaugin STUTT SVAR VIÐ GREIN HELGA SVEINSSONAR Út af grein, sem birtist í Sigl- 'firðingi 15. tbl. skrifar Helgi Sveinsson íþróttakennari í 16. tbl. alllanga grein um ástand sundlaugarinnar. Sá ljóður er á hjá Helga, að hann lætur sína eigin persónu vefjast í þetta sundlaugarmál, alveg að óþörfu. Og til þess að koma sér inn í málið tilfærir hann nokkur orð úr minni grein, sem honum finnst hann geta fært sér í nyt. En þessi kafli, sem hann tekur, gefur ekkert tilefni til þess Fréttir í stuttu máli Andlát. 30. sept. s.l. andaðist hér á sjúkrahúsinu Guðbrandur Árna- son fyrrv. bóndi að Saurbæ í Fljótum 80 ára gamall. Guð- brandur bjó allan sinn búskap að Saurbæ. Þótti hann hygginn bóndi og gegn þjóðfélagsþegn. — Verður Guðbrandur jarðsettur frá Siglufjarðarkirkju í dag. Síðastl. miðvikudag 4. þ.m. and- aðist á heimili sínu hér í bæ Sig- urður Guðmundsson frá Unaðs- dal í Vestur-ísafjarðarsýslu 81 árs gamall. Útgerðin og atvinnan. Síðan togarar bæjarútgerðar- innar hófu aftur veiðar, hefur afli verið sæmilegur og raunar ágætur upp á síðkastið. Hafa tog- ararnir komið inn með fullfermi að ræða sérstaklega um Helga. Þessi orð, sem Helgi tilfærir, segja bókstaflega ekkert. Þau eru slitin úr samhengi. En ef síðari málsgrein hefði verið tekin, hefði það máske snert íþróttamálanefnd en alls ekkert Helga. Það er ósköp leiðinlegt, að ekki skuli vera hægt að skrifa um vanda- málin öðruvísi en að brengla sjálf um sér í það. Það er vitanlegt, að Helgi byggði ekki sundlaugina. Það er einnig víst, að Helgi hefur ekki ráðið um hvernig hún er útlits. Það er þess vegna hægt að tala um ástand sundlaugarinnar án þess það snerti Helga persónulega. Svo er úttalað' um það. Það var gott að fá þarna hjá Helga lýsingu á ástandi sundlaug- arinnar. Það var líka ágætt að fá vitneskju um það hirðuleysi, að líta ekki til sundlaugarinnar í 9 mánuði ársins. Þá er hverjum manni skiljanlegar afleiðingar þess. Það var ekkert gagn í því að fá upplýsingar hjá Helga prívat; þær þurftu að koma opin- berlega fram. Og nú er hægt að ræða um þær frekar við tæki- færi. Til þessa ætlaðist ég með grein minni, og er Helga þakklátur fyrir. Það gleður mig, að grein mín hefur líklega orðið til þess, að í þetta sinn fannst þörf á að hafa sundlaugina opna yfir októ- bermánuð, og mun þá unglingum gefast kostur á að taka sín sund- próf. Mig langar til að minnast á eitt í grein Helga. Hann segist hafa gengið eftir unglingum að taka sundpróf. Þetta er hættuleg leið sem Helgi fer þarna. Hugsið ykkur, ef sú leið væri upptekin að ganga á eftir börnunum að inna af hendi sínar sjálfsögðu skyldur við skólann — égfæ ógleði af að hugsa það til enda. — örn 2—3 síðustu veiðiferðir eftir 7—9 daga útiveru. Aðalaflinn er karfi, sem veiddur er á nýjum miðum, sem þýzkt rannsóknar og veiði- skip fann eigi alls fyrir löngu. Eru þessi mið talsvert nær land- inu en svonefnd Jónsmið, og halda sumir sjómenn því fram, að þessi nýfundnu mið muni vera fengsælli en hin. Að vísu er ekki hægt um það að segja, og miklar líkur eru til, að þessi nýju karfamið verði fljótlega þurausin í þetta sinn, því togaraf jöldinn er mikill, sem á þessi mið sækir. Vegna góða aflans er um mikla atvinnu að ræða, sem betur fer. Vonandi heldur þessu áfram. En svo kemur nú sjálfsagt einhver stöðvun. Ekki geta þessi tvö hraðfrystihús tekið ótakmarkað til frystingar, og hætt við að skorti húsrúm, ef aflinn verður svipaður og hefur verið. — Máske verður hægt að losna við eitthvað af karfa, sem tilbúinn er á mark- aðinn nú. Frétzt hefur, að mikið framboð sé á frystum karfaflök- um, og einhver tregða á sölu. Vonandi er að hraðfrystihúsin hér geta sem lengst tekið á móti hráefni því, sem togararnir koma með. Kosningarnar í Kópavogi. Úrslit hreppsnefndarkosning- anna í Kópavogi urðu þessi: A-listi Alþýðuflokksins fékk 115 atkv. og engan mann kjör- inn. B-listi Framsóknarflokksins fékk 273 atkv. og einn mann kjör- inn. D-listi Sjálfstæðisflokksins 346 atkv. og 2 menn kjörna. G-listi socialista fékk 740 atkv. og 4 menn kjörna. Við síðustu kosningar hlaut A-listi 132 atkv., hefir tapað 17 atkvæðum. B-listi 196 atkv. unnið 77 atkv. D-listi 231 atkv., unnið 115 atkv G-listi 438 atkv., unnið 302 atkvæði. Alltaf er Alþýðuflokkurinn að tapa. Er það sjálfsagt fyrir það, að hann er sundurskiptur og hef- ur enga sameiginlega forustu. — Víst mun það vera, að Hannibal og sá hópur, sem honum fylgir, hafi farið yfir til bróður Hanni- bals, Finnboga. Einnig er víst talið, að vinstri armur Fram- sóknarflokksins hafi litið hýru auga yfir til Sósíalistaflokksins. Þá er og öruggt, að Þjóðvarnar- flokksbrotið hafi gengið sósíalist- um á hönd við þessar kosningar. Eini flokkurinn, sem kemur ódulbúinn fram og óstuddur af öðrum flokkum er Sjálfstæðis- flokkurinn. Hans fylgi er og verð- ur öruggt. Um fylgi hinna flokk- anna í framtíðinni verður engu spáð. Það getur enginn leitt get- um að því, hvernig þeir rugla sam an reitunum næst þegar til kosn- inga kemur. Ibúð óskast keypt Vil kaupa góða fjögra her- bergja íbúð, helzt í miðbænum. Tilboð sendist afgr. Siglfirð- ings merkt „Góð íbúð“ fyrir næstk. fimmtudag. Verðhækkun — kaupkröfur i. Því var spáð þegar verkfallinu mikla lauk síðastl. vetur, að í kjölfar þess myndi sigla verð- hækkun á landbúnaðarvörum og stórlega aukinn kostnaður við alla starfrækslu og gildi krón- unnar minnka. Nú hefur þetta komið fram. — Verð á landbúnaðarafurðum hefur hækkað um 14%. Allur bygging- arkostnaður hefur hækkað og einnig útgerðarkostnaður. Við sem þurfum að kaupa okkur kjöt í haust þurfum að láta fleiri krón- ur nú fyrir svipað kjötmagn og við keyptum í fyrrahaust. Það svo sem gefur að skilja, að þessi verðhækkun kemur verst og þyngst niður á þurrabúðar- manninum, verkamanninum, sem ekki á kindur og þarf því að kaupa kjöt og slátur til heimilis. Eftir því sem fjölskyldufaðirinn hefur fleiri á framfæri sínu eftir því er það tilfinnanlegra. -:At] H. Til þess að létta undir með kaup á landbúnaðarvörum meðal almennings verður eins og að undanförnu þátttaka ríkissjóðs. Hann greiðir hluta af verði vör- unnar, svo almenningi sé kleift að kaupa hana. Þessum pólitísku bröskurum

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.