Siglfirðingur


Siglfirðingur - 08.10.1955, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 08.10.1955, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 TILKYNNING Nr. 8/1955 Innflutningss'krifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á benzíni og olíum, og gildir verðið hvar sem er á landinu: 1. Benzín, hver lítri ................. kr. 1,75 2. Ljósaolía, hver smálest ............. — 1360,00 3. Hráolía, hver lítri ................. — 0,75 Sé hráolía og benzín afhent í tunnum, má verðið vera 2>/2 eyri hærra hver hráolíulítri og 3 aurum hærri hver benzínlítri. Heimilt er einnig að reikna iy2 eyri á hráolíulítra fyrir heim- akstur, þegar olían er seld til húsakyndingar eða annarrar notkunar í landi. Söluskattur á benzíni og ljósaolíu er innifalinn í verðinu. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 24. september 1955. L 0 G T 0 K Eftir kröfu bæjargjaldkerans í Siglufjarðarkaupstað og að undan- gengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram, án frekari fyrirvara, fyrir eftirtöldum gjöldum álögðum 1955 ásamt dráttarvöxtnm og kostnaði, að liðnum 8 dögum frá birtingu auglýsingar þessarar: Útsvörum, fasteignaskatti, vatnsskatti og lóðargjöldum. Lögtökin fari fram á ábyrgð bæjarsjóðs Siglufjarðar, en kostnað gjaldenda. \ Bæjarfógetinn í Siglufirði, 12. september 1955. EINAR INGIMUNDARSON Reykjavík, 23. september 1955. VERÐGÆZLUSTJÓRINN AGGLÝSING nr. 5/1955 fra limflutnjngsskrifstofunnl. Samkvæmt heimild í 22. gr. reglugerðar frá 28. desember 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjárfestingarmála o.fl., hefur verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðlum, er gildi frá 1. október til og með 31. desember 1955. — Nefnist hann „FJÓRÐI SKÖMMTUNARSEÐILL 1955“, prentaður á hvítan pappír með rauðgulum og bláum lit. Gildir hann samkvæmt því, sem hér segir: REITIRNIR: Smjörlíki 15—20 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömmum af smjörlíki, hver reitur. REITIRNIR: SMJÖR gildi hver um sig fyrir 250 grömmum af smjöri (einnig bögglasmjöri). Verð á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólkur- og rjóma- bússmjör, eins og verið hefur. „FJÓRÐI SKÖMMT UNARSEÐILL 1955“ afhendist aðeins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af „ÞRIÐJI SKÖMMTUNARSEÐILL 1955“ með árituðu nefni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Reykjavík, 30. september 1955. INNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN gengur illa að skilja ganginn í þessum verðlagsmálum. Þeim þyk ir mikið hafa unnizt, þegar ríkis- sjóður greiðir niður verð á mjólk- urlítranum um ca. 42 aura og á kjötkg. um 84 aura. Þeir telja þetta kostakjör fyrir almenning. Þeir athuga aldrei, hvaðan ríkis- sjóður aflar peninganna, sem hann notar til þessara niður- greiðslna. Það ætti þó hverjum manni að vera ljóst, að niður- greiðslupeningurinn kemur frá okkur, sem kaupum mjólkina og kjötið, og yfirleitt frá öllum al- menningi í landinu. Maðurinn, sem kaupir mjólk í mjólkurbúð greiðir nú 3 kr. 22 aura fyrir lítrann þar, en af- ganginn til sýslumannsins eða bæjarfógeta á hverjum stað.. — Eins er með kjötið, sumpart greitt í kjötbúðum og sumpart hjá skattyfirvöldum. Verð mjólkur- innar hefur tvö nöfn: í mjólkur- búðum er það kallað mjólkurverð — hjá skattyfirvöldum skattur. Þannig gengur þetta. Þegar svo hinum pólitísku ævintýramönn um finnst leikur sinn á almenningi ekki nógu spennandi, niðurgreiðsl- ur ekki nægilegar, þá hamast þeir á kröfunum um hærra kaup. Svo endurtekur sig sama sagan. Hækkandi kaup, hækkandi niður- greiðslur, hækkandi skattar. Hvað á þessi skrípaleikur lengi að ganga ? L 0 G T 0 K Urskurðað hefur verið, að lögéök uaegi frana fara, áa frekari fyrirvara, að liðnum 8 dögum frá birtingu augíýsmgar þéssarar, fyrir eftirtöldum gjöldum, sem féllu í gjalddaga á maimtaisþingi 1955: Tekjuskatti, eignaskatti, fasteignaskatti, tekjuskattsviðauka, per- sónuiðgjaldi til aimannatrygginga, atvinnurekendaiðgjaldi, námsbóka- gjaldi, lesta- og vitagjaldi, vélaeftirlitsgjaldi, fiskimálasjóðsgjaldi, út- flutningsleyfagjaldi, gjaldi af innlendum tollvörum, kirkjugarðsgjaldi, sóknargjaldi og söluskatti. Lögtökin fara fram á ábyrgð lögtaksbeiðanda, en kostnað gjald- enda- 4Í&ÉÍjöJ Bæjarfógetinn í Siglufirði, 12. september 1955. EINAR INGIMUNDARSON TILKYNNING nr.7/1955 Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á fiski í smásölu: Nýr þorskur, slægður: ' 1 1 ! i með haus .............................. kr. 2,10 pr. kg. hausaður ............................... — 2,80 — — Ekki má selja fiskinn dýrari, þótt hann sé þverskorinn í stykki. Ný ýsa, slægð: með haus .............................. kr. 2,35 pr. kg. hausuð ................................ — 3,15 — — Ekki má selja fiskinn dýrari, þótt hann sé þverskorinn í stykki. Nýr fiskur (þorskur og ýsa): flakaður með roði og þunnildum ..... kr. 4,25 pr. kg. án þunnilda............................ — 6.00 — — roðflettur án þunnilda ................ — 6,85 — — Fiskfars: ................................. — 8,40 — — Ofangreint verð er miðað við það, að kaupandinn sæki fiskinn til fisksalans. Fyrir heimsendingu má fisksalinn reikna kr. 0,75 og kr. 0,20 pr. kg. aukalega fyrir þann fisk, sem er fram yfir 5 kg. Fisk, sem frystur er sem varaforði, má reikna kr. 0,50 pr. kg. dýrara en að ofan greinir. Ekki má selja fisk hærra verði, þótt hann sé uggaskorinn, þunnildaskorinn eða því um líkt. Reykjavík, 16. ágúst 1955. VERDGÆZLUSTJÓRINN Kartöflugeymslan verður opin fyrst um sinn á miðvikudögum og föstudögum kl. 3—5 e.h. — Móttaka hefst 28. september n.k. — Geymslugjald er kr. 10,00 pr. poka. Siglufirði, 20. september 1955. BÆJARSTJÓRI

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.