Siglfirðingur


Siglfirðingur - 08.10.1955, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 08.10.1955, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGUR Glœsilegt, fjölsótt héraðsmót Föstudaginn 16. september s.l. efndu Sjálfstæðisfélögin í Siglufirði til héraðsmóts í Nýja-Bíói. Ólafur Thors, forsætisráðherra og frú hans heimsóttu Siglufjörð í tilefni mótsins. RÆÐUR RÁÐHERRA OG ÞINGMANNS Pétur Björnsson, form. fulltrúa- ráðs, setti mótið og bauð for- sætisráðherrahjónin velkomin til Siglufjarðar, svo og listafólk það, sem fengið var til að skemmta á mótinu. Því næst tók Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins til máls. Aðalinntak ræðu hans var að rekja stjórnmálasögu þjóðarinnar síðustu áratugi, sér í lagi síðustu sporin í sjálfstæðisbaráttunni og að- dragandann að lýðveldis- stofnuninni og forystu Sjálf- stæðisflokksins, stærstu stjórnmálasamtaka þjóðar- innar, í loka sigrinum. Jafn- framt skýrði ráðherrann þó víðsýnu umbótastefnu í þágu þjóðarlieildarinnar, sem út á við byggði á frelsi þjóðar- innar en inn á við á frelsi einstaklinganna í hugsun og athöfn, og Sjálfstæðisflokkur- inn væri myndaður utan um. Einkennandi fyrir ræðu ráðherrans var, að hvergi gætti persónulegra ádeilna, mál hans var einvörðungu drengileg, málefnaleg túlkun þeirra sjónarmiða, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur sett fram í hagsmunamálum lands og lýðs. Þá talaði Einar Ingimundarson þingmaður okkar Siglfirðinga. Þungamiðja máls hans voru hagsmunamál byggðar- lagsins, sér í lagi atvinnu- málin og samgöngumálin. — Rakti hann I stuttu máli það, sem þegar væri til staðar og hefði verið gert, þ.e. togara- útgerð. nýtt hraðfrystihús og aukin tunnusmíði á komandi vetri, svo og ráðstöfun á at- vinnubótafé úr ríkissjóði, sem aðallega hefur verið varið til bátakaupa og til reksturs togaranna. — Höfuðáherzlu lagði þó þingmaðurinn á hitt, sem enn þyrfti að gera, svo stöðva mætti fólksflóttann úr bænum og skapa hér fjöl- þættari störf. Þingmaðurinn ræddi og vænt- anlegan Strákaveg, en tækni- leg rannsókn á þeirri vegar- lagningu fór fram fyrir skemmstu og mun hafa gefið góða raun. Verður það verk- efni næsta þings að ákveða fjárframlö'g til þessarar bráð nauðsynlegu og langþráðu vegarlagningar, sem tengja á Siglufjörð við þjóðvegakerfi landsins. iVar máli forsætisráðherra og þingmannsins sérlega vel tekið af tilheyrendum. GÓÐIR SKEMMTIKRAFTAR Vel hafði verið vandað til skemmtikrafta á héraðsmótinu. „Stúlkan með silkimjúku rödd- ina“ dægurlagasöngkonan Erla Þorsteinsdóttir, söng með undir- leik frú Sigríðar Auðuns. Leik- ararnir Klemenz Jónsson og Valur Gíslason (sem hlaut silfurlampa leikgagnrýnenda fyrir bezta leik s.l. leikárs: „Fædd í gær“) Um all langt skeið hefur Kjöt- búð Siglufjarðar annast sölu kindakjöts og annarra slátur- afurða hér í bæ. Hún hefur verið ein um þá sölu. Treglega hefur gengið, að önnur verzlun risi hér upp, sem hefði á hendi slíka sölu. Hvort staðið hafi þar í vegi, að ekki hafi fengizt leyfi til þess, er ekki vitað með vissu, en vitan- legt er, að Kjötbúð Siglufjarðar hefur verið sköpuð sú aðstaða með þá vörusölu, að ekki hefur þótt glæsilegt fyrir aðra sams- konar verzlun að koma fótum fyrir sig. Það hefur því ekki verið í annað hús að venda fyrir okkur Siglfirðinga. Við höfum verið neyddir til að verzla við þessa einu verzlun og taka það, sem í boði hefur verið. Öll kjöt- sala hefur verið ólögleg annars- staðar frá í bænum. Lengi vel var hrossakjöt selt : án nokkurra hamla eða á frjáls- um markáði. Þeir sem vildu selja hross til afsláttar, komu hingað með þau. Mátti þá hver kaupandi velja það hross úr hópnum, sem honum leizt bezt á og var með hentugan þunga kjöts. Þessi við- skipti gengu vel og voru seljend- ur og kaupendur ánægðir með þau. Svo var þessum frjáslu við- skiptum hætt. Kaupfélögin tóku hrossakjötssöluna á sínar hendur og bönnuðu að selja kjötið til annarra en kjötbúðanna. skemmtu með gamanþáttum. Þá söng okkar vinsæli Daníel Þór- hallsson með undirleik ungrar siglfirzkrar stúlku, frk. Grétu Jó- hannsdóttur. Var skemmtiskrá þessi hin bezta, enda flutt af hæfu listafólki, svo sem framan- ritað sýnir. FJÖLMENNI Á TVEIMUR STÖÐUM Héraðsmót þetta var sérlega vel sótt, þrátt fyrir . að selja þyrfti aðgang, til að mæta kostn- aði vegna dýrra skemmtikrafta. Var húsfyllir í Bíóhúsinu og á dansleiknum að Hótel Hvanneyri, en þar söng Erla Þorsteinsdóttir með hinum ágæta kvartett Gaut- landsbræðra. Er ekki ofmælt þótt sagt sé, að héraðsmótið hafi verið vel heppnað og siglfirzkum sjálf- stæðismönnum til sóma. —oóo— Undirbúningsnefnd héraðsmóts- ins skipuðu: Pétur Björnsson ((fulltrúaráðið), Erla Axelsdóttir (kvenfélagið), Ólafur Stefánsson (félag sjálfstæðismanna) og Stefán Friðbjarnarson (FU|S). Á nefnd þessi þakkir skilið fyrir mikið og gott starf. Kjötbúð Siglufjarðar hefur síðan haft hrossakjötssöluna á hendi. Maður að nafni Símon, bóndi að Goðdölum, var lengi alldug- legur að útvega Siglfirðingum hross til slátrunar, og einnig Sig- urður bóndi að Stokkhólma. — Þegar hrossakjötssalan varð bundin eingöngu við kjötbúðina, urðu þessir menn að hætta við- skiptum hér. Annar þessara manna, Símon, vildi þá gjarnan halda áfram að útvega góðkunningjum sínum hrossakjöt, en Kjötbúð Siglufjarð- ar kom í veg fyrir slíkt með því að hóta sektum. Þingeyingur nokkur, Flosi að nafni, tók upp þann hátt að koma til Siglufjarð- ar með hangið kjöt til sölu á frjálsum márkaði. Fólki líkaði þessi verzlun vel, kjötið var gott og prýðilega vei verkað. Margir hættu við að hafa fyrir því að koma kjöti til reykingar og biðu eftir góða kjötinu hans Flosa. Einn góðan veðurdag var Flosi stöðvaður með þessa kjötsölu og talið, að hann bryti kjötsölulögin. Þessir tveir árekstrar voru ekki mjög áberandi, þótt fólk að vísu væri mjög óánægt út af þessu ófrelsi. En við dómarann var ekki til neins að deila. Kjöt- búð Siglufjarðar varð að hafa þessa kjötsölu ein. Nú fyrir skömmu kom hingað til bæjarins kjötsending frá Kaup félagi Svalbarðseyrar. Gafst fólki kostur á að kaupa þetta kjöt og mátti velja um 2 flokka, 1. og 2. verðflokk. Slíkt hafði ekki þekkst áður hér. Fólki hér fannst þetta nýlunda, og hafði margt hugsað sér að líta á varninginn og gera kaup á vetrarforðanum. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Áður en til nokkurrar sölu kom, hófst Kjötbúð Siglufjarðar handa og leitaði aðstoðar til að banna þessa kjötsölu. Hér stangazt á hagsmunir ein- okunarverzlunar og hagsmunir fólksins í bænum og sjálfsákvörð- unarréttur þess að velja eða hafna eins og frjáls verzlun veitir. Hér er árekstur milli einokunar og frjálsrar verzlunar all athyglis verður og áberandi. Það eru allar líkur, sem benda til þess, að reynt hafi verið og því haldið áfram að lífga við þann óskapnað, sem átti sér stað í verzlunarháttum á tímabili einokunarverzlunar Dána hér á landi, þegar mönnum var ekki frjálst að verzla nema við einn ákveðinn kaupmann og flenging við staur viðlögð, ef út af var brugðið. Ekki er það ólíkt þeim aðför- um, sem nú eru notaðar, þó ekki sé flenging viðhöfð. Ef manni, sem hefur sláturleyfi og sendir hingað kjöt til sölu, er hótað að taka af honum sláturleyfið ef hann selji hér kjötið. Svipað bragð er að þessu og þvi gamla. Við lifum í lýðfrjáslu landi, þar sem mannréttindi eiga að vera virt samkv. stjórnarskránni. Við eigum að búa við frjálsa verzlun, og gerum það að undan- skilinni kjötverzlun. Því má hún ekki vera frjáls? Því mega neyt- endur ekki hafa óskoraðann rétt til að velja og hafna í kjötverzl- unum, eða á annan hátt eins og í öðrum verzlunum. Við Siglfirðingar erum einangr- aðir. Fjölhn og særinn eru okkur oft fjötur um fót. Við eigum óhægt með að skjótast burt og litast um eftir kjötkaupum. Því kemur okkur vel að hér væri um annað að velja en það, sem þessi kjötbúð telur sér hentast að hafa á boðstólum. Við gjöldum þess- arar einangrunar. Tillitsleysið og kæruleysið fyrir sjálfsákvörðunar rétti fólksins er takmarkalaus. — Við slíkt verður vart búið lengur. Það verður að koma meiri fjöl- breyttni í kjötmarkaðinn. Það verður að kveða einokunina niður. Victoria hjól með hjálparvél til sölu. Verð kr. 5.800,00. Utborgun kr. 2000,00. Mánaðarafb. kr. 500,00. ( ÁSGEIR BJARNASON ! Arekstur milli einokunar og frjálsrar verzlunar

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.