Siglfirðingur


Siglfirðingur - 22.10.1955, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 22.10.1955, Blaðsíða 1
18. tölublað. Laugardaginn 22. okt. 1955 Kemur 3. togarinn Siglufjardar ? Fyrir um það bil ári síðan benti ég á, að hraðfrystihúsakost- ur okkar Siglfirðinga væri helm- ingi meiri en annarra staða á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Jafnframt benti ég á, að vænleg- asta leiðin til að auka atvinnu Siglfirðinga væri sú, að bæta við okkur 3ja togaranum. Þessari hugmynd var vel tekið af bæjar- stjórn og bæjarbúum yfirleitt. En viðfangsefnið var erfitt og hagur bæjarfélagsins svo þröng- ur, að slík hugmynd var eigi auð- leyst, nema með mjög almennum og rausnarlegum samtökum, eða framlagi einhvers úrræðagóðs mahns. Bæjarfélagið mun e.t.v. hafa átt kost á gömlum togara, en við- gerð á honum myndi hafa orðið svo dýr, að flestir munu hafa talið hyggilegra að fréista þess, að eignast heldur nýjan dísel- togara, sem yrði ódýrari í rekstri, þó það kostaði alllanga bið. Sam- kvæmt bréfi frá Véla- og skipa- eftirliti ríkisins mátti fá smíðað- an díseltogara í Þýzkalandi, en afgreiðslutíminn átti að vera tvö ár og skipið að kosta 11 milljónir króna. Þannig hafa sakir staðið allt þetta yfirstandandi ár og lík- urnar fyrir því, að 3. togarinn bættist í fiskiskipaflota okkar Siglfirðinga, hafa verið litlar til skamms tíma. i GÓ» TÉBINDI En nýlega bárust mér fréttir, sem glöddu mig stórlega og gefa vonir um, að draumurinn um 3ja togarann gæti e.t.v. rætzt bráð- lega. Fréttirnar voru þær, að Vig- fús Friðjónsson hefði skrifað bæjarstjórn vorri bréf og óskað eftir aðstoð hennar til þess að kaupa til bæjarins nýjan eða mjög nýlegan díseltogara, sem hann telur að gæti komið hingað snemma á næsta ári, ef allt gengi að óskum. Með leyfi V. F. birti ég hér bréf hans, sem er svo- hljóðandi, ásamt lýsingu á um- ræddum togara: Bæjarstjórn Siglufjarðar Siglufirði. Eg leyfi mér hér með að fara þess á leit við háttvirta bæjar- stjórn, að hún útvegi mér eftir- greind lán til kaupa á nýjum diesel-togara frá Bretlandi. Heild- arverð togarans er um krónur 6.900.000,00, kominn hingað til lands, og verður hann tilbúinn til afhendingar í janúar—febrúar 1956. Stærðin er 46 metrar á lengd, 8,5 matrar á breidd og 4,6 metrar á dýpt. Togarinn er um 190 nettó-lestir að stærð og lestar um 330 tonn af ísuðum fiski. Tog- ari þessi var upphaflega byggður fyrir gufuvél, en áður en hann var fullsmíðaður var honum breytt í díesel-togara og er því skráður og fullbyggður á árinu 1955. Togarinn er með öllum ný- tízku útbúnaði, ásamt radar. Lán þau, sem mér eru nauð- synleg til kaupanna, eru sem hér segir: 1. 75% Stofnsjóðslán eða kr. 5.175.000,00, tryggt með 1. veðrétti. 2. 15% með bæjarábyrgð eða kr. 1.035.000,00, tryggt með 2. veðrétti. 3. 250.000,00 króna lán úr at- vinnubótasjóði. Annað fé, sem þarf til kaup- anna og útgerðar skipsins, er fyr- ir hendi. Síldarverksmiðja Siglu- fjarðarkaupstaðar .Rauðka' mun sitja fyrir viðskiptum, og fá leyfi til að kaupa af afla skipsins, ef hún óskar þess. Mér væri ákaflega kært, ef þér gætuð tekið mál þetta til athug- unar við allra fyrst atækifæri, þar sem margir erlendir aðilar hafa þegar gert fyrirspurnir til skipasmíðastöðvarinnar varðandi sölu á þessum togara. Allar nánari upplýsingar varð- andi togarann getið þér fengið hjá mér, hvenær sem vera skal. 1 trausti þess að þér takið beiðni þessa til rækilegrar athug- unar, kveð ég virðingarfyllst Sept. 1955 Nýtízku diesel-togari úr stáli Lengd O.A. 164 fet (50 m.) — B.P. 150 fet (45,73 m.) Breidd M. 27,6 fet (8,30 m.) Dýpt 15 fet (4,57 m.) Öll smíði framkvæmd samkv. flokkun og undir umsjón Lloyds. Lestar rúmlega 300 smálestir af fiski. Miðað við 46 rúmfet í smá- lest. Lestar um 100 smálestir a£ olíu. Nægilegt fyrir 35 daga úti- vist. Ganghraði 12 sjómílur. Aðalvél: „Werkspoor" Diesel, Type TMAS—360. 750 H.P. með 250 HPM. Aukavélar: 160 ha. Willans diesel fyrir togvindu (99 kwst.). 28 ha. Crossley diesel fyrir ýmisl. 20 ha. Newbury diesel o. fl. mót- orar og vélar. Laurence Scott togvinda. Vinn- ur inn 5 smálestir af vír, 200 fet á mínútu. Hydraulic Steering <Jear (220 volt D. C). Lestarrúm. Einangrað með kork og loftrúmi á milli. Lestar 13.000 rúmfet nettó, með 4 stór- um lestaropum. Hýsing. Skipstjóraklefi og klefi fyrir loftskeytamann í brúnni. Ibúðir annarra yfirmanna og há- seta í skipinu aftanverðu, fyrir alls 24 menn. (Nauðsynlegt er að láta setja upp íbúðir fyrir 6—8 menn í skipið framanvert, enda nægilegt pláss). iÞá er sérstakt herbergi fyrir vélameistara, þá messaklefar fyrir yfimienn og há- seta. Stórt eldhús, matbúr, þurrk- herbergi o. s. frv. Bátadekk með tveimur bátum og öllum nýtízku björgunartækj- um. Nýtízku lifrarbræðsla. Ennfremur er togarinn búinn öllum nýtízku tækjum til fisk- veiða, ásamt radar. Ennfremur er hér birt til sam- anburðar lýsing á togara, sem Véla- og skipaeftirlitið getur út- vegað frá Þýzkalandi: Lengd 185'—0" B. P. Breidd 32'—0" (30'—6") Dýpt 16'—0" Aðalvél 1400—1600 H. K. diesel Togvinda 280 H.K. rafdrifin. Lest- arrými ca. 19000 qf. ( á móti 15500 qf. í „Elliða"). Olíugeymar 190 tonn. Áætlað 50—55 daga. Mannaíbúðir fyrir 44 menn. Allur nýtízku útbúnaður, svo sem radar, fisksjá, rafmagnselda- vél, frystivél fyrir fisklestar o. fl., svo sem í nýjum togurum. Ekki verða fiskimjölsvélar né hrað- frystivélar í skipinu. Kostnaðarverð 11 milljónir ísl. kr. og afgreiðslutími 15—20 mán. frá Þýzkalandi. AFGREIÐSLA BÆJAR- STJÓRNAR Bréf þetta mun svo hafa legið í „salti" hjá bæjarstjórn þar til fyrir skömmu, að hún afgreiddi beiðni Vigfúsar með svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn sam-þykkir að mæla með því við ríkisstjórn, að Vigfúsi Friðjónssyni verði veitt lán til kaupa á togara þeim, sem um getur í bréfi hans til bæjarstjórnar dags. 28. f. xa, Lánsupphæðin verðí allt að 90% af kaupverði skips- ins, enda verði skipið skrásett hér og gert út héðan, allt gegn nánari samningum við ríkis- sjóð og bæjarsjóð Siglufjarðar. I því sambandi felur bæjar- stjórn bæjarstjóra og alþ.m. Einari Ingimundarsyni og Gunn ari Jóhannssyni, ásamt Vigfúsi Friðjónssyni að ganga á fund ríkisstjórnar til þess að vinna að því að mál þetta nái fram að ganga." Tillaga þessi var samþykkt í einu hljóði og eru það útaf fyrir sig góð tíðindi, sem sýnir, að þeg- ar ræða er um stór mál, er varða velferð Siglufjarðar og bæjarbúa, þá standa bæjarfulltrúar vorir saman sem einn maður, hvað sem allri póhtík líður — og fyrir þetta vil ég leyfa mér að þakka sér- staklega, hver sem árangurinn lcann að verða. Annað vil ég einn- ig þakka, í sambandi við af- greiðslu bæjarstjórnar á um- ræddri beiðni V. F. og það er, að bæjarstjórnin fól bæjarstjóra og þingmönnum bæjarins, ásamt Vigfúsi, að flytja mál þetta við ríkisstjórnina, en sendi ekki fjöl- menna „allraflokka"-nefnd, sem stundum hefur bakað bæjar- búum stórkostleg útgjöld og jafn- vel gjört okkur spaugilega út á við. Orðlengi svo eigi að sinni, en Iifum öll í von um, að 3. togar- inn bætist í flota Siglufjarðar á næsta ári. H. Kristínsson Rafveitan I síðasta tbl. Siglfirðings birt- ist grein um bæjarstjórnarfund, er haldinn var 28. sept. s.l. og þar skýrt frá málefnum rafveit- unnar, en þau voru tekin fyrir allítarlega á fundinum. Skýrslan í Siglfirðingi er ekki allskostar rétt. Þar er sagt að eftir 3 ár minnki skuldin um kr. 37.500,00, eftir 6 ár minnki hún um 40 þús. kr., eftir 12 ár um 202 þús. kr o. s. frv. Þetta er ekki rétt; það eru ekki skuldirnar sem minnka um þess- ar smáupphæðir, heldur hin ár- legu útgjöld rafveitunnar, afborg- anir og vextir. Skuldirnar sjáEar minnka um mikið hærri upphæðir. Listinn framar í greininni er réttur, og hann sýnir að eftir 14 ár eru öll gömlu virkjunarlánin uppgreidd og árlegum útgjöldum (vöxtum og afborgunum)! sem nema kr. 873.500,00, létt af raf- veitunni. Ekki er þó Skeiðsfossvirkjunin þar með að fullu greidd, eins og í greininni stendur, því þá mun verða eftir að greiða af skuldinni við ríkissjóð um 700 þús. kr. á ári í ca. 12 ár. Ásgcir Bjarnason

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.