Siglfirðingur


Siglfirðingur - 22.10.1955, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 22.10.1955, Blaðsíða 4
4 SI6LFIRÐINGUB Fjölskylduferðir GREINAKGERÐ RAFVEITU- J STJÓRA j Framhald af 3. síðu meðan Rafveita Siglufjarðar var að koma upp seinni sam- stæðunni og endurbæta dreifi- kerfið í bænum, var það ekki bundið neinu skilyrði um sam- eign á eftir. 4. Orka Skeiðsfossvirkjunarinn- ar fellur úr 3200 kw. niður í 2400 kw. þegar kemur fram á veturinn, og getur það alls ekki talizt óþarflega mikið fyrir Siglufjörð. 5. Vegna dieselkeyrslu, sem í flestum vetrum er nauðsynleg, er heppilegra að einn aðili sé eigandi að virkjuninni. 6. Með sömu sölu á rafmagni til hitunar og verið hefur, mun rafveitan eftir örfá ár verða búin að spara þjóðarbúinu jafnmikinn erlendan gjaldeyri og fór í alla virkjun Skeiðs- foss. .. Auk þess, sem hér hefur verið bent á, vil ég vísa til bréfs raf- veitunnar til fjármálaráðuneytis- ins dags. 8. febr. þ. á., en bréf þetta fylgdi með fjárhagsáætlun rafveitunnar fyrir yfirstandandi ár. Þar segir að rafveitan sé þess megnug á þessu ári, að standa al- gjörlega undir vaxta- og afborg- anagreiðslum af gömlu virkjunar- lánunum. Ennfremur muni hún greiða tvo víxla, nærri 200 þús. ferónur, sem er lokagreiðsla af andvirði nýju vélanna. Auk þess muni hún geta greitt 250 þús. kr. á þessu ári upp í vexti af lausa- skuldunum við ríkissjóð. Á næsta ári getur þessi síðasttalda greiðsla hækkað upp í ca. 500 þús. kr., því þá þarf ekki að inna neinar víxilgreiðslur af hendi. Á árinu 1956 mun því rafveitan geta greitt að minnsta kosti 1,4 millj. kr. í vexti og afborganir. Siglfirðingar hafa gengið út frá því sem vísu, að þeir myndu ná samningum við ríkissjóð um greiðslu á lausu skuldunum á jafn löngum tima og venjulegt er um virkjunarlán, og þá munu tekjur rafveitunnar nægja til að standa undir öllum skuldbinding- um hennar. Það er því ekki hægt að byggja kröfu um sameign um virkjunina á því, að fjárhagur rafveitunnar standi völtum fót- um. Siglfirðingar byggðu sína fyrstu rafstöð árið 1913. Hún varð brátt of lítil, en innan fjallahrings Siglufjarðar er ekkert vatnsfall, er til frambúðar gæti orðið. Komu þeir fljótt auga á, að heppilegasta vatnsfallið í nágrenni Siglufjarð- ar væri Fljótaá, og keyptu því vatnsréttindi þar árið 1920. Það verður því ebki annað sagt, en Siglfirðingar hafi verið forsjálir menn hvað rafmagnsmálin snert- ir, og er ekkert að undra þótt Loftleiðir hafa nú fengið leyfi viðkomandi yfirvalda til þess að bjóða þeim fjölskyldum, er ferð- ast vilja saman til Bandaríkjanna og Evrópu, stórfellda lækkun á fargjöldum frá og með 1. nóv. næstkomandi. Allmörg flugfélög hafa áður boðið lækkun fargjalda sinna með svipuðum hætti, en þar sem Loft- leiðir hafa fengið leyfi til að lækka um sömu f járhæð og önn- ur flugfélög, verða fargjöld Loft- leiða mjög hagstæð, en þau hafa verið og eru, svo sem alkunna er, lægri en fargjöld annarra þeirra flugfélaga, sem halda uppi föst- um áætlunarflugferðum milli Bandaríkjanna og Evrópu. Þessi lækkun fargjalda er ein- ungis bundin við tímabilið frá 1. nóvember til 31. marz ár hvert. Helztu reglur um fjölskyldu- ferðir eru þessar: Fyrirsvarsmaður fjölskyldu greiðir fullt verð fyrir farmiða sinn. Frá hverjum farmiða, sem hann kaupir að auki, dregst jafn- virði 95 Bandaríkjadala, sé farið greitt aðra leið, en 140 dala, ef greitt er fyrir far fram og aftur. Móðir, sem ætlar að ferðast ,með börn sín, telst fyrirsvars- maður fjölskyldu, og nýtur rétt- inda í samræmi við þið. Frá fargjaldi hjóna, sem ætla fram og aftur milli Bandaríkj- anna og Íslands dregst því jafn- virði 140 dala, sem er 2.285 ís- lenzkar krónur. Ef hjónin ferðast með tvö börn fram og aftur dragast alls 6.855 krónur frá andvirði hinna fjög- urra farmiða. Nú er verð venju- legra farmiða á þessu tímabili 4.325 krónur, sé ferðast fram og aftur. Samkvæmt hinum nýju reglum greiðir fjögurra manna fjölskylda því kr. 10.445 fyrir alla farmiða sína í stað 17.300 króna þeir fyllist gremju yfir því, ef ríkisvaldið ætlar að fara að seil- ast í hluta af orkuveri þeirra, sem þeir hafa komið upp með miklu erfiði, og þegar er fengin reynsla fyrir að er hvergi nærri of stórt fyrir Siglufjörð einan. Mér finnst að öllum, sem um þetta hugsa, megi þykja það vel boðið, þegar Siglfirðingar ganga samt sem áður inn á að veita Holts- og Haganeshreppi rafmagn. En þótt Siglfirðingar hafni sameign um orkuverið við Skeiðs- foss, munu þeir taka því fegins hendi, að orkuverið verði tengt við Norðurlandskerfið, þegar raf- væðing Norðurlands er það langt komin, að það sé tiltækilegt. Virðingarfyllst Á. Bjarnason, lafvsitustjórí. og sparar sér því, sem fyrr segir, 6.855 krónur. Afsláttarins njóta þau börn ein, sem eru á aldrinum 12—25 ára, en börn, yngri en 12 ára og eldri en tveggja ára, fá helmings af- slátt frá venjulegu fargjaldi, og fyrir börn yngri en 2 ára greið- ist 10%. Eigi nær afsláttur þessi til annars sifjaliðs en maka eða barna. Hér á íslandi er einungis um að ræða þennán afslátt á flugleið- inni milli íslands og Bandaríkj- anna, en ekki milli íslands og meginlands Evrópu. Þeir, sem ætla að ferðast með flugvélum Loftleiða milli Banda- ríkjanna og stöðva félagsins á meginlandi Evrópu njóta sömu hlunninda — jafngildis 95 Banda- ríkjadala, sé ferðast aðra leið, en 140 dala, sé ferðast fram og aft- ur, fyrir hvern þann, sem um- fram er fyrirsvarsmanni fjöl- iskyldu. Reynsla undanfarinna ára hef- ur sannað hvort tveggja, að á tímabilinu frá 1. nóvember til 31. marz er færra um farþega með flugvélum en að sumarlagi og hitt, að flestum fjölskyldum er oftast af fjárhagsástæðum ofviða að takast á hendur löng ferðalög. Með hinum nýju tilboðum um lækkun fargjaldanna á þessu tímabili má gera ráð fyrir að margar fjölskyldur hér, sem ella hefðu ekki haft ferðalög í huga, bregði sér nú saman vestur yfir hafið til þess að njóta þess í fé- lagi, sem kynnisferðir landa á milli hafa bezt að bjóða,. Óefað mun þetta einnig verða til þess að verzlunarmenn og aðrir, sem atvinnu sinnar vegna eiga erindi til útlanda, telji sér nú fært að bjóða eiginkonum sínum með svo að ferðin geti orðið báðum hjón- unum til gagns og gamans. Reykjavík, 12. október 1955 LOFTLEIÐIR h. f. Sig. Magnússon SKAFTPOTTAR nýkomnir, á kr. 10,00 (--------------—"1 Brennum aðeins beztu teg- und af RlO-kaffi. Reynið einn pakka í dag, og þér munum sannfærast um að Sana-kaffi er bezta kaffið Sölunmboð: HEILDVERZLUN VALG. STEFÁNSSONAR Akureyri. Victoria-hjól með hjálparvél I síðasta tbl. Siglfirðings var auglýsing frá mér um hjól þessi, en í meðförum hafði orðalagið breytzt þannig, að flestir gengu út frá að ég vildi selja mitt hjól, sem ég hefi nýlega keypt. Svo er þó ekki. Mitt hjól er ekki til sölu, enda er ég vel ánægður með það. Eri ég hefi umboð fyrir þessi hjól og sel þau með afborgunum. Verðið er hið sama og í Reykja- vík. Ásgeir Bjarnason KAFFI Óbrennt kaffi nýkomið LITLABÚÐIN LJÖSAPERUR allar stærðir, nýkomnar. LITLABÚÐIN LITLABÚÐIN HðSEIGN TIL SÖLU Tilboð óskast í húsið Hólavegur 23 fyrir 1. nóvember n. k. Húsið er einbýlishús, steinsteypt, 3 herbergi, eldhús, bað, þvottahús og geymslur. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Nánari upplýsingar gefur Þ. RAGNAR JÓNASSON

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.