Siglfirðingur


Siglfirðingur - 12.11.1955, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 12.11.1955, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGUR Frá Leikfél. Siglufjardar Undanfarnar vikur hafa staðið yfir æfingar hjá Leikfélagi Siglu- fjarðar á leikritinu Gimbill og munu sýningar á því hefjast 12. þ.m. að öllu forfallalausu. Leikrit þetta er léttur gamanleikur og er látinn gerast í Keflavík á yfir- standandi tímum. Leikfélag Reykjavíkur sýndi leik þennan fyrir skömmu við góða aðsókn og undirtektir, en eins og menn muna, vakti það mikla athygli í sambandi við leik þennan, að sýningar á honum voru stöðvaðar vegna þess, að höfundurinn var ekki „Yðar ein- lægur“ en svo nefndi höfundurinn sig ef höfund skyldi kalla. Það kom sem sé á daginn, að höfund- urinn var enskur, en „Yðar ein- lægur“ hafði þýtt og staðfært leik inn að mestu leyti. Þó hefir „Yðar einlægur“ aukið nokkru við og breytt frá eigin brjósti, sem gerir leikinn ánægjulegri með tilliti til íslenzkra staðhátta. Samkomulag hefir náðst við hinn enska höfund um flutning leiksins á íslandi, og er Sigluf jörð ur annar staður utan Reykjavík- ur, þar sem Gimbill er sýndur. Leikfélag Siglufjarðar hefir átt við ýmsa örðugleika að stríða að undanförnu, eins og oft vill verða með ungt félag og hafa fjármálin verið erfiðasti hjallinn hjá félag- inu, því leiksýningar kosta að jafnaði töluverð f járútlát, þó allir félagsmenn og aðrir sem starfað hafa að leiksýningum félagsins hafi unnið án endurgjalds. Það hefir líka komið í ljós, að oft hefir orðið fjárhagslegur halli á sýnngum félagsins. Þess vegna eru það eindregin tilmæli félags- ins til Siglfirðinga, að þeir sæki þessa sýningu mjög vel, sem og aðrar er Leikfélagið efnir til. Þá eru það vinsamleg tilmæli Leikfé- lagsins til Siglfirðinga, ef þeir eiga gamla muni, svo sem búsá- höld, húsgögn, gluggatjöld eða eitthvað annað, sem þeir þurfa ekki á að halda, en L.S. mætti að gagni koma við sviðsútbúnað, að þeir létu það af hendi við félagið, og það er vert að undirstrika, að það er varla til sá hlutur, sem leikfélag kemur ekki til með að nota fyrr eða síðar við starfsemi sína. Þeir brosa Þessi orð lét forseti Bandaríkj- anna, Dwight Eisenhower falla, þegar hann, síðastl. sumar kom við á Keflavíkurflugvelli á leið til Genfar í Sviss á fund „hinna stóru“. Sjálfsagt þarf enginn að efast um, að þessi orð hafa verið mælt af heilum hug, og bak við þau hafi verið einbeittur og einlægur vilji á að stuðla að því að varan- legur og traustur friður komizt á fyrst og fremst milli stórveldanna og síðan milli allra þjóða heims. Allir fulltrúar hinna vestrænu þjóða, sem sátu þennan fund, má telja víst, að hafi setzt að samn- ingaborðinu með svipuðum ásetn- ingi og Eisenhower forseti og allir haft einlægan áhuga á að koma heilum sáttum að. Á Genfarfundinum, hinum fyrri, virtist lengi vel fara vel á með fundarmönnum og útlit á að til stórmerkra tíðinda myndi draga. Fulltrúar Rússa léku þarna við hvern sinn fingur, voru mjög vina- legir, létust vera tiheiðanlegir til samkomulags og brostu í allar áttir. Þegar svo til meiri alvöru kom hjá fulltrúum vestrænu þjóð- anna um Þýzkalandsmálin, þá kom annað hljóð í strokkinn hjá fulltrúum Rússa. Þeir töldu, að ræða þyrfti fyrst öryggismál Evrópu, áður en samið yrði um afstöðu Þýzkalands i þjóðaheild- inni. Halldór Kiljan Laxness — Mýtur bókmenntaverðiaun Nobels — Halldór heitir hann, Kiljan var hann skírður til kaþólskrar trúar, Laxness nefndi hann sig eftir bæ föður síns. Orðsins list varð hans ævistarf. Snilliverk, meitlaðar presónur daglega lífsins, lifandi lýsing íslenzkrar náttúru, það voru störf hans, þau er hann gaf þjóð sinni í morgunsári atómaldar. Nú stendur hann á hæsta tindi heimsbókmenntanna, sem íslenzkur Nobelsverðlaunahöfundur, umkringdur viðurkenningu hins menntaða heims. Islenzka þjóðin hyllir skáld sitt og þakkar því. Hleypidómalaust fólk viðurkennir, að Kiljan er verðugur sómans. Dómar annarra standast. ekki tímans tönn. Kiljan hefur að vísu, eins og aðrir dauðlegir menn, stigið sín víxlspor. Skáldfák sinn hefur hann beizlað fyrir vagn ann- arlegra sjónarmiða, þröngvað penna sínum til þjónustu við bergnumda menn. Lægst hefur hann lotið með Atómstöðinni. I slíkum verkum hefur pólitíkusinn ýtt listamanninum til hliðar. Sólmyrkri átt sér stað. I slíkum verkum eyðir mikið skáld dýr- mætum tíma til óþurftar. Hin stóru verk Kiljans, sem heimurinn hyllir, og lifa mun með kynslóðunum, hafa aflað honum æðstu viðurkenningu heimsbókmenntanna og varpað ljóma á norræna smáþjóð á yztu mörkum hins byggilega heims. Slíkt skáld hlýtur óum- deilanlegar heiðurssess í hugum fólksins, örvar hjartslátt þjóðarinnar, sem muna vill afreksverkin en fyrirgefa hin. Sg. 4/11 ’55. St. F. í allar áttir Þessi merkilegi fundur endaði þannig, að algert samkomulag var um að fresta frekari umræðum um sameiningu Þýzkalands og öryggis mál Evrópu, en að utanríkisráð- herrar fjórveldanna ættu fund með sér í Genf í október. „Við viljum frið við allar þjóðir“. Mælt er að Búlganín, forsætis- ráðherra Rússlands, hafi látið þessi orð falla í fundarlok. Full- trúum Rússa varð fullljóst eftir að hafa kynnzt því andrúmslofti, sem ríkti meðal vestrænu fulltrú- anna, að að því hlyti að draga fljótl,. að gjört væri út um örlög Þýzkalands og treysta yrði öryggi Evrópuþjóðanna. Samt sem áður tóku þeir þessi mál ekki alvarlega og kvöddu sína starfsbræður með vinsemd og blíðu. En þeir hugs- uðu sér til hreyfings. Þegar heim kom var byrjað á veizluhöldum á búgarði Búlganíns, þar sem fulltrúar erlendra þjóða voru gestir. Þar var glaðværð og glens; vina- og fleðulætin voru þar ofsafengin. Svo kemur Adenauer, kanslari Þýzkalands, með fríðu föruneyti í heimsókn til Rússlands. Þeir stóru í Rússlandi taka Adenauer með mikilli blíðu. Það er samið um að láta lausa þýzka fanga, sem höfðu setið um 10 ár í fangelsi þar eystra, en ekkert fékkst talað um Þýzkalandsmálin. Þá kemur og forseti Finnlands í heimsókn þar eystra, samkv. boði Rússa. Þeir bjóðast til að láta af hendi Porkalaskagann og flytja sig þaðan að öllu leyti, og áttu öll þau mannvirki, sem Rúss- ar höfðu komið þar upp, að fylgja skaganum endurgjaldslaust. Þetta vakti mikinn fögnuð í Finnlandi, og var undirritaður vin- áttusamningur milli þessara þjóða. En ekki slepptu þó Rússar alveg hendi sinni af Finnlandi, því enn er allstór rússneskur her í land- inu. Þar næst var austur-þýzka stjórnin kvödd til Moskvu. Eitt- hvað varð að láta þeim í té, og voru þá leystir úr ánauð nokkrir fangar, til þess eins að friða þann hluta austur-Þjóðverja, sem eru óánægðir undir yfirráðum Rússa. Á þessum samfundi austurþýzku stjórnarinnar og rússnesku for- ráðamannanna var alveg slegið föstu, að sameining Þýzkalands, skyldi ekki ná fram að ganga. — Rússar reyndu að tryggja sér það, að svo miklu leyti sem það var hægt. Þarna höfðu Rússar skapað sér vináttu að einhverju leyti við Adenauer og Vestur-Þýzkaland, tryggt sér líklega órofa vináttu við Finna og tryggt sér blint fylgi austur-þýzku stjórnarinnar. Og þá hafði Búlganín að nokkru sýnt, að frið vildi hann við allar þjóðir. (Framhald á 3. síðu)

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.