Siglfirðingur


Siglfirðingur - 02.12.1955, Page 1

Siglfirðingur - 02.12.1955, Page 1
20. tölublað. vMy Föstudagurinn 2. des. 1955. 28. árg. Tónlistarkynning Ríkisútvarpsins Svo sera skýrt hefur verið frá í fréttum Ríkisútyarpsins hefur það hafið nýjan þátt í starfsemi sinni með því að senda hóp tón- listarmanna í kauptún og kaup- staði úti á landi til að kynna ýmis- konar tónlist. Hefur þannig hópur tónlistarmanna ferðast um ÍVest- firði og Austfirði. — Nú er rétt lokið ferðalagi eins hópsins um Norðurland. Hefur hann haft samkomur á Húsavík og Akur- eyrí. j i| þ Síðastl, föstudag 18. þ.m. kom flokkurinn til Siglufjarðar og kynnti tónlist 1 Sjómannaheimil- inu hér í bæ, bæði á föstudags- og laugardagskvöld við húsfylli bæði kvöldin. Kynningin hófst bæði kvöldin með því að Kristinn Hallsson, óperusöngvari söng lög eftir ís- lenzku tónskáldin Árna Thor- steinsson, Karl RunófEsson og Sig- valda Kaldalóns. Var vel til fallið að kynna sumar þessar íslenzku tónsmíðar, því ekki verður þess minnzt, að þær hafi verið flutt fyrr á opinberum vettvangi, en þó þess verðar. Mætti vera, að sumir vildu kynnast þeim betur. Að síðustu kynnti óperusöngvar- inn aríu úr óperunni „Don Gíó- vanni“. Flutti söngvarinn þetta snotra tónverk eftir Mozart með mikilli prýði, er bar vott um góða menntun og sigurvænlegan þroska. Áheyrendur tóku óperusöngvar- anum með mikilli hrifningu og varð hann að taka aukalög. Varð hrifni áheyrenda dáhtið áberandi við meðferð hans á hinu einkar snotralagi Árna Thorsteinssonar ,,Rósinni“, og var það auðheyr- anlegt að áheyrendur óskuðu eftir að heyra það lag endurtekið, enda var meðferðin á því lagi sérlega áferðarfögur og smekkleg. Undirleik annaðist Fritz Weiss- happel. Var undirleikur hans eins og vant er ákaflega viðfelldin og smekklegur. — Vill undirleikur Weisshappels, sem oft heyrist í útvarpinu, stinga mjög í stúf við hamrið og ærslaganginn í sumum undirleikurum í útvarpinu. Skell- irnir og hvellirnir, sem þeir fram- leiða á hljóðfærið yfirgnæfa rödd einsöngvarans og jafnvel góður kórsöngur hverfur manni d þetta glamur. Þetta er nú útúrdúr, en ætlast til, að hann verði tekinn til athugunar af réttum aðilum. i -'íæ.i Næsta atriði tónlistarkynningar innar var það, að strengjakvintett Ríkisútvarpsin.s flutti „Eine kleine Nachtmusik“ (Lítið næturljóð) eftir W. A. Mozart. Þetta guil- fallega og sniðuglega byggða næt- urljóð var flutt af mikilh iist og kunnáttu áheyrendum til mikillar ánægju. Síðasta atriðið var ópera eftir G.B. Pergolesi, gamansöngleikur í tveimur þáttum. Með sönghlut- verkin fóru óperusöngvararnir Guðrún Á. Símonar og Guðmund- ur Jónsson, en Kristinn Hallsson lék þögult hlutverk. Undirleik annaðist strengjahljómsveit undir stjórn Fr. Weisshappels, sem lék einnig á píanó. Hrifningin var mikil yfir söng þeirra Guðrúnar og Guðmundar, og vakti sérstak- lega mikinn hlátur hin fjölbreyti- legu svipbrigði Guðmundar. Að lokinni sýningu á föstudags- kvöldið kvaddi sér hljóðs Sigur- jón Sæmundsson og ávarpaði lista mennina, þakkaði þeim fyrir kom- una og þá ágætu skemmtun, sem þeir hefðu veitt Siglfirðingum þessa stund, og bað þá flytja Ríkisútvarpinu þakkir fyrir að hefja þetta merkilega kynningar- starf á tónhst úti á landsbyggð- inni. Seinna kvöldið ávarpaði Jón Kjartansson bæjarstjóri lista- mennina og þakkaði þeim ógleym- anlega ánægjustund. Þakkaði út- varpinu fyrir, að með þessuni þætti leitaðist það við að skapa jafnvægi milli þéttbýlisins og dreifbýlisin;;, og þarna kæmi í ljós, að til þess þyrfti fleira en atvinnubótafé, fé til skipakaupa og hraðfrystihúsbygginga. Voru listamennirnir að lokum kvaddir með húrra-hrópum. Eftir sýningu seinna kvöldið, hafði bæjarstjórn- in boð inni að Hótel Hvanneyri fyrir listamennina. Guðmundur Jónsson svaraði bæði kvöldin ávörpum og þakkaði fyrir vinsamleg ummæli og ágætar viðtökur. Framhald á 4. síðu) Rannsökn á millilida- kostnaði Blöð vinstri flokkanna hafa löngum hamrað á þeirri staðhæf- ingu, að launin, sem framleiðsla landsmanna verður að greiða, valdi ekki hinni erfiðu og óglæsi- legu afkomu hennar, heldur sé meginörsök hallareksturs atvinnu- veganna og allrar dýrtíðar í land- inu óhóflegur gróði ýmiskonar milliliða, sem selur framleiðslunni vörur og veitir henni aðra þjón- ustu. Nú hefur komið fram á yfir- standandi Alþingi þingsályktunar- -tillaga um að rannsókn fari fram -á því, hver sé hlutur millilið- anna í framleiðslukostnaði þjóð- arinnar og hvort hægt sé að minnka hann. Tillögu þessa flytja sex þing- menn Sjálfstæðisflokksins, Sig- urður Bjarnason, Magnús Jónsson Sigurður Ágústsson, Jón Sigurðs- son, Kjartan Jóhannsson og Ing- ólfur A. Flygenring og er hún þannig: „Alþingi ályktar að kjósa nefnd 5 sérfróðra manna til þess að rannsaka þátt millihða í fram- leiðslukostnaði þjóðarinnar, — þannig að úr því fáist skorið, hvort hann sé óhóflega mikill, og skal samanburður gerður á milli- liðakostnaði hér og í nálægum löndum. Jafnframt verði athugað hvort og þá hvernig auðið sé að lækka milliUðakostnaði. Skal leit- ast við að haga þessari rannsókn svo, að álitsgerð liggi fyrir, er næsta reglulegt Alþingi kemur sarnan." Greinargerð fyrir tillögunni skýrir nánar, hvernig rannsókn- inni skuli hagað, svo hún beri þann árangur að á henni megi svo byggja ráðsafanir af hálfu Alþingis og ríkisstjórnar. — iSvo segir í greinargerðinni meðal annars: „Það er vítavert ábyrgðarleysi að fjölyrða um það ár eftir ár, að milliliðakostnaðurinn eigi rík- an þátt í hallarekstri framleiðsl- unnar, en láta svo undir höfuð leggjast, að framkvæma rann- sókn, sem leiði sannleikann í ljós og leggi grundvöll að umbótum í þessu efni.“ Eins og getið er um hér að framan, hafa blöð vinstri flokk- anna og þó sérstaklega forráða- menn kommúnista og Þjóðvarnar- flokksins og Alþ.fl. hamrað lát- laust á því, að milliliðagróðinn væri að miklu eða jafnvel öllu leyti þess valdandi, hve afkoma atvinnuveganna væri óhagstæð. Aldrei hefur þó þessum heið- ursmönnum fundizt sjálfum svo mikið til um þetta gaspur sitt, að þeir hafi treyst sér til að óska eftir rannsókn í þessu efni. Það hefði mátt búast við, að þeir tækju þessarí tllögu með Fiskiveiðasjóður Islands 50 ára Hinn 10. þ.m. voru liðin 50 ár frá því Fiskiveiðasjóður Islands varð stofnaður. Valtýr Guðmunda son, fyrrverandi þingmaður Gull- bringu- og Kjósarsýslu, flutti frumvarp á Alþingi um stofnun hans. Fiskiveiðasjóður hefur síðan innt af liendi sitt upphaflega áætl- unarverk að efla fiskiveiðar og sjávarútveg landsmanna. Þótt hann hafi að jafnaði elcki haft yfir mi-klu fé að ráða, hefur hann stutt mjög einstaklinga og fé- lagasamtök til kaupa á fisidbát- um, vélum í fiskiskip og fislc- vinnslustöðva. Þess utan hefir hann styrkt menn til utanfarar til að kynna sér nýjar veiði- og verkunaraðferðir. Hefur sjóðurinn að þessu leyti gegnt mjög þýð- ingarmiklu hlutverki. Upphaflega var stofnfé sjóðsins 100 þúa. kr., sem landssjóður lagði fram, en auk þess voru honum ætlaðar þessar tekjur: Sex þús. kr. árlegt framlag úr landssjóði, y3 sektarfjár fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi, að meðtöldu x/3 andvirðis þess, er greiðist fyrir upptækan afla og veiðarfæri. Lögum sjóðsins var breytt 1930. Framlag ríkissjóðs var hækkað 1 1 milljón kr. Einnig var lagt á fiskiveiðarsjóðsgjald, er nam x/s % af andvirði útfluttra sjávarafurða. Tekjur sjóðsins hafa enn verið auknar með nýj- um breytingum á lögum sjóðsins. Reglum sjóðsins um lánveitingar hefur einnig verið breytt. Alþingi samþykkti 8 millj. kr. framlag til sjóðsins af tekjuaf- gangi ríkissjóðs 1954 og ennfrem- 2 millj. kr. framlag úr ríkissjóði frá n.k. áramótum. Þó tekjur Fiskveiðasjóðs Is- lands hafi aukizt mjög og fram- lag ríkissjóðs hækkað, vantar enn mikið á, að sjóðurinn geti fullnægt lánbeiðnum. óafgreiddar lánbeiðnir eru nú að upphæð 59 millj. kr. en handbært fé sjóðsins er nú aðeins 16 millj. kr. Á árinu 1954 veitti hann ný lán að upphæð kr. 20,9 millj. kr. og svipaða upphæð hefur hann lán- að á þessu ári til októberloka. Útlán sjóðsins öll eru nú rúm- lega 600 að tölu og upphæð þeirra samtals 79,5 miilj. kr. feginleik. En það fór nú víst á annan veg. Þingmaður Þjóðvarn- arfl., Bergur, varð eitthvað miður sín, enda hefur hann talað of mikið. Það er enginn vafi á, að beðið verður með óþreyju eftir niður- stöðu slíkrar rannsóknar, ef samþykkt verður að framkvæma, hana. , .• , • —«f*'—-^-4

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.