Siglfirðingur


Siglfirðingur - 02.12.1955, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 02.12.1955, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR ÞAKKARÁVARP Innilegt þakklæti sendi ég ykkur öllum, sem glödduð mig á sjötugsafmæli mínu með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. BJÖRN G. BJÖRNSSON Vanfar kvenfólk og karlmenn til starfa 1 frystihúsi voru í vetur. Fæði og húsnæði. Upplýsingar gefa Gísli Þorsteinsson og Þorsteinn Sigurðsson. FISKIÐJAN H. F. Vestmannaeyjum. »♦♦♦♦♦♦♦♦♦< FASTEIGNAMAT Skrá yfir mat fasteigna í Siglufirði liggur frammi í Skattstofu Athugasemdir við skrána, ef einhverjar eru, þurfa að berast Siglufjarðar til 12. des. n.k. undirrituðum fyrir 15. des. n.k. Siglufirði, 1. desember 1955. SKATTSTJÓRINN í SIGLUFIRÐI RAGNAR JÓHANNESSON <-----------------------——- Siglfirðingur mAlqagn siglfibekra sjAlfgtæðismanna Rifstjárrn: Biaðneindin Ábyrgðarmaðar: Ólafur Ragnars Auglýsingar: Franz Jónatansson ________________________ Það vantar gott orgel í Sigluf jarðarkirkju Siglufjarðarkirkja er mjög veg- legt hús. Mun hún vera einna veglegasta guðshús hér á landi í þessum stíl. Hinir ágætu menn, sem báru gæfu til þess að hrinda því í framkvæmd að byggt væri svona myndarlegt guðshús, hafa borið mikinn velvildar- og virðingarhug til kirkju og kristindóms og til- einkað sér heilbrigt mat á þeirri starfsemi, sem við guðshús er bundin. Þeir hafa reynzt, þessir góðu menn, sérlega hugkvæmnir og hyggnir og hvergi rasað um ráð fram. Ljósastan vottinn um það ber staðurinn, sem þeir hafa valið kirkjunni. Að öllum líkindum hef- ur verið um fleiri staði að ræða, en að lokum, eftir vandaða og víðfeðma athugun, hafa þeir valið þetta stæði, sem hún nú stendur á. Hún stendur mátulega hátt fyrir miðri eyrinni og blasir tíguleg við, þegar gengið er upp Aðalgötu. Nokkuð jafnar vega- lengdir eru til hennar frá yztu takmörkum norðurbæjar og suður takmörkum suðurbæjar. Þegar siglt er inn fjörðinn og ferða- maðurinn rennir augum yfir bæ- inn, vekur kirkjan strax mikla athygli hans. Hún sómir sér vel á þessum stað. Þegar kirkjan var fullbyggð, voru henni gefnir ýmsir dýrmætir munir, svo sem skírnarfontur og orgel. Síðan hafa henni gefizt ágætir munir, svo sem hökull, biblía í gullskrautbandi o.fl. Þá hefur og ýmislegt verið gjört til þess að gjöra kirkjuhúsið vistlegt og aðlaðandi. Á þessu sést, að hún á ítök í hugum fóilksins, sem ann henni og ber fyllstu virðingu fyrir þessu veglega guðshúsi. Þó segja megi, að munir kirkjunnar séu þannig geymdir og hirtir, að mölur og ryð fái þeim eigi grand- að, þá liggur þó fyrir þeim, sem öðru að eldast og firnast. Og óhætt má gera ráð fyrir, að falli í hlut einhverrar komandi kyn- slóðar að endurnýja þá muni, sem kirkjan á nú. Einn munur er þó sá í eigu kirkjunnar, sem nú þyrfti nauð- synlega að endurnýja, en það er kirkjuorgelið. Á sínum tíma var orgelið mynd- arleg gjöf, og munu gefendur hafa látið sér fróðan mann á því sviði velja það. Sannast mála er, að orgelið hefur alltaf framleitt hrjúfa og sterka hljóma, sem aldrei hafa verið viðfelldnir í kirkju. Með mikilli notkun nú um 23 ára skeið hefur því eðli- lega heldur hnignað. Síðastliðin 20 til 30 ár hefur tónlistarmenningu fleygt mjög fram hér á landi. Kröfur, sem gerðar eru nú til hljómaleika eða flutnings orðs og óma, eru meiri og strangari en áður var. Fólk sækist eftir fögrum, raddþýðum söng og hljómfögrum hljóðfæra- leik. Söngur og orgelspil er veiga- mikill þáttur í messtuathöfnum kirkjunnar, en þessu hvorutveggja er hætt í þeim sess, ef ekki er fylgzt með kröfum tímans. Inn- streymi menningar og vaxandi þroska í tónlistinni má ekki stöðva, það verður að ná til þessa þáttar og hann verður að skipa sinn sess, svo sem bezt má vera. Gamla orgelið svarar ekki til þeirrar túlkunar í kirkjulegum tónverkum, sem nútíð og framtíð krefjast. Þess vegna verður nú svo fljótt sem verða má, að fara að vinna að því að kirkjan eignist gott og hljómfagurt orgel, pípu- orgel. Og skemmtilegt væri það og ánægjulegt og bæri vott um mikla ræktarsemi við kirkjuna og kristilegt starf, ef söfnuðurinn færði kirkjunni í afmælisgjöf á 25 ára afmæli hennar, sem mun vera 28. ágú&t 1957, myndarlegt og hljómfagurt pípuorgel. Slík dýrmæt gjöf bæri ekki aðeins vott um mikla ræktarsemi heldur og einnig um menningarþroska safnaðarins. Það blandast sjálf- sagt engum hugur um það, að þetta verður mikið átak. Hér verða að vera að verki margir farsælir kraftar, sem sameinast til að hrinda þessu í framkvæmd. P. E. Dömu Svitakrem Svitastifti Eggja-shampoo í plast- umbúðum. VERZLUNIN TÚNGATA 1 h.f. Hljómplötur! Urval af hlómplötum ávallt fyrirliggjandi. Ennfremur hljómplötuspilarar tilbúnir til að setja í samband við útvarpstæki. EGILSBUÐ Nýtt! Nýtt! Jólatrésskraut í miklu úrvali, ódýrt. Jólaljós, 3 teg. verð frá kr. 125,00. Jólakort, 15 teg. Leikföng, verð við allra hæfi. Blómakörfur nýkomnar, síð- asta sending fyrir jól. Náttkjólar, undirföt og sokk- ar, nýjasta tízka. Egg-shampoo í pökkum, túbum og glösum. Ennfremur úrval af kjólum, — blússum og höttum. Gjörið svo vel að líta inn. Jólabazaríuu 1955. Brúnn krossviður 5 mm, mjög ódýr. Stærð 205X160 cm. E I N C O Rafstrauboltarnir margeftirspurðu His Masters Voice komnir aftur. Verð kr. 210,00 EGILSBÚÐ Morgunsloppar og kjólar VERZLUNIN TÚNGATA 1 h.f. Gardínubrautir og- kappasteugur EINCO Leikföngin til jólanna ætíð ódýrust í EGILSBÚÐ Bezta tegund af Sandvíkur-sögum E I N C O Hörpu-silki gerir liíbýlin hlýrri og notalegri. E I N C O

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.