Siglfirðingur


Siglfirðingur - 02.12.1955, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 02.12.1955, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 t KRISTÍN ÁRNADÓTTIR Fædd 1. júní 1893. — Hún var fædd að Vestdalseyri við Seyðisfjörð 1. júní 1893. For- eldrar hennar voru Kristín Hall- grímsdóttir og Árni Pálsson, bæði af góðu bergi brotin. Til Akureyrar fluttist hún ung að árum til venslafólks síns. Til Siglufjarðar leitaði Kristín sál. eins og svo margt ungt fólk í þann tíð, en það mun hafa verið um 1913. Hinn 23. des. 1920 giftist hún eftirlifandi manni sínum Guð- mundi Fr. Guðmundssyni póst- afgr.m. og kaupmanns Guðmunds- sonar. Þau eignuðust 8 börn, en 2 dóu í æsku. Börn þeirra, sem á eru á lífi eru: Þorbjörg, gift í Hafnarfirði. Guðm. Sig. Theodór, fyrrv. Skíðakóngur Islands. Ingólfur Árni, búsettur á Akur- eyri. Kristín Margrét, dvelur á sjúkra húsi. Friðrik búsettur hér, og Steingrímur, einnig búsettur hér. Kristín bjó manni sínum og börnum hlýlegt og snoturt heim- ili í litla húsinu gamla í Aðalgötu 23. Hún var eldsnör til allra verka og velvirk, og mátti snyrti- mennsku sjá á öllu, sem hún gekk um eða bar hendur að. Má geta nærri, að oft hefur Kristín þurft að taka höndum til, þegar börnin voru að fæðast og fjölga á pallinum og þá eins og gengur um litla eða enga hús- hjálp að fá. Stundirnar, sem hún lét heimili sínu í té, voru ekki taldar, og ekki var eftir sér talið, þó andvökunætur bættust við af áhyggjum og umhyggju fyrir sínu hugkæra heimili. Kristín gaf sig að málefnum kvenna sérstaklega eftir að börn- in stálpuðust, og fylgdist vel með. Hún tók þátt í margskonar félags Dáin 31. október 1955. skap kvenna og reyndist þar ötull og virkur félagi og fylgja henni hugheilar þakkir og ljúfar minn- ingar frá starfssystrum hennar,. enda sýndu þær henni vott virð- ingar og þakklætis við jarðarför- ina 8. þ.m. Síðustu árin gekk frú Kristín ekki heil til skógar, þó ekki léti hún mikið á bera, eftir að hún kenndi sjúkdóms þess, sem að síðustu bar líkamskrafta hennar ofurliði. Mæt húsmóðir hefur þarna kvatt samferðafólkið. Blessuð sé minning hennar. Vinkona Jólagjöfin SEM VEKUR MESTA ÁNÆGJU hjá börnunum er reiðhjó! Urval af barnaþríhjólum fæst I EGILSBÚÐ Slétt og galvaniseruð járn E I N C O Verzlunarskóli Islands 58 ára Fyrir skömmu minntist Verzl- unarskóli Islands fimmtugsaf- mæhs síns. 1 tilefni af afmælinu verður gefið út myndarlegt rit, þar sem minnzt er aðdraganda að stofnun skólans og starfi hans á þessum liðna tíma. Rit þetta hefur margan fróð- leik að geyma og er mjög eigu- legt. 1 Áðalbúðinni liggur frammi áskriftalisti, og þar geta þeir, sem eignast vilja þetta merkilega minningarrit skráð nöfn sín. Linóleum-dúkur E I N C O Teppi og renningar væntanlegir bráðlega. E I N C O ÞAKKARÁVARP Hjartans þakklæti viljum við færa öllum þeim, nær og f jær, sem auðsýndu okkur hluttekningu, samúð, vinsemd og virðingu, með skeytum og minningarspjöldum, og veittu aðstoð og hjálp- semi, við andlát og jarðarför frú Kristínar Árnadóttur, Aðalgötu 23, Siglufirði. Jafnframt flytjum við meðhjálpara, organista, einsöngvara, og Kirkjukór Siglufjarðarkirkju, Kvenfélaginu Von og Sjálf- stæðiskvennafélagi Siglufjarðar okkar alúðar þakkir fyrir auð- sýnda hluttekningu, virðingu og aðstoð. Guð blessi ykkur öll. Eiginmaður, börn og tengdabörn. ÞAKKARÁVARP Mínar innilegustu þakkir færi ég öllurn þeim, sem á einn eða annan hátt sýndu mér samúð og vináttu í veikindum og við andlát mannsins míns Hólmkels Jónassonar. Ennfremur þakka ég af alhug allar gjafir og margvíslega hjálp í sambandi við útför hans. Þetta allt bið ég góðau Guð að launa af rikdómi sinnar náðar. , . , i Jósefína Bjömsdóttir . T I L K Y N N I N G Hér með er athygli vakin á því, að þinggjöld ársins 1955 og eldri eru fallin í gjalddaga og falla dráttarvextir á þinggjöld ársins 1955 frá 1. okt. s.I. Er því skorað á alla þá, er gjöld þessi eiga að greiða, að gera það hið fyrsta, svo komizt verði hjá að innheimta þau með lögtaki, sem framkvæmd verða bráðlega, verði gjöldin eigi greidd. Skrifstofan verður opin til kl. 19, frá 28.—30. nóvember n.k. Siglufirði, 15. nóv. 1955. BÆJARFÓGETINN TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á benzíni og olíum, og gildir verðið hvar sem er á landinu: 1. Benzín, hver lítri ......................... kr. 1.78 2. Ljósaolía, hver smálest ..................... — 1360,00 3. Hráolía, hver lítri ......................... — 0,79 Sé hráolía og benzín afhent í tunnum má verðið vera 2x/z eyri hærra hver olíulítri og 3 aurum hærri hver benzínlítri. Heimilt er einnig að reikna tx/% eyri á hráolíulítra fyrir heim- akstur, þegar olían er seld til húsakyndingar eða annarrar notkunar í landi. Söluskattur á benzíni og ljósaolíu er innifalinn 1 verðinu. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 15. nóvember 1955. Reykjavík, 14. nóvember 1955. VERHGÆZLUSTJÓRINN

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.