Siglfirðingur


Siglfirðingur - 02.12.1955, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 02.12.1955, Blaðsíða 4
SIGLFIRÐINGUR Stofnað Æskulýðsfélag Siglufjarðarkirkju Sunnudaginn 13. nóv. s.l. var efnt til stofnunar Æskulýðsfélags Siglufjarðarkirkju hér í kirkj- unni. Hófst athöfnin með guðs- þjónustu kl. 2. — Væntanlegir Æskulýðsfélagar gengu inn í kirkjuna, meðan forspil var leikið. I broddi fylkingar gengu piltur og Gústav Þórðarson ' FIMMTUGUR Þann 24. nóv. s.l. átti Gústav Þórðarson, fyrrv. kaupmaður hér í bæ fimmtugsafmæli. Hann er sonur heiðurshjónanna Þórðar bónda að Laugarbóli við Isa- fjarðardjúp og hinnar þjóðkunnu skáldkonu Höllu Eyjólfsdóttur. — Gústav rak hér all umfangs- miklaverzlun hér í bæ um skeið, en seldi hana fyrir fáum árum. Hefur hann síðan verið starfs- máður á skrifstofu Síldarútvegs- nöfndar. Gústav er kvæntur Dagbjörtu Einarsdóttur Gunnarssonar fyrrv. kaupmanns frá Akureyri, ágætis konu og eiga þau tvo sonu mann- vænlega mjög. Gustáv er sérlega geðþekkur mábúr óg vinmargur, enda mun það hafa sést á afmælisdaginn, þvi inargt manna kom á hið snyrtilegá og híbýlaprúða heimili þeirra hjóna til að bera fram árnaðaróskir á þessum merku tímamótum. iSiglfirðingur vill fyrir sína hönd og annarra góðkunningja færa Gústav Þórðarsyni hugheil- ustu afmælisóskir með hálfrar aldarafmælið, og væntir þess, að gæfan fylgi honum og fjölskyldu hans á leiðarenda. stúlka með tvo íslenzka fána. — Næst á eftir þeim gekk félagsfor- inginn, sem þegar hafði verið val- inn, Páll Helgason í Lindarbrekku. Æskulýðsfélagar settust á innstu bekki kirkjunnar, að undanskild- um félagsforingja og fánaberum, sem settust inn í kór. Þegar allir voru seztir var sunginn sálmurinn ,,í fornöld á jörðu var frækorm sáð“. Síðan fór guðsþjónustan fram á venjulegan hátt og steig sóknarpresturinn, sr. Ragnar Fjalar Lárusson í stólinn og ávarpaði Æskulýðsfélagana og annað æskufólk, og hafði hann að texta Matt. 13, 45—46, Að ræðunni lokinni var sungið fyrsta versið af sálminum ,,I öll- um löndum lið sig býr“. Þá gekk prestur að litlu borði í kórdyrum, en á borðinu var kertastjaki með þrem kertum. Flutti presturinn þar bæn og bað síðan félagsfor- ingjann að koma og kveikja á kertunum til merkis um það, að Æskulýðsfélag Siglufjarðarkirkju væri stofnað. Kom þá félagsfor- inginn og fánaberar fram, og kvejkti félagsforinginn á kertun- um, og sagði presturinn um leið: „Fyrir Guð, fyrir náungann, fyrir ættjörðina.“ Fánaberar stóðu heiðursvörð með fána sína á með- an. Þá mælti presturinn: „I nafni Guðs föður, sonar og heilags anda segi ég Æskulýðsfélag Siglu fjarðarkirkju vera stofnað.“ Þá gekk prestur fyrir altarið og sunginn var sálmurinn allur. Athöfninni lauk með því, að sung- inn var sálmurinn „Son Guðs ertu með sanni“. Milli fjörutíu og fimmtíu félag- ar gengu í hið nýstofnaða félag. Kirkjan var næstum fullsetin, og voru langflestir kirkjugestir æsku- fólk. Leiksýning Leikfelags Siglufjarðar jíSv'av. im- r.. . Eins og fyrr er frá sagt í frétt- um, hafði Leikfélag Siglufjarðar hafið undirbúning að því að sýna hið margumdeilda leikrit „Gim- bil“ uridir' leikstjórn Júlíusar Júlíussonar. Nú hefur félagið sýnt leikritið nokkrum sinnum. Leikritið sjálft er fádæma léttmeti, og í raun og veru næsta óskiljanlegt, að þessi íslenzki. rithöfundur skyldi vera að seilast eftir því og verða fyrir allskonar aðkasti fyrir að hafa hnuplað því frá ensku leirskáldi. Ekki fara sýnirigargestir með mikið úr leikhúsinu hvað efni leikritsins viðkemur, því efnið er ekkert. Það mætti máske segja, að verið sé .að sýna uppeldisháttu og heimilisbrag á heimili hjóna, en þó ekki svo skírar línur, að hægt sé að fá neina sérstaka mót- un á því. Fyrir bregður í öllu leik- ritinu frá byrjun til enda, dálítið smellnum og hnyttnum orðatil- tækjum og jafnvel skemmtileg- um samtölum um allt og ekkert, sem vekur hlátur. Leikritið er vel á svið sett og skemmtilega farið með sum hlut- verkin. Eiginlega furðulegt hvað hægt er að gera úr þessu léttmeti. Vonandi er, að Leikfélagið sjái sér fært að flytja efnismeiri leik- rit í framtíðinni. Búist er við, að enn verði sýn- ingar á „Gimbli“, og þar getur fólk fengið sér eina hláturstund, og það er út af fyrir sig gott. — Þess þarf með í skammdeginu. Gúmmídúkur í bílamottur og gólfrenninga. E I N C O Innilega þakka ég þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á sjötugsafmæli mínu 26. nóv. 1955. EINAR EYÓLFSSON Prýðjð eldhúsið og baðið veggjadúk — 4 litir. — E I N C O Tónlistarkynning (Frh. afl. síðu) Ekki var annað hægt að sjá, en að allir færu ánægðir heim frá þessari einstæðu og merkilegu tónlistarkynningu. Það má óhætt gera ráð fyrir, að þessi þáttur, sem Ríkisútvarpið hefur þegar byrjað á, sé velþeg- inn og verði mjög vinsæll, og von- andi sér útvarpið sér það fært að stofna til svipaðra sendiferða á næsta ári. Væri ekki úr vegi, að hann yrði framvegis fastur liður í starfsemi Ríkisútvarpsins. Því verður ekki neitað, að þegar slík heimsókn kemur sem þessi, þá finnist mönnum mest um það, hve samkomuhúsin hér eru að mörgu leyti ófullnægjandi og óhentug til tónlistarflutnings. Það ber öllum saman um, að Sjó- mannaheimilið flytji yfirleitt illa söng, og mun það að miklu leyti að kenna opnu leiksviði að baki. Hinsvegar þykir leiksviðið gott, og hafa margir aðkomuleikarar talað um það. 1 bíóhúsinu er að- staða og allur aðbúnaður með þeim frumbýlishætti, að það er ekki næthæft, enda í fyrstu ekki gert ráð fyrir, að þar færi fram að jafnaði söngleikir og önnur tónlist. Hér vantar tilfinnanlega stórt og vandað samkomuhús þannig byggt, að það fullnægði þeim kröfum, sem nauðsynlegar og óumflýjanlegar eru og út- heimtast til forsvaranlegs flutn- ings á tónlist og leikritum, með þeirri híbýlaskipun og að- búnaði, sem listamennirnir gætu við unað. Slík bygging kostaði auðvitað mikið fé og má varla búast við, að hér, í ekki stærri bæ, finnist sá aðili, sem treyst sér gæti út í slíka framkvæmd og rekstur. Ein leið myndi máske fær í þessu efni, sú, að félagasamtökin í bænum tækju höndum saman og kæmu upp slíku húsi eða kæmu sér upp svonefndu „Félagsheimili“ Ein- arhverjum finnst þetta bábilja, slíkrar byggingar sé engin þörf. En það er nú eins og hver önnur fáfræði og vanmat og skilnings- leysi. Út í þetta verður ekki frek- ar farið að sinni, en vel má vera, að bygging félagsheimilis verði til athugunar tekin síðar. 1 i .. .. Tíðarfarið hefur að undanförnu verið gott. Að vísu gerði norðan úr- felli fyrst í nóvember, en það var meinlaust og stóð stutt. Síðan má heita, að hafi verið sumarblíða, þar til nú um 27. nóv. að tók að snjóa og allhart frost fylgdi. Segja má, að vetrarveðráttan nú marga undanfarna vetur hafi verið miklu mildari og úrkomu- minni en maður átti að venjast, t.d. á árunum frá síðustu alda- mótum til 1922. En á þeim árum eru helzt í manna minnum vet- urnir 1904, 1906, 1910, 1914, 1916, 1918, 1919, 1920, 1922. Þessir vetrar voru allir harðir. Snjóþyngsli mikil og jarðbönn og frosthörkur fram á vor. Þó hafi hin síðari ár komið stuttir harðindakaflar, hefur það þó ekki jafnast á við veturna frá aldamótum til 1922. Sé litið yfir árferði á Islandí í nokkra vetur á 19. öldinni, þá kveður þar við annan tón: Árið 1865. Á Norðurlandi var veðrátta stirð, jarðbönn víða. — Stórhríðar fyrstu daga maímán- aðar. Kuldar, engin grasspretta. 13.—15. júlímánaðar gerði norð- an hvassviðri með mikilli snjó- komu. Fé fennti. Árið 1866. Eitt versta harð- indaár á nítjándu öld. Hafþök af ísi fyrir Norðurlandi og Aust- fjörðum. I marzmánuði var hver fjörður og vík fullur af hafís. — Hörkufrost um allt land. Mátti fara þvert og endilangt yfir firði og víkur á ísbreiðunni. Hafísinn lá til maíloka, sumstaðar fram í ágúst. Árið 1867. Harðindatíð. Hafís fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum. Snjóþyngsli og hörkur. Fénaðu’- féll víða á landinu. HafísinD lá fram í júnímánuð. Þá fengu /ákag- firðingar og Eyfirðinga'r lánað korn hjá landsstjórninral Ekki er lýsing á, 'árferði þess- ara ára glæsileg. B/okoll e? bezta tilbúna límið. sf E I N C O Mýtt! Nýtt! Amerískir liattar á dömur og börn Slæður, treflar, ný kjólaefni. VERZL. G. RÖGNVALDS P. E.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.