Siglfirðingur


Siglfirðingur - 16.12.1955, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 16.12.1955, Blaðsíða 1
Útgerðarmál Á fundi Rótaryklúbbs Siglufjarðar nú nýlega flutti Sigurður Jóns- son, framkvæmdastjóri ríkisverksmiðjanna og Bæjarútgerðarinnar hér, skilmerkilegt erindi um útgerðarmálin. — „Siglfirðingur" hefur fengið leyfi til að flytja smáútdrátt úr þessu glögga og greinargóða erindi og fer bað hér á eftir. Undanfarnar vikur hafa horfurnar í efnahagsmálum okkar islendinga verið mikið ræddar og vaxandi ótti hefir gripið um sig vegna stórversn- andi gjaídeyrisafkomu landsins. Þarf cngan, sem til þekkir, að undra þessa öfugþróun. Síðan verkfallinu lauk í aprílmánuði síðastliðnum hefir verð- hækkunaraldan, sem reynt hefir verið að ljerjast við hin síðari ár, flætt yfir landið, og á eftir að lama alla framleiðslu okkar, ef ekki verður gripið til einhverra róttækra aðgerða til úrbóta. Um 95% af útfhitningsverzluninni byggist á sölu sjávarafurða. Sjávar- útgerðin er því undirstaða tilveru okkar, og afkoma hennar verður fyrst og fremst að tryggja. Nú er reynslan sú, að útgeröin er algjör- lega háð afurðaverði á erlendum markaði, og getur því ekki velt birgð- unum af auknum liikostnaði lieima fyrir yfir á herðar erlendra kaup- enda.Það segir sig sjálft, að ef fram- leiðslan á að geta risið undir hinúm aukna tilkostnaði, þarf annað hvort að fást hærra verð fyrir afurðirnar á heimsmarkaðinum, eða framleiðsl- an og vinnuafköstin að aukast til mikilla muna. Því miður bendir ekkert til þess, eins og er, að svo verði. Samkeppni um sölu fiskafurða er geysihörð og keppinautar okkar leggja áherzlu á að bjóða vörur sínar á sem lægstu verði. Á þessu ári hefir t.d. freðfiskur og skreið lækkað á lieimsmarkaðinum vegna samkeppni og aukinnar framleiðslu, og allar líkur benda til þess, að saltfiskurinn lækki í verði eftir áramótin, en verð Falleg vinargjöf Vinarbær Siglufjarðar í Dan- mörku, bærinn Herning á Jótlandi hefur fært Siglufjarðarbæ að gjöf 11 metra hátt og vellimað jóla- tré. Var það afhent Siglufjarðar- bæ s.l. sunnudag ljósum prýtt að aflokinni messugjörð. Pormaður Norrænafélagsdeild- arinnar hér, Sigurður Gunnlaugs- son afhenti tréð og flutti um leið stut ávarp með kveðju og árn- aðaróskum frá gefanda. Við gjöfinni tók forseti bæjar- stjórnar 'Baldur Eiríksson, og þakkaði fyrir hönd bæjarins með stuttri ræðu þessa myndarlegu vinargjöf. Kirkjukór Siglufjarðar, undir stjórn Páls Erlendssonar söng sálma á undan og eftir. á saltfiski hefir verið hagstætt á þessu ári. Reynsla undanfarinna ára sýnir, að ekki er hægt að gera ráð fyrir því, að vinnuafköstin aukizt frá því sem nú er, að óbreyttum aðstæðum. Undirstaðanu ndir sjávarútveg- inum eru vélbátarnir og togararnir. Við skulum nú athuga lauslega hvernig rekstur þeirra hefir gengið undanfarin ár. Á árinu 1950 var svo komið, að vélbátaeigendur voru flestir orðnir gjaldþrota vegna aflabrests undan- farinna ára. Þorskafli liafi farið þverrandi og síldveiðin fyrir Norður- landi hafði brugðizt undanfarin sum- ur, en síldveiðarnar liöfðu einmitt verið aðalundirstaða vélbátaútgerðar- innar. Var þá horfið að því neyðar- úrræði að stofna til skuldaskilasjóðs bátaútvegsins, það er að segja, að hluti af skuldum útgerðarmanna var strikaður út, en nokkur hluti skuld- anna síðan veittur sem föst lán með vægum afborgunum. Allt frá stríðslokum hafði verð á fiski bátaflotans verið lialdið uppi með uppbótum úr ríkissjóði, hin svo- nefnda fiskábyrgð. Vorið 1950 var lækkað gengi íslenzku krónunnar, og var þá fiskábyrgðin felld niður. I ársbyrjun 1951 töldu vélabátaút- gerðarmenn sig ekki geta gert út skip sín með því íiskverði, sem þá var í gildi, og var ekki annað sýnna en að rekstur bátanna stöðvaðist. Þá varð það úr, að stofnað var til hins svonefnda bátagjaldeyris, sem svo mjög er umdeildur. Fengu útgerðar- menn vélbátanna helming af fob and- virði aflans til ráðstöfunar (síld og lýsi undanskilið), en þennan gjald- eyri seldu þeir síðan með 60% álagi. Það þýðir að úr fob. útflutningsverð- mæti bátafisks fæst 30% viðbótar7 greiðsla í bátagjaldeyri. Fyrir nokkru var haldinn aðal- fundur Landssambands ísl. útvegs- manna i Reykjavík. Aðalmál þessa fundar var rekstrargrundvöllur vél- báta og togara á næsta ári. Voru full- trúarnir á einu máli um það, að ekki væri rekstrargrundvöllur fyrir þessi skip að óbreyttum aðstæðum, eftir að allur tilkostnaður hefði stórhækkað, og fram undan væru stórfelldar kaup- fiækkanir á sjó og landi vegna visi- töluhækkunar. Vélbátaeigendur standa þó mun betur að vígi heldur en útgerðarmenn togaranna. Veldur því einkum, að við rýmkun landhelginnar hefir aflamagn vélbátanna á vetrarvertíð sunnan- lands stóraukizt, og að bátagjaldeyrir- inn gefur miklar tekjur. Vélbátaeig- endur eru samtaka og má gera ráð fyrir því, að þeir liefji ekki róðra á iiæsta ári, nema að þeir fái viðunandi grundvöll fyrir rekstri bátanna. öðru ináli er að gegna um út- gerðarmenn togaranna. Meirililutir togaraflotans er í eign bæja að öllu eða einhverju leyti, þar sem kapp er lagt á það, að útgerðin stöðvist ekki vegna atvinnuástandsins á viðkom- andi stöðum. Það er því miklu erfið- ara fyrir þessa aðilja að gera rót- tækar ráðstafnir til úrbóta. Fyrstu árin, sem nýsköpunartog- ararnir voru reknir, stunduðu þeir nær eingöngu ísfiskveiðar og seldu aflann til Bretlands og Þýzkalands. Sölurnar voru sæmilegar til að byrja með^en brátt fór að halla undan fæti yegna þess, að bæði Bretar og Þjóð- verjar lögðu kapp á það að verða sjálfum sér nógir og byggðu marga nýja, fullkomna togara. Þetta leiddi að sjálfsögou af sér aukið framboð á fiski. Afkoman í þessum söluferðum varð því sífellt verri, og þjóðhagslega séð átti togaraútgerðin j)á lítinn til- verurétt, því að sáralílil atvinna skap aðist í landi af rekstri þeirra. Tog- arasjómennirnir höfðu að vísu all- góðar tekjur, en þær voru of dýru verði keyptar. Þegar svo löndunarbann brezku togaraeigendanna skall á, var farið út á nýjar brautir og fiskurinn verk- aður að mestu heima. Lögð var áherzla á skreiðarverkun og fryst- ingu, eftir því sem tök voru á. Þá var og lögð meiri áherzla á salt- fiskverzlun, en eins og kunnugt er var saltfiskverkunin aðalundirstaða atvinnulífs okkar Islendinga fram að heimisstyrjöldinni síðari, en lagðist nú niður í nokkur ár. Við þetta skap- aðist mikil vinna í landi og má segja, að útgerð togara á þessum grund- velli hafi skapað þóttaskil í atvinnu- lífi margra bæjanfélaga. Undanfarin ár hefur mestur hluti togaraflotans verið rekinn með stór- kostlegu tapi. Veldur því mestu hve allur tilköstnaður hefir stóraukizt samfara minnkandi afla á vetrarver- tíð vegna útfærslu landhelginnar. — Vegna hins háa tilkostnaðar og háa kaupgjalds í landi hefir verð það, sem togararnir fá fyrir fiskinn verið alltof lágt. Áður en bátagjaldeyririnn var settur á, var sama verð greitt fyrir togarafisk og bátafisk, og að sjálfsögðu mæla engin rök með því, að hér sé gerður stórkostlegur mis- munúr, en eins og nú er, er kr. 0,50 hærra verð á bátafiski en togarafiski. Snemma á árinu 1954 var svo komið, að togaraflotinn var að stöðv- ast vegna taprekstrar. Var þá kjörin nefnd á Alþingi til að rannsaka af- komu togaranna. — Hún skilaði áliti dagsettu 2. júlí 1954 og komst að þeirri niðurstöðu, að rekstrartap, sem rétt væri að miða við hjá hverj- um meðaltogara væri um lcr. 950.000 á ári með fyrningu. Sú eina úrbót, sem fékkst í þessu máli var, að gefin voru út bráða- birgðalög um að greiða hverjum tog- ara rekstrarstyrk, (hinn alkunna bíla- skatt) kr. 2.000,00 á dag, frá 1. ágúst 1954. Nemur þessi upphæð um kr. 000.000,00 á ári miðað við 10 mán- aða úthald. 1 september 1954 voru, sem kunn- ugt er, gerðir nýir kjarasamningar við skipverja á togurunum, fyrst við háseta, kyndara og matsveina, og síðar við alla yfirmenn. Við þetta hækkaði kaupið um 25—30%, eða sem næst kr. 600.000 á ári. Rekstrar- styrkurinn, sem í rauninni er enginn styrkur, fór því allur í hækkað kaup skipverja. Rekstrargrundvöllur togaranna lief- ir enn stórversnað frá því á árinu 1954, vegna þess að á undanförnum mánuðum hefir öll vinna í landi stórhækkað, svo og öll þjónusta, sem útgerðin þarf á að halda vegna við- lialds, veiðarfæra ojþ.h. Togararnir eru afkastamastu at- f Viggó Guðbrandsson Hann varð bráðkvaddur seinni hluta dags 7. þ.m. Hann kenndi sjúkdóms fyrir nokkrum árum, og þó hann fengi smávægisbót á honum, var heilsa hans ávallt á veikum þræði. — Viggó var, meðan heilsan leyfði, með afbrigðum duglegur maður og hagur vel. Dagleg geðprýði hans var við- jafnað. Trygglyndur vinum sín- um, enda vinsæll. Prúður heimilisfaðir, enda sár harmur kveðinn að ekkju hans, Guðlaugu Steingrímsdóttur, — ágætri konu, og börnum hans nú- lifandi, fjórum, öllum uppkomn- um. Viggó minnast vinir hans ávallt með hlýjum hug. Blessuð sé minning hans. Glæsðlegur fundur Fundur var haldinn í félagi Sjálfstæðismanna í húseign fé- lagsins Grundargötu 11. Formaður hússtjórnar Óli Blöndal gaf ýtarlega skýrslu um kaup á húseigninni Grundargötu 11. ' 'Rætt var mikið um vetrarstarf- semina. Var mikill áhugi hjá fé- lagsmönnum að hefja nú þegar fjölbreytta félagsstarfsemi. Var ákveðið að fjölga fundum og hafa í sambandi við þá ýmislegt til skemmtunar og fróðleiks, og verður næsti fundur þriðjudaginn 10. jan. 1956. Ólafur Ragnars bæjarfulltrúi hreyfði nokkrum bæjarmálum. vinnutæki okkar Islendinga á sínu sviði. Skýrslur sýna, að á síðastliðnu ári var afli 300 mótorbáta 174 þús- und smálestir, en afli 42 togara 163 þúsund smálestir. Við bátana störf- uðu 3000 manns en við togarana 1300 manns. Ef togararnir liefðu fengið sama verð fyrir fiskinn undanfarin 3 ár og vélbátarnir, þá hefðu þessar auknu tekjur numið um 2 milljónum króna á ári á hvern togara. Þá liefði ekki þurft að kvarta yfir slæmri rekstra rafkomu foga ra nna. Reiikna má með því, að nú sé út- gerðarkostnaður togara, sem stundar ísfiskveiðar, um 660 þúsund krónur á mánuði miðað við meðalafla, og eru afskriftir þá innifaldar, en kostn- aðurinn skiptist eitthvað á þessa leið: Kaup skipevrja ........ kr. 230.000,00 Fæði .................. — 33.000,00 Olía .................. r— 90.000,00 Viðhaldskostnaður ..... —: 50.000,00 Veiðarfæri ............ — 75.000,00 Tryggingar ............ — 30.000,00 ls .................... — 17.500,00 Uppsk.kostn. o.fl...... — 40.000,00 Ýmis vinna ............ — 15.000,00 Vextir af lánum ....... — 32.000,00 Ýmis fastakostnaður ... — 18.000,00 Kr. 630.000,00 Fyrningar .............. — 30.000,00 Kr. 660.000,00 (Framhald á 2. síðu)

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.