Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.12.1955, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 23.12.1955, Blaðsíða 1
Vikublaðið „SIGLFIRÐINGUr óskar öllum lesendum sínum, nær og fjær, GLEÐÍLEGRA JÓLA OG GÆFURÍKS NÍÁRS &lu ad koma „Sú þjóð, sem í myrkri gengur sér mikið ljós. Yfir há, sem bna í landi náttmyrkr- anna skín ljós, — því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn“. Jólin eru að koma. Ennþá einu sinni er jólahátíðin að renna upp yfir mannheimi, þessi dýrðlega hátíð, hátíð ljósanna í skammdegismyrkrunum og hátíð hinna glöðu barnshjartna. Og oss öllum, einnig hinum eldri, hlýnar um hjartað við komu þeirra. Og það er sérstakur hugblær, sem grípur oss þá. Skap vort verður mildara, og það er sem hlýir straumar fari um sái vora í hvert sinn, sem jólin ganga í garð. Vér tökum þá léttara kveðju annarra en endranær, og vér segjum hver við annan með kærleikshreim í röddinni: Gleðileg jól. En hversvegna hefir hún slík áhrif á oss jólahátíðin? Er það ef til vill einungis gamall barnsvani, sem fyllir hug vorn þessa desemberdaga Eða er eitthvað annað og meira á ferðinni, sem fer svo mjúkum höndum um hug vorn? Vér finn- um til þess betur en endranær, þegar jólaguðspjallið berst oss til eyrna og hljómar jólasálmanna óma í eyrum vor- um, að það er líkt því sem heilög hönd sé lögð á höfuð vort. Og vór kunnum að finna, að það er sem kraftur af hæðum vitji vor, og veiti oss hlutdeild í dýrð sinni. Ég er viss um það, að við finnum það öll — innst inni, — að það er ekki ytra umstang jólanna, jólagjafir, góðgæti og annað slíkt, sem þessum áhrifum valda, heldur hið himneska og guðdómlega, sem koma jólanna er tengd við. Hugsum oss jól án jólaguðsspjalls, án jólasálma, án allrar andaktar, það væri ekki hægt að kalla slík hátíðahöld jól, þótt þau færu fram þessa desemberdaga. Væri slíkt ekki líkast afmælisveizlu án afmælisbarns, eða hátíðahöldum án alls til- ef nis ? Er það ekki einmitt vegna jólaguðsspjallsins og fagnaðar- boðskapar þess, sem vér kristnir menn höldum heilög jól? — Ég vona, að svo sé, og að vér svörum því öll játandi, því annars verðskuldum vér eigi hið kristna nafn. En hver er þá hinn mikh fagnaðarboðskapur jólanna? Hann er þetta: Mennirnir eru ekki látnir afskiptalausir, þar sem þeir ganga í myrkri. Það er um þá hugsað og yfir þeim vakað á æðri stöðum, glaðst yfir gæfu þeirra, hryggzt yfir böli þeirra og bætt úr vandræðum þeirra. Heilar hersveitir af himneskum verum, voldugum og sælum, birtast til þess að fagna, er mannheimum birtist sitt skærasta ljós. Þær láta sér ekki á sama standa um kjör mannanna og líðan, þær láta sig máli skipta um frelsi þess heims, sem í holdsfjötrum býr. Og þetta er vegna þess, að þeir eru allir bræður: ljósveran í dýrð hjá Guði og fjármaðurinn, sem vakir um nóttina yfir hjörð sinni — engillinn yfir á sólbjörtu eilífðarlandinu og sá sem í landi nátmyrkranna býr eru bærður, Guð er faðir beggja. Og Guð ber umhyggju fyrir þeim báðum, elskar þá báða. Og englasveitirnar úr æðri tilveru skulu vera bræðrum sínum á jörðinni vottar þess, hvernig Guð vakir yfir þeim, sem í náttmyrkrunum búa, og hvernig þeirri þjóð, sem í mykri gengur gefst mikið ljós. Mönnunum er Frelsari fæddur. Guð er sjálfur kominn til mannheima. Hann hefir horfið um stund frá ljóma eilífðarlandsins, til þess að dvelja meðal þeirra, sem í náttmyrkrunum búa. Og Orðið var hold og hann bjó með oss fullur náðar og sannleika. En hví valdi Guð þessa leið? Ráðsályktanir hins hæsta verða aldrei skýrðar af ófull- komnum mönnum. En óhætt er að segja, að Jesús Kristur kom í heiminn til þess að verða mönnunum mikið ljós. Hjá honum sjáum vér í fullkominni mynd hið góða, fagra og fullkomna. Jesús Kristur er öllmn mönnum allra tíma slíkt' ljós, frelsari og fyrirmynd, einnig þér og mér. Englarnir eiga því að vera oss mönnunum vottar þess, að himinninn stendur í órofa sambandi við jörðina, þótt hann sé henni langt um ofar að heilagleika og tign. Mannkyninu er Frelsari fæddur. Kæru vinir. Meðtökum þennan fögnuð himnanna. Gerum hann að lifandi vitnisburði hjartna vorra. Biðjum Guð, að vér fáum að lifa þá stund af eigin raun, að sonur sé oss gefinn, að oss sé Frelsari fæddur. — Gleðileg jól, í Jesú nafni. RAGNAR FJALAR LÁRUSSON

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.