Morgunblaðið - 09.05.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2011
Meirapróf
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737
Næsta námskeið byrjar 11. maí 2011
Der Spiegel sagði frá því aðuppi hefði verið fótur og fit
vegna nýrra frétta frá Grikklandi.
BBC sagði frá því að blásið hefði
verið til neyðarfunda
innan ESB þegar
Grikkir hefðu
orðað það upp-
hátt að kasta frá
sér evrunni sem
þeir hafa brúkað í
10 ár með þeim ár-
angri sem allir þekkja og taka á ný
upp drökmuna, sem þeir höfðu lát-
ið duga sér þrjú þúsund árin þar á
undan.
Þessum fréttum var vísað á bugúr öllum áttum. Gríski fjár-
málaráðherrann sagði að það gerði
efnahag landsins illt eitt að ræða
slík mál og hann mætti ekki við
neinu. Forsprakkar fjármála ESB
byrjuðu á að segja að enginn neyð-
arfundur hefði verið haldinn og
fréttir um slíkt væru fráleitar.
Þegar í ljós kom að einhverjirfundarmanna á slíkum fundi
höfðu þegar misst það út úr sér var
breytt um kúrs og viðurkennt að
óvæntur fundur fór fram, en á hon-
um hefðu menn rætt um allt nema
það að Grikkir vildu kveðja evru.
En markaðurinn, „sem erskepna skýr“ eins og sagt var
um þorskinn forðum, trúði fremur
BBC og Der Spiegel en búrókröt-
um úr Brussel, sem líta á sannleik-
ann eins og fágæti úr torræðum til-
skipunum. Verðmæti evru lækkaði
því um 1 prósent við tíðindin. Vera
má að Grikkir séu ekki endilega á
leið úr evrunni. Þeir séu einungis
að hóta því til að fá hærri lán og
lægri vexti á þeim gömlu, því staða
þeirra sé jafnvel enn verri en ætlað
var.
Takist þetta vel munu Írar verðanæstir til að fullyrða að þeir
séu ekki heldur með ráðagerðir
um að koma sér út úr evrunni.
Ólíkindi í evrulandi
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 8.5., kl. 18.00
Reykjavík 15 léttskýjað
Bolungarvík 6 skýjað
Akureyri 6 alskýjað
Egilsstaðir 4 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 16 skýjað
Nuuk 3 skýjað
Þórshöfn 10 þoka
Ósló 20 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 heiðskírt
Stokkhólmur 17 heiðskírt
Helsinki 17 heiðskírt
Lúxemborg 26 heiðskírt
Brussel 23 heiðskírt
Dublin 15 léttskýjað
Glasgow 16 léttskýjað
London 18 léttskýjað
París 22 heiðskírt
Amsterdam 22 heiðskírt
Hamborg 23 heiðskírt
Berlín 20 léttskýjað
Vín 14 léttskýjað
Moskva 17 heiðskírt
Algarve 20 heiðskírt
Madríd 20 léttskýjað
Barcelona 21 léttskýjað
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 18 heiðskírt
Aþena 18 léttskýjað
Winnipeg 13 skýjað
Montreal 13 léttskýjað
New York 20 heiðskírt
Chicago 16 léttskýjað
Orlando 27 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
9. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:33 22:16
ÍSAFJÖRÐUR 4:18 22:42
SIGLUFJÖRÐUR 3:59 22:25
DJÚPIVOGUR 3:58 21:51
Skúli Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
„Það er mikil gleði yfir því að þarna
eigi að rísa nýtt prestsetur, […]
þetta er sögufrægur staður og þarna
hefur verið kirkja alveg frá því á
tólftu öld,“ segir séra Elínborg
Sturludóttir, sóknarprestur í Staf-
holtsprestakalli, en hún tók á föstu-
daginn fyrstu skóflustunguna að
nýju prestsetri í Stafholti í Borgar-
firði. Hún kveður kirkjuyfirvöld og
íbúa á svæðinu hafa mikinn metnað
til að hafa þennan sögustað í háveg-
um.
Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt
teiknaði prestsetrið og líst séra Elín-
borgu vel á teikningarnar. „Þetta er
látlaust og fallegt hús og hæfir vel
staðnum, vel hugsað og kallast á við
kirkjuna sem er friðuð, vígð 1877, og
útihúsin og umhverfið. Þetta er mjög
snoturt hús, það verður spennandi að
fylgjast með þessum framkvæmdum
í sumar,“ segir séra Elínborg.
Naut stuðnings sóknarbarna
„Það verður að segjast alveg eins
og er að þetta hefur ekki gengið
þrautalaust fyrir sig,“ segir Elínborg
um aðdraganda hins nýja prestset-
urs. Þegar Elínborg tók við Staf-
holtsprestakalli árið 2008 var ætl-
unin að byggja upp hinn fornfræga
kirkjustað og byggja nýjan bústað
fyrir sóknarprestinn þar sem hinn
eldri var óíbúðarhæfur. Forsendur
breyttust við efnahagshrunið það
sama ár og varð því ekki af fram-
kvæmdum um sinn.
„Það var mikill stuðningur frá
sóknarnefndunum í prestakallinu og
frá sóknarbörnunum,“ segir Elín-
borg en fólk í prestakallinu safnaði
undirskriftum til að knýja á um að
nýr prestsbústaður yrði reistur í
Stafholti. Að lokum var verkið boðið
út fyrr á þessu ári og stefnt er að því
að prestsfjölskyldan geti flutt inn í
húsið í seinasta lagi í lok ársins. Seg-
ir séra Elínborg það sýna metnað
kirkjustjórnarinnar að hún skuli
hafa staðið við fyrirætlanir sínar og
látið verða af því að reisa nýtt prest-
setur.
„Þetta er látlaust
og fallegt hús“
Nýtt prestsetur mun rísa í Stafholti
Ljósmynd/Birna G. Konráðsdóttir
Fyrsta skóflustungan Séra Elínborg Sturludóttir tekur fyrstu skóflustung-
una að nýju prestsetri í Stafholti með son sinn, Sturlu Jónsson, sér við hlið.
Lögregla höfuðborgarsvæðisins
stöðvaði akstur tveggja karlmanna á
höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun
og gærdag en þeir eru grunaðir um
að hafa sest undir stýri undir áhrif-
um vímuefna, og leiddi vímuefna-
skimun það í ljós. Auk þess fannst
nokkurt magn efna í öðrum bílnum
sem talið er vera ólögleg vímuefni.
Annar maðurinn var stöðvaður á
Hafnarfjarðarvegi á níunda tím-
anum í gærmorgun en efnin fundust
í bíl hans. Fleiri voru í bílnum og
voru allir færðir á lögreglustöð þar
sem tekin var af þeim skýrsla. Að
skýrslutöku lokinni var fólkinu
sleppt. Hinn ökumaðurinn var á ferð
um Háaleitisbraut síðdegis í gær.
Þá var akstur fimm ökumanna
stöðvaður aðfaranótt laugardags en
þeir voru allir undir áhrifum.
Undir áhrif-
um vímuefna
í umferðinni