Morgunblaðið - 09.05.2011, Side 32

Morgunblaðið - 09.05.2011, Side 32
MÁNUDAGUR 9. MAÍ 129. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Myndir af Pippu vekja athygli 2. Meistaratitill blasir við Man. Utd 3. Ágústa Ósk léttist um rúmt kíló 4. Beckham slapp úr bílslysi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  „Wild Beasts er áhrifamesta, áhugaverðasta og allra mest heillandi sveit sem hér starfar. Mjög líklega erum við með plötu ársins í höndunum,“ segir Mike Diver hjá BBC um þriðju plötu Wild Beasts. »27 Wild Beasts með plötu ársins?  Sýning Lisu Milroy verður opnuð í Gang- inum, Rekagranda 8, klukkan 17-19 í dag og verður listakonan á staðnum. Milroy fæddist í Vancou- ver í Kanada 1959 og hefur sýnt víða en einkum í Bret- landi. Hún vakti fyrst athygli um 1980 þegar hún birti teikningar sínar af skóm og öðrum nytjahlutum. Lisa Milroy opnar sýningu í Ganginum  Frelsissveit Nýja Íslands kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múl- ans í Norræna húsinu í kvöld og þeir hefjast klukkan 21. Hauk- ur Gröndal stofnaði hljómsveitina í árs- byrjun 2010 og mark- mið hennar er að leika frumsamda ís- lenska tónlist. Fyrsti geisladiskur sveitarinnar er væntanlegur á árinu. Frelsissveit Nýja Íslands á tónleikum Á þriðjudag Austlæg átt með skúrum víða um land, einkum þó suðaustanlands. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast á Vesturlandi. Á miðvikudag Snýst í norðanátt með dálítilli vætu norðan- og austanlands, en víða bjart sunnan heiða. Kólnandi veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 5-13 m/s og skúrir, einkum sunnan- lands. Hiti 7 til 17 stig, svalast við austurströndina. VEÐUR Umdeilt mark á síðustu mínútu færði KR-ingum stig gegn Keflvíkingum í Pepsi- deild karla í fótboltanum í gærkvöld. Óskar Örn Hauks- son jafnaði, 1:1, þegar leik- maður Keflavíkur lá á vell- inum, meiddur á höfði. Valsmenn eru einir á toppi deildarinnar en þeir unnu Grindvíkinga 2:0 suður með sjó, eru með sex stig eftir tvær umferðir og hafa ekki fengið á sig mark. »3-5 KR jafnaði með umdeildu marki Aron Pálmarsson lét mikið að sér kveða í úrslitaleik þýsku bikar- keppn- innar í hand- bolta í gær. Hann skoraði 6 mörk þegar Kiel, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, vann Flensburg, 30:24. „Ég er mjög ánægður og nýti mér það traust sem ég fæ frá þjálfaranum,“ sagði Aron við Morgunblaðið. »1 Nýti mér það traust sem ég fæ frá þjálfaranum Auðunn Jónsson fékk um helgina bronsverðlaun í réttstöðulyftu á Evr- ópumótinu í kraftlyftingum í Tékk- landi og var nálægt því að fá líka bronsið í samanlögðu. „Þetta var ægileg keppni og í mjög háum gæða- flokki en þessir karlar verða bara teknir í bakaríið næst,“ sagði Auðunn í samtali við Morgunblaðið að mótinu loknu. »1 Þessir karlar verða teknir í bakaríið næst ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á María Ólafsdóttir maria@mbl.is Anna Svava Knútsdóttir, Ásta Briem og Ómar Jabali halda til Tógó nú í byrjun júní. Þar mun Anna Svava starfa með SPES- samtökunum, sem reka barnaheim- ili fyrir börn frá nokkurra mánaða aldri. Á meðan munu þau Ásta og Ómar taka upp heimildarmynd um dvölina. „Ástu vinkonu mína, sem er kvik- myndagerðarkona, langaði að gera heimildarmynd og mig hefur alltaf langað að starfa við hjálparstarf. Við ákváðum því að slá þessu saman og gera heimildarmynd um hjálpar- starf. Kvikmyndagerðarmaðurinn Ómar Jabali slóst síðan einnig í hópinn með okkur. Við fengum vil- yrði hjá hjónunum Nirði P. Njarð- vík og Beru Þórisdóttur að koma og taka þátt í hjálparstarfinu SPES sem þau reka ásamt öðrum hjónum. Við verðum í höfuðborginni Lomé en þar búa 132 börn á heimili sam- takanna. Mitt helsta verk verður að sýna börnunum einstaklingsathygli sem er mikilvægt til að örva þau fé- lagslega,“ segir Anna Svava. Stíf frönskukennsla Þær stöllur munu dvelja í Tógó í um þrjá mánuði og Ómar hluta tím- ans. Tógó er frönskumælandi land og hafa þær Anna og Ásta því báðar verið í stífri frönskukennslu. Anna Svava segir að lík- legast muni hugmyndir um hvernig myndin verði byggð upp breytast þeg- ar á hólminn verði komið. Þó verði miðað að því að segja sögu barnanna og fylgja þeim eftir í sínu daglega lífi. Einnig verði rætt við starfsfólk heimilisins til að heyra ástæður þess að fólk helgi líf sitt slíku starfi. Enn sem komið er hefur hóp- urinn ekki hlotið beina styrki til verkefnisins en verður veitt fæði og húsnæði af SPES á meðan á dvöl- inni stendur. „Okkur langar til að taka eins mikið með okkur og við getum. Sérstaklega vantar okkur kennslugögn til að kenna líffræði en draumurinn væri að fara út með lík- an af mannslíkamanum, svo að það væri frábært ef einhver kennari ætti gamalt dót sem hann væri tilbúinn að láta af hendi,“ segir Anna Svava. Börnin eru á fram- færslu samtakanna til 18 ára aldurs en hljóta þá áframhaldandi stuðning þar sem 10% mánaðargreiðslna frá styrktarforeldrum renna í há- skólasjóð. Hér á landi styrkja nærri 50 styrktarforeldrar samtökin. Mannslíkami í farteskinu  Heimildarmynd gerð um SPES- samtökin í Tógó Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjálparstarf Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir verður í sviðsljósinu þegar hún heldur til Tógó í byrjun júní. Lýðveldið Tógó er ríki í Vestur- Afríku og er höfuðborgin Lomé á suðurströnd ríkisins við Benín- flóa. Njörður P. Njarðvík átti frum- kvæðið að stofnun SPES- samtakanna sem er skammstöfun fyrir heiti samtakanna á frönsku, Soutien Pour l’Enfance en Souffrance. Njörður og Bera eiginkona hans stofnuðu samtökin í samstarfi við frönsk vinahjón árið 2000. Samtökin fagna því áratug- ar starfi um þessar mundir en helsti tilgangur þeirra er að byggja og reka þorp fyrir foreldralaus börn. Við SPES starfar nú fólk bæði frá Tógó og öðrum löndum víðs vegar um heim. Samtökin hafa aðsetur í Frakklandi en stofn- aðar hafa verið sérstakar SPES- deildir í fimm löndum, Íslandi, Frakklandi, Belgíu, Tógó og Spáni. Bygging barnaþorpa SAMTÖKIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.