Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.06.1958, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 10.06.1958, Blaðsíða 1
12. tölublað. (J Þriðjudagurinn 10. júní 1958 31. árg. LANDHELGISMÁLID hafði nær splundrað verðbólgustjórninni. Utanríkisráðherra, nýkominn af ráðstefnum erlendis, eygði leið til að vinna Islandi bandamenn og Siglufjarðarkaupstaður 40 ára 20. maí s.l. voru 40 ár liðin síðan Siglufjarðarbær öðlaðist kaupstaðarréttindi og 140 ár síðan hanu var löggiltur verzlunarstaður. Vegna anna í bænum var ekki hægt að minnast þessara merku tímamóta í sögu Siglufjarðar á sjálfan afmælisdaginn, heldur fóru hátíðahöldin fram á Sjómannadaginn 1. júní í ágætri samvinnu við Sjámannadagsráðið hér í bæ. Þessara tímamóta í sögu Siglu- f jarðar átti að minnast á afmælis- daginn 20. maí s.l. svo sem vera ber, en vegna óvenjumikilla anna hér í hænum og óhagstæðs veður- fars um þær mundir var því frestað til Sjómannadagsins, sem að þessu sinni bar upp á sunnu- daginn 1. júní. Varð það að sam- komulagi að sameina þessar tvær hátíðir, afmæli kaupstaðarins og hátíðisdag sjómannastéttarinnar. Fór mjög vel á því. Sunnudagurinn 1. júní rann svo upp heiður og fagur, eins og bezt gerist á vordögum í Siglufirði. — Hátíðahöldin fóru fram á skóla- balanum. Hafði verið slegið upp myndarlegum palli við foarnaskóla- húsið, þar sem hátíðahöld dagsins skyldu fara fram. Hátíðahöldin hófust um morg- unin með skúðgöngu frá hafnar- bryggju og að kirkju. Kl. 11 hófst svo messa, og predikaði sóknar- presturinn, sr. Ragnar iFjalar Lárusson. Hátíðina á skólabalanum settu Páll Pálsson skipstjóri, f.h. Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins „Ægis", og Andrés Hafliðason, forstjóri, f.h. bæjarins. Ræðumenn dagsins voru, Bald- ur Eiríksson, forseti bæjarstjórn- ar, sem talaði um vöxt og viðgang Sigluf jarðar á liðnum árum, Sig- urður Kristjánsson ræðismaður talaði um hinn söguríka dag 20. maí 1918, er íSigluf jörður öðlaðist kaupstaðarréttindi. Eyþór Halls- son, skipstjóri, talaði fyrir hönd Sjómannadagsins og Óskar Gari- (Framhald á 2. síðu) Eru þetta efndir hinna gullnu loforða: Stórfelldari verdhœkkanir og álögur en nokkru sinni ádur • Undir „íhaldsstjórn" Árið 1950 var gengi íslenzku krónunnar fellt og ári síðar, er í Ijós hafði komið, að gengislækk- unin nægði ekki til að rétta hlut útflutningsframleiðslunnar til fulls, var komið á hinu svonefnda bátagjaldeyrisfyrirkomulagi, sem gerði það að verkum, að vissar tegundir vara, sem ekki teljast bráðnauðsynlegar hækkuðu í verði um leið og innflutningur þeirra var gefinn frjáls. — Áður höfðu þessar vörutegundir verið illfáan- legar á réttu verði vegna inn- flutningshafta. Báðar þessar ráðstafanir, geng- islækkunin og bátagjaldeyrisfyrir- komulagið voru gerðar út úr neyð, enda viðurkenndu þeir stjórnmálaflokkar, sem að þessu stóðu, þáverandi stjórnarflokkar það hreinskilnislega. En að vand- lega athuguðu máli fundust þá ekki aðrar tiltækar leiðir, en þær, sem áður eru nefndar til að forða útflutningsframleiðslunni frá hruni vegna langvarandi halla- reksturs. Ekki verður því neitað, að fyrst í stað leiddi gengislækk- unin til nokkurra óþæginda fyrir allan almenning. (Þegar frá leið leiddi hún hinsvegar til jafnvægis og á árunum 1952—1955 má segja, að þjóðin hafi búið við sæmilegt efnahagslegt öryggi og jafnvægi. Atvinna var næg fyrir alla, framleiðsla útflutningsverð- mæta fór vaxandi, iðnaðarfram- leiðsla fyrir innlendan markað jókst, vöruinnflutningur varð frjálsari og gjaldeyrisskortur ekki áberandi. Allur almenningur undi hag sinum sæmilega á þessu tímabili, tímabili „íhaldsstjórnarinnar" eins og það er nú nefnt — og sá fram á, að stjórn landsinis myndi ekki vera betur komin í höndum ann- arra manna. • Þáttur skemmdar- verka. Til var þó hópur manna, sem sá ofsjónum yfir batnandi hag þjóðarinnar og hugði á skemmdar verk. Fremstir stóðu í þessum hópi Hannibal Valdimarsson, fljót- færnasti maður og mesti göslari, sem komið hefur nærri stjórnmál- um á Islandi, og Hermann Jónas- son, sem kunnur er orðinn að því fyrir löngu, að hann svífst einskis í sókn sinni í stól forsætisráð- herra. Með góðri aðstoð þriðja mannsins, sem einnig var ihaldinn valdasýki, Gylfa Þ. Gíslasonar, efndu þessir menn til hins póli- tíska verkfalls vorið 1955. Það var fyrirfram vitað, að þetta verk- fall myndi ekki leiða af sér kjara- (Framhald á 4. síðu) óskaði mánaðarfrests á auglýst- um aðgerðum í málinu, meðan hagsmunir þjóðarinnar væru bet- ur styrktir og bættir í fram- kvæmd þessa stóra hagsmuna- máls. Kommúnistar, sem ekM vildu nánari samvinnu vestrænna þjóða, hvorki í þessu máli né öðru, og kusu helzt að slíta ísland úr vest- rænum vinaböndum, brigsluðu samráðherrum sínum um landráð, og haf ði nær tekist að skapa þann glundroða um málið, sem haft hefði getað hættulegar afleiðingar fyrir samstöðu þjóðarinnar um stærsta hagsmunamál hennar í dag. Er framkoma kommúnista í þessu máli í senn furðuleg og víta- verð, því einn mánuður skipti ekki máU um framkvæmd máls- ins, ef takast mætti að tryggja aðstöðu okkar og vinna okkur bandamenn í málinu. Þjóðin öll er hér á einu máli — og hvikar ekki frá settu marki, og hún vítir þau öfl, sem efla sundrungu þar sem einingar ef þörf. (Framhald á 2. siðu) -------------------------------> .¦r rmmm í SIGI AJFlKf >I halda almennan stjórnmála- fund í Sjómannaheimilinu föstndaginn 18. þ.m. kl. 8,30. Frummælendur: SIGCKÖUB BJABNASON, alþingismaður og 1 KIDJÓN I»()K»AKSON, alþingismaður. Sjálfstæðisfélögin. L_ '^^^^^*'^*'^^^^^^ * '¦*- mw **—• úm ^*—*—*-^^-** Milljon til hafnarbryggju Bæjarstjórn Sigluf jarðar veitti á fundi 6. júní s.l., Sig- urjóni Sæmundssyni, bæjar- stjóra, umboð til að taka, í.li. hafnarsjóðs kr. 1.000.000,00 — einnar mUljónar krónu — lán í Framkvæmdabanka Is- lands til framkvæmda við hafnarbryggjuna hér. Kíkis- ábyrgð fékkst i yrir láni þessa. £r þess því að vænta, að íramhaldsirunikviemdir við stækkun og endurbyggingu hafnarbryggjunar hef jist hið fyrsta. u~*~ *¦**»*+*m >**¦*+¦*+¦+ Pmtmmmmm mmfmW m9 **+*¦•+

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.