Siglfirðingur


Siglfirðingur - 04.12.1958, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 04.12.1958, Blaðsíða 4
SIGLFIBÐINGUR c 4 ÞAKKARÁVARP Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsamlegan vott hluttekningar við fráfall föður okkar og tengdaföður FRANZ JÓNATANSSONAR fyrrv. bónda í Mábney. Guðs friður veri með ykkur öllum. Dætur og tengdasynir. Innilegt hjartans þakklæli sendi ég ykkur öllum, sem glöddu mig með skeytum, gjöfum og heimsóknum á fimmtugsafmæli mínu. Eiiuiig vil ég þakk fólkinu mínu þá ánægju er þaS veitti mér þennan dag og alla a'öra daga. — Guö blessi ykkur öll. | Margrét Konráðsdóttir. Sex bækur fyrir 150 krónur Svo sem endranær verða foeztu bókakjörin hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Fyrir árgjaldið, kr. 150,00 fá menn sex bækur óbundnar. Fjórar eru ákveðnar af útgáfunni, og eru það þessar: Almanakið, Andvari, Vestur-Asía og Norður-Afríka og Islenzk ljóð 1944 -1953. Til viðbótar mega félagsmenn velja sér tvær af eftirtöldum bókum: Tvennir tímar, skáldsaga eftir Knut Hamsun, Hestar, litmyndabók af íslenzkum hestum, texti eftir dr. Brodda Jóhannesson, Snæbjörn Galti, ný, söguleg skáldsaga eftir Sigurjón Jónsson, rith., Eyjan góða, myndskreytt ferðabók frá Suðurhafseyjum eftir Bengt Daníelsson og Undralieimur dýranna, eftir Mauic Burton, alþýðlegt fræðslu- og skemmtirit um náttúrú- fræðileg efni. Kom áður út hjá útgáfunni meðal aukabóka 1955. Þær essara bóka, sem ekki verða valdar fyrir félagsgjaldið, geta félags- menn fengið keyptar hjá umboðsmanni, meðan upplag endist fyrir hagstætt verð, kr. 40,00 ób. og kr. 75,00 íbandi. Þá er athygh vakin á því, að félagsmenn fá20% afslátt af verði aUra aukabóka útgáfunnar. Meðal aukabóka eru að þessu sinni: Andvökur St. G. St. IV. og síðasta bindið, Saga ísl. IX. bindi, síðari hluti, eftir Magnús Jónsson, Frá óbyggðum, eftir Pálma Hiannesson. Þjóðhátíðin 1874, eftir Brynleif Tobíasson. Höfundur Njálu, eftir Barða Guðmundsson: Islenzku handritin, eftir Bjama M. Gíslason. Keimslubók í skák, eftir Friðrik Ólafsson og -‘Ingvar Ásmundsson. Einnig má minna á ágætar bækur til tækifærisgjafa, þótti eldri séu svo sem: Kalevalaljóðin finnsku, Fiskana, Landið okkar og Mæðra- bókina. Lesið auglýsingar útgáfunnar í dagblöðunum. Kynnið yður hjá umboðsmanni hin hagstæðu kjör. Sækið bækur yklcar til umboðs- manns og veljið ykkur kjörbækumar. Umboðsmaður á Siglufirði er Einar M. Albertsson, Bílastöðinni. Siglfirðingur er bezta auglýsingablaðið FRANZ JÓNATANSSON (Framhald af 5. síðu.) Jóni Konráðssyni hreppstjóra 1 Bæ, Stefáni Jóhannessyni og Kristni Egilssyni, útg.félag, sem gekk undir nafninu „Mótorfélagið á Bæjarklettum“. Keypti félagið sér vélbát lítinn og hélt honum út og síðar keypti það annan. Þetta félag var fyrsta útgerðafélag og fyrsta vélbátaútgerð í Skagafirði. Dafnaði þetta félag vel. Allir vom þessir félagar stórduglegir menn. Kom í þá tíð oft mikill fiskur á land á Bæjarklettum, sem veitti björg í byggð og mörgum atvinnu. Alhr þessir góðu menn eru nú horfnir og Franz síðastur þeirra, yfir móðuna miklu. Félag þetta starfaði allt til ársin 1913, en þá er orðin sú breyting í högum Franz, að hann hefur þá keypt Málmey á Skaga- firði og flutti þangað með fjöl- skyldu sína, og hafði þá um margt að hugsa. Seldi þá félagið eignir sínar. Franz og Jóhanna eignuðuzt 3 börn: Guðlaugu Veroniku, gift Eiði Sigurjónssyni núverandi þing- verði,Jónu Guðnýju, gift Kristjáni Sigfússyni bónda á Róðhóli í Sléttuhlíð og Hjálmar, er lézt af skoti, innan við fermingu. Það var ákaflega þungt áfall fyrir fjöl- skylduna, og fannst henni hún ekki geta fest yndi lengur í Málm- ey og fluttist því vorið 1914 að Skálá í Sléttuhlíð, en þá jörð keypti Franz. Þar bjó hann unz hann stóð upp af jarðnæðinu fyrir Veroniku dóttur sinni og tengdasyni. Og þá flutti hann í Málmey aftur. Með honum flutti þá Gísli Konráðsson frá Tjörnum 1 Sléttu- hlíð, stórduglegur hagleiksmaður. Mun Franz hafa eftirlátið honum Y3 jarðar og bús. Þá hef jast fram- kvæmdir all stórstígar. Ibúðarhús stórt og myndarlegt var byggt og peningshús, rafljós leitt í öll hús með vélaorku, tún sléttað og stórar spildur utan túns teknar til ræktunar. Var mesti myndarbrag- ur á öllu í Málmey þá. Alltaf hefur Málmey verið tahn fólksfrek, ef stimda hefur átt bæði landbúnað og sjávarútveg. Það var Málmeyjarbúskapnum fjötur um fót, að illa gekk að fá fólk þangað. Unga fólkinu þótti ein- manalegt og of viðburðarsnautt líf þar frammi, og auðnaðist fáum að festa þar yndi. Þó 'komu þangað viðtæki strax og Ríkis- útvarpið tók til starfa og þar var einnig talstöð svo segja má, að á dögum Franz hafi Málmey orðið snert af hringiðu menningar- strauma. Þau hjónin tóku til fósturs 4 bræður af fátækri ekkju frá Dæli í Fljótum. Þeir nutu góðs uppeldis þar og urðu með vaxandi þroska góðir menn. Meðal þeirra er Grímur, viðgerðarmaður útvarps- tækja á Akureyri. Eins og oft vill verða, báru þessir ungu menn þá löngun í brjósti, að sjá sig um í heiminum og kynnast fleiru, og því yfir- gáfu þeir Málmey eftir að sá aldur færðist yfir þá, þegar út- þráin þrýstir mest að. Franz var þá farinn að eldast, orðinn þreytt- ur eftir langan og erilsaman starfsdag, og ákvað að hætta bú- skap. Seldi 'bann jörðina ásamt meðeiganda sínm og flutti til Siglufjarðar árið 1940. Hér var hann nokkur ár við verzlun, en lét af því starfi vegna heilsubrests, var afgreiðslumaður þessa blaðs í mörg ár með prýði og súma og dyravörður í Nýja- Bíó. Af þessum störfum lét hann vegna elli og hrumleika fyrir 6 árum. Franz var alla tíð dugmikill at- háínamaður, glöggur í fjármálum og fljótur að átta sig á öllum viðfangsefnum. — FTann var áhugasamur og kappsamur við öll sín störf, — og vildi leysa þau svo af hendi að honum væri sómi að, og og þeim gagn, sem hlut áttu að máli. Hann bar fölskulausa ást til lands og þjóðar. Var ákveðinn andstæðingur frum- varpsins 1908, hann stóð nærri skilnaðarmönnum en fagnaði þó áfanganum í frelsisbaráttu þjóð- arinnar, sem fékkst 1. des. 1918 og með lýðveldisstofnunina 1944 var hann ánægður, en lét þau orð falla, að nú þyrftu Islendingar að gæta vel að fjöreggi þjóðarinnar, frelsinu. Að lokum þökkum við, gamlir vinir hans, honum fyrir fjöl- margar, ógleymanlegar stundir og biðjum honum Guðs blessunar hinum megin fortjaldsins. Páll Erlendsson Verzlunin Ásgeir Hvergi meira úrval af: matvörum búsáhöldum Glervörum Leikföng við allra hæfi Iþróttavörur alls konar Þýzk, hvít karlmanna-nærföt hvergi meira úrval. Allt tO jólanna ! Verzlunin Ásgeir sími 80 Jónas Ásgeirsson Mikið úrval af fallegum vörum til jólanna. Daglega eitthvað nýtt! Verzlunin Túngata 1 h.f. Jólabazarinn Túngötu 1. Radióvinnustofa mín Mjósfræti 1 annast viðgerðir á: útvarpsviðtækjum segulbandstækjum dýptarmælum og radartækjum. V arahlutalager í flestar gerðir viðtækja og útvega fljótt, það settn kann að vanta. Kristinn Guðmundsson löggUtur útvarpsvirki. Hefi opnað Hárgreiðslustofu í Suðurgötu 8. Hulda Johansen. Slökkvitæki fást í Verzlun Egils Stefánssonar *

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.