Siglfirðingur


Siglfirðingur - 04.12.1958, Síða 5

Siglfirðingur - 04.12.1958, Síða 5
5 SIGLFIRÐING U R t BJARNI KJARTANSSON FYRRV. FORSTJÓRI — MINNINGARORÐ Hann lézt að heimili sonar síns, Björgvins, sýslumanns á Hólma- vík, 14. nóv. s.l. Hafði hann átt við vanheilsu að búa nokkur hin síðustu ár, en hafði þó alltaf fóta- vist. Bjarni var Rangvellingur að ætt og uppruna, fæddur að Drangs- hlíðardal undir Eyjafjöllum 10. sept, 1884, sonurbúenda þar, Kjartans Guðmundssonar og seinni konu hans, Solveigar Finnsdóttur. 1 foreldrahúsum ólst Bjami upp að tvítugsaldri og vandist þar al- gengri sveitavinnu, og emnig fór hann til sjóróðra til Vestmanna- eyja á vetrum. Um tvítugsaldur hleypti hann heimdraganum, kvaddi sitt æskuheimih og hélt til Víkur í Mýrdal. Þar hóf hann strax nám í skósmíði. Ekld var sú iðn hans æfistarf, því við frekari kynni af umheiminum, voru, að honum virtist, fleiri leiðir opnar fyrir ungan mann til að velja sér framtíðarstarf og hneigðist hugur hans helzt að verzlun. Hann varð fyrst, svo sem títt var í þá daga, aðstoðarmaður og síðan verzlunarmaður. Vann hann sér skjótt áhts og trausts við- skiptavina og húsbænda fyrir hp- urð og ráðvendni í starfi. Þegar Kaupfélag iSkaftfellinga var stofnað, var hann ráðinn kaupfélagsstjóri. Dafnaði sá félagsskapur vel undir hans stjóm Árið 1928 lét hann af kaup- félagsstjórastarfinu, flutti, ásamt f jölskyldu sinni til Sigluf jarðar og tók þar við forstjórastarfi við Áfengisverzlun ríkisins. Því starfi gegndi hann fram til ársins 1954, að hann lét af því starfi fyrir aldurs sakir. Bjarni kvæntist árið 1906 Svan- hildi, dóttur Einars Hjaltasonar í Vík í Mýrdal, mjög myndarlegri og hinni ágætustu konu. Þau eignuðust f jögur böm en þau em: Einar, tollvörður í Hafnarfirði, kvæntur Kristjönu Friðjónsdóttur Kjartan, gjaldkeri Sparisjóðs Siglufjarðar, kvæntur Helgu Gísladóttur, Solveig, kona Þorvaldar Ansnes, verzlunarmanns í Reykjavík og Björgvin, sýslumaður í Stranda- sýslu, kvæntur Sigurbjörgu Guð- mundsdóttur. Öll em þessi börn góðum mann- kostum búin og vænir þegnar þjóðfélagsins. Auk þess ólu þau upp sonardóttur sína, Svölu Einarsdóttur. Frú Svanhildur bjó manni sínum og bömum einkar snoturt og aðlaðandi heimih. Þar sat hin gamla íslenzka gestrisni í öndvegi. Hlýlega og virðulega á móti gest- um tekið og veitt með miklum myndarbrag. Bjarni var óvenju vel byggður maður og heilsteyptur. Hann var vel í meðallagi hár, herðatbreiður, jafnvaxinn, fríður sýnum og var virðulegur og einkar settiegur á velli. Hann var greindur vel, glöggur og gætinn fjármálamaður og framkoma hans öll var góð- mannleg, hógvær og prúð svo af bar. Skapgerð þessa hefur hann hlotið í vöggugjöf í miklum mæh og ræktað hana með sér með vax- andi andlegum þroska og mennt. Hann var sjálfstæður og fastur í skoðunum sínum í þjóðmálum, en þar var gætt hófs og hógværð- ar sem í öðru. Stökustu reglusemi gætti hann í þeim störfum, sem honum voru falin, og ahir hlutir á sínum rétta stað. Þar skeikaði aldrei. Hógværð hans og prúðmennska voru þess valdandi, /að hann var fremur hlé- drægur og gaf sig lítt að opin- berum málum, en þegar leitað var álits hans og skoðunar á vanda- máli, sem þótti mikilsvirði, lagði hann það til mála, sem heilbrigt var og til hags horfði. Bjarni var mjög söngelskur, lék á orgel og var betur að sér í þeim fræðum en almennt gerðist. Hann hafði laglega rödd og fór vel með. 'Strax og hann kom hingað, gerð- ist hann meðlimur Karlakórsins Vísis og þótti traustur og ágætur starfsmaður. Var hann í mörg ár gjaldkeri kórsins og gætti fjárhag kórsins með mestu ágæturn. Hann var mjög hlynntur kirkju og kirkjulegu starfi. Hann sótti óvenju vel messur og lét sig aldrei vanta í söngkór kirkjunnar á loft- inu. Þótti hann þar, sem annars staðar traustur liðsmaður. Vin- sældir hans voru miklar, enda var hann vinfastur og hverjum manni trygglyndari. Með Bjarna Kjartanssyni er góður drengur genginn, sem skilur eftir ljúfar minningar hjá sam- ferðamönnunum, virðulegur höfð- ingi, sem verður ávaht tahnn einn af mætustu borgurum Siglufjarð- arkaupstaðar. Blessuð sé minning hans. Páll Erlendss. Jarðarför Bjama Kjartanssonar fór fram 22. nóv. s.l. frá heimili sonar hans Kjartans Bjarnasonar sparisjóðsgjaldkera að viðstöddu fjölmenni. Sóknarpresturinn séra Ragnar Fjalar Lárusson jarðsöng. Karla- kórinn Vísir og Kirkjukór Siglu- fjarðar kvöddu þar sinn ágæta félaga með söng í heimahúsi, kirkju og kirkjugarði. Var athöfnin hin virðulegasta. t FRANZ JÖNATANSSOl FYRRV. BÓNDI I MÁLMEY — MINNINGARORÐ Fæddur 25. ágúst 1873 — Dáiirn 11. nóvember 1958. VTNARKVEÐJA Lífið streymir, eins og á, sem rennur að ósi. Gamlir samferða- menn, sem gerðu vegferð okkar fyllri og fegurri, hverfa sjónum vomm, leita þeirra fyrirheita, sem okkur hafa verið gefin. Franz Jónatansson, sem fyrrum var bændaprýði í hópi valdra búenda í Skagafirði, og um mörg ár bú- settur hér í bæ, hefur lokið langri æfi, gengur nú frá vel unnum, löngum starfsdegi til launa sinna. Við, sem áttum við haxm nokkur samskipti, kveðjum hann nú í þökk og óskum honum farar- heiha fram á veghm, sem við öll göngum að lokum. — Við þetta blað, málgagn sameiginlegra sjón- armiða okkar og hugðarefna, lágu leiðir okkar Franz heitins saman. Of fáir eru þeir, sem unnu meira og af jafn mikilli óeigingirni í þágu blaðsins og málefnisins en hann. Hann var hin sama fyrir- mynd, sem gefur eftirkomendum fordæmið. Þetta samstarf og vin- áttu vil ég við brottför hans þakka, með fáum orðum, og kveðja hann með hinn gömlu ís- lenzku kveðju: Vertu blessaður og sæll. St. Fr. Franz lézt í Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar, eftir ah langa vanheilsu, enda orðinn gamall maður, rösk- lega 85 ára. Franz var fæddur að Siglimesi. Foreldrar hans voru Guðný Björnsdóttir bónda að Hvann- dölum Skúlasonar og Jónatan Jónatansson Jónssonar Þorláks- sonar prests að Bægisá. Vorið 1874 fluttist hann með foreldrum sínum að Bæ á Höfða- strönd og síðar að Mannskaðahóh í sömu sveit. Franz ólst upp á heimili foreldra sinna og vandist þar vinnu bæði á sjó og landi. Á þeim tíma var unghngum lítill tími gefinn til bókalesturs og náms, en þó hlaut Franz sæmi- legan undirbúning undir fermingu. Þótti hann námfús og kappsamur við námið. Vakti nokkra athygh á sér þá strax. Siðar naut hann tilsagnar hjá Helga Guðmunds- syni fyrrv. héraðslækni í Siglu- firða í íslenzku, reikningi og dönsku, einn vetrarpart. Minntist hann oft þeirra stunda með Helga, og kvaðst ahtaf búa að því námi þó stutt væri. Að tilhlutan sóknarprestsins og annarra góðra manna lærði Franz á orgel hjá Hallgrími Þorsteins- syni þáverandi organista á Sauð- árkróki. Námstíminn var fremur stuttur, nokkrir mánuðir. Hefði það þótt lítið nú til dags. En sama var, þetta dugði í þá daga, Franz var síðar, eftir þetta nám, barnakennari í ytri hluta Hofs- hrepps og síðar í Fehshreppi, kenndi þess utan unghngum heima. Stundaði hann það starf prýðilega og þótti ágætur bama- fræðari. Jafnhhða varð hann organisti í Hofs- og Fehsóknum og rækti það starf með ágætum. Var hann við bæði þessi störf í fjölda mörg ár. Árið 1896 kvæntist Frans eftir- lifandi konu sinni Jóhörmu Gunn- arsdóttur bónda á Vatni, myndar- legri og dugmikihi konu. Þau byggðu sér bæ í Kotum við Höfða- vatn er þau nefndu Garðhús og bjuggu þar all lengi. Aðallífstörf Franz var þá út- gerð. Hann átti stónan árabát og hélt út frá Bæjarklettum. Var á vorin við fuglaveiðar í Drangey, en réri til fiskjar sumar og haust. Vetrarstarfið var svo aftur bama- fræðslan. Árið 1906 stofnaði hann ásamt (Framhald á 4. síðu.)

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.