Siglfirðingur


Siglfirðingur - 04.12.1958, Blaðsíða 6

Siglfirðingur - 04.12.1958, Blaðsíða 6
6 SIGLFIRÐINGUR Suiur-Ameríkuflokkar ug kjördæmamáliít Suður-Ameríkuaðferðin Allt frá því að tilhugalífið milli núverandi stjórnarflokka hófst, en segja má, að það hafi byrjað þegar í ársbyrjun 1955, er undir- búningur hófst undir verkfaliið mikla, sem skall á vorið 1955, — hafa dunið á Sjálfstæðisflokknum og forustumönnum hans hvers konar svívirðingar og brigzl. — Flokkurinn hefir átt að vera ó- alandi og óferjandi samkunda skemmdarverkamanna, ósam- starfshæfur, einræðissinnaður og hættulegur þjóðfélaginu. Þessi hatursáróður hefir haldið áfram fram á þennan dag, a.m.k. í stjórnarblöðunum Tímanum og Þjóðviljanum. Allur mun þessi áróður vera nærri því eða alveg óþekkt fyrir- brigði í landi, sem telur sig vera vestrænt lýðræðisríki — sem betur fer. Gagnrýni, sem stjórnast afsjúk- legu hatri skaðar ekki þann, sem hún beinist gegn í þjóðfélagi sið- aðra manna, heldur þá, sem halda gagnrýninni uppi. Eitt af uppáhaldsskammar- yrðum hinna svonefndu vinstri flokka og þá aðallega Tímans — um Sjálfstæðisflokkinn hefir til skamms tíma verið það, að honum svipaði til stjórnmálaflokka í ríkjum Suður-Ameriku um starfs- hætti og tilgang. Hins vegar hefir mjög dregið úr þessu Suður - Ameríkutali Tímans nú á síðustu tímum og er það vafalaust af ástæðum, sem seinna verður vikið að. öllum er kunnugt, hvemig stjómmálaflokkar í flestum rikjum Suður-Ameríku og öðram ríkjum, þar sem lýðræðið á ekki upp á pallborðið fara að því að ná völdunum í sínar hendur. — Það gerist einfaldlega með því að taka völdin með valdi — í uppreisn og byltingu og halda þeim völdum, sem þannig era fengin í skjóli hers eða vopnaðra sveita, alveg án tillits til þess, hvort meiri- hluti fólksins í viðkomandi ríki vill nokkuð hafa með að gem þá ríkisstiórn, sem þannig hefir verið komið á. Þegar Tíminn og önnur stjórn- arblöð saka Sjálfstæðisflokkinn um, að honum svipi til stjóm- málaflokka Suður-Ameríku felast i því aðdróttanir um, að hann hafi í huga að hrifsa völdin með ofbeldi, hvað sem líður vilja meiri- hluta kjósenda. Það er mál út af fyrir sig, þegar þess er gætt, að komrnún- istar hafa ekki komizt til valda í einu einasta landi, sem þeir ráða með öðram aðferðum en vald- beitingu og blóðsúthellingum — ekki í krafti meirihluta kjósenda — heldur víðast gegn vilja þeirra. Og jafnvel siglfirskir kommún- istar ræða nú um það í blaði sínu — að því er virðist í fullri alvöra, að réttast væri að „afhrópa“ bæj- arstjórnarmeirihlutann hér, sem getur ekki þýtt annað en að hrinda homun frá völdum með valdi. Nei — það er ekki til annars en að hlæja að því, þegar komm- únistar tala og skrifa um, að aðrir hafi ólýðræðisleg áform 1 huga. Hitt er ekki vízt, að menn hafi athugað í fljótu bragði, að Hræðslubandalagsflokkarnir era komnir út á býsna hálan ís, þegar þeir saka aðra um, að þeir hafi í huga að brjótast til valda, hvort sem meirihluti kjósendanna æskir þess eða ekki. 1 síðustu Alþingiskosningum, eem háðar vora fyrir rúmum 2 áram höfðu Framsóknarflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn alla til- burði til þess að ná völdunum í landinu með því að fá meirihluta sæta á Alþingi, sem ekki styddist við nærri því meirihluta kjósenda í landinu. — Er sú saga orðin svo kunn, að ekki þarf að segja hana hér ennþá einu sinni. Með öðrum orðum sýndu Hræðslubandalags- flokkarnir í síðustu þingkosning- um á sér ótvírætt iSuður-Ameríku- snið. Einstöku sinnum reyna Hræðslubandalagsflokkarnir að afsakaS.-Ameríkuathæfi sitt með því, að bandalag Sjálfstæðisflokks- ins og Bændaflokksins 1937 hafi miðað að því sama og þeir, þ.e’. að fá meirihluta þingsæta út á minni- hluta atkvæða. Þetta er rangt. Bandalag iSjálfstæðisflokksins og Bændaflokksins í þingkosning- unum 1937 miðaði að því að fá meirihluta þingsæta og meirihluta atkvæða, en Hræðslubandalagið 1956 miðaði þvert á móti að því að fá meirihluta þingsæta út á minnihluta atkvæða. Skal nú sýnt fram á það með tölum. 1 Alþingiskosningunum 1934, sem vora næstu þingkosningar á~ undan bandalagskosningum Sjálf- stæðisflokksins og Bændaflokks- insins 1937 hlutu þessir flokkar samanlagt 48.4 af hundraði atkv. og skorti því ekki nema rúmlega V/z af hundraði til að ná hreinum meirihluta atkvæða. Var það síður en svo óhugsandi, að þessum flokkum tækist að vinna þennan 1V2 af hundraði í bandalagskosn- ingum þeirra. En í Alþingiskosningunum 1953, næstu kosningnm á undan Hræð- slubandalagskosningunum frægu hlutu Hræðslubandalagsflokkam- ir, Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn samanlagt aðeins 37.5 af hundraði greiddra at- kvæða. Þessir flokkar hefðu því í Hræðslubandalags kosn ingunum þurft að bæta við sig rúmlega 121/2 af hundraði atkvæða til þess að hljóta meirihluta atkvæða. Slíkar sveiflur á fylgi flokka og flokbasamsteypa era óhugsandi hér á landi. Hræðslubandalags- flokkamir vissu því fyrirfram, að þeir vora vonlausir um að fá hreinan meirihluta kjósenda bak við þann þingmeirihluta, sem þeir börðust til, enda fóru leikar svo, að þessir flokkar hlutu aðeins 34.8 af hundraði greiddra atkvæða í síðustu þingkosningum og stór- töpuðu því fylgi miðað við næstu kosningar á undan, þótt þeim tækist með klækjum að bæta við sig 3 þingsætum. Úrelt kjördæmaskipun Þess sjást greinileg merki, að Alþýðuflokksmenn séu nú teknir að skammast sín fyrir þau belli- brögð, sem notuð vora í Hræðslu- bandalagskosningunum 1956, því að margir þeirra eru nú teknir að ræða um nauðsyn þess að breyta stjórnarskrá og kosningalögum á þann veg, að saman hljóti jafnan að fara meirihl. þingsæta 0g meiri- hluti atkvæða og að hver stjórn- málaflokkur eigi að bera úr býtum þann þingsætaf jölda, sem at- kvæðamagn hans stendur til. — En því fer svo fjarri, að þess sjáist merki, að Framsóknarmenn skammist sín fyrir bolabrögðin 1956, enda era skoða-nir maima mjög skiptar um, hvort maddama Framsókn kunni yfirleitt að skammast sín. í stað þess hefir Framsóknarmönnum dottið í hug að efna til nýs Hræðslubandalags á „breiðum" grundvelli, þ.e.a.s. bandalags við kommúnista. I stjórnarskránni frá 1920 var svo kveðið á, að þingmenn skyldu vera 42, kosnir með nánar þar til greindum hætti. Brátt kom í ljós, að það kosningafyrirkomulag, sem stjórnarskráin frá 1920 byggði á, -var úrelt og leiddi til ranglætis. Var því stjórnarskrá 0g kosninga- lögum breytt nokkuð til réttrar áttar 1934 0g 1942, þótt það hafi nú -sýnt sig æ ofan í æ að undan- förnu, að þes-sar breytingar vora hvergi nærri fullnægjandi. Gegn báðum þessum breytingum börð- ust Framsóknarmenn með hnúum og hnefum og öllum tiltækilegum ráðúm, þótt þær væru knúðar fram gegn vilja þeirra. — Er af því augljóst, að það er enn þann dag í dag vilji iFramsóknarmanna, að kosið sé til Alþingis eftir þeim reglum, -sem giltu samkvæmt stjór-narskránni 1920. — En við skulum aðeins athuga til hvaða (Framhald á 2. síðu) ———--———---— Bl-aðið minnir lesendur -sín-a á félagsvist sjálfstæðisfélag- anna i Sjálfstæðishúsinu í kvöld (föstudag). Heildarverðlaunin era: iRyksuga kr. 1.600 12 manna kaffistell kr. 800 Eldhúslampi kr. 350 Auk þess eru glæsileg verð- laun fyrir flesta slagi k-arla og ‘kvenna á hverju spila- kvöldi. Félagsvist sjá-lfstæðisfélag- anna býður upp á beztu húsa- kynnin, beztu verðlaunin og ágætar veitingar. Fjölmennið í Sjálfstæðishúsið á föstudaginn ! Úr-sht í fyrstu umferð urðu þau, að efst varð frú Álf- hildur Friðriksdóttir (hl-aut kr. 1.000.-), annar Gunnar Ásgrímsson (hlaut vandaða tösku, -sem innihélt ferðaút- búnað fyrir fjóra), þriðji Gunnar Möller (hlaut fagurt rúmteppi). i-——----------— -----------t Vi! ráða unglingspilt til ýmissa starfa nú þegar A. Schiöth Ooðar og fagrar kvikmyndir Jóhannes Þórðarson, yfirlög- regluþjónn, hefur sýnt mjög skemmtilegar frétta- og fræðslu- myndir á vegum ýmissa fél-ags- samtaka í bænum og í Gagnfræða- skólanum. Sumar þessara mynda era sérstaklega við hæfi barna, -svo sem myndin „Skyppi fer í skóla“, -sem vak-ti -sérstaka athygli allra er hana -sáu. Á Jóhannes sérstakar þakkir skildar fyrir fyrirhöfn sína við sýningu þessara úrvalsmynda. TIL AUGLÍSENDA Þar sem næsta blað Siglfirð- ings verður að öllum líkindum jólablað, eru væntanlegir auglýs- endur góðfúslega beðnir að at- Iiuga að koma auglýsingum sínum tímanlega.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.