Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.12.1958, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 23.12.1958, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 23. desember 1958. yp 31. árgi Félög Sjálfstœðismanna í Siglufirði óska öllum meðiimum sínum og stuðningsmönnum, svo og öiium Siglfirðingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Blaðið „Siglfirðingur“ óskar öllum lesendum símun, nær og fjær, ÁRS OG FRHfAIi 13 13 13 lá 13 13 13 13 i Fyrsti jólasálmurínn Allt er svo ævintýralegt við jólin. Fyrsti jólasálmurinn er styttri en allir aðrir sálmar. Hvert barn gæti lært hann á fimm mínútum, en þó hefur fullorðna óflkið ekki lært hann enn. Og þó eru allir jólasálmar af honum sprottnir. Menn vita um höfunda flestra þeirra. En enginn veit, hver orti þann fyrsta. Lúkas segir bara að englarnir hafi sungið þetta litla, ódauðlega ljóð. Það kom frá himnum, en átti bergmál í hjartnahöllum barnanna. Og þar hefur það bergmálað öld eftir öld ár eftir ár í nær tvær þúsundir ára. Og satt bezt að segja, þetta litla kvæði er ákaflega ójarð- neskt í allri sinni látlausu einfeldni. Það er uppspretta fegurstu hugsjóna hetjunnar, snilldar mælsku mannsins, óma tónskálsins. Þó er það ekki nema tvær línur á lítilli blaðsíðu. Það hefur verið sungið, rætt og lesið af tugum kynslóða. Samt eru mennirnir fjarri því að gjöra það að veruleika. Enn vilja menn gefa sér dýrðina konungum sínum, keis- urum, forsetum, einvöldum. Það nær engri átti að syngja f jarlægum, ósýnilegum Guði dýrð. Hvað þýðir allt þetta andlega moldviðri, bænir, guðs- eða bíó, eða hlusta hreinlega á útvarpið heima hjá sér. En bergmálið af jólasálminum lætur fólkið samt ekki í friði. Á jólunum ætlar það að gefa Guði dýrðina, láta sem sagt hafa það, samvizkan verður þó einu sinni að þagna. Og svo verða allar kirkjur fullar þá. Hann er töfrandi þessi litli sálmur. Friður, friður. Dásamlegt orð, ef ekkert þarf fyrir því að hafa. Yndislegt að eiga það í orðabókinni, sem stendur rykug í hillunni. En ef þú átt að biðja fyrirgefningar, bægja hrokanum frá, brjóta odd af oflæti þínu. Nei, það nær engri átt. En á jólunum er þó rétt að reyna, minnsta kosti að hlusta. Og þ ásannast, að friður er æðsta þrá mannkyns- ins og ljúfasta blessun þess. Gef mér frið, andvarpa stríðsþjóðir veraldarinnar. Gef mér frið, andvarpa stjórnmálaflokkarnir, sem eru að tæta þjóðirnar sundur. Gef mér frið, andvarpa fölvar varir einmana manneskju, sem sorg og synd, svik og vonbrigði hafa lokað úti í myrk- inu fyrir utan. Frið, frið, slá titrandi, friðvana hjörtun. Samróma bæn þeirra ómar út í ómæli stjörnugeimsins, alla leið að há- sætinu í miðjum englakór jólanna. Og hinn f jarlægi draumur um frið á jörðu rætist í fölvu skini mánans eitt augnablik eina einustu nótt, jólanótt. En niðurlag sálmsins er furðulegast. Hvernig gæti Guði, heilögum almáttugum, hreinum og kærleiksríkum þóknast vel þetta fólk. Mennimir síngjarnir, miskunnlausir, grimmir, nautna- sjúkir, vesælir. Það er nú nokkuð til að leggja blessun sína yfir! Jú, eina nótt, eitt kvöld á ári, verða allir að finna blessun himinsins. Allir þvo af sér öll óhreinindi, búa sig í sitt bezta skart, gefa, fegra, gleðja. Hvergi myrkur, hvergi gróm.\ Sannlega skal Guði þóknast allt, allt, minnsta kosti eitt kvöld. Bros barnanna, bæn og þökk munaðarleysingjans, sælu- tíst í snjófugli og mús. Allt þetta rennur saman í hreim- fagra hljómkviðu, sem berst alla leið inn í hásal Drottins. Brosandi réttir hann út hönd sína og þóknun hans streym- ir niður líkt og glitrandi geislaregn smaragðgrænna og fjólublárra norðurljósa, titrandi, bragandi, jólanótt. Jólanótt. Skyldu mennirnir aldrei geta lært fyrsta jólasálminn svo vel, að unnt verði að skapa úr honum allan heim þeirra? Grunnurinn er dýrð Guðs. Veggirnir friður á jörðu. Þakið þóknun, blessun kærleikans. Guðsríki, ríki jólanna nætur og daga. Austur og vestur í faðmlögum, grátandi gleðitárum, sem yrðu allra meina bót. (Framhald á öftustu síðu)

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.