Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.12.1958, Blaðsíða 7

Siglfirðingur - 23.12.1958, Blaðsíða 7
SIGLFIRÐINGUR 7 ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦-c-o ❖ S T 0 L K U R Unnendum Sigluf jarðarkirkju og áhugamönnum í kirkjulegu starfi hefur komið saman um að freista þess að fá nýtt hljóðfæri í kirkjuna. Er um það ekki nema gott eitt að segja, og gleðilegur vottur um framþróun í þeim efn- um. Vitanlega er þetta 32 ára gamla orgel, sem nú er í kirkj- unni farið að shtna og orðið úr- elt. 'Söngmennt hér á landi hefur vaxið hröðurn skrefum síðustu áratugina, og er hún, sérstaklega síðan Ríkisútvarpið tók til starfa, orðið mun almennari en áður var og f jölbreyttari. Fólk hefur á öld- um ljósvakans kynnzt söng og verkum tónsnillinganna, en við það hafa um leið vaxið kröfur um flutning óðs og óma, bæði hvað snertir andlega og verald- lega músík. Það hlýtur því hverjum að vera það skiljanlegt, að svo gamalt orgel, sem nú er í kirkjunni, er ekki þeim vanda vaxið að flytja kirkjuleg tónverk eða leiða hljóm- fagran söng. Fólk getur ef til vill maldað í móinn og sagt sem svo: Það hastar ekki svo að fara í orgel- kaup; söngstjórinn eða orgelleik- arinn er gamall og kann ekki skil á nýtízku kirkjuorgeli. Það er laukrétt. E!n þó má óhætt fuUyrða, að ef söfnuðinum leikur hugur á að fá velmenntaðan söngstjóra og orgelleikara, verður gott hljóð- færi að vera til staðar til þess að fullnægja kröfum hans. Eng- inn þarf að láta sér til hugar koma, að hingað 'fáist músík- maður til að saxa í sama farinu og gamh söngstjórinn, auk þess sem hljóðfæri er aldrei keypt fyrir einn mann, heldur alltaf hugsað svolítið til framtíðarinnar. Það er þetta, sem vakir fyrir unnendum kirkjunnar, og þá sér í lagi kirkjunefnd, að búa svo í haginn fyrir kirkju og safnaðar- líf, að hægt sé að bjóða vehnennt- um tónhstarmanni þetta mikil- væga starf við kirkjuna, sem á ávallt að verða annar aðalþáttur hinna kirkjulegu athafna. Kirkjunefndin, sem sýnir þarna lofsverða fyrirhyggju og framsýni, hefur fyrir nokkru stofnað til Orgelsjóðs, og safnað 1 hann til fyrirhugaðra orgelkaupa. Dálítil upphæð hefur komið í sjóðinn, en betur má, ef duga skal. Á þessum jólum, hefur kirkjunefndin hugs- að sér að stofna til almennra samskota. Verður gjöfum til sjóðs ins veitt mótttaka við messur um jól og nýár. iSiglfirðingar góðir! Getum við ekki sameinast í því nú um þessi jól, um leið og við ráðstöfum jóla- gjöfunum, að leggja til hliðar eina jólagjöf handa orgelsjóðnum? Það gætum við vissulega. Öllum gjöfum, stórum og htlum verður með þakklæti tekið á móti. Gleðileg jól. Páll Erlendsson ANNA PÉTl KSDÓTTIR (Framliald af 12. síðu) var, þegar að lokum kom, ham- ingjusöm. Hún hafði eignast ágæt an lífsförunaut, góð og heiðvirð börn, sem gengu eftir þeirri braut, sem hún hafði bent þeim á. — Hún fékk goldin hin margþættu störf, sem hún hafði á hendi við uppeldi barnanna með því að njóta góðvildar þeirra í elli sinni. Nú nýtur hún samfunda við ástvinina, sem á undan voru farnir og heldur með þeim gleði- lega jólahátíð. Blessuð sé minning þessarar góðu konu. P. E. Orðsending Þeir félagsmenn Bókaútgáfu Menningarsjóðs, sem keypt hafa Andvökur St. G. St. I.—III. bindi eru vinsamlega beðnir að láta mig vita, þar sem IV. og síðasta bindið er nú kdmið út. Virðingarfyhst, Einar M. Albertsson umboðsmaður Happdr.skuldabráf Hugfélags Isiands Það er nú liðið um það bil eitt ár síðan að Flugfélag lslands ihóf sölu á happdrættisskuldabréfum . Sala bessara happdrættis&kulda- bréfa var algjör nýjung hér á landi. 1 fyrsta lagi stofnaði félagið til happ- drættis í sambandi við betta skulda- bréfalán, eftir að ALþingi og ríkis- stjórn hafði veitt heimild til þess. 1 öðru lagi var ákveðið að greiða vexti og vaxtavexti af skuldabréfunum. Lán þetta var upphaflega til 6 ára, og auk 5% vaxta og vaxtavaxta eru árlega dregnir út vinningar að upp- hæð kr. 300.000,00. Lánið endurgreið- ist 31. desember 1963. Ástæðan fyrir þessu lánsútboði fé- lagsins var aðallega tvíþætt. Fyrst og fremst var brýn nauðsyn á því að afla fjár til þess að standa undir af borgunum vegna kaupa 2ja nýrra og fullkominna millilandaflugvéla, er skyldu greiðast á tiltölulega stuttuin tima. Þá var einnig aðkallandi þörf á að endurnýja flugflota félagsins til innanlandsflugs. Sala þessara skuldabréfa hefir gengið nokkuð misjafnlega svo sem búast mátti við. Sumstaðar hefir hún gengið mjög vel, og þá sérstaklega í dreifbýlinu og á afskekktum stöðum. Má af því ráða, að þeir aðila skilji enn betur hvaða þýðingu flugsam- göngurnar hafa, og viljað með því að kaupa þessi happdrættisskuldabréf sýna hug sinn til þessa máls. Okkur vantar stúlkur til starfa í frystihúsinu á komandi vetrar- vertíð. Vinsaimlegast hafið samband við verkstjórann í síma 11 Vestmannaeyjum. Hraðfrystihús Vestmannaeyja. ÞAKKARÁVARP Innilegt þakklæti færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður ÖNNU PÉTURSDÓTTUR, frá Tjörnum. Guð blessi ykkur öll. Börn og tengdabörn. ÞAKKARÁVARP Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og jarðarför föður og tengdaföður okkar ÓLAFS K. GOTTSKÁLKSSONAR Guð blessi ykkur öll. Börn og tengdabörn ÁS K 0 R U N Hér með er skorað á alla þá, er enn skulda þinggjöld frá árinu 1958 eða eldri að árum að gera full skil fyrir áramót. Dráttarvextir á þinggjöld ársins 1958 hækka um áramótin um 1% á mánuði. Siglufirði, 18. desember 1958, BÆJARFÓGETASKRIFSTOFAN ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦»»♦♦< Nú hefir félagið ákveðið að gefa bæði þeim sem þegar hafa keypt bréf og þeim sem kaupa bréf fyrir 30. apríl 1959, tækifæri á enn fleiri og stærri vinningum, en hingað til hafa verið á boðstólum. Dregið verð- ur um 102 glæsilega vinninga í við- bót við þá 254, sem auglýstir ha.fa verið til þessa. Þar á meðal eru 2 stórir vinningar: 1. 2 farmiðar fram og aftur lil Par- ísar, ásamt uppihaldi í 14 daga. 2. 2 farmiðar fram og aftur til Kaup- mannahafnar, ásamt uppihaldi í 14 daga. Verðgildi þessara tveggja vinninga eru að upphæð um kr. 40.000,00. Auk þessa eru 100 farmiðar með hinum góðkunnu „Viscount“ flugvélum fé- lagsins inn yfir hálendi Islands. Um leið og félagið vill gefa þeim, sem þegar eru handhafar þessara skuklabréfa tækifæri á enn stærri og fleiri vinningum, en vonir hafa staðið til, væntir það þess, að enn séu margir, sem vilja eignast þessi happ- drættisskuldabréf, sem kosta aðeins eitt hundrað krónur, og skapa sér með því tækifæri til að hreppa góða vinninga og fá síðan sínar 100 krónur endurgreiddar með 134 krónum eftir 5 ár. Það má sérstaklega benda á í þessu sambandi, að vart verður fundin gagnlegri jólagjöf eða tækifærisgjöf, en happdrættisskuldabréf Flugfélags- ins. Hún er allt í senn, peningagjöf, tækifæri til glæsilegra vinninga og aðstoð við eflingu íslenzkra flugsam- gangna. Happdrættisskuldabréfin eru til sölu hér, hjá umboðsmönnum Flug- félags Islands í bókaverzlun Lárusar Þ. J. Blöndal. Jóladagur 25. des. kl. 20,30: Hátíðarsamkoma. 2. jóladagur 26. des. ikl. 15: Jólatré fyrir sunnu- dagaskólann. Börn frá 2—9 ára. kl. 20: Börn frá 9—15 ára. 27. des. kl. 16: Jólatré fyrir stúlkur. Kl. 20: Jólatré fyrir æskulýðinn. 28. des. kl. 14: Sunnudagaskóli. 16,30: Jólatré fyrir börn. Aðgang- ur kr. 2. — 20,30 Almenn sam- koma. — 29. des. kl. 20,30: Jóla- tré fyrir Heimihssambandið. — 30. des.: kl. 16: Jólatré fyrir eldra fólk. — Gamlárskvöld kl. 23 mið- nætursamkoma. — Nýársdagur kl. 16: Jólatré fyrir börn. Kl. 20,30 Hátíðarsamkoma. Guð blessi ykkur jólahátíðina og nýja árið, með þökk fyrir það liðna. Anna Ona Carin Gudem foringjar. Qleðileg jól !

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.