Alþýðublaðið - 01.11.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.11.1923, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ ItifllnSiraoðflerðin framleiöir að allra dómi beztu brauðln í bænum. \ Notar aö eina bezta mjöl og hveiti frá þektum erlendum mylnum og aörar vðrur frá helztu firmum í Ameríku, Englandi, Danmörku og Hollandi. Alt efni til brauð- og köku- gerðar, smátt og stórt, eru beztu vörutegundirnar, sem á heimsmarkaðinum fást. Viðreísn Rússlands. Sir Donald Mann og sám- verkamaður hans, Sir William Mackenzie, eru einir af hinum stærri járnbrautasmiðum, sem uppi eru. Þeir lögðu um 3325 mílur af járnbrautum í Vestur- landinu og um 2000 mílur í austurhluta Canada. Og þessar brautlr áttu þeir þar tlJ, að Canada-stjórnin tékk þær í hend- ur. Sir Donald er um sjötugt, en hann skoðar sig samt nægi- lega ungan enn þá til þess áð ferðast til Rús&lands til þess að líta eftir tækifærum þar til i þess að leggja járnbrautir. Er í hann nýkominn heim úr því ferðalagi, segir blaðið >Man- < chester Guardian*, sem gefið er út á Englandi, og hefir blaðið það eftir Sir Donald um ástandið á Rússlandi, sem hér fer á eftir: >Ég fór til Rússlands í von um að takast þar störf á hend- ur, en af því hefir enn þá ©kk- ert orðið. Ómögulegt að segja, hvað seinna getur orðið uppi á teningi. Járnbrautir á Rússlandi eru ekki í siæmu ásigkomulagi. Ég ferðaðist um 2500 mílur vegar, og voru járnbrautirnar eins góðar og þar sem eru beztar anoars staðar. Vegstæðin eru ágæt. Svefnvagnarnir voru eins góðir og þeir gerast ann- ars staðar á meginlandinu. Lest- irnar fóru ekki hratt yfir, en þær fylgdu áætlun nákvæmlega. Ég tór frá Moskva til Petrograd, um 400 milur vegar á tólt kiukku- stundum. Einnig ferðaðist, ég til borganna við Svartahafið. Hraði lestanna var frá 27 — 40 mflur á klukkustund. Hvað sem sagt hefir verið um stefnu mína í þjóðfélagsmálum og fylgi mitt við auðvaldið, lít ég nú á það sem hugsánlegt, að Rússland verði einpa fyrst af öllum Evrópuþjóðunum, sem tóku þátt í stríðinu, að rétta við. Landið er feiknaauðugt. Ég terð- aðist um þúsund mílur vegar, þar sem óslitnir akrar blöstu alls »taðar við auganu. Og hveitiakrar voru það mest- megois. Landið er eins frjósamt og vesturhintinn af Canada er. Uppskerán er ekki með bezta móti í ár, en hún er vel f með- ailagi. í norðurhluta Rússlands hafa rlgningar gengið, og þær eyðilögðu uppskeru víða. í suð- urhiutanum ollu þær ekki skaða, og tíðin, meðan ég var þar, var inndælasta uppskerutíð. Það var um miðjan júlí, sem ég kom þangað, og var þá verlð að slá og þreskja og flytja hveiti til markaðar alt í senn. AUar stéttir í Rússlandi, frá æðsta valdsmanni landsins og niður að þeim lægstá, vinna af kappi. AUir virðast hafa jafnan áhuga fyrir að gera það bezta, sem þeir geta. Þá fýsir að koma ríkinu á sem beztan fót áftur. Hvern sem ég heyrði minnast á stjórnina, var hlýtt til hennar, og breytinga æskja engir. Rúss- laod átti í sjö ára stríði, bæðl innbyrðis og út á við. Viðhald bæjanna var ekkert á þeim tíma. Alt var rifið niður, en ekkert bygt upp. Nú er óðum verið að reisa alt þetta við í Moskva. Gamlar byggingar bættar, — ef hægt er, en rifnar niður og nýj’r reistar annars. Og við máloingu og annað, sem lýtur áð því að skreyta borgina, er nú mikið átt. Fólksstraumurinn um borgina er geysimikill. Það eru um 4300 stórbrýr og bryggjur, sem viðgerðar þurfá við. Bíður þar geisimikið verk einhverra. Um fjörutíu þúsund járnbrautarvagna er nú verið að gera við, og gengur verkið ágætlaga. Það vakti mikla undr- un bjá mér að sjá sumt af þvl, er á Rúasiandi bar fyrir augu, eftlr blaðafréttirnar, sem maður var áður búinn að fá af ástand* inu þar. Rússland fiytur nú út í j stórum stil loðvöru. hveiti, rúgog Hjálparstðð hjúkrunarfélags- ins >Liknar< er opin: Mánudaga . . . kl. 11—12 f.‘ h. Þriðjudagá ... — 5 —6 e. - Miðvlkudaga . . — 3—4 e. - Föstudaga ... — 5—6 e. -- Laugardaga . . — 3—4 e. - Hrísgrjön nýkomin í Pöntunardeild Kaupf élagsins. — Sfmi 1026. — Stúlka óskast í vetrarvist á gott heimili í sveit skamt frá Reykjayík. Upplýsingar á Berg- staðastræti 21, við. Þar er nú ekki hið vana- lega séreignar-fyrirkomulag. Námur og verksmiðjur og önnur fyrirtæki eru leigð .elnstökum mönnum til skamms tíma gegn uppfyllingu ýmsra ákvæða, sem stjórnin setur. Svo eru og til télög, sem bæði einstaklingar og stjórnin rekur sameiginlega. Það er að eins tímaspursmál nú orðið, hvenær Rússland verður farið að gera eins mlkla verzlun við útlönd og það áður gerði.« (>Hkr.< 19. sept.) Framleiðslntækfn eiga að rera þjóðareign,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.