Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 1
Ferðamenn Eftir göngu yfir landið var fjörubað við Vík vel þegið. Morgunblaðið/RAX Samtök ferðaþjónustunnar hafa á undanförnum mánuðum gert átak til að fá fólk í ferðaþjónustu til þess að fara eftir settum lögum og reglum, en fyrir nokkru kom fram að 98 ferðaskrifstofur og skipu- leggjendur störfuðu án leyfis. Útgefnum starfsleyfum fyrir ferðaskrifstofur og ferðaskipu- leggjendur hefur fjölgað um 250 síðustu tvö árin og eru þau nú rúm- lega 350 talsins. Þetta er um 70% fjölgun. Margir sem starfa á nýút- gefnum leyfum hafa samt rekið ferðaþjónustu um árabil. »6 Margir án leyfis í ferðaþjónustu Laxeldi Fiskurinn þyngdist meira en tífalt á níu mánuðum í sjókví. Ljósmynd/Jón Örn Pálsson Ráðgert er að laxi verði slátrað í eld- iskvíum Fjarðalax í Tálknafirði í fyrsta skipti í lok ársins. Afurðirnar verða fluttar til Bandaríkjanna og vonast forystumenn fyrirtækisins til að eldið skili 800 tonnum í ár. Stefna Fjarðalax er að vera með kynslóða- skipt laxeldi í þremur fjörðum á sunnanverðum Vestfjörðum. Þegar líður á næsta ár er ráðgert að 45 manns verði í vinnu hjá Fjarðalaxi fyrir vestan. Fáist frekari eldisleyfi verða starfsmennirnir enn fleiri, en Höskuldur Steinarsson framkvæmdastjóri gagnrýnir stjórnvöld fyrir seinagang við út- gáfu leyfa. »12 Mikil uppbygging í laxeldi fyrir vestan ESB Tilskipanirnar eru vegna breytingar á reglum ESB. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Það sem af er starfstíma núverandi ríkisstjórnar hafa 42 reglugerðir og tilskipanir Evrópusambandsins ver- ið samþykktar á Alþingi og átta til viðbótar bíða á færibandinu eftir af- greiðslu. Eru þetta nærri tvöfalt fleiri ESB/EES-mál en afgreidd voru á starfstíma síðustu ríkisstjórn- ar. Atla Gíslasyni alþingismanni hef- ur fundist að mikill hluti af störfum ríkisstjórnar og Alþingis snúist beint eða óbeint um aðlögun að ESB. Hann telur að ESB-málum hafi fjölg- að mjög þegar Samfylkingin fór í stjórn með Sjálfstæðisflokknum vor- ið 2007 og aftur eftir að Samfylkingin og VG mynduðu sína ríkisstjórn og sóttu um aðild að ESB. „Samfylking- in er ótrúlega fókuseruð á þetta,“ segir Atli sem sagði sig úr þingflokki VG meðal annars vegna framgöngu forystu flokksins í ESB-málum. „Ótrúlega markviss stefna“ Hann fékk upplýsingadeild Al- þingis til að taka saman yfirlit um af- greiðslur á ESB-tilskipunum og -reglugerðum og EES-reglum. Þeg- ar yfirlitið er skoðað kemur í ljós að í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar voru 27 ESB-mál sam- þykkt. Útlit er fyrir að 50 mál verði afgreidd á rúmlega tveggja ára starfstíma ríkisstjórnar Samfylking- arinnar og VG. „Þetta er ótrúlega markviss stefna og VG hefur því miður algerlega far- ið í hnjánum í ESB-málinu,“ segir Atli. M50 ESB-tilskipanir »6 ESB-tilskipanir á færibandi á Alþingi  Útlit fyrir að 50 ESB-mál verði afgreidd á fyrstu tveimur árum stjórnarinnar M Á N U D A G U R 3 0. M A Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  125. tölublað  99. árgangur  KORKA KEMUR FRAM Í FORNUM VÍKINGAKLÆÐUM ÓLAFUR INGI FARINN TIL BELGÍU ÍSLENSKT KVIKMYNDASUMAR HJÁ RÚV ÍÞRÓTTIR GAMLAR OG NÝJAR MYNDIR 28ÞJÓÐLAGASVEIT 10 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórnarflokkarnir hafa boðist til að bíða með umræðu um frumvarp um heildarendurskoðun fiskveiðistjórn- arkerfisins ef sátt næst um að af- greiða nauðsynlegustu breytingar á innistæðutryggingakerfinu á morg- un, þriðjudag. Ekki hefur náðst samkomulag á milli þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu um hvernig staðið verður að umræðum um sjávarútvegsfrumvörpin og þingstörf til loka vorþings. Forseti Alþingis tilkynnti á fundi með formönnum þingflokka í gær að sjávarútvegsfrumvörpin yrðu á dagskrá þingfundar í dag. Sjálf- stæðismenn lýsa yfir óánægju með það, segja að málin séu þannig úr garði gerð að ekki sé vit í því að taka þau til umræðu. Stjórnarflokkarnir stefna að því að afgreiða minna frumvarpið, það sem snýr að breytingum á núgild- andi lögum, og koma frumvarpinu um heildarendurskoðun til nefndar. Reiknað er með að sjávarútvegs- ráðherra mæli fyrir minna frum- varpinu. Tillaga um afgreiðslu innistæðu- tryggingamálsins verður rædd í þingnefnd og þingflokkum í dag. Ef samstaða næst um afgreiðslu þess verður stóra frumvarpið tekið af dagskrá í bili og reynt að ná sam- komulagi um framgang þess, og að- eins rætt um það minna. Áhersla á minna málið  Stjórnarflokkarnir bjóða samkomulag um að taka sjávarútvegsfrumvarpið af dagskrá ef sátt næst um afgreiðslu á breytingum á innistæðutryggingakerfinu Forseti Alþingis » Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, forseti Alþingis, von- ast til að sem best sátt náist um störf þingsins til loka vor- þings. Hún segist ræða frekar við þingflokkana næstu daga. » Samkvæmt starfsáætlun á vorþingi að ljúka 9. júní. Starfi grunnskóla landsins er að ljúka og víða er síðustu dögunum varið í útivist eða óhefðbundna kennslu. Nemendur Suðurhlíðaskóla nutu lífsins í gær á opnum degi í skólanum. Þeir grilluðu brauð yfir opnum eldi í rjóðri í nágrenni skólans. Suðurhlíðaskóli er sjálfstætt starfandi grunnskóli sem eins og nafnið bendir til stendur í suðurhlíðum Öskjuhlíðar, skammt frá útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. Njóta náttúrunnar við skólalok Morgunblaðið/Kristinn Fullbúinn samningur um aðild Ís- lendinga að Evrópusambandinu gæti orðið tilbúinn í lok árs 2012. Þetta kom fram í máli Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra á flokksstjórnarfundi Samfylkingar í gær. Samning um aðild að ESB mætti því leggja fram í þjóðar- atkvæðagreiðslu árið 2013. „Allt bendir því til að við gætum lokið þessu mikilvæga máli fyrir lok þessa kjörtímabils. Samhliða getum við jafnframt undirbúið okk- ur fyrir mögulega upptöku evru, þó kannski líði um þrjú ár frá sam- þykkt aðildar þar til evran gæti tekið við sem fullgildur gjaldmið- ill,“ sagði Jóhanna. »4 ESB-samningur gæti orðið til á næsta ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.