Morgunblaðið - 30.05.2011, Page 17

Morgunblaðið - 30.05.2011, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011 Mannréttindaganga Amnesty International fagnaði fimmtíu ára afmæli á laugardaginn og af því tilefni gekk fólk fylktu liði niður Laugaveginn. Bernharður Guðmundsson var einn þeirra. Kristinn Þeim sem fá fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg hefur fjölgað um 30% milli ára og um 70% ef bornar eru saman tölur fyrstu ársfjórðunga þessa árs og ársins 2010. Þeir sem njóta aðstoðarinnar eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum, hafa misst réttinn til bóta eða geta ekki verið á vinnumarkaði af ein- hverjum ástæðum. Margir eru síðar greindir sem öryrkjar og fá þá greiðslur úr almenna líf- eyristryggingakerfinu. Þá eiga námsmenn, sem hafa ekki verið á vinnumarkaði, ekki held- ur rétt á atvinnuleysisbótum. Nú njóta 1.700 manns fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar. U.þ.b. 70% þeirra eru 40 ára og yngri og þeim fjölgar mun hraðar en hinum eldri. Þetta er al- varleg þróun, sem krefst þess að við stöldrum við, rýnum í ástandið og leitum nýrra leiða. Hækkun bóta og skilyrði um virkni Grunnfjárhæð til framfærslu hækkaði um síðustu áramót í Reykjavík. Tekist var á um þessa hækkun. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hækkaði bætur án þess að skoða hvernig leggja mætti enn þyngri áherslu á virkniúrræði. Mun betri leið hefði verið að umbuna þeim, sem geta og vilja taka þátt í virkniverk- efnum í stað þess að greiða bætur út skilyrðislaust. Með því hefði borgin mótað hvetjandi kerfi öll- um til góðs. Við sjálfstæðismenn höfum ver- ið talsmenn þess að gera ætti kröf- ur til þeirra sem þurfa á fjárhags- aðstoð að halda, á sama hátt og gerðar eru kröfur til þeirra sem njóta atvinnuleysisbóta en þeir þurfa að vera í virkri atvinnuleit og með því er fylgst. Engar slíkar kröfur eru gerðar til þeirra, sem fá fjárhagsaðstoð borgarinnar, fólki er boðin ráðgjöf og aðstoð sem margir þiggja ekki. Þennan hóp þarf að okkar mati að hvetja af meiri krafti til að hann öðlist reynslu og hæfni til að komast út á vinnumarkaðinn og verjast þeim doða og vonleysi, sem langvar- andi aðgerðarleysi getur haft í för með sér. Annars staðar á Norðurlöndum hafa menn séð mikilvægi þess að forsenda bóta sé að vera virkur og taka þátt. Breyttar aðstæður krefjast aðlögunar og nýrra úrræða Þegar félagslegir erfiðleikar eru til staðar hjá einstaklingum og fjölskyldum, opnast dyr að kerfi, sem bætir verulega fjárhagsstöðu þeirra og veitir aðgang að lausnum sem öðrum bjóðast ekki. Hér er t.d. um að ræða sérstakar húsaleigubætur, úthlutun félagslegs húsnæðis og aðgengi að heimildargreiðslum á grundvelli reglna Reykjavíkurborgar. Mikil ásókn er að komast yfir „félagslegu línuna“ eða viðmiðin þ.e. að teljast vera í fé- lagslegum vanda enda er eftir nokkru að slægjast. Svokallaðar sérstakar húsnæð- isbætur eru 1.300 kr. fyrir hverjar 1.000 krón- ur, sem viðkomandi fær í húsaleigubætur og geta þær samanlagt orðið mest 70.000 kr. á mánuði eða 75% af leiguverði. Oft á tíðum gengur illa að finna leiguhúsnæði á almennum markaði, þannig að fólk leitar til sveitarfé- lagsins. Til þess að eiga rétt á félagslegu hús- næði er þörfin metin út frá aðstæðum hvers og eins, bæði félagslegum og fjárhagslegum. Dæmi eru til um að framtak og frumkvæði til öflunar húsnæðis komi í veg fyrir aukinn rétt til bóta. Og fljótt sér fólk að það borgar sig lít- ið að nota sjálfsbjargarviðleitnina. Nauðsynlegt er að velferðarkerfið breytist í takt við þann vanda, sem því er ætlað að leysa. Vinnumarkaðurinn er gjörbreyttur, atvinnu- leysi í borginni er u.þ.b. 10% (þegar atvinnu- lausir á fjárhagsaðstoð eru taldir með) og laun hafa lækkað verulega. Gæta þarf þess að sá hópur sem fær fjárhagsaðstoð frá sveitarfé- laginu vegna atvinnuleysis festist ekki í viðjum hins félagslega kerfis. Mikilvægt er að því fólki standi öflug vinnumarkaðsúrræði til boða og ríkið tryggi rétt þeirra til vinnumiðlunar- úrræða. Breyta þarf fjárhagsaðstoðarreglum Reykjavíkurborgar, þannig að hægt sé að umbuna þeim sem vilja taka þátt í samfélags- verkefnum eða öðrum virkniúrræðum og ekki ætti að teljast eðlilegt að krefjast einskis frá bótaþegum. Ekki er verið að tala um að allir fái launuð störf heldur að þeir finni sér verk- efni sem hentar áhuga þeirra og hæfni. Þetta má gera í samstarfi við hjálparstofnanir, hags- munafélög, skóla og aðra aðila. Slík þátttaka hvetur fólk til að koma sér út úr aðstæðum, sem það annars festist í til langs tíma. Aðal- atriðið er að fólk sem getur bjargað sér sjálft festist ekki í viðjum félagslega kerfisins. Fé- lagslega kerfið er byggt upp til þess að hjálpa þeim sem ekki geta bjargað sér sjálfir eða hafa lent tímabundið í áföllum og nú er nauð- synlegt að verja það vegna gjörbreyttra að- stæðna á vinnumarkaði. Eftir Áslaugu Maríu Friðriksdóttur »Nú njóta 1.700 manns fjár- hagsaðstoðar Reykjavíkur- borgar. U.þ.b. 70% þeirra eru 40 ára og yngri og þeim fjölg- ar mun hraðar en hinum eldri. Áslaug María Friðriksdóttir Að takast á við félagslegan vanda í Reykjavík Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík og situr í velferðarráði. Á hverjum degi und- anfarnar vikur berast fréttir af loftárásum sem gerðar eru á Líb- íu, í nafni Atlantshafs- bandalagsins, Nató. Fljótlega eftir að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti að lýsa yfir loftbanni í landinu var tekið að ræða það á alþjóðavett- vangi hvort Nató gæti tekið að sér að framfylgja því banni með valdi. Þetta kom ítrekað fram í fréttum, meðal annars hér á landi. Eftir nokkrar umræður var það samþykkt innan Nató. Eins og flestum er kunnugt er Ísland aðili að Nató. Eins og sömu flestum er kunnugt hefur hvert einasta aðildarríki Nató neitunarvald innan sambandsins. Ís- land hefði því getað hindrað allar hernaðaraðgerðir í nafni bandalags- ins, en íslensk stjórnvöld kusu að gera það ekki. Íslenskir ráðamenn höfðu nægan tíma til að móta afstöðu landsins til þessa máls. Ólíkt Íraksstríðinu Fyrir tæpum áratug réðust Bandaríkin, Bretland, Danmörk, Ástralía, Ítalía og ýmis fleiri lönd inn í Írak og losuðu landið undan ógnarstjórn Saddams Husseins. Sú innrás var ekki gerð í nafni Ís- lands og ekki í nafni nokkurs bandalags sem landið á að- ild að. Íslensk stjórnvöld höfðu hins vegar á sínum tíma látið í ljós þá skoðun, að ef Saddam Hussein færi ekki að samþykktum Sameinuðu þjóðanna þá kynni að koma að því að hann yrði knúinn til þess með valdi. Sú skoðun gerði landið auðvitað ekki að aðila að innrásinni, þótt áróð- ursmenn hér á landi hafi auðvitað látið eins og Ísland væri ein fremsta innrásarþjóðin. Öðru máli gegnir í Líbíu, en Ísland á beina aðild að því bandalagi sem gerir nú á hverri nóttu loftárásir á landið, og hefur Ís- land meira að segja neitunarvald innan bandalagsins. Hvað með vinstrigræna? Alþingi hefur enga samþykkt gert vegna loftárásanna á Líbíu. Utanrík- ismálanefnd þingsins mun ekki einu sinni hafa fjallað um málið áður en íslensk stjórnvöld afréðu að beita sér ekki gegn loftárásunum innan Nató. Vinstrigrænir eiga aðild að ríkisstjórninni en samt láta þeir eins og þeir beri enga ábyrgð á þeirri ákvörðun Íslands að beita sér ekki gegn loftárásunum á Líbíu. For- ystumenn vinstrigrænna gefa þá skýringu að utanríkisráðherra fari með málefni Íslands og annarra ríkja. Það er stjórnskipulega rétt, svo langt sem það nær. En hvernig töluðu vinstrigrænir um Íraks- stríðið, árum saman? Afstaða Ís- lands til Íraksstríðsins var mun veigaminni en afstaðan til loftárás- anna nú, enda varð Ísland aldrei að- ili að innrásinni. Engu að síður hafa vinstrigrænir í bráðum áratug talað um að „tveir menn“ hafi tekið allar ákvarðanir varðandi viðhorf Íslands til Íraksstríðsins. Í því tilfelli virðist vinstrigrænum ekki þykja neinu skipta að utanríkisráðherra fer einn með utanríkismál í ríkisstjórn Ís- lands. Hvort velja vinstrigrænir nú? Vinstrigrænir geta ekki bæði sleppt og haldið. Þeir verða nú að gera annað hvort: viðurkenna að þeir bera í raun ábyrgð á þeirri ákvörðun Íslands að mótmæla hvorki né hindra að Atlantshafs- bandalagið, sem Ísland á aðild að, geri loftárásir á fullvalda ríki, eða þá að draga til baka margra ára sam- felldar æsingaræður sínar um að tveir menn, utanríkisráðherra og forsætisráðherra, hafi ákveðið af- stöðu Íslands til málefna Íraks. Kokhreystin lifir þó En kannski þarf ekki að velta svarinu fyrir sér. Hvað er yfirleitt að marka vinstrigræna? Í fjölmiðlamál- inu snerust þeir á sveif með hags- munum auðhrings gegn hagsmunum almennings. Í stjórnarandstöðu eftir bankagjaldþrot töluðu þeir gegn Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum en eru nú hans helstu vinnumenn. Fyrir þing- kosningar 2009 sögðust þeir vera allra manna harðastir í andstöðunni við Evrópusambandið. Tveimur mánuðum eftir kosningar voru þeir búnir að sækja um aðild. Til að greiða þeirri umsókn leið börðu þeir Icesave þrívegis í gegnum alþingi. Í stjórnarandstöðu þóttust þeir heil- agir í auðlindamálum. Í ríkisstjórn horfðu þeir aðgerðalausir upp á Magma færa út kvíarnar. Í stjórnar- andstöðu töluðu þeir sig hása um Íraksstríðið, þar sem Ísland var þó aldrei neinn aðili. Er þá ekki viðeig- andi að þeir sitji nú í ríkisstjórn sem lætur sér í léttu rúmi liggja þótt bandalag, sem Ísland á aðild að, geri nú samfelldar loftárásir á Líbíu? Er ekki staðreyndin einfaldlega sú, að undir núverandi forystu er trúverð- ugleiki vinstrigrænna farinn veg allrar veraldar, þótt kokhreystin sé að vísu ósködduð enn? Eftir Bergþór Ólason » Ísland á aðild að bandalagi sem gerir loftárásir á fullvalda ríki á hverri nóttu. Vinstri- stjórnin gat hindrað þær, en gerði það ekki. Bergþór Ólason Vinstrigrænir gera loftárásir Höfundur er fjármálastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.