Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 21
brauð og kökur á borð eða ís, emmess pakkaís, sem hún skar ofan í okkur og kokteilávexti að auki. Gústi afi hjálpaði líka til við að koma góðgæti á borðið. „Maggindon“ var líka stundum í boði, mjúku molarnir sagði amma Óla að væru bestir. Hún hafði alltaf gaman af því að spila á orgelið og sat oft lengi við og spilaði og söng. Minningin um hana lifir í huga okkar. Anna, Haraldur Már, Berglind, Ólafur Þór, Hrafnhildur og María Björk. Við viljum með nokkrum orð- um kveðja Ólöfu ömmu og þakka henni allar góðar stundir. Það var alltaf spennandi að fá að fara í bæinn og gista hjá Ólöf ömmu og Gústa afa. Amma átti alltaf góðan mat og gaf okkur krökkunum oft pening svo við gætum farið út í sjoppu og keypt okkur nammi eða leigt vídeóspólu. Gústi afi kunni skemmtilegar sögur og hafði gaman af því að stríða bæði okk- ur og ömmu svo það var oft mik- ið hlegið við eldhúsborðið á Sogaveginum. Stundum settist amma við orgelið og spilaði gömlu lögin og þá hljómaði tónlistin um allt hús. Hún var mjög músíkölsk og spilaði allt eftir eyranu. Við fengum líka að æfa okkur á org- elið stundum en amma þurrkaði alltaf af orgelinu á eftir sem okkur fannst skrýtið. En hjá ömmu var alltaf allt hreint og snyrtilegt og var orgelið ekki undanskilið. Elsku amma okkar, þökk fyr- ir allt og hvíl í friði. Ólöf Elísabet Þórðardóttir. Jón Hjalti Þórðarson. góð og var hún boðin og búin að aðstoða okkur við hvaðeina sem óskað var. Heimsóknir okkar á Sogaveginn til ömmu og afa voru okkur kærar enda vel á móti okkur tekið og passað að ávallt væri nóg af mat og drykk á borðum svo okkur liði vel og ef dvalið var yfir nótt var dekrað sérstaklega mikið við okkur. Heimili þeirra ömmu og afa var hlýlegt og notalegt og var það sameiginlegur metnaður þeirra að halda heimilinu snyrti- legu og vel við höldnu en afi var mikill hagleiksmaður og amma snyrtimanneskja fram í fingur- góma. Eins og áður sagði var amma haldin Alzheimer-sjúkdómnum og eyddi hún síðustu árum æv- innar á Hrafnistu við góða umönnun starfsmanna þar og þökkum við starfsfólki kærlega fyrir gæsku í hennar garð og að gera henni lífið bærilegra síð- ustu æviárin. Nú er Óla amma lögð af stað í ferðalag til móts við Gústa afa á nýjan leik og verða án efa fagn- aðarfundir þegar þau hittast á ný. Minningin um ömmu lifir, hvíldu í friði, elsku amma. Þín barnabörn, Kjartan Ágúst, Benedikt Óli og Sylvía Ósk. Nú er amma Óla aftur komin til Gústa. Þegar við fjölskyldan komum í heimsókn til hennar og Gústa á Sogaveginn var ávallt tekið vel á móti okkur. Alltaf var hægt að treysta á að heitt væri á könnunni eða drykkur í ísskápn- um og að einhver biti væri á boðstólnum. Það þýddi ekkert að segja nei takk, því hún tók það aldrei sem gilt svar og bar ✝ Ólöf Ragnhild-ur Guðmunds- dóttir fæddist á Streiti í Breiðdal 31. ágúst 1926. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík föstu- daginn 20. maí sl. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Pétursson bóndi, vitavörður og landpóstur á Streiti í Breiðdal og kona hans Björg Höskuldsdóttir húsfreyja. Seinni kona Guðmundar var Guðný Helga Sigurðardóttir húsfreyja. Ólöf var yngst sjö systkina, sem öll eru látin. Þau hétu Pétur Arnbjörn, Ragnheið- ur, Höskuldur, Sigurður, Björg- vin og Anna Björg Pálína. Ólöf var í sambúð með Stefáni Guðmundssyni frá Þvottá í Álftafirði, f. 16.6. 1922, d. 16.6. syni Breiðdal frá Krossi á Skarðsströnd í Dalasýslu, f. 24.10. 1926, d. 1.12. 2004. Barn þeirra er Jóhanna Ósk, f. 30.1. 1963. Eiginmaður hennar er Jó- hann Sævar Kjartansson, f. 16.4. 1961. Þau eiga fjögur börn og lifa þrjú og eitt barnabarn. Ólöf ólst upp á Streiti í Breið- dal en flutti til Reykjavíkur þeg- ar æskuárum lauk. Þar hóf hún sambúð með Stefáni. Þau fluttu síðan til Vestmannaeyja 1955 og síðan austur í Lón árið 1958. Við samvistarslit flutti Ólöf með börnin til Reykjavíkur. Þar kynntist hún Ágústi Breiðdal og flutti til hans með barnahópinn vestur á Kross á Skarðsströnd árið 1962. Þar var heimilið fram til ársins 1972 en þá hættu þau búskap og fluttu til Reykjavík- ur. Ágúst hóf störf hjá Reykja- víkurborg, en Ólöf vann ýmis störf, meðal annars á Hrafnistu í Reykjavík og var með heima- gistingu fyrir erlenda ferða- menn um árabil. Útför Ólafar fer fram frá Ár- bæjarkirkju mánudaginn 30. maí n.k. og hefst athöfnin klukkan 13. 2007, en þau slitu samvistum árið 1961. Með honum átti hún fimm börn, þau eru: 1) Dagný, f. 3.12. 1946, gift Magnúsi Viggó Jónssyni, f. 13.10. 1940, þau eiga fimm börn og átta barnabörn. 2) Guð- mundur Unnþór, f. 6.6. 1948, kvæntur Margréti Guðlaugsdóttur, f. 12.12. 1949, þau eiga fjögur börn og lifa þrjú og fjögur barnabörn. 3) Stefán, f. 10.12. 1949. 4) Gunnar, f. 21.1. 1953, kvæntur Önnu Þorgilsdóttur, f. 29.10. 1956, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. 5) Ása Björg, f. 6.9. 1954, gift Þórði Jónssyni, f. 29.9. 1947, þau eiga tvö börn og fjögur barnabörn. Ólöf giftist Ágústi Guðmunds- Mamma er látin á 85. aldurs- ári. Lífshorfur hennar í æsku voru ekki bjartar. Berklar herj- uðu í sveit hennar og hún veikt- ist af þeim. Hún var á Vífils- stöðum til lækninga og bar líkamlegar menjar lækninganna alla ævi. Um þetta tímabil ræddi hún lítið. Þær lækningar hafa verið mikil raun fyrir hana sem barn. Unglingsárin voru skemmtilegri og af þeim sagði hún frekar. Hún var músíkölsk og lærði á harmonikku og orgel af föður sínum og hún ásamt Önnu Pálínu systur sinni lék fyrir dansi á dansleikjum og margar voru ferðirnar yfir á Djúpavog með báti til þeirra verka. Glampi kom í augun þeg- ar hún sagði frá samkomum í Neista á Djúpavogi. Reykjavík lokkaði mömmu til sín og þar kynntist hún Stefáni og hóf með honum sambúð. Börnin hlóðust niður. Þau ákváðu síðan að flytja til Vestmannaeyja 1955 og þar bjuggu þau í 3 ár. Þaðan fluttu þau austur í Lón og slitu þar samvistir. Mamma og við krakkarnir fluttum í bæinn. Til að fram- fleyta okkur vann hún við skúr- ingar og tilfallandi störf. Næsta sumar var hún matráðskona í vegavinnu í Hvalfirði, yngstu börnin hafði hún með sér, en eldri börnin fóru í vist í sveit. Þá kynntist mamma Ágústi Breið- dal, bóndasyni að vestan og við fluttum til hans, allur skarinn, vestur á Kross á Skarðsströnd, og friðsæld þess bæjar var rof- in, hundarnir á þeim bæ létu vart sjá sig og komu ekki að bæ fyrr en hungrið svarf að. Í sveitasælunni fæddist yngsta systirin, Jóhanna, ávöxtur góðs sambands mömmu og Gústa og þarna var heimili okkar næstu 10 árin, en sum okkar hurfu að heiman og stofnuðu eigin heim- ili. Í sveitinni var ýmislegt gert sér til skemmtunar og m.a. stofnuðu mamma og tvær aðrar konur hljómsveitina Frostrósir. Þær spiluðu fyrir dansi á böllum í sveitinni, en frægðin kom ekki hjá þeim frekar en hjá svo mörgum öðrum tónlistarmönn- um enda voru þær svo sem ekki að leita hennar. Árið 1972 brugðu mamma og Gústi búi og fluttu til Reykjavík- ur. Þar vann mamma ýmis störf, heimilishjálp, eldhússtörf og rak heimagistingu um árabil. Hún kunni ekkert í tungumálum en bjargaði sér með útsjónarsemi og táknmáli og gestirnir voru ánægðir og komu sumir aftur og aftur enda var hún matgóð og sátu sumir gestanna langt fram á dag við morgunverðinn og allt- af var bætt á borðið. Það eru til ráð við öllu nema ráðaleysi sagði hún og ef einhver gestanna þurfti að segja henni eitthvað þá bara hringdi hún í einhvern og bað hann að tala við gestinn og fá upp hvað hann vildi. Á efri ár- um fóru þau Gústi sjálf í utan- landsferðir, heimsóttu Þýska- land og Noreg og höfðu gaman af að vera túristar. Minningar um mömmu tengj- ast mikið tónlist, enda spilaði hún oft og söng með. Þegar hún flutti á Hrafnistu tók hún harm- onikkuna með sér og spilaði þar meðan hún gat sér og öðrum til ánægju. Á Hrafnistu naut hún afburðagóðrar umönnunar og alúðar og erum við systkinin af- ar þakklát því góða starfsfólki fyrir umönnunina. Við söknum mömmu og varðveitum góðar minningar um hana. Dagný, Unnþór, Stefán, Gunnar, Ása og Jóhanna Ósk. Óla amma er látin. Minningar um góðar sam- verustundir á Sogaveginum með ömmu og afa koma upp í hugann en þær voru ófáar þegar afa naut enn við og amma var enn heilbrigð en síðustu æviár henn- ar voru henni og okkur í fjöl- skyldunni erfið en hún átti í stríði við Alzheimer, þann erfiða sjúkdóm. það var móður okkar sérstaklega erfitt að horfa upp á móður sína missa tengingu við ástvini sína en samband þeirra mæðgna var traust og voru þær í sambandi hvor við aðra alla dag og stundum oft á dag. Amma var okkur systkinum Ólöf Ragnhildur Guðmundsdóttir MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011 ✝ SigurbjörgOddsdóttir, fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 16.7. 1930, hún lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi þann 20.5. 2011. Sigurbjörg var dóttir hjónanna Odds Valgeirs Gísla Guðmunds- sonar, fæddur í Sæ- bóli Tálknafirði 9. janúar 1902, látinn í Keflavík 7. mars 1964 og Vilhelmínu Jóns- dóttur, fædd á Auðkúlu í Arn- arfirði 28. maí 1902, látin í Reykjavík 5. júlí 1979. Sigurbjörg var húsfreyja í Andakílsárvirkjun á Akranesi og í Hveragerði. Starfaði m.a. hjá sokkaverksmiðjunni Evu, í frystihúsinu Haferninum, hjá Akraprjóni, á Sjúkrahúsi Akra- ness og í Kaupfélaginu við Still- holt. Síðar tók hún ásamt Magn- úsi manni sínum að sér hús á Sólheimum í Grímsnesi þar sem þau héldu heimili fyrir þroska- hefta og enn síðar starfaði hún í eldhúsi Heilsuhælis NLFÍ í Hveragerði, síðast búsett á Akranesi. – Sigurbjörg var 6 í röðinni af ellefu systkinum. Hún Brynhildur Yrsa. 4c) Magnús Sigurjón Guðmundsson, maki Jenný Hildur Jónsdóttir. Sonur Ingibjargar: Gísli Geir Ein- arsson, maki Carly Mills Ein- arsson. 5) Sævar Þór, f. 1953. 6) Jenný Ásgerður, f. 1957, maki Jón Þórir Leifsson. Börn þeirra: 6a) Daníel Birkir Jónsson, sam- býliskona Elínborg Þrast- ardóttir. 6b) Davíð Þór Jónsson. 6c) Leifur Jónsson. 6 d) Arnar Freyr Jónsson. 7) Margrét Högna, f. 1960, maki Ásgeir Pét- ursson, f. 1960, d. 1996. Börn þeirra: 7a) Þorgerður Jóna, 7b) Pétur Haukur, 7c) Reynir Tumi, sambýliskona Hafdís Ósk- arsdóttir. 8) Erlingur Birgir, f. 1962. 9) Vilhelmína Oddný, f. 1963, maki Þorgeir Gunnarsson, börn þeirra: 9a) Einar Njáll, 9b) Friðrik Örn, 9c) Gunnar Máni. 10) Jónína Björg, f. 1965, sam- býlismaður Guðmundur Sig- urðsson, börn þeirra: 10a) Sig- urður Þorsteinn, sambýliskona Fríður Ósk Kristjánsdóttir, 10b) Magnús Sigurjón, maki Margrét Björg Jónsdóttir. 10c) Steinunn Inga. Langömmubörnin eru orð- in 26. Útför fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 30. maí 2011, og hefst athöfnin kl. kl. 14. giftist Magnúsi Sig- urjóni Guðmunds- syni, f. 30.11. 1921 á Hrauni í Reyð- arfirði, látinn 7.11. 2004. Börn Sigur- bjargar: 1) Valgeir Borgfjörð Magn- ússon, f. 1947, kvæntist Ingi- björgu Jónu Birg- isdóttur, þau skildu, sonur þeirra 1a) Sverrir Halldór. Seinni kona Valgeirs er Fanney Renegado Magnússon. Dóttir þeirra 1b) Sigurbjörg Anna, sambýlismaður Brynjar Krist- jánsson. 2) Drengur, f. 1.9. 1948, látinn 19.11. 1948. Börn Sigur- bjargar og Magnúsar: 3) Guðrún Jónína, f. 1949, maki Hreinn Ómar Elliðason, f. 1946 d. 1998, þau skildu. Börn þeirra: 3a) El- liði Ómar Hreinsson, maki Sól- veig Borghildur Jóhannesdóttir. 3b) Sigurbjörg Ásta Hreins- dóttir, sambýlismaður Þröstur Guðmundsson. 3c) Jóna Bjarney Hreinsdóttir, sambýlismaður Hugo Filipe Santos. 4) Guð- mundur Trausti, f. 1952, maki Ingibjörg Gísladóttir. Börn þeirra: 4a) Arngunnur Ylfa, maki Valgarður Sigurðsson. 4b) Lítil snaggaraleg stelpa var send upp á brattar fjallabrúnir fyrir vestan í smalamennsku, 5 ára að þvo upp í Valþjófsdal og þurfti að standa uppi á stól til að ná upp í skápa. Sandskúruð timb- urgólf, kuldapollar á höndum þegar verið var að berja ísinn of- an af bæjarlæknum til að þvo, þessar bernskuminningar eru mömmu minnar. Seinna sá ég hana sjóða þvott í þvottahúsi sveitarinnar í Andakílsárvirkjun og öll þau skipti sem hún hljóp út á snúru, ýmist til að hengja út eða taka inn, svo kvik og fljót og alltaf að reyna að koma sem mestu í verk, enda verkahringurinn óþrjótandi. Á yngri árum hafði hún alltaf sítt hár og ég dáðist oft að því þegar stirndi á það í sólskininu, liðað og gullinrautt. Með árunum dökknaði það og fékk á sig kop- arlit en ég sé hana alltaf fyrir mér í svörtu dragtinni með flauels- kraganum og gullhárið flæðandi um axlirnar, ljómandi kát að fara með pabba á þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum, það er eitt af því fyrsta sem ég man. Hún mamma mín var konan sem kyndir ofninn, Halla á heiðarbýlinu, Salka Valka og allar hinar í einni. Hún var stolt, sjálfstæð, hörkudugleg, skapandi og gat verið alveg geisl- andi glettin og kát. Bestu stundirnar hennar voru í skotinu við eldhúsborðið með prjónana, í hláturskasti yfir ein- hverju. Ef mamma fékk hláturs- kast hlógu allir með, hláturinn hennar var svo smitandi. Flest lék í höndunum á henni, hún saumaði á okkur öll og prjónaði, flosaði myndir, saumaði út og undi sér illa ef hún hafði ekki eitt- hvað á milli handanna. Ferðalög voru sameiginlegt yndi pabba og mömmu og það var ekki lagt af stað nema allir væru í nýprjón- uðum peysum og nýsaumuðum buxum. Þær eru óteljandi stund- irnar sem við áttum saman að hlusta á söguna í útvarpinu eftir hádegið, meðan yngri börnin sváfu var heilög stund sem mamma notaði til að prjóna og kenndi mér þá jöfnum höndum. Hún mamma mín var ekki langskólagengin, en ég hékk yfir henni margoft þegar hún var að sauma á mig spariföt og fann út úr dönskum eða þýskum snið- blöðum til að skapa dýrðina. Prjón eða hekl var það sama, hún gruflaði það upp. Hún gafst aldr- ei upp, enda þurfti hún á þeim eiginleika að halda sem 10 barna móðir. Henni tókst alltaf að láta enda ná saman og gera góðan mat úr litlu þrátt fyrir að oft væri þröngt í búi, sérstaklega á fyrri árum þeirra pabba á Skaganum þegar oft var ekki borgað út í slippnum svo mánuðum skipti. Fannst henni aldrei muna um einn disk enn við borðið og fjöl- margir einstæðingar á Akranesi nutu góðs af því gegnum tíðina og voru heimagangar hjá mömmu. Hún gerði við föt þeirra sumra og munaði ekkert um að drífa þá úr sokkunum og stoppa í svona rétt á meðan þeir fengu kaffi og klein- ur. Á efri árum fékk mamma Alz- heimer og það var erfitt að týna persónuleikanum hennar í greip- ar þess hræðilega sjúkdóms. En hennar gæfa var að eiga starfs- fólk Dvalarheimilisins á Höfða að, þá sá ég að heimili er ekki um- gjörð utan um fólk, heimili er fyrst og fremst fólkið innan veggja. Ég kveð kæra móður og þakka starfsfólkinu á Höfða innilega alla þess umönnun og hlýju. Guðrún Jónína Magnúsdóttir. Sigurbjörg Oddsdóttir Elskulegur sonur minn, systursonur, bróðir, mágur og frændi, STEFÁN KRISTINSSON, Sólarvegi 16, Skagaströnd, lést á heimili sínu 19. maí sl. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Þórunn Stefánsdóttir, Margrét Stefánsdóttir, Sigurður Kristinsson, Bryndís Rafnsdóttir, Guðmundur R. Kristinsson, Lilja Kristinsdóttir, og frændsystkini hins látna. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN ANTON HALLDÓRSSON frá Sunnutúni, Eyrarbakka, Stapavegi 8, Vestmannaeyjum Lést á gjörgæsludeild Landspítalans föstudaginn 27. maí Jarðsett verður frá Landakirkju föstudaginn 3. júní kl. 15 Þeir sem vilja minnast hans láti líknarstofnanir njóta þess. Erna Friðriksdóttir, Dagmar Skúladóttir, Hjalti Einarsson, Friðrik E. Stefánsson, Jónína M. Hermannsdóttir, Sigurður A. Stefánsson, Ida Sofie T. Steffensen, og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, ALICE JULIA SIGURÐSSON myndlistarkona, Ásabyggð 1, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 18. maí sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðalsteinn Sigurðsson, Sigurður Aðalsteinsson, Helena Dejak.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.