Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 23
DAGBÓK 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011 Sudoku Frumstig 4 9 1 7 8 4 1 8 6 8 4 7 6 3 2 6 3 2 8 9 4 3 4 1 9 9 6 4 7 3 6 9 8 1 3 7 9 5 6 8 7 4 3 7 9 6 8 3 1 5 7 6 8 3 8 9 9 6 8 5 4 8 2 3 9 6 9 4 7 3 6 4 7 5 3 8 1 5 9 3 4 7 2 6 4 2 7 8 1 6 3 9 5 3 9 6 7 5 2 8 4 1 9 6 2 3 8 5 1 7 4 1 4 8 2 7 9 6 5 3 7 5 3 6 4 1 2 8 9 2 3 9 4 6 8 5 1 7 5 7 4 1 2 3 9 6 8 6 8 1 5 9 7 4 3 2 7 5 3 1 4 6 8 9 2 9 1 6 8 2 5 3 7 4 4 8 2 3 7 9 6 1 5 8 6 4 5 3 7 1 2 9 5 2 9 4 6 1 7 8 3 1 3 7 2 9 8 5 4 6 6 4 5 7 1 2 9 3 8 3 7 8 9 5 4 2 6 1 2 9 1 6 8 3 4 5 7 7 5 1 6 4 8 3 9 2 4 3 9 7 5 2 6 1 8 8 2 6 3 9 1 5 7 4 3 8 7 1 6 9 2 4 5 6 9 4 8 2 5 1 3 7 2 1 5 4 7 3 8 6 9 1 7 3 2 8 4 9 5 6 5 4 2 9 3 6 7 8 1 9 6 8 5 1 7 4 2 3 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 30. maí, 150. dag- ur ársins 2011 Orð dagsins: Daníel tók til máls og sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því hans er viskan og mátt- urinn.“ (Daníel 2, 20.) Víkverji tilheyrir þeim sívaxandihópi fólks á Íslandi sem leggur stund á golf. Skemmst er að minnast þess að tíðarfar síðastliðinna vikna hefur ekki verið sérlega hentugt til golfiðkunar. Ekki virðist sem veðrið ætli að batna mjög mikið á næstu dögum. Þrátt fyrir að nú ætli hann að hlýna lítið eitt virðist rigning ætla að vera ríkjandi næstu vikuna um mest- allt landið. Það er einmitt í maí sem golfvellir á Íslandi byrja yfirleitt að taka við sér, grænka og þurrka sig eftir snjó- þekju vetrarins. Því hefur vorhret síðustu vikna skilið margan kylfing- inn eftir ákaflega skúffaðan. x x x Hins vegar er Víkverji almenntséð jákvæður einstaklingur, sem reynir stöku sinnum að líta til hins stærra samhengis hlutanna þeg- ar illa árar. Þrátt fyrir að golfvellir á Íslandi séu lokaðir í eina fimm mán- uði á ári, er hægt að færa sterk rök fyrir því að Íslendingar búi við eitt lengsta golftímabil á norðurhveli jarðar. Í júní og júlí er nefnilega hægt að spila golf á hvaða tíma sólarhrings sem er, eða allt að því. Þetta eru lífs- gæði sem fæstir heimsins kylfingar búa við. Vorin og haustin er síðan hægt að spila golf vel fram á kvöld. x x x Þrátt fyrir að Víkverji muni hrein-lega ekki hvort hann hafi nokkru sinni tekið afstöðu til hugmynda um að breyta klukkunni á Íslandi, vega golfrökin þungt gegn því að flýta tím- anum á Íslandi til samræmis við stað- setningu landsins. Verði tímanum flýtt um eina eða tvær klukkustundir, til að koma til móts við svefnpurrkur sem finnst erfitt að vakna í myrkri á haustin og vorin, munu kylfingar tapa heilli klukkustund af birtu á kvöldin. Á vorin og á haustin er með sæmilegu móti hægt að spila golf til klukkan tíu eða jafnvel ellefu á kvöldin. Verði klukkunni flýtt, styttist sá tími. Minni tími verður eftir vinnu til að spila golf. Í raun styttist sólarhringurinn fyrir íslenska kylfinga með því að flýta klukkunni. Sem er hið alvarlegasta mál. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 dufl, 4 þræla- vinna, 7 goð, 8 óskum, 9 beita, 11 lykta, 13 veik- burða, 14 tekur, 15 kerra, 17 tryllta, 20 lamdi, 22 áfang- inn, 23 nægir, 24 gyðju, 25 þreyttar. Lóðrétt | 1 lamdi, 2 af- kvæmum, 3 hófdýrs, 4 himna, 5 ruplar, 6 stundum, 10 aldin, 12 elska, 13 skar, 15 kjökrar, 16 þrautin, 18 form, 19 ræktuð lönd, 20 fljótur, 21 baldin. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 leyfilegt, 8 koddi, 9 iðjan, 10 tíð, 11 murta, 13 aftra, 15 forks, 18 sigur, 21 kát, 22 rúlla, 23 aðild, 24 Lagarfoss. Lóðrétt: 2 eldur, 3 feita, 4 leiða, 5 grjót, 6 skúm, 7 unna, 12 tík, 14 fúi, 15 forn, 16 rella, 17 skata, 18 starf, 19 geirs, 20 rödd. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is S.O.S. Norður ♠G108 ♥DG53 ♦D8764 ♣5 Vestur Austur ♠KD9 ♠Á6543 ♥764 ♥K109 ♦ÁK109 ♦G532 ♣KD8 ♣Á Suður ♠72 ♥Á82 ♦-- ♣G10976432 Suður spilar 2♣ redobluð. Fred Gitelman var í tilraunaskapi. Hann var í suður og átti að segja við opnun austurs á 1♠. Á hættu gegn ut- an. Spilið kom upp í síðustu lotunni í leik Diamonds og Bathrusts um réttinn til að keppa á HM, og í sannleika sagt hafði Bathrust þegar unnið – munurinn var næstum 100 impar. En Gitelman vildi klóra í bakkann og hér reyndi hann pókersögnina 1G. „DOBL!“ Vestur sleikti út um. Gi- telman breytti í 2♣ og aftur doblaði vestur. En svo tóku málin óvænta stefnu: Brad Moss í norður redoblaði í flóttaskyni – svonefnt „SOS-redobl“, sem biður makker lengstra orða að breyta í annan lit. En nei, Gitelman sat sem fastast. Hann trompaði ♦Á sem út kom, spilaði ♣G og … vestur lét drottninguna: átta slagir og 760. 30. maí 1768 Eggert Ólafsson varalögmaður og skáld drukknaði í Breiða- firði við áttunda mann. Hann var 42 ára. Eggert ferðaðist um Ísland 1752-1757 ásamt Bjarna Pálssyni, síðar land- lækni, og hefur ferðabók þeirra verið gefin út. Meðal ljóða Eggerts er Föðurlands- minni (Ísland ögrum skorið). 30. maí 1836 Vísindaleiðangur franska læknisins Paul Gaimard kom til Reykjavíkur. Leiðangurs- menn ferðuðust um landið og einn þeirra, August Mayer, teiknaði margar myndir af stöðum hér á landi og íslensku þjóðlífi. Þær birtust í yfirgrips- miklu riti um Ísland og Græn- land. 30. maí 1894 Eldey var klifin, í fyrsta sinn svo vitað sé. Þar voru á ferð þrír Vestmannaeyingar, þeirra á meðal Hjalti Jónsson (Eld- eyjar-Hjalti). Þetta var talin mikil hættuför. 30. maí 1966 Ólöf Geirsdóttir sló holu í höggi, fyrst íslenskra kvenna. Það gerðist á elleftu braut á Grafarholtsvelli. 30. maí 1984 Staðfest voru stjórnskipunar- lög sem kváðu á um fjölgun al- þingismanna úr 60 í 63 og um lækkun kosningaréttar til Al- þingis úr 20 árum í 18 ár. 30. maí 1998 Jón Arnar Magnússon setti Ís- landsmet í tugþraut á móti í Götzis í Austurríki, hlaut 8.573 stig. Metið stendur enn. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … „Það er nú líklegast að ég fari austur á Kirkjubæjarklaustur og taki til í sumarbústað sem börnin mín eiga. Það þarf að ryksuga eftir eld- gosið í Grímsvötnum,“ segir Örn Friðriksson, fv. verkalýðsleiðtogi, um dagskrána á sjötugsafmæl- inu í dag. Örn hélt upp á afmælið sl. laugardag en hann fór þá í óvissuferð með fjölskyldu og nánustu vinum. Hefur Örn alltaf verið mikið fyrir ferðalög. Örn lifir konu sína Ólöfu Helgadóttur en þau áttu tvær dætur saman, Guðrúnu Valdísi og Tinnu. Átti Ólöf son úr fyrra sambandi, Róbert Þór Gunnarsson. Barnabörnin eru orðin átta. En hvað stendur upp úr á langri ævi? „Hversu gaman það er að lifa. Heilsan er góð og ég hef fengist við skemmtileg verkefni. Ég hef verið lánsamur í lífinu og farsæll í starfi,“ segir Örn sem var formaður Félags járniðnaðarmanna í 19 ár og jafn lengi aðaltrúnaðarmaður starfsmanna í álverinu í Straumsvík. Örn fagnar því að íslenskt samfélag sé orðið opnara og að fleiri taki þátt í þjóðmálaumræðunni en áður fyrr. Þá bendir Örn á umræðuna um eignarhald á náttúruauðlindum sem hann telur að sé frjálsari nú en nokkru sinni fyrr. baldura@mbl.is Örn Friðriksson er sjötugur í dag Gaman að lifa Flóðogfjara 30. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.50 3,2 10.58 0,8 17.12 3,5 23.27 0,8 3.28 23.23 Ísafjörður 1.01 0,6 6.53 1,7 13.04 0,5 19.17 1,9 2.51 24.11 Siglufjörður 2.51 0,3 9.09 1,0 15.01 0,3 21.19 1,1 2.32 23.56 Djúpivogur 2.01 1,7 8.02 0,7 14.26 2,0 20.43 0,7 2.48 23.02 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Mundu bara að gjalda líku líkt þegar þar að kemur. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú færð tækifæri til þess að hnýta ýmsa lausa enda í málefnum sem varða erfðamál. Leitaðu aðstoðar sérfræðinga í fjármálum. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Innsæi þitt hjálpar við að skilja leynda töfra skugganna. Byrjaðu að pakka niður í töskur og vertu viðbúin/n. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú hefur tækifæri til að læra margt um sjálfa/n þig. Farðu þér hægt í fjár- málum, kannaðu alla möguleika vandlega og mundu umfram allt að hafa öryggið í fyr- irrúmi. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er sálfræðilegt hyldýpi milli þín og einhvers sem þér þykir vænt um. Reyndu ekki að stjórna öllum í kringum þig. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þótt full ástæða sé til að gera sér glaðan dag þurfið þið líka að muna að hóf er best á hverjum hlut. Sinntu tafarlaust máli sem leitar sterkt á þig nú um stundir. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Settu þér alltaf raunhæf takmörk og stefndu að þeim hvað sem tautar og raular. Vinir hafa sambönd sem geta sparað þér peninga eða útvegað þér vinnu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ástvinir eru hinum megin við vandamálið og vilja þagga það niður. Þú ert sjálfstæð/ur og vilt ekki biðja um hjálp. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Rómantíkin blómstrar. Kannaðu hvaða leiðir standa þér opnar. Ekki grípa fram í fyrir öðrum ræðumönnum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Láttu það ekki koma þér á óvart þótt nágranni eða ættingi geri eitthvað ófyrirsjáanlegt í dag. Nánir ástvinir eru að bralla eitthvað. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú þarft ekki að hafa minnimátt- arkennd gagnvart samstarfsmönnum þín- um. Haltu bara þínu striki og þá hefst þetta allt saman. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú hefur persónutöfrana þér til full- tingis, sem bæði getur verið gott og slæmt. Hafðu ekki áhyggjur af neinu. Stjörnuspá 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rf3 e6 5. Be2 Rd7 6. 0-0 Re7 7. Rbd2 a6 8. Rb3 b6 9. Be3 Dc7 10. Hc1 c5 11. c4 dxc4 12. Bxc4 b5 13. d5 exd5 14. Bxd5 Rxd5 15. Dxd5 Rb6 16. Dd2 Rc4 17. Dc3 Be7 18. Bxc5 Bxc5 19. Rxc5 Dxc5 20. b3 0-0 21. Rd4 Bg4 22. bxc4 Hac8 23. h3 Be6 24. De3 Bxc4 25. Hfd1 Hfe8 26. f4 Hcd8 27. Df2 Da3 28. Rf5 Hxd1+ 29. Hxd1 Dxa2 30. Dg3 g6 31. Dg5 Bd5 32. Re3 De2 33. f5 f6 34. exf6 Bf7 Staðan kom upp á Evrópumeistara- móti öldunga í liðakeppni sem lauk fyrir skömmu í Þessalóníku í Grikklandi. Jan Rooze (2.333) frá Belgíu hafði hvítt gegn Arnþóri Einarssyni (2.227). 35. Hd8! Hxd8? svartur hefði getað haldið taflinu gangandi með því að leika 35. … Db2! 36. Dh6 Dxe3+ 37. Dxe3 Hd7 38. De4 Kf8 39. Da8+ Be8 40. fxg6 hxg6 41. Dxa6 og hvítur innbyrti vinninginn skömmu síðar. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.