Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVAÐ ERTU AÐ BORÐA NÚNA? HVÍT- LAUK ÞÚ SAGÐIR MÉR ALDREI AÐ ÞÚ VÆRIR HÁLF VAMPÍRA SVO ER MAÐUR NEYDDUR TIL AÐ FÁ LÁNAÐAR BÆKUR Á BÓKASAFNINU SVO MAÐUR GETI LESIÐ ÞÆR EN EF MAÐUR TÝNIR EINNI AF ÞESSUM BÓKUM ÞÁ VERÐUR MAÐUR TEKINN AF LÍFI ÉG VAR NEYDDUR TIL AÐ LÆRA AÐ LESA!! *ANDVARP* ÉG VEIT EKKI AF HVERJU EN ÉG ER MEÐ SAMVISKUBIT OG FINNST EINS OG ÉG EIGI EITTHVAÐ HRÆÐILEGT Í VÆNDUM VIÐ HVERJU BJÓSTU!? ÞÚ ÁST KÖKUNA SEM ÉG ÆTLAÐI AÐ SELJA Á BASARNUM TIL STYRKTAR FÁTÆKUM!! HVAR ERUM VIÐ? EINHVERS- STAÐAR NIÐRI Í BÆ VIÐ ERUM TÝNDIR! VIÐ VERÐUM ALDREI KOMNIR HEIM FYRIR JÓL! ÓLÍKT KÖTTUM ÞÁ ERUM VIÐ HUNDAR MJÖG RATVÍSIR ER ÞAÐ!? AUÐVITAÐ, HVAR ER NÚ GPS-STAÐ- SETNINGAR- TÆKIÐ MITT? VERTU TILBÚINN, ÞARNA KOMA ÞEIR! HVERNIG STÖÐVUM VIÐ ÞÁ? SANDMAN ER BÚINN AÐ BREYTA SÉR Í STEYPUVEGG! HEFURÐU ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ KAFNA Í SVEFNI? ÉG ER FARINN AÐ HRJÓTA SVO MIKIÐ ALLT LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VERA EINS OG ÞAÐ Á AÐ VERA, EN MIG LANGAR AÐ ÞÚ SOFIR HÉR Í NÓTT SVO VIÐ GETUM FYLGST MEÐ ÞÉR HVAÐ FELUR ÞAÐ Í SÉR? *ANDVARP* LÁTTU BARA FARA VEL UM ÞIG ÞAU SEGJA AÐ MAÐUR VERÐI AÐ LÆRA AÐ LESA Hjálpartæki Á skrifborði mínu eru meðal annars þrír hlutir, sem hjálpa mér til að sjá betur: gler- augu, stækkunargler og lampi. Þar að auki eru tveir gluggar á herberginu, sem hleypa inn góðri og þægilegri birtu úr austri og suðri. Augu okkar mann- anna verða þó til á allt öðru sviði lífsins. Þau mótast og þróast í móðurlífi, þar sem fóstrið, hin ófædda manneskja, hefur enga þörf fyrir þau og sér heldur ekki þá framtíðarver- öld sem framundan er. Í móðurlífi verða einnig talfærin til, við kring- umstæður málleysisins. Lungun myndast þar einnig fullbúin í vatna- veröld móðurkviðarins, þó þar sé engin þörf á því að draga andann. Það er ekki fyrr en komið er í heim- inn utan við móðurlífið, sem áð- urnefnd líffæri fá notið sín og koma að gagni. Heimur fóstursins og hins ófædda barns kann að virðast því allt sem er. Að yfirgefa þann stað kann að vera því skelfileg tilhugsun og ógn við lífið sjálft. En við sem fæddumst fyrir löngu vitum betur. Fæðing er ekki dauði, heldur innganga inn í nýja tilveru, þar sem menn anda og fylla lungun af yndislegri og lífg- efandi blöndu súrefnis og kolefnis. Dauðinn er einnig fæðing inn á nýtt svið. En hver skyldi vera undirbúningur okkar hérna megin fyrir hina komandi tilveru eftir dauðann og þau hjálpartæki, sem að- stoða okkur við að sjá betur tilganginn með tilveru okkar hér í heimi? Fyrir hvað undirbýr fólk sig með háskólagráðum? Hvers vegna sækir það í hraðskreiðari bíla? Til að komast hraðar á hvaða áfangastað; stærri sjónvarpskjái til að sjá betur, en sjá hvað, heyra hvað, læra hvað? Önnur tilvera bíður okkar allra því hér er- um við líkt og fóstur í móðurkviði heimsins. Hvernig við undirbúum okkur hér ræður því hvernig okkur reiðir af þegar við fæðumst inn í hina nýju framtíðarveröld. Megi þau hjálpartæki, sem þetta líf hefur upp á að bjóða aðstoða okkur við að sjá betur og skilja betur þau lög- mál, sem Guð gaf okkur mönnunum og læra um hið góða og fallega, þó svo það virðist ekki lofa miklum frama og ríkidæmi hér í heimi. Einar Ingvi Magnússon. Ást er… … huggun á erfiðum tímum Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Handverkssýning í dag kl. 9-16. Kaffihlaðborð á góðu verði. Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Dalbraut 18-20 | Myndlist og postu- lín kl. 9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, bænastund kl. 9.30, söngur kl. 10.30, leikfimi kl. 11, upplestur kl. 14. Lista- maður mánaðarins. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Kaffi/spjall kl. 13.30. Félagsheimilið Boðinn | Þann 1. júní skemmtun í Boðanum, Ásta og vin- konur spila á hljóðfæri og stjórna söng. Félagsheimilið Gjábakki | Leiðbein- andi í handavinnu kl. 9, botsía kl. 9.30, lomber kl. 13, canasta kl. 13.15. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulínshópur kl. 9, ganga kl. 10. Handavinna kl. 13. jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Spila- og vinnustofur opnar, þátt- tökuskráning stendur yfir í vor- ferðalag kirkjunnar með eldri borg- urum á uppstigningardag 2. júní. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustof- ur opnar frá kl. 9. Vatnsleikfimi í Breiðholtslaug kl. 9.50. Spilasalur op- inn frá hádegi. Í dag er Kvennahlaup ÍSÍ, upphitun hefst kl. 12.30, Þorvald- ur Jónsson með harmonikkuna. For- seti borgarstjórnar Elsa Hrafnhildur Yeoman ræsir kl. 13 . Uppl. á staðnum og s. 575-7720. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Félagsvist kl. 13 í Setrinu, kaffi og samfélag. Hraunbær 105 | Opin handavinna kl. 9 til 16, bænastund kl. 10-10.30. Helga fótafræðingur er á staðnum, tímapantanir í síma 698-4938. Hár- greiðslustofa Fjólu er opin kl. 9 til 14 alla daga en föstudaga er opið kl. 9- 18 tímapantanir í síma 894-6856. Hraunsel | Vorsýning á handverki fé- lagsmanna opnuð í dag kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30. Vinnustofa kl. 9. Brids kl. 13. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár- anum kl. 11.30. Korpúlfar Grafarvogi | Ganga í dag frá Grafarvogskirkju kl. 10. Sjúkra- leikfimi í Eirborgum, Fróðengi kl. 14.30 í dag. Á morgun er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30. Vesturgata 7 | Handavinna, botsía, leikfimi kl. 9.15. Tölvukennsla kl. 12. Kóræfing kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bókband og postulín kl. 9. Morg- unstund kl. 9.30. Botsía kl. 10. Fram- h.saga kl. 12.30. Handavinnustofa kl. 13. Spil kl. 13. Stóladans kl. 13. Öldungakórinn í Skagafirði komsuður síðastliðinn laugardag og hélt ljómandi góða tónleika í Hveragerði með söngstjóra sínum Jóhönnu Marín af Sölvaætt á Sauð- árkróki. Síðan óku þau austur í Rangárþing til gistingar. Þá hófst gosið. Inga Heiðmari Jónssyni varð að orði: Grímsvötn höfðu góðan frið en gossins kveiktist hrina er Skagfirðinga skrautlegt lið skrapp í Fljótshlíðina. Bergur Torfason orti: Fréttnæmt er þá ferðalangar fara um þjóðveginn, skært ef syngja Skagfirðingar skelfur jökullinn. Þá Jói í Stapa: Vatnajökuls undiryl ísabreiður þvinga. Hann er að lyfta hatti til að heiðra Skagfirðinga. Ágætur var okkar túr, öllum vonum stærri, við erum komin ösku úr en eldurinn hvergi nærri. Ingólfur Ómar Ármannsson horfði á hamfarirnar í sjónvarpinu á sunnudagskvöld og orti: Svæðið þakið ösku er, afar þykkt er rykið, varla út úr augum sér því öskufjúk er mikið. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af öldungakór og eldgosi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.