Morgunblaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 Einn yngsti þingmaðurinn á Al-þingi, Ásmundur Einar Daða- son, bauð sig fram fyrir VG í síð- ustu kosningum. Það var eðlilegt mat hans þá að þar væri öruggast skjól fyrir hugsjónir hans og stefnu. Þannig hugsuðu margir og fékk flokkurinn sína bestu kosningu.    Það er þekkt ogviðurkennd staðreynd að flokkar þurfa jafnan að slá nokkuð af frá ýtrustu stefnumálum gangi þeir til stjórn- arsamstarfs, því af slíku verður ekki nema tillit sé tekið til ann- arra. Þó er sennilega óþekkt að í stjórnarmyndunarviðræðum geri einn flokkur þá kröfu til annars að hann svíki fullkomlega sitt allra helgasta stefnumál. Sé það gert þá vita allir um leið að krafan er ein- göngu sett fram til að slíta viðræð- unum, sé henni haldið til streitu.    En Samfylkingin sá sér til undr-unar að Steingrímur J. var tilbúinn til alls. Jafnvel að sam- þykkja fráleitar kröfur sem settar voru fram til málamynda til þess eins að skapa stöðu í viðræðunum.    Og eftir að hann fékk flokkinnsinn til að svíkja í Evrópu- málum var öll fyrirstaða fokin. VG missti þá ekki aðeins allan trúverð- ugleika í annarra augum heldur einkum gagnvart sjálfum sér. Svik við hugsjónir varð því jafnan fyrsti kosturinn sem skoðaður var kæmu ný mál upp. Þess vegna er slóði flokksins gagnvart kjósendum sín- um svona ljótur.    Ungur og óspilltur þingmaðurvissi að hann myndi eyði- leggja sjálfan sig ef hann sæti kyrr, samdauna og samábyrgur fyrir svikunum. Þess vegna fór hann. Ásmundur Einar Daðason Ásmundur Einar Daðason STAKSTEINAR Veður víða um heim 1.6., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 6 alskýjað Akureyri 10 skýjað Kirkjubæjarkl. 13 skýjað Vestmannaeyjar 9 léttskýjað Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 10 léttskýjað Ósló 15 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 25 heiðskírt Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 18 heiðskírt Dublin 18 skýjað Glasgow 15 skýjað London 21 heiðskírt París 21 heiðskírt Amsterdam 17 heiðskírt Hamborg 18 heiðskírt Berlín 18 heiðskírt Vín 23 léttskýjað Moskva 26 heiðskírt Algarve 23 léttskýjað Madríd 22 heiðskírt Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 15 skúrir Róm 21 léttskýjað Aþena 23 léttskýjað Winnipeg 13 léttskýjað Montreal 27 léttskýjað New York 29 heiðskírt Chicago 22 léttskýjað Orlando 22 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:21 23:32 ÍSAFJÖRÐUR 2:37 24:25 SIGLUFJÖRÐUR 2:18 24:11 DJÚPIVOGUR 2:40 23:12 Í dag, uppstigningardag, stend- ur Rauði kross Íslands fyrir fata- söfnun um allt land. Gámum verður komið fyrir við allar sundlaugar ÍTR í Reykjavík og við sundstaði í Kópavogi, Hafn- arfirði og Garðabæ. Einnig verður gámur við hús Rauða krossins í Mosfellsbæ, og eins verður tekið á móti fötum á mót- tökustöðvum Eimskips Flytj- anda úti á landsbyggðinni. Söfn- unin er aðeins þennan eina dag við sundstaðina en hægt er að gefa föt allt árið á öðrum söfn- unarstöðvum Rauða krossins. Fatasöfnun EM U21-árs landsliða í knattspyrnu fer fram í Danmörku 11. - 25. júní. Aron Einar Gunnarsson er ein af hetjum íslenska U21 landsliðsins. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Tjónið er mikið og liggur eftir þó að gosinu sé sem betur fer lokið. Við finnum mikinn stuðning fyrir- tækja í landinu,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbún- aðarráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkur- iðnaði, um gang fyrirtækjasöfn- unar vegna Grímsvatnagossins. Safnast hafa hátt í 30 milljónir króna en söfnunin fer fram í sam- ráði við Samtök atvinnulífsins. Stuðningur vegna tjóns sem tryggingar bæta ekki Myndaður hefur verið sjóður til að veita bændum og starfsemi á svæðinu fjárhagslegan stuðning eftir því sem söfnunarfé hrekkur til og hægt er að bæta við fjár- styrkjum. Spurður hvernig söfnunarfénu verður úthlutað segir Guðni að verkefnisstjórnin eigi eftir að full- móta þá tilhögun en áhersla verður lögð á að styðja fólk á gossvæðinu við það sem út af stendur hjá Bjargráðasjóði og Viðlagatrygg- ingu. Guðni segir söfnunina standa út júnímánuð og eftir það verði vonandi fljótlega hægt að byrja út- hlutun úr sjóðnum, í góðu samráði við heimamenn. Miðað er við að framlög fyrirtækja geti verið frá 100 þúsund krónum upp í eina milljón að hámarki. Að sögn Guðna hafa fjölmörg fyrirtæki lagt inn há- marksfjárhæð og þátttakan al- mennt verið góð úr öllum greinum atvinnulífsins um land allt, hvort sem það er í sjávarútvegi, iðnaði, þjónustu eða öðrum greinum. „Verkefnin eftir Eyjafjallajök- ulsgosið sýndu að heilmikið getur staðið út af og mikill skaði sem enginn hjálpar til við, hvorki tryggingar né Bjargráðasjóður. Við finnum mikinn skilning meðal fyrirtækja á þeim vanda sem eitt eldgos getur valdið,“ segir Guðni. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Gos Vaskir björgunarsveitar- menn við hreinsun á Klaustri. Góður gangur í fyrirtækjasöfnun vegna eldgossins Fyrirtækjasöfnunin » Með Guðna Ágústssyni í verkefnisstjórn eru Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssambands sauð- fjárbænda, Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, og Hugrún Hann- esdóttir frá Ferðaþjónustu bænda. » Söfnunarreikningur er í útibúi Arion banka á Kirkjubæj- arklaustri. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 317-26-2200, kt. 470788-1199.  Þegar komnar hátt í 30 milljónir króna og safnað verður út júnímánuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.