Morgunblaðið - 02.06.2011, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 02.06.2011, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóð- anna vegna afbrota í fyrrverandi lýðveldum gömlu Júgó- slavíu (ICTY), Serge Brammertz, kynnti í gær breytta ákæru gegn Ratko Mladic, leiðtoga herja Bosníu-Serba í átökunum á tíunda áratugnum og hafa fjórir liðir af 15 verið felldir niður. Mladic, sem er 69 ára, kemur fyrir réttinn á morgun. Mladic var fluttur til Haag frá Serbíu á þriðjudag, þrátt fyrir hávær mótmæli æstra stuðningsmanna hans sem segja hann vera þjóðhetju og saklausan af þeim glæpum sem honum er kennt um, þ. á m. morðum á yfir 7000 Bosníu-múslímum í Srebrenica. Hann er nú vistaður í Scheveningen-fangelsinu, skammt frá Haag, er samvinnufús og læknar álíta ekki að hann þurfi sérstakrar aðhlynn- ingar við. Lögmaður hans í Serbíu full- yrti að Mladic væri svo heilsuveill að ekki væri hægt að rétta yfir honum. Dómstóllinn gaf frá árinu 1995 út ákærur vegna meintra stríðglæpa gegn 161 Bosníu-Serba. Eftir hand- töku Mladic nýverið í Serbíu leikur að- eins einn þeirra lausum hala, hinir hafa náðst eða gefið sig sjálfir fram, að sögn norska blaðs- ins Aftenposten. Sá síðasti er Goran Hadzic sem var póli- tískur leiðtogi þjóðarbrots Serba í Króatíu. Hann er sak- aður um morð og ofsóknir gegn óbreyttum borgurum. Ákæran gegn Mladic birt  Aðeins einn af stríðsglæpamönnum Bosníu-Serba leikur enn lausum hala Blóðugur ferill » Ratko Mladic er ákærður fyrir stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og grimmd í stríði þjóðarbrota í Bosníu- Herzegóvínu 1992-1995. » Um 100.000 manns féllu í stríðnu, langflestir þeirra óbreyttir borgarar. Bosníu- Serbar sátu um Sarajevo og þar féllu um 10.000. Ratko Mladic Varasömu salati eytt á akri í grennd við Hamborg í Þýskalandi í gær. Spænsk stjórnvöld hóta nú skaða- bótamáli á hendur borgaryfirvöldum í Hamborg en þau sögðu saurgerlamengaðar gúrkur hafa komið frá Spáni. Hamborgarmenn viðurkenndu í gær að saur- gerlaafbrigðið, sem hefur dregið 15 til dauða í Þýska- landi og einn í Svíþjóð, hefði ekki greinst í gúrkum. Til- fellum fjölgar hratt og höfðu alls um 1500 veikst í gær. Reuters Þýsku saurgerlarnir ekki í innfluttum gúrkum Er salatið skaðvaldurinn? Sum dagblöð í Svíþjóð heimtuðu í gær að Karl Gústaf Svíakon- ungur léti af völdum og Vikt- oría krónprins- essa tæki við. Hann er sakaður um að hafa skrökvað þegar fullyrt var að til væru af honum ljósmyndir á vafasamri búllu með fatafellum. „Konungur verður að gera sér grein fyrir því að hann getur ekki lengur gegnt embættinu,“ sagði Aftonbladet í forystugrein. „Að minnsta kosti ekki ef hann vill vera fulltrúi sameinaðrar og samstilltrar þjóðar.“ Konungur veitti fréttastofunni TT viðtal í vikunni og vísaði þar m.a. á bug orðróminum um heim- sóknir á nektarstaði. Mörgum Sví- um þótti konungurinn ekki sann- færandi í svörum sínum. Blöð í Svíþjóð krefjast afsagnar Karls Gústafs Karl Gústaf XVI. Danir reykja meira, drekka meira, alvarlegir sjúkdómar á borð við krabbamein eru tíðari í Danmörku en hinum norrænu ríkjunum og Danir verða ekki jafn gamlir. Því kemur á óvart að fjarvistir frá vinnu vegna veikinda eru sjaldgæf- ari þar en í hinum löndunum. Að vísu skortir tölur yfir Ísland; Hag- stofan tekur ekki saman tölur um þessi efni hérlendis. Munurinn er mikill, norskir vinnustaðir fá t.d. helmingi fleiri boð um veikindi starfsmanna en þeir dönsku. En eru Danir svona fíl- hraustir, þrátt fyrir lífernið? Ekki er það víst. Bent er á að meiri kröfur séu gerðar á dönskum vinnustöðum en sænskum um að allir starfsmenn geti skilað fullum afköstum. Minna sé líka um að ráð- ið sé fólk úr hópum sem vitað sé að veikist oftar en annað fólk. Sveigj- anleikinn sé lítill. Einnig hafi kreppan herjað meira í Danmörku en í hinum löndunum þrem, fólk harki því meira af sér til að halda vinnunni. kjon@mbl.is Danir með óvenju- fáa veikindadaga Kristján Jónsson kjon@mbl.is Danir eiga allmörg stórfyrirtæki sem eru í fremstu röð á sínu sviði og því eftir miklu að slægjast fyrir iðn- aðarnjósnara. Fullyrt er á vefsíð- unni metroXpress að útsendarar Kínverja séu nú m.a. iðnir við að stela dýrmætustu leyndarmálum danskra fyrirtækja með útibú í Kína. Aðferðirnar séu oft frumlegar, stundum mæti til dæmis menn í bún- ingi meindýraeyða og fái um- svifalaust aðgang sem þeir noti til að stela gögnum af öllu tagi. „En ráðamenn grandalausra, danskra fyrirtækja velta aldrei fyrir sér hvort meinadýraeyðarnir séu kannski í reynd njósnarar – eða því hvers vegna limgerðið kringum er- lendar verksmiðjur í Kína megi ekki vera hærra en 130 sentimetrar,“ segir Henrik G. Jacobsen, lögfræð- ingur og fyrrverandi yfirmaður í leyniþjónustu danska landhersins. Dæmi eru um að kínverskir skiptinemar hafi reynst vera glæpa- menn sem stálu leynilegum gögnum frá fyrirtækjum í Danmörku. Danska einkaleyfa- og vörumerkja- stofnunin er farin að aðstoða menn við að verjast athæfinu. Mestu skipt- ir að fá einkaleyfi áður en Kínverjar byrja að framleiða stolnu vöruna. „Ógnin er hrikaleg,“ segir Thomas Pattloch, alþjóðlega þekkt- ur sérfræðingur í þessum efnum. „Ef Kínverji heimsækir fyrirtækið þitt bannaðu honum þá að taka með sér myndavélarsíma inn í vöruþró- unardeildina eða verksmiðjuna og láttu hann aldrei yfirgefa hóp til að fara á salernið án þess að fylgst sé með honum.“ Bægið meindýraeyðunum frá hátæknifyrirtækjunum!  Sérfræðingar í baráttu gegn iðnaðarnjósnum segja ráða- menn danskra fyrirtækja sofa á verðinum Gægjur Farsímamyndavélar koma njósnurum að góðum notum. Kevin Rudd, utanríkisráðherra Ástralíu, sagði í gær að draga ætti Bashar al-Assad Sýrlandsforseta fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn vegna hrottaskapar hans í garð eigin landa. Mál 13 ára drengs, Hamza al- Khatib, sem sagður er hafa sætt pyntingum af hálfu sýrlenskra ör- yggissveita og verið síðan myrtur, hefur valdið miklum óhug. Um 1.000 manns hafa nú fallið í mótmælunum í Sýrlandi, aðallega óbreyttir borgarar. Margir velta því nú fyrir sér hvers vegna Atlants- hafsbandalagið, NATO, styðji ekki sýrlenska uppreisnarmenn á sama hátt og líbíska. Anders Fogh Rasm- ussen, framkvæmdastjóri NATO, svarar þeirri spurningu í Int- ernational Herald Tribune í gær. „Við gripum til aðgerða í Líbíu vegna þess að við höfum sterkt um- boð frá öryggisráðinu og öflugan stuðning frá ríkjum á svæðinu. Þetta er einstakt samhengi og við höfum ekki séð það annars staðar,“ segir Fogh Rasmussen. kjon@mbl.is Assad fyrir alþjóðlegan dómstól?  Drengur pynt- aður og myrtur Iðnaðarnjósnir eru ekki nýtt fyrirbæri en heimildarmenn álíta að umfang þeirra hafi auk- ist mjög síðustu árin. Mest er njósnað um hátæknifyrirtæki. Skrefið er stutt milli njósna og spellvirkja enda ljóst að fyrir- tæki stendur enn betur að vígi ef það hefur ekki aðeins stolið tækniþekkingunni heldur líka hindrað keppinautinn í að fram- leiða vöruna, amk. í bili. Algengt er að vingast sé við óánægðan starfsmann, hann fyrst látinn afhenda léttvægar og sakleysislegar upplýsingar. Ef hann neitar að makka rétt síðar er hótað að leka upplýs- ingum um fyrra brot hans í at- vinnuveitandann. Finna veiku hlekkina MEÐ SJÓNAUKANN Á LOFTI Svisslendingurinn Sepp Blatter var í gær endurkjörinn forseti Alþjóða- knattspyrnusambandsins, FIFA, á ársþingi þess í Zürich í Sviss. Blatt- er, sem var einn í kjöri, hlaut 186 at- kvæði af 203. En þakkarræðu hans var ekki vel tekið, aðeins örfáir klöppuðu, flestir sátu steinþegjandi. Hart hefur verið deilt á hinn 75 ára gamla Blatter vegna spillingarásak- ana í kjölfar þeirrar ákvörðunar FIFA að heimsmeistaramótin 2018 og 2022 skyldu haldin í Rússlandi og Katar við Persaflóa. Einkum er það síðara staðarvalið sem hefur valdið furðu þar sem erfitt er talið að halda keppnina í landinu sakir heita lofts- lagsins á þessum slóðum. Flest Evrópulönd, þ. á m. Ísland, studdu Blatter, þrátt fyrir ásakanir á hendur honum um mútuþægni. Enska knattspyrnusambandið vildi að forsetakjörinu yrði frestað en til- laga þess efnis var felld með þorra atkvæða. Blatter, sem tók við árið 1998, hét því að berjast fyrir bættum vinnubrögðum innan FIFA. kjon@mbl.is Reuters Vinir? Blatter (t.v.) og framkvæmdastjóri FIFA, Jerome Valcke, í Zürich. Blatter hlaut yfir- burðakosningu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.