Morgunblaðið - 02.06.2011, Side 20

Morgunblaðið - 02.06.2011, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 Það var snemma árið 1984 þegar leiðir okkar lágu fyrst saman. Ég get því miður ekki sagt að ég muni eftir því þar sem þú varst bara 8 mánaða og ég aðeins eldri. En því sem átti eftir að verða seinna meir verður ekki lýst með orðum hérna. Þetta var byrjunin á vinskap sem átti eftir að verða það verðmætasta sem nokkur maður getur hugsað sér. Að skrifa minningargrein um vin sem var engum öðrum líkur og sá besti vinur sem hugsast getur er erfiðara en nokkur orð fá lýst. Þegar ég settist niður og fór að reyna að hugsa þetta til enda, var ekki annað hægt en að rifja upp allar þær óteljandi minningar sem við eigum ég og þú. Það eru náttúrlega ekki margir sem geta státað af sama vinskap og trausti og við gerðum, enda vorum við miklu meira en bara góðir vinir og félagar. Þú ert búinn að vera vinur minn lengur en nokkur annar og það var sama hvað bjátaði á, þú varst alltaf til staðar. Það var svo auðvelt að tala við þig, þú sýndir manni allt- af svo mikinn skilning og varst með stórt hjarta. Ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera núna þegar þú ert far- inn. Það er svo margt sem er að Eggert Örn Helgason ✝ Eggert ÖrnHelgason var fæddur í Reykjavík 13. maí 1983. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 6. maí 2011. Eggert Örn var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju 16. maí 2011. ske í mínu lífi og ég var farinn að hlakka svo til að segja þér frá því. Ég sendi þér skilaboð um daginn og sagðist ætla að hringja í þig fljót- lega … ég var of seinn. Eftir 4 ára fjarveru í öðru landi var ég á leiðinni heim aftur og hugs- aði mikið til þín. Var alltaf á leiðinni að hringja í þig … það var hreinlega bara svo gam- an að tala við þig í símann. Þú ljómaðir allur loksins þegar ég hringdi og við gátum spjallað tímunum saman í símann. En þegar ég hugsa til baka þá langar mig bara að hugsa um allar þær frábæru minningar sem við átt- um. Reyndar þegar ég pæli í því þá er hreinlega ekki til sú slæma minning sem ég á um þig. Við rif- umst aldrei né þrættum, fórum aldrei í fýlu hvor út í annan né vorum ósammála um nokkurn skapaðan hlut heldur einkenndist vinátta okkar af kærleik og vænt- umþykju, með góðu húmorísku ívafi inn á milli. Ég gæti haldið áfram í allan dag að skrifa um minningar okk- ar, þær spanna jú 27 ár. En veistu, mig langar bara að halda þeim út af fyrir mig og okkar vini. Ég á eftir að sakna þín meira en orð fá lýst og þú ert með stóran stað í mínu hjarta, kæri vinur. Ég mun bíða eftir að sá tími komi að við verðum sameinaðir á ný þar sem ég fæ að taka utan um þig aftur. Megi Guð geyma þig, kæri vinur. Þinn vinur, Andri Daði. Á bernskuheimili mínu var frá miðri 20. öld fjölskyldu- mynd ofan á stofuskáp. Yngri bræður sátu í sófa milli föður og stjúpu og að baki stóðu tveir eldri bræður, en á milli þeirra systir. Hún vakti fyrst athygli þeirra, sem sáu myndina. Upp- stillingin var listrænt meistara- verk ljósmyndara; hann skynj- aði bjartan svip og útgeislun stúlkunnar í ramma bræðr- anna. Myndin reyndist hins vegar í sex átatugi lýsa stöðu Hólmfríður Björnsdóttir ✝ HólmfríðurBjörnsdóttir fæddist í Grænu- borg í Reykjavík 16. mars 1934. Hún andaðist á Landa- kotsspítala 16. maí 2011. Útför Hólm- fríðar fór fram frá Grafarvogskirkju 25. maí 2011. stúlkunnar í þess- um hópi og þeirra sem honum síðar tengdust; trygg- lyndis hennar og gjöfullar ræktar- semi nutu bræður og börn í vanda, föður- og móður- systir, vinkonur og tengdafólk barna hennar, venslafólk nær og fjær og ekki síður alls ókunnugir. Hún var öllum næmari. „Það þarf eitthvað að gera fyrir hann“ en von bráðar sagði hún að það þyrfti „ekki að hafa áhyggjur af honum. Hann sér um sig“. Slíkur var skilningur hennar á hjálpinni. Hughreystandi gamansemi hennar stóðst enginn. „Ég sem hélt hún gæti ekki dáið,“ sagði náfrændi við mig og mér varð ljóst að hún lifir. Helgi. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (GJ) Þegar leiðir skiljast leitar hug- urinn heim til æskuáranna. Þú varst mér alltaf svo kær og góð við mig þegar þú varst hjá foreldrum mínum á Aðalgötunni og þú kenndir mér að lesa. Guðrún Guðbjörg Guðmundsdóttir ✝ Guðrún Guð-björg Guð- mundsdóttir fædd- ist á Suðureyri við Súgandafjörð 16. ágúst 1918. Hún lést hinn 1. maí 2011 á Heilbrigð- isstofnun Vest- fjarða, Ísafirði. Útför Guðrúnar fór fram frá Suður- eyrarkirkju 14. maí 2011. Nú ert þú horfin, bærinn þinn á Laugum líka farinn og ferðum mínum heim til Súganda- fjarðar fækkar líka. En alltaf minnist ég þín þegar ég horfi yfir að Laugum frá bústaðnum okkar í Selárdal. Ég þakka þér all- ar kveðjurnar á liðnum árum, þær tengdu okkur saman. Styðji guð og gleðji góða förunauta, sem að saman áttu sorg og gleði löngum. Mun ei mást né gleymast minning góðrar konu. Fylgja þúsund þakkir þessum liðnu árum. (ÞS) Samúðarkveðjur til barna þinna. Sigrún Sturludóttir. Ég kynntist Steina fljótlega eft- ir að ég fór að fara á Færeyska sjómannaheimilið í Brautarholti, en Steini var maðurinn hennar Myrtley sem er frá Færeyjum. Færeyska sjómannaheimilið er byggt upp af sjálfboðaliðum og var Steini með í þeim hópi. Myrt- ley, kona hans, er ein af konunum í kvinnuringnum sem sá um fjáröfl- un fyrir byggingu sjómannaheim- ilisins, m.a. með árlegri kaffisölu og myndarlegum basar. Eigin- menn kvennanna tóku mikinn þátt í starfi kvinnuringsins og studdu þær dyggilega og var Steini einn af þeim. Síðar var ég í forstöðu fyrir Sjómannaheimilið og þá kynntist ég trúfesti Steina og konu hans, en þau studdu vel við allt samkomuhald á Sjómanna- heimilinu og alltaf var gott að leita til þeirra. Þorsteinn Helgi Helgason ✝ ÞorsteinnHelgi Helgason fæddist á Ísafirði hinn 14. júlí 1925. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ hinn 19. maí 2011. Útför Þorsteins fór fram frá Breið- holtskirkju 30. júní 2011. Þegar ég kynnist Steina er hann orð- inn fullorðinn maður og hefur lent í veik- indum. Hann var ekki margmáll mað- ur, en hafði notalega nærveru. Steini hafði verið sjómaður á strandferðaskipum hér áður fyrr og þeg- ar talið barst að þeim tíma lifnaði yfir Steina og hann sagði margar skemmtilegar sögur af samskipt- um sínum við erlenda ferðamenn sem tóku sér far með strandferða- skipunum og sumir þeirra komu aftur og aftur. Af sögunum að dæma hefur Steini átt góðar sam- ræður við þessa erlendu ferða- menn. Ég fékk einnig tækifæri til að fara með Steina og nokkrum vin- um í ferð til Ísafjarðar en það voru æskustöðvar Steina. Þetta var yndisleg ferð sem við áttum sam- an í vikutíma og veðrið lék við okk- ur. Það var greinilegt að Steina þótti gaman að koma á æskuslóðir og sagði okkur sögur frá fyrri tíma um menn og málefni. Ég vil að lokum þakka Steina samfylgdina og bið Drottin að blessa fjölskyldu hans. Eirný Ásgeirsdóttir. Elsku Óla frænka er dáin, hún var hvíldinni fegin. Hún var 85 ára og hefur verið með alz- heimer í mörg ár. Óla var mjög skemmtileg og góð og við vorum mjög góðar vinkonur en hún var jafnframt móðursystir mín. Ég var hjá henni í sveit á Krossi, ég lærði mikið af henni, hún var mjög þrifin, hún var alltaf með tuskuna á lofti. Ég þurfti dag- lega að þvo eggin frá hænunum og þurfti sko að pússa þau og fékk ég þau í hausinn ef þau voru ekki nógu vel þvegin hjá mér. Ekki get ég nú ekki sagt að það hafi verið skemmtilegt að þrífa helvítis eggin, en við höfum hlegið mikið að þessu í Ólöf Ragnhildur Guðmundsdóttir ✝ Ólöf Ragnhild-ur Guðmunds- dóttir fæddist á Streiti í Breiðdal 31. ágúst 1926. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík föstu- daginn 20. maí sl. Útför Ólafar fór fram frá Árbæj- arkirkju mánudag- inn 30. maí 2011. seinni tíð. Það var alltaf fjör í kring- um Ólu, það gust- aði af henni hvar sem hún var. Óla fór á Hrafn- istu þegar hún greindist með alz- heimer, og harmon- ikkan fylgdi auðvit- að með því Óla var mjög músíkölsk og þar spilaði hún fyr- ir vistmenn. Þegar hún var komin með harmónikkuna í hendurnar þá mundi hún og söng alla texta, þó sjúkdómur- inn væri farinn að setja meira mark sitt á hana og hún farin að gleyma. Elsku Óla mín, ég veit þér líður vel núna og þú ert búin að hitta Gústa þinn, mömmu mína og allt þitt fólk. Ég veit að þú kíkir á okkur af og til. Ég vil votta börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra samúð mína. Elsku Óla, nú er komið að kveðjustund við hittumst þegar minn tími er kominn, gæskan. Minning þín er perla. Þín frænka, Soffía Ragnars.                          ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN SIGURÐSSON, Hjarðarhaga 26, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 27. maí. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni föstu- daginn 3. júní kl. 13.00. Þórhildur Ragna Karlsdóttir, Karl Þorsteinsson, Margrét Geirrún Kristjánsdóttir, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Halldór Bjarnason, Baldur Þorsteinsson, Guðbjörg Linda Udengaard, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRHILDUR HALLDÓRSDÓTTIR kennari, Skeiðavogi 125, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti mánudaginn 30. maí. Útförin fer fram frá Langholtskirkju miðvikudaginn 8. júní kl. 15.00. Börn, tengdabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN SIGFÚS ÁRELÍUSSON frá Geldingsá á Svalbarðsströnd, lést laugardaginn 28. maí. Útför hans fer fram frá Svalbarðskirkju mánudaginn 6. júní kl. 13.30. Lára Kristín Sigfúsdóttir, Hallgrímur Haraldsson, Hafsteinn Sigfússon, Eygló Kristjánsdóttir, Halldór Heiðberg Sigfússon, María Guðrún Jónsdóttir, Sigrún Heiðdís Sigfúsdóttir, Valbjörn Óskar Þorsteinsson, Sólveig Sigfúsdóttir, Reynir Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KONRÁÐ PÁLL ÓLAFSSON, Asparási 2, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 25. maí. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 3. júní kl. 15.00. Ingigerður St. Óskarsdóttir, Guðjón Árni Konráðsson, Teresita Ragmat, Jóna Ósk Konráðsdóttir, August Håkansson, Guðmundur Kr. Konráðsson, Krittiya Huadchai, barnabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS G. GUÐMUNDSSONAR, Austurströnd 8. Helga Jónsdóttir, Birgir Thoroddsen, Einar S. Jónsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem auðsýnduð okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ERLINGS EDWALD lyfjafræðings. Jóhanna Edwald, Tryggvi Edwald, Erla Erlingsdóttir, Sigrún Edwald, Sigurður Egill Guttormsson, Ari Edwald, Þórunn Pálsdóttir, Þórdís Edwald, Ármann H. Þorvaldsson og afabörnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.